450 afbrigði greinst á landamærunum – aðeins þrettán innanlands

Aðgerðir á landamærum Íslands hafa borið mikinn árangur og því er ekki ástæða til að loka þeim líkt og margar nágrannaþjóðir okkar eru að gera þessa dagana. Vel kemur til greina að aflétta aðgerðum innanlands á næstunni.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Alls hafa 48 greinst með breska afbrigði kór­ónu­veirunnar hér á landi, þar af átta manns inn­an­lands sem allir tengj­ast fólki sem greind­ist á landa­mær­un­um. Breska afbrigðið er meira smit­andi en flest önn­ur. Það er þó ekki talið valda alvar­legri veik­ind­um. Útbreiðsla þess skýrir mikla fjölgun smita í flestum nágranna­löndum okkar og hertar aðgerðir sem þar hefur verið gripið til.Þórólfur Guðna­son sótt­varna­æknir segir að yfir­völd „séu á tán­um“ vegna þessa afbrigðis veirunnar og að til mik­ils sé að vinna að koma í veg fyrir að það breið­ist út í sam­fé­lag­inu. „Við teljum fulla þörf á því að fara mjög var­lega svo að við fáum ekki hol­skeflu yfir okkur eins og nágranna­þjóð­irnar eru að sjá nún­a.“

AuglýsingMeð aðgerðum okkar á landa­mærum, sem fel­ast í því að fólk þarf að fara í tvær sýna­tökur með nokk­urra daga milli­bili, hefur verið sýnt fram á mik­il­vægi slíkra aðgerða í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn að mati Þór­ólfs. Flestar þjóðir hafa farið aðrar leiðir og eru nú í þeirri stöðu að þurfa að loka landa­mærum sínum nán­ast að fullu. „Að­gerðir okkar á landa­mær­unum hafa veri árang­urs­ríkar til að halda afbrigðum veirunnar frá land­in­u,“ sagði Þórólfur á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag og benti á, máli sínu til stuðn­ings, að frá því að tvö­föld sýna­taka hófst við landa­mærin 19. ágúst hafi um 450 mis­mun­andi afbrigði veirunnar greinst þar en á sama tíma ein­ungis þrettán inn­an­lands.Þar sem okkar aðgerðir hafi reynst vel telur Þórólfur ekki til­efni til að loka landa­mærum Íslands frekar – að minnsta kosti ekki að svo stöddu.Þó að enn séu að grein­ast örfá smit inn­an­lands dag frá degi telur sótt­varna­læknir ekki tíma­bært að slaka frekar á aðgerð­um. Hins vegar segir hann vel koma til greina, ef fram heldur sem horf­ir, að gera það fyrir 17. febr­úar þegar núgild­andi aðgerðir falla úr gildi. Hann ítrekar að mjög var­lega þurfi að fara í allar til­slak­an­ir. Það hafi reynsla síð­ustu mán­aða sýnt okk­ur.Af þeim níu­tíu manns sem greinst hafa hér á landi í jan­úar hafa flestir verið með bláa afbrigði veirunn­ar, afbrigði sem kom hingað til lands í ágúst með frönskum ferða­mönn­um. Það afbrigði „réði ríkj­um“ alla þriðju bylgj­una, eins og Þórólfur orðar það, og hafa til­tölu­lega fá önnur afbrigði verið að grein­ast inn­an­lands síð­an.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent