Byssukúlur fundust í bílhurð borgarstjóra

Byssukúlur fundust í hurðinni á bíl í eigu fjölskyldu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í síðustu viku, samkvæmt heimildum Kjarnans. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu neitar að staðfesta þetta eða tjá sig nokkuð frekar um málið að svo stöddu.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Auglýsing

Byssu­kúlur fund­ust í hurð­inni á bíl í eigu fjöl­skyldu Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra í síð­ustu viku, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu neitar að stað­festa þetta og seg­ist ekki ætla að veita frek­ari upp­lýs­ingar en komu fram um málið í til­kynn­ingu í morg­un, að svo stödd­u.

Í til­kynn­ingu lög­reglu sagði að verið væri að rann­saka hvort skot­vopni hefði verið beitt er skemmdir voru unnar á bílnum og að einnig væri rann­sakað hvort málið tengd­ist árás sem gerð var á skrif­stofur Sam­fylk­ing­ar­innar í Sól­túni í síð­ustu viku. Málið væri litið mjög alvar­legum aug­um.

Kjarn­inn spurði lög­reglu meðal ann­ars að því hvort kúl­urnar sem fund­ust í bíl­hurð borg­ar­stjóra hefðu verið af sömu gerð og fund­ust á skrif­stofum Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en fram hefur komið að þar hafi fund­ist tvær útflattar blý­kúl­ur, að lík­indum 22 kalí­bera byssu­kúlu. 

Auglýsing

„Það fannst út­flatt blý og menn frá tækn­i­­deild lög­­­reglu reikn­uðu með því að að þetta væru 22 kalí­bera kúl­­ur,“ seg­ir Kar­en Kjart­ans­dóttir fram­kvæmda­stjóri Sam­fylk­ing­ar­innar við mbl.is, en fram kom í sömu frétt að talið væri að loft- eða gas­byssa hefði verið notuð við verkn­að­inn, en í slíkar byssur er hægt að setja smærri byssu­kúl­ur.

Mynd­band sem borg­ar­full­trúi kom að for­dæmt

Á vef Rík­is­út­varps­ins segir að lög­regla hafi vaktað heim­ili borg­ar­stjóra um helg­ina, en borg­ar­stjóri býr í mið­borg Reykja­vík­ur. 

Í ljósi atburð­anna sem lög­regla greindi frá í dag hefur mynd­band sem birt var á YouTube í des­em­ber­mán­uði, en í mynd­band­inu var heim­ili borg­ar­stjóra sýnt og sömu­leiðis bíla­stæði hans. Borg­ar­stjóri var í sama mund sak­aður um spill­ing­u. Vig­dís Hauks­dóttir borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins las inn á mynd­band­ið, sem var á vegum hóps sem kallar sig Björgum mið­bænum. Bolli Krist­ins­son athafna­mað­ur, oft kenndur við Sautján, hefur verið í for­svari fyrir hóp­inn.

Borg­ar­stjóri sagði sjálfur að honum hefði verið veru­lega brugðið vegna mynd­bands­ins og að það væri alveg nýtt í íslenskri póli­tík að heim­ili fólks væri gert að skot­marki. „Mér sýn­ist vera brotið í blað í þess­ari aug­lýs­ingu sem Bolli Krist­ins­son, fyrr­ver­andi kaup­mað­ur, ber ábyrgð á. Í fyrsta lagi að auð­maður fjár­magni rógs­her­ferð í krafti auðs til að sann­færa almenn­ing um hluti sem eru rangir og hafa verið hraktir í öllum frétt­um. Og hins vegar að Bolli skuli hafa geð í sér til að gera myndir af heim­ili mínu að aðal­at­riði á meðan dylgjur og raka­lausar ásak­anir eru lesnar yfir. Þetta er mínu mati ömur­legt og nýtt á Ísland­i,“ var haft eftir borg­ar­stjóra í Frétta­blað­inu.„Þetta mynd­band er svo mik­ill við­bjóð­ur. Svo and­styggi­legt, ómál­efna­legt og sið­laust. Fyrir utan afleið­ing­arnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjör­inn full­trúi hegðar sér með þesssum óábyrga og ósvífna hætti; mark­laust og sið­spillt. Ég for­dæmi þetta,“ skrifar Líf Magneu­dóttir borg­ar­full­trúi Vinstri grænna á Twitter í dag.

Pawel Bar­toszek borg­ar­full­trúi Við­reisnar hafði áður gagn­rýnt mynd­bandið harð­lega, skömmu eftir að það birt­ist rétt fyrir jól. „Ekki fal­legt að sjá spons­aðar aug­lýs­ingar þar sem keyrt er fram­hjá heim­ili borg­ar­stjóra og það sýnt frá ólíkum sjón­ar­hornum í dumb­ungs­birtu. Við getum verið ósam­mála um margt póli­tík, til þess er hún, en að nota "dri­ve-by" sem taktík finnst mér heldur ófram­bæri­leg­t,“ skrif­aði Pawel þá. „­Mán­uður síðan mér ofbauð þetta. Fólk sem tekur þátt opin­berri umræðu þarf að sýna ábyrgð,“ segir Pawel nú.

Skotið á höf­uð­stöðvar flokka og Sam­taka atvinnu­lífs­ins

Eftir að skotið var á skrif­stofu Sam­fylk­ing­ar­innar í síð­ustu viku spurð­ist það út að á síð­ustu miss­erum hefði end­ur­tekið verið skotið á rúður í höf­uð­stöðvum íslenskra stjórn­mála­sam­taka. Lög­regla sagði frá því að skotið hefði verið á skrif­stofur Við­reisn­ar, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Sam­taka atvinnu­lífs­ins á und­an­förnu ári og einnig voru sagðar fréttir af sam­bæri­legum skemmd­ar­verkum eða árásum á skrif­stofur Pírata árin 2018 og 2019. 

Ekk­ert þess­ara mála hafði ratað í fjöl­miðla.

Kjarn­inn spurði lög­reglu að því hvort sér­stakar áhyggjur væru af því að árásin beind­ist að einum til­teknum nafn­greindum stjórn­mála­manni, á meðan að fyrri skotárásir hefðu beinst gegn sam­tök­um. Lög­regla sagð­ist í svari til Kjarn­ans ekki ætla að veita neinar frek­ari upp­lýs­ingar að svo stöddu, eins og áður hefur komið fram.

Stundin sagði frá því eftir árás­ina á hús­næði Sam­fylk­ing­ar­innar að stjórn­mála­fólki hefði verið upp­álagt að hafa var­ann á. Þau skila­boð munu hafa komið frá lög­regl­unni, sam­kvæmt frétt blaðs­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent