Segir dæmin sem þingmaður nefnir um spillingu „heldur léttvæg“

Formaður Samfylkingarinnar og fjármála- og efnahagsráðherra voru ekki sammála á þingi í dag um hvaða mál kalla ætti spillingarmál.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir að þótt spill­ing eigi aldrei að við­gang­ast sé kannski ekki hægt að koma alveg í veg fyrir að fyr­ir­tæki og ein­stak­lingar vikju af vegi dyggð­ar­innar í við­skipt­um. „Þá kemur einmitt að hlut­verki stjórn­valda, að lög og skila­boð stjórn­valda séu skýr. Öllum sé ljóst að hart verði tekið á hvers kyns belli­brögðum og fjár­veit­ingar til nauð­syn­legra eft­ir­lits­stofn­ana, meðal ann­ars umboðs­manns Alþing­is, skatt­rann­sókn­ar­stjóra, sak­sókn­ara, séu ekki skornar við nögl.“

Þetta kom fram í máli þing­manns­ins í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morgun en hann innti eftir svörum Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, varð­andi það sem hann kall­aði spill­ing­ar­mál.

Logi hóf fyr­ir­spurn sína á því að minn­ast á hinn árlega lista Tran­sparency International sem mælir spill­ingu en Ísland fellur um sex sæti milli ára. Landið er nú í 17. sæti og neðst Norð­ur­land­anna sem raða sér í efstu sæt­in.

Auglýsing

„Í skýrsl­unni segir að spill­ing sé ill­víg mein­semd sem ógni lýð­ræð­inu. Það sýni rann­sóknir með óyggj­andi hætti. Spill­ing ógni grund­vall­ar­rétt­ind­um, tæki­færum og lífs­gæðum fólks og grafi undan trausti í sam­fé­lag­inu og gagn­vart stjórn­völd­um, stofn­unum fram­kvæmd­ar­valds­ins, lög­gjaf­ar­valds­ins og dóms­valds­ins. Meðal skýr­inga nefnir skýrslan banka­hrun­ið, fjár­mála­vafstur stjórn­mála­manna í Pana­ma-skjöl­unum og nú síð­ast Sam­herj­a­mál­ið, einnig að spill­ing nái til opin­berra aðila. Lái mér eng­inn þó að hug­ur­inn reiki örstutt að Lands­rétt­ar­mál­in­u,“ sagði Logi.

Logi Einarsson Mynd: Bára Huld

„Hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra hefur áður svarað mér að hann hafi ekki áhyggjur af spill­ingu á Íslandi og í íslensku við­skipta­lífi, bæði í kjöl­far þess að Ísland lenti á gráum lista og þegar Sam­herj­a­skjölin birt­ust. Það eru út af fyrir sig mjög skýr skila­boð. Hann virð­ist líta á mál sem koma upp sem til­fallandi en ekki kerf­is­vanda sem stjórn­völd eigi að taka á. Tran­sparency International lítur öðru­vísi á og hefur áhyggjur bæði af stöð­unni og þróun síð­ustu ára.“ 

Spurði Logi Bjarna hvort hann væri jafn áhyggju­laus nú og þegar hann spurði hann fyrir einu ári eða fynd­ist honum til­efni til að taka mið af ábend­ing­un­um. Og ef svo væri, hvað hygð­ist rík­is­stjórnin gera.

Kjósa menn að líta á glasið hálf­tómt eða hálf­fullt?

Bjarni svar­aði og sagð­ist telja að dæmin sem Logi nefndi því til stuðn­ings að það þyrfti að hafa miklar áhyggjur af spill­ingu á Íslandi væru nú heldur létt­væg.

„Að kalla það mál spill­ingu í Lands­rétt­ar­mál­inu þegar öll gögn eru opin, þegar Alþingi kemur að mál­inu og tekur síð­ustu ákvörð­un­ina, þegar emb­ætt­is­menn mæta fyrir nefnda­svið og færa rök fyrir til­lögu ráð­herr­ans, þegar hér í þing­sal eru greidd atkvæði fyrir opnum tjöld­um. Að kalla afgreiðslu slíkra mála spill­ingu er auð­vitað með miklum ólík­ind­um.

Hérna skiptir dálítið máli hvort menn kjósa að líta svo á að glasið sé hálf­tómt eða að það sé hálf­fullt. Þegar við skoðum þessa nið­ur­stöðu með aðeins jákvæð­ara hug­ar­fari en hátt­virtur þing­manni virð­ist vera tamt að gera, þá má sjá að Ísland skipar sér í flokk með þeim þjóðum í heim­inum þar sem spill­ing er minnst. En vilji menn hins vegar leggja ein­hverja aðra mælistiku á það mál og skoða í hvaða hópi við erum ekki er jú hægt að draga það fram að á þennan mæli­kvarða, sem er ekk­ert algildur mæli­kvarði eða full­kom­inn á nokkurn hátt, skorum við ekki jafn hátt og Norð­ur­lönd­in,“ sagði ráð­herr­ann.

Bjarni telur það sjálf­sagt að velta því upp hvað stjórn­völd geti gert til þess að bregð­ast við þeirri stöðu. „Eitt af því sem er áber­andi í skýrslu sem þess­ari, og það sama á við um GRECO-út­tekt­ir, er að það eru ekki endi­lega dæmin um spill­ing­ar­mál sem menn hafa í hönd­un­um, heldur til­finn­ingin fyrir því að ein­hvers staðar grass­eri spill­ing, ein­hver svona óljós til­finn­ing. Oft ger­ist það nú þegar for­menn í stjórn­mála­flokkum koma upp og tala einmitt inn í þá til­finn­ingu, að hún versn­ar.“

Dæmin alls ekki létt­væg

Logi kom aftur í pontu og sagði að þegar kemur að aðgerðum stjórn­valda gegn spill­ingu þá vildi hann hafa glasið fullt og að dæmin sem hann nefndi væru nefni­lega alls ekki létt­væg.

„Ég nefndi banka­hrun. Ég nefndi óeðli­legt fjár­mála­vafstur stjórn­mála­manna í tengslum við Pana­ma-skjölin og ég nefndi Sam­herj­a­skjöl­in. Mig langar þá að nefna í sam­hengi við þessa skýrslu að nýlega birt­ist skoð­ana­könnun MMR sem sýnir að ein­ungis 23 pró­sent treysta fjár­mála­ráð­herr­anum til að halda utan um sölu á Íslands­banka. Þetta er for­vitni­leg nið­ur­staða og það vakna óneit­an­lega spurn­ing­ar,“ sagði hann og spurði í fram­hald­inu hvort Bjarni teldi að hér væru lands­menn að lýsa tor­tryggni í garð fjár­mála­ráð­herra Íslands yfir­leitt, og þá stjórn­valda, að um væri að ræða kerf­is­vanda, eða teldi hann, eins og í hinum mál­un­um, að um væri að ræða afmark­aðan vanda og tor­tryggni í garð fjár­mála­ráð­herr­ans og tengsl hans við eitt af þessum málum í skýrsl­unni.

Bara „ein­hver þvælu­um­ræða“

Fjár­mála­ráð­herra svar­aði í annað sinn og sagði að komið væri „dá­lítið langt frá kjarna máls þegar við erum farin að skipt­ast á skoð­unum um nið­ur­stöður skoð­ana­kann­ana. Eða ættum við kannski að velta því fyrir okkur hér, myndi það skila okkur eitt­hvað fram veg­inn í þágu þjóð­ar­inn­ar, hvers vegna það skyldi vera að 83 til 84 pró­sent þjóð­ar­innar vilji ekki Sam­fylk­ing­una sem val­kost við stjórn lands­ins. 83 pró­sent segja bara nei þegar Sam­fylk­ingin býður fram, við kjósum eitt­hvað ann­að. Þetta er bara ein­hver þvælu­um­ræða.

Aðal­at­riðið er að við stöndum við það sem sagt hefur verið í banka­sölu­mál­inu, að fylgja opnu og gagn­sæju ferli þar sem eng­inn er að flýta sér. Við stígum var­færin skref og fylgjum því sem boðað hefur ver­ið, að allir geti tekið þátt sem hafa áhuga,“ sagði Bjarni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent