23 færslur fundust merktar „spilling“

Kos segir yfirvöld í Namibíu draga vagninn í rannsókn á Samherjamálinu.
Áhyggjuefni að íslensk yfirvöld dragi lappirnar í Samherjamálinu
Yfirmaður vinnuhóps OECD gegn mútum segir það með ólíkindum að lögregluyfirvöld á Íslandi hafi spilað með Samherja og boðað blaðamenn í yfirheyrslur með réttarstöðu sakborninga.
18. júní 2022
Jóhann Hauksson
Kunnugleg leið fram á hengiflugið
8. apríl 2022
Bankaleki opinberar reikninga einræðisherra og glæpamanna hjá Credit Suisse
Upplýsingar um 30 þúsund viðskiptavini svissneska bankans Credit Suisse voru opinberaðar í gærkvöldi. Þar koma meðal annars í ljós viðskipti bankans við dæmda fjársvikara, spillta stjórnmálamenn og fólk sem stundaði peningaþvætti.
20. febrúar 2022
Enn lækkar einkunn Íslands á listanum yfir minnst spilltu löndin – Skæruliðadeild Samherja tiltekin sem ástæða
Ísland er enn og aftur það Norðurlandanna sem situr neðst á lista Transparency International yfir spilltustu lönd heims. Einkunn Íslands hefur aldrei verið lægri en nú frá því að samtökin hófu að mæla spillingu hérlendis árið 1998.
25. janúar 2022
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, stofnaði til umræðu við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um traust á Alþingi í dag.
Er Sjálfstæðisflokkur vandamál eða svar, hvað eigum við skilið og fæst traust með fötum?
Þingmenn ræddu traust á stjórnmálum og stjórnsýslu í sérstakri umræðu á Alþingi í dag. Þeir sem tóku til máls voru flestir hvorki sammála um orsök traustleysis né leiðir til að laga það.
25. maí 2021
Atli Þór Fanndal er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International.
Vilja breiðfylkingu gegn tilraunum Samherja til að grafa undan samfélagssáttmálanum
Íslandsdeild Transparency International segir að fyrirtæki og einstaklingar sem sanna vilja sakleysi sitt stundi ekki ofsóknir gagnvart þeim sem rannsaka og upplýsa um meintar misgjörðir. Það geri Samherji hins vegar.
24. maí 2021
Vildu nothæfan lista, afgreiða Ásgeir og safna upplýsingum um stjórn samtaka
Í samræðum „skæruliðadeildar“ Samherja kemur fram að Þorsteinn Már Baldvinsson vilji ekki að Njáll Trausti Friðbertsson verði næsti oddviti Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi. Þau ræddu einnig að safna upplýsingum um stjórn samtaka gegn spillingu.
23. maí 2021
Ein spillingarmæling sker sig úr og dregur Ísland niður listann hjá Transparency International
Mat tveggja íslenskra fræðimanna sem fjalla reglulega um stöðu íslensks stjórnkerfis fyrir þýska hugveitu er að spillingarvarnir á Íslandi komi ekki í veg fyrir mögulega spillingu. Hin Norðurlöndin koma betur út í sambærilegu mati eigin sérfræðinga.
4. febrúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir dæmin sem þingmaður nefnir um spillingu „heldur léttvæg“
Formaður Samfylkingarinnar og fjármála- og efnahagsráðherra voru ekki sammála á þingi í dag um hvaða mál kalla ætti spillingarmál.
28. janúar 2021
Á meðal þeirra mála þar sem grunur er um spillingu sem ásakanir eru um að teygi sig inn í stjórnsýslu landsins, er Samherjamálið svokallaða. Fjöldi manns mótmælti vegna þess í nóvember 2019.
Ísland fellur á spillingarlista og er í 17. sæti – Enn og aftur spilltast allra Norðurlanda
Ísland er spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Ákveðið bakslag hefur átt sér stað í baráttunni gegn spillingu hér á landi en Ísland hefur hrapað niður úr 1. sæti árið 2006 í 17. sæti árið 2020.
28. janúar 2021
Árni Múli Jónasson
Varnir gegn spillingu
20. janúar 2021
Guðrún Johnsen formaður Íslandsdeildar TI og Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Íslandsdeildar TI.
Samtaka gegn spillingu
31. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Spegillinn segir orð dómsmálaráðherra tilhæfulaus
Spegillinn hafnar því algerlega að í pistli þáttarins hafi verið lýst yfir pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir. Ráðherra hefur ekki sent fréttastofu RÚV formlega athugasemd vegna pistilsins.
21. nóvember 2020
GRECO, samtök gegn spillingu, segja að Ísland verði að gera meira
Ísland þarf að gera meira til þess að koma í veg fyrir spillingu og efla heilindi hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og innan löggæslustofnana, samkvæmt nýrri eftirfylgniskýrslu GRECO, samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu.
16. nóvember 2020
Matthildur Björnsdóttir
Spilling hefur ótal fleti og mörg andlit
24. nóvember 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
19. júní 2019
Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir
Að borða fíl
21. maí 2019
Ísland spilltasta land Norðurlandanna áttunda árið í röð
Ísland er spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Ákveðið bakslag hefur átt sér stað í baráttunni gegn spillingu hér á landi en Ísland hefur hrapað niður úr 1. sæti árið 2006 í 14. sæti árið 2018.
30. janúar 2019
GRECO gerir átján tillögur að úrbótum vegna spillingar til íslenskra stjórnvalda
GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, hafa skilað stjórnvöldum skýrslu um varnir gegn spillingu hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og löggæslu.
10. apríl 2018
Hallgrímur Óskarsson og Rut Einarsdóttir
2017: Árið sem hafnaði leyndarhyggju
29. desember 2017
Kjósendur Sjálfstæðisflokksins síst líklegir til að sjá spillingu
Samkvæmt alþjóðlegri viðhorfakönnun telja 34 prósent Íslendinga „flesta“ eða „nær alla“ stjórnmálamenn viðriðna spillingu. Viðhorfið er mismunandi hjá fólki eftir því hvaða flokk það kaus í kosningunum árið 2016.
26. október 2017
Samtök gegn spillingu skora á stjórnmálaflokka að gefa almenningi skýr svör
Gagnsæi hefur skorað á stjórnmálaflokka að gefa skýr svör um hvernig þeir hyggjast beita sér gegn spillingu og stuðla að spillingarvörnum eftir kosningar. Trúverðugleiki íslenskra stjórnmála sé í húfi.
9. október 2017
Lögleg spilling dýrkeyptari en sú ólöglega
Lawrence Lessig hélt erindi á kvöldfundi á dögunum en hann hefur verið ötull talsmaður þess að losna við svokallaða stofnanaspillingu. Kjarninn fór á fundinn og kannaði málið.
10. desember 2016