Smit á einni viku ekki færri síðan í júlí

Á sjö dögum hafa þrettán greinst með kórónuveiruna innanlands. Undanfarna sex daga hafa allir verið í sóttkví við greiningu. Á þeim 333 dögum sem liðnir eru frá því fyrsta tilfelli COVID-19 var greint á Íslandi hafa 78 dagar reynst smitlausir.

Smitum hefur fækkað mikið síðustu daga.
Smitum hefur fækkað mikið síðustu daga.
Auglýsing

Nú í jan­úar hafa 90 manns greinst með virkt smit af kór­ónu­veirunni inn­an­lands en 146 í landamæra­skimun sem er næst mesti fjöldi í einum mán­uði síðan hún hófst. Á þeim 333 dögum sem liðnir eru síðan fyrsta smitið greind­ist inn­an­lands hafa 78 dagar verið án smita, þar af þrír í jan­ú­ar. Einn þeirra var fyrsti dagur árs­ins en þá voru engin sýni tek­in. Lengsta smit­lausa tíma­bilið frá upp­hafi far­ald­urs­ins var í júlí en þá liðu 20 dagar án þess að nokkur greind­ist með veiruna inn­an­lands.Síð­ustu sjö daga hafa aðeins þrettán inn­an­lands­smit greinst og hafa svip­aðar tölur ekki sést síðan í júlí. Síð­ustu sex daga hafa allir verið í sótt­kví við grein­ingu en slíkt er ákveð­inn mæli­kvarði á litla útbreiðslu smits í sam­fé­lag­inu.

Auglýsing6.000 manns hafa nú greinst með COVID-19 á Íslandi. 29 eru látn­ir. Í gær höfðu 4.820 fengið seinni skammt bólu­efnis og eru því að fullu bólu­sett­ir. Von­ast er til að búið verði að bólu­setja 30 þús­und manns fyrir mars­lok.Frá því landamæra­skimun hófst um miðjan júní hafa 667 ferða­menn greinst með virkt smit. Í júní og júlí greindust fáir, sam­tals 25 manns, en stökk varð í ágúst er 72 greindust. Þann 19. ágúst var tekin upp tvö­föld sýna­taka á landa­mær­unum og í sept­em­ber greindust þar aðeins 47 með virkt smit.Staðan snögg­breytt­ist svo í októ­ber. Þriðja bylgja far­ald­urs­ins var hafin og 1.959 manns greindust með veiruna inn­an­lands. Á landa­mær­unum var einnig mesti fjöldi virkra smita í einum mán­uði eða 168.

Heimild: Covid.isSá fyrsti sem greind­ist með kór­ónu­veiruna hér á landi var karl­maður á fimm­tugs­aldri sem hafði verið á ferða­lagi um Norð­ur­-Ítal­íu. Smit sem greindust svo í kjöl­farið var einnig flest hægt að tengja við skíða­ferða­lög í Ölp­un­um. Í mars og apr­íl, í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins, greindust sam­tals 1.797 til­felli COVID-19 en aðeins átta í maí eftir harðar sam­komu­tak­mark­anir vik­urnar á und­an. Útlitið var einnig gott í júní og þá greindust aðeins tólf inn­an­lands og sex í landamæra­skimun sem þá hafði verið tekin upp.Í lok júní kom upp lítið hópsmit í tengslum við Íslend­ing sem hafði greinst nei­kvæður við kom­una til lands­ins en fengið ein­kenni nokkrum dögum síðar og reynd­ist í annarri sýna­töku smit­að­ur. Þá hófst umræða um tvö­falda sýna­töku við landa­mær­in, því orðið var ljóst að fólk getur verið ein­kenna­laust og ekki greinst í nokkra daga eftir að fá veiruna í sig, en hún varð þó ekki að veru­leika fyrr en eftir miðjan ágúst.

Græna og bláa afbrigðiðÁ milli þess­ara tveggja atburða, smits­ins í lok júní og tvö­földu skimun­ar­inn­ar, komust tveir stofnar veirunnar á flug inn­an­lands. Annar þeirra, kall­aður græna afbrigð­ið, kom af stað annarri bylgj­unni í ágúst. Ekki er enn vitað hvenær eða hvernig það afbrigði komst inn í land­ið.Meira er vitað um bláa afbrigðið sem varð drif­kraft­ur­inn í þriðju bylgj­unni og þeirri verstu hingað til. Það barst til lands­ins fyrir miðjan ágúst, lík­lega með ferða­mönnum frá Frakk­landi.Á síð­ustu vikum hafa um fjöru­tíu manns greinst með hið svo­kall­aða breska afbrigði veirunnar á landa­mær­unum og að minnsta kosti sjö inn­an­lands. Allt teng­ist það fólk þeim sem greinst hafa í landamæra­skim­un. Það afbrigði hefur því ekki, enn sem komið er, breiðst út í sam­fé­lag­inu en rann­sóknir benda til að það sé mun meira smit­andi en eldri afbrigði veirunn­ar. Hefur það m.a. valdið usla í Dan­mörku, Bret­landi, Hollandi og víð­ar. Fleiri skæð afbrigði hafa einnig látið á sér kræla síð­ustu vik­ur, m.a. eitt sem kennt er við Suð­ur­-Afr­íku og annað sem kennt er við Bras­il­íu.

Þórólfur Guðnason og Alma Möller. Mynd: AlmannavarnirAlma Möller land­læknir og Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir voru spurð að því á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna á mánu­dag hvers vegna frek­ari til­slak­anir væru ekki gerðar á sam­komum fólks í ljósi þess að staðan í far­aldr­inum inn­an­lands væri mun betri en við höfum séð í lengri tíma. Þórólfur svar­aði því til að frekar nýlega hefði verið slakað á, sam­komu­tak­mark­anir færðar í tutt­ugu manns í stað tíu og ýmis starf­semi heim­iluð á ný, og að afleið­ing­arnar af því ættu enn eftir að koma í ljós. Þá væri far­ald­ur­inn í mik­illi upp­sveiflu erlendis og bráðsmit­andi afbrigði á kreiki. Enn væru margir að grein­ast við landa­mærin sem end­ur­spegl­aði stöðu far­ald­urs­ins í mörgum nágranna­löndum okk­ar. Alma sagði að við værum nú reynsl­unni rík­ari. Það hefði sýnt sig að lítið þyrfti til að koma af stað nýrri bylgju eins og við sáum um miðjan sept­em­ber er þriðja bylgjan hófst. Ekki tókst að ráða nið­ur­lögum hennar fyrr en í lok nóv­em­ber.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar