Mynd: Bára Huld Beck Spilling Mynd: Bára Huld Beck
Mynd: Bára Huld Beck

Ein spillingarmæling sker sig úr og dregur Ísland niður listann hjá Transparency International

Mat tveggja íslenskra fræðimanna sem fjalla reglulega um stöðu íslensks stjórnkerfis fyrir þýska hugveitu er að spillingarvarnir á Íslandi komi ekki í veg fyrir mögulega spillingu. Hin Norðurlöndin koma betur út í sambærilegu mati eigin sérfræðinga. Ísland fær 44 stig en hin fá yfir 88 stig í þessari einu mælingu. Kjarninn rýndi í það hvernig spillingarvísitala Transparency International er sett saman.

Tran­sparency International, alþjóð­leg sam­tök gegn spill­ingu, gefa á hverju ári út spill­ing­ar­mæli­kvarð­ann Corr­uption Percept­ions Index. Alls not­ast Tran­sparency við þrettán alþjóð­legar úttektir til að reikna út vísi­tölu sína og Ísland er tekið tekið til athug­unar í sjö af þessum mæli­kvörð­um.

Ríki þurfa að vera metin í að minnsta kosti þremur spill­ing­ar­mæl­ingum til þess að kom­ast inn á mæli­kvarða Tran­sparency og nær hann nú til 180 ríkja. Það sem Tran­sparency gerir er að draga saman ólíkar sam­an­burð­ar­mæl­ing­ar, finna þar spurn­ingar sem mæla spill­ingu á ein­hvern hátt og sam­ræma inn í sinn eigin mæli­kvarða, sem er á skal­anum 0-100. Það eru því mis­mun­andi nálg­anir sem eru dregnar saman í vísi­tölu Tran­sparency.

Ísland var í 17. sæti á spill­ing­ar­lista Tran­sparency fyrir árið 2020, sem kynntur var í síð­ustu viku. Ríkið fellur því um sex sæti á milli ára og er nú með 75 stig. Ísland er eft­ir­bátur hinna Norð­ur­land­anna á list­an­um, en Dan­mörk, Sví­þjóð, Finn­land og Nor­egur raða sér á meðal efstu ríkja, með 84-88 stig. 

Ísland hefur reyndar verið „spilltasta land Norð­ur­land­anna“ heil tíu ár í röð sam­kvæmt þessum mæli­kvarða.

Skorið frá Ber­tels­mann Stiftung dregur með­al­tal Íslands niður

Spill­ing­ar­vísi­tala Íslands er fundin með því að not­ast við sjö mis­mun­andi gagna­upp­sprett­ur, sem áður seg­ir. Í sex úttektum er Ísland nokk­urn­veg­inn á pari við hin Norð­ur­lönd­in, stundum ofar en stundum neð­ar, en í einni úttekt fær Ísland mun miklu færri stig en önnur nor­ræn ríki. Sú úttekt er frá þýsku hug­veit­unni Ber­tels­mann Stiftung, sem fær sér­fræð­inga í fjöru­tíu og einu landi til þess að meta stjórn­kerfið í eigin heima­landi á sam­ræmdan hátt.

Auglýsing

Tveir íslenskir háskóla­menn, þeir Grétar Þór Eyþórs­son stjórn­mála­fræði­pró­fessor við Háskól­ann á Akur­eyri og Þor­valdur Gylfa­son hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands, eru sér­fræð­ing­arnir sem veita fræði­legt mat sitt á stöðu mála Ísland fyrir Ber­tels­mann Stiftung. Það hafa þeir gert með reglu­legri skýrslu­gjöf und­an­far­inn ára­tug. 

Auk þeirra tekur Detlef Jahn stjórn­mála­fræði­pró­fessor við Greifswald-há­skóla í Þýska­landi þátt í vinn­unni, en hann er sam­hæf­ing­ar­full­trúi fyrir hug­veit­una þýsku og eins­konar rit­stjóri, sem á að miðla málum milli íslensku sér­fræð­ing­anna tveggja ef þeir eru eitt­hvað ósam­mála og vinna loka­af­urð­ina með þeim.

Í skýrsl­unni fyrir árið 2020 er tæpt á ýmsu varð­andi íslenskt sam­fé­lag og stjórn­kerf­i á um það bil sex­tíu blað­síð­um. Þar er meðal ann­ars gagn­rýnt að ekki sé búið að inn­leiða stjórn­ar­skrár­breyt­ingar í takt við til­lögur stjórn­laga­ráðs sem sam­þykktar voru í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu árið 2012. „Hundsun Alþingis á nið­ur­stöðum þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar um stjórn­ar­skrána vekur spurn­ingar um eðli og gang­verk lýð­ræðis á Ísland­i,“ segir meðal ann­ars í skýrsl­unn­i. Ís­land kemur ekk­ert sér­lega vel út í sam­an­burði við helstu nágranna­lönd hvað gæði lýð­ræð­is­ins varð­ar, eins og má glöggva sig á hér.

Matið sem Tran­sparency International lítur til hjá Ber­tels­mann varð­andi spill­ingu byggir þó ein­ungis á litlum hluta af mæli­kvarð­an­um Susta­ina­ble Govern­ance Ind­icators, sem felur í sér tölu­legar úttektir á stöðu mála í hverju og einu landi sem Ber­tels­mann tekur til athug­un­ar. Hér má fræð­ast um aðferða­fræð­ina sem notuð er við gerð mæli­kvarð­ans frá Ber­tels­mann í heild. Í kafl­anum um spill­ing­ar­varnir á Íslandi er ein­kunnin 4 af 10 mögu­legum nið­ur­stað­an.

Ekki hægt að rétt­læta hærri ein­kunn miðað við kvarð­ann sem er til grund­vallar

Grétar Þór Eyþórs­son segir við Kjarn­ann að spurn­ingin um spill­ing­ar­varnir sé ein­ungis ein af mörgum á löngum spurn­inga­lista sem sér­fræð­ingar hvers lands fái frá Ber­tels­mann. Spurn­ing­inni, eins og öllum hin­um, fylgi útskýr­ingar fyrir hvað hvert og eitt tölu­legt gildi eigi að standa fyr­ir. Hvað þessa spurn­ingu um spill­ing­ar­varnir varðar hafi hann og Þor­valdur verið sam­mála um að gefa ein­kunn­ina 4 af 10, rétt eins og þeir gerðu í fyrri skýrslu.





Pró­fess­or­inn segir að skor á bil­inu 3-5 í þessum flokki eigi að merkja, sam­kvæmt leið­bein­ingum Ber­tels­mann, að það séu ein­hverjar spill­ing­ar­varnir og heil­inda-„­mek­an­ismar“ til stað­ar, en ekki sé þó hægt að full­yrða að þeir komi í veg fyrir alla spill­ingu. Þeim hafi því þótt rétt að gefa Íslandi 4 í ein­kunn þarna.

Þorvaldur Gylfason og Grétar Þór Eyþórsson eru sérfræðingar Bertelsmann Stiftung um Ísland.

Grétar Þór segir kerfin sem sett hafa verið upp til efla heil­indi emb­ætt­is­manna og gagn­sæi hér á landi virka að ein­hverju leyti, en um leið að þau komi ekki að fullu í veg fyrir að emb­ætt­is­menn geti að ein­hverju leyti mis­notað aðstöðu sína. Því hafi það verið sam­róma mat hans og Þor­valdar að ekki væri rétt að gefa hærri ein­kunn í þessum flokki.



Ef farið væri hærra, segir Grét­ar, væru þeir að fall­ast á það að spill­ing­ar­varnir og heil­inda- og gagn­sæ­is­kerfi hins opin­bera á Íslandi virk­uðu vel til þess að koma í veg fyrir spill­ingu.

„Við getum ekki tekið undir það að öllu leyt­i,“ segir Grétar og bætir við að þó að það séu ekki endi­legar sann­anir fyrir alvar­legri spill­ingu hafi hlutir á borð við vina­greiða og mik­il­vægi per­sónu­legra tengsla alltaf verið við­ur­kenndir í aðra rönd­ina í íslensku sam­fé­lagi.

Í rök­stuðn­ingi þeirra í skýrslukafl­anum er ann­ars minnst á ýmis atriði, til dæmis ítrek­aðar aðfinnslur til stjórn­valda frá GRECO, sam­tökum ríkja gegn spill­ingu, lög­bannið sem sett var á umfjöllun Stund­ar­innar um sjóði Glitnis og sömu­leiðis þá miklu spill­ingu sem íslenskur almenn­ingur upp­lifir hér á landi, en í könnun Félags­vís­inda­stofn­unar frá 2018 töldu 65 pró­sent lands­manna að flestir eða allir stjórn­mála­menn væru spillt­ir. Slíkt hlut­fall sést ekki í sam­bæri­legum könn­un­unum á Norð­ur­lönd­un­um, bendir Grétar Þór á.

Ein spurn­ing inn í vísi­tölu Tran­sparency

Í því sem Tran­sparency International styðst við varð­andi spill­ing­ar­vísi­töl­una er ein­ungis horft til svara sér­fræð­ing­anna við spurn­ing­unn­i: „Að hve miklu leyti eru þeir sem sitja í opin­berum emb­ættum hindr­aðir í að mis­nota stöðu sína í þágu eig­in­hags­muna?“ og tölu­legra gilda á skal­anum 1-10 sem þeir Grétar Þór og Þor­valdur leggja fram.

Sam­kvæmt því sem segir í gögnum um aðferða­fræði frá Tran­sparency International er spurn­ing­unni meðal ann­ars ætlað að ná utan um hvernig ríkið og sam­fé­lagið kemur í veg fyrir að opin­berir starfs­menn og stjórn­mála­menn þiggi mút­ur, hvernig fylgst sé með rík­is­fjár­mál­um, hvern­ig ­stjórn­mála­flokkar fjár­magni sig, hvernig upp­lýs­inga­réttur almenn­ings og fjöl­miðla sé, hvernig reglur um ábyrgð stjórn­mála­manna séu, hvort ráðn­ing­ar­kerfi hins opin­bera séu gagnsæ og hvort fólk sé látið sæta ábyrgð fyrir spill­ing­ar­brot.

Ísland er í 17. sæti á spillingarlista Transparency International fyrir árið 2020.
Transparency International

Þetta er fremur víð­femt, en út úr þessu mati sem byggir á ein­kunna­gjöf Grét­ars Þórs og Þor­valdar fær Ísland 44 stig af 100 mögu­leg­um. Það er því skorið sem Ísland fær frá Ber­tels­mann. Í þessu mati stendur Ísland hinum Norð­ur­lönd­unum að baki og kemur verr út. Dan­mörk, sem er í topp­sæti spill­ing­ar­list­ans ásamt Nýja-­Sjá­landi, skorar 97 stig hjá Ber­tels­mann og Finn­land, Nor­egur og Sví­þjóð fá hvert um sig 88 stig. 

Ísland fær í mat­inu frá Ber­tels­mann sömu tölu­legu ein­kunn og Pól­land, Tékk­land, Slóvakía, Króa­tía, Búlgar­ía, Rúm­enía og Mexíkó, ríki sem eru nokkuð neðar en Ísland á spill­ing­ar­list­anum frá Tran­sparency, þegar allt er saman tek­ið. Til þess að finna ríki sem er jafn lágt metið eða lægra af sér­fræð­ingum Ber­tels­mann þarf að fara alla leið niður í 42. sætið á heild­ar­spill­ing­ar­lista Tran­sparency, en sér­fræð­ingar Ber­tels­mann á Kýpur gefa eyrík­inu ein­ungis 35 stig.

Með­al­tal Íslands án Ber­tels­mann væri 80 stig – þó áfram neðst Norð­ur­landa

Ef Ísland væri af ein­hverjum ástæðum ekki metið af Ber­tels­mann-hug­veit­unni þýsku yrði með­al­tals­ein­kunn lands­ins í spill­ing­ar­vísi­töl­unni 80 stig, en ekki 75 stig eins og raunin er. Sú loka­ein­kunn myndi skjóta Íslandi upp í 9. sæti spill­ing­ar­list­ans ásamt Þýska­landi og Lúx­em­borg. 

Ísland yrði þó enn fjórum stigum frá næsta nor­ræna ríki, en Nor­egur er með 84 stig í 7. sæti list­ans frá Tran­sparency.

Ef til vill verður eitt­hvað í þessa átt­ina nið­ur­staðan í spill­ing­ar­vísi­tölu árs­ins 2021, en Grétar Þór sagði blaða­manni frá því að Ber­tels­mann hefði ákveðið að ráð­ast ekki í vinnu við Susta­ina­ble Govern­ance Ind­icators-verk­efn­ið á síð­asta ári. Í stað þess var ráð­ist í sér­stakt mats­verk­efni vegna COVID-far­ald­urs­ins. Það sam­an­burð­ar­verk­efni náði ekki til Íslands.

Hvað með hina mæli­kvarð­ana?

Kjarn­inn ákvað að rýna í aðra mæli­kvarða sem Ísland er hluti af og stuðst er við í upp­bygg­ingu spill­ing­ar­vísi­töl­unnar frá Tran­sparency, skoða hvernig þeir eru upp­byggðir og hvaða hluta þeirra Tran­sparency tekur út og tekur með inn í sitt mat. Og svo hvernig Ísland og Norð­ur­löndin standa í hverjum og ein­um.

Economist Intelli­g­ence Unit Country Risk Service 2020 - 72 stig

Rann­sókn­ar­fyr­ir­tækið Economist Intelli­g­ence Unit (EIU) var stofnað árið 1946 sem inn­an­húss­rann­sókn­ar­mið­stöð tíma­rits­ins The Economist. Í dag er þetta sjálf­stætt grein­ing­ar­fyr­ir­tæki með yfir 650 starfs­menn á heims­vísu og fjallar um mál­efni yfir 200 landa.

Inn í spill­ing­ar­vísi­tölu Tran­sparency International rata sam­an­tekin svör sér­fræð­inga EIU við ýmsum spurn­ingum sem lúta að spill­ingu. Sér­fræð­ingar þar leggja meðal ann­ars mat á hvort gagn­sæi ríki varð­andi úthlutun opin­berra fjár­muna, hvort sjóðir hins opin­bera séu mis­not­aðir í póli­tískum til­gangi, hvort stjórn­sýslan sé almennt fag­leg eða póli­tískt skip­uð, hvort mútur tíðk­ist og hvort dóms­valdið sé sjálf­stætt og hafi vald til þess að sækja ráð­herra eða emb­ætt­is­menn til saka fyrir afglöp í starfi.

Ísland er á pari við Finn­land í þessu mati og fær 72 stig, en Dan­mörk, Sví­þjóð og Nor­egur fá 90 stig hvert.

Global Insight Country Risk Rat­ings 2019 - 83 stig

IHS Global Insight er alþjóð­legt grein­ing­ar­fyr­ir­tæki með yfir 5.100 starfs­menn í yfir 30 lönd­um. Mæli­stikan sem Tran­sparency lítur til hjá Global Insight er mat sér­fræð­inga fyr­ir­tæk­is­ins, sem eru yfir 100 tals­ins, á því hversu mikil hætta sé á því að ein­stak­lingar eða fyr­ir­tæki muni þurfa að greiða mútur eða fremja önnur spill­ing­ar­brot til þess að stunda sín við­skipti í land­inu sem um ræð­ir.

Ísland, rétt eins og hin nor­rænu rík­in, fær 83 stig út úr þessu mati frá Global Insight. Það er hæsta skorið sem veitt er á þessum kvarða.

IMD World Competiti­veness Center World Competiti­veness Year­book Ex­ecutive Opinion Sur­vey 2020 - 82 stig

IMD er við­skipta­skóli á háskóla­stigi í Laus­anne í Sviss. Á hverju ári setur skól­inn saman mæli­kvarð­ann World Competitive Year­book, sem mælir sam­keppn­is­hæfni ríkja. Einn hluti hans er skoð­ana­könnun sem gerð er á meðal þeirra sem starfa í við­skipta­líf­inu. Árið 2020 tóku yfir 6.000 svar­endur þátt í könn­un­inni í þeim ríkjum sem metin voru.



Auglýsing

Spurn­ingin sem laut að spill­ingu og Tran­sparency grípur niður í var: „Mútur og spill­ing: Til staðar eða ekki til stað­ar­?“ Svörin eru gefin á skal­anum 1-6 sem Tran­sparency International umreiknar síðan yfir í 0-10 kvarða þannig að þau passi inn í þeirra vísi­tölu.

Ísland skorar 82 stig þarna, Dan­mörk 97 stig, Finn­land 91 stig, Sví­þjóð 84 stig og Nor­egur 78 stig.

The PRS Group International Country Risk Guide 2020 - 77 stig

PRS Group er fyr­ir­tæki í New York-­ríki í Banda­ríkj­unum sem hefur frá því árið 1980 fram­kvæmt reglu­legt áhættu­mat um stöð­una í ríkjum út frá stjórn­mál­um, efna­hags­lífi og fjár­mála­heimi, þáttum sem hafa áhrif fyrir alþjóða­við­skipti. Þessi afurð er síðan seld í áskrift til þeirra sem vilja fylgj­ast vel með breyt­ingum í heim­in­um.

Starfs­fólk fyr­ir­tæk­is­ins safnar upp­lýs­ingum um stjórn­mál og umbreytir þeim yfir í áhættu­stig á grund­velli sam­ræmdar mats­að­ferð­ar, sam­kvæmt því sem segir í aðferða­fræði­gögn­unum frá Tran­sparency, sem lítur til mæl­ingar frá PRS Group á spill­ingu innan stjórn­kerf­is­ins og tekur inn í spill­ing­ar­vísi­tölu sína.

Mæl­ingin er aðal­lega sögð snú­ast um raun­veru­lega eða mögu­lega spill­ingu í formi umfram­fyr­ir­greiðslu, frænd­hygli, kík­u­ráðn­ing­um, greiða­skipt­um, leyni­legra fram­laga til stjórn­mála­flokka og grun­sam­legra sterka tengsla á milli stjórn­mála og við­skipta­lífs.

Í þessu mati stendur Ísland hinum Norð­ur­lönd­unum að baki og fær 78 stig með sér inn í spill­ing­ar­vísi­tölu Tran­sparency. Dan­mörk fær þarna 98 stig, Sví­þjóð og Finn­land 93 stig og Nor­egur 85 stig.

World Economic Forum Executive Opinion Sur­vey 2019 - 87 stig

World Economic Forum eru sjálf­stæð óhagn­að­ar­drifin sam­tök með höf­uð­stöðvar Genf í Sviss sem stofnuð voru árið 1971. Yfir­lýst mark­mið þeirra er að bæta heim­inn með því að leiða saman leið­toga í við­skipta­lífi, stjórn­málum og fræðum til þess að móta hug­myndir og stefn­ur.



Transparency sækir fanga víða og meðal annars í könnun sem World Economic Forum framkvæmir á meðal forkólfa í atvinnulífi um heim allan.
WEF

Sam­tökin fram­kvæma reglu­lega könn­un­ina Executive Opinion Sur­vey til þess að mæla sam­keppn­is­hæfni ríkja. Hún er fram­kvæmd með útdeil­ingu spurn­inga­lista til for­kólfa í atvinnu­lífi í gegnum ein­hver sam­tök eða stofn­anir í hverju landi sem hjálpa til við að deila könn­un­inni áfram. Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands hefur verið sam­starfs­að­ili World Economic Forum hér­lendis á und­an­förnum árum. Á heims­vísu feng­ust svör frá næstum 13 þús­und stjórn­endum í við­skipta­líf­inu og var gögn­unum sem horft er til safnað á milli jan­úar og apríl árið 2019.

Spill­ing er mæld í þess­ari könnun með spurn­ingu sem hljóðar svo: „Hversu algengt er það í þínu landi að fyr­ir­tæki þurfi að greiða umfram­greiðslur eða mútur fyrir eft­ir­far­and­i:“ og svo eru þátt­tak­endur spurðir hvort þeir kann­ist við eitt­hvað slíkt varð­andi inn­flutn­ing og útflutn­ing, almanna­gæði, árlegar skatt­greiðsl­ur, verk­samn­inga og leyfi frá hinu opin­bera og hag­stæðar nið­ur­stöður dóm­stóla.

Ísland fær 87 stig á þessum mæli­kvarða á meðan að Dan­mörk fær 79 stig, Finn­land 93 stig og Sví­þjóð 77 stig. Nor­egur er ekki með í þess­ari mæl­ingu af ein­hverjum ástæð­um.

Vari­eties of Democracy (V-Dem v. 10) 2020 - 77 stig

Vari­eties of Democracy-verk­efnið er snýst um að mæla lýð­ræði á marg­vís­lega vegu. Verk­efnið er sam­starf Háskól­ans í Gauta­borg í Sví­þjóð og Kellogg-­stofn­un­ar­innar við Notre Dame-há­skóla í Banda­ríkj­unum og sam­kvæmt umfjöllun Tran­sparency International taka fleiri en 3.000 fræði­menn um heim allan þátt í vinn­unn­i. 

Sjöfn Vil­helms­dótt­ir, sem verið hefur for­stöðu­maður Stofn­unar stjórn­sýslu­fræða og stjórn­mála við Háskóla Íslands, er það sem kallað er sam­hæf­ing­ar­stjóri Íslands (e. country coor­dinator) innan þessa verk­efn­is, sam­kvæmt vef­síðu Vari­eties of Democracy.

Spurn­ingin sem Tran­sparency International gerir sér mat úr úr umfangs­miklu gagna­safni Vari­eties of Democracy er: „Hversu útbreidd er póli­tísk spill­ing?“. Matið nær til opin­bera geirans, fram­kvæmda­valds­ins, lög­gjaf­ar­valds­ins og dóms­valds­ins. Allir þessir þættir eru sagðir vigta jafnt í mat­inu.

Ísland fær 77 stig í þessu mati og er á pari við hin Norð­ur­lönd­in. Dan­mörk og Nor­egur fá 78 stig en Finn­land og Sví­þjóð 77 stig, rétt eins og Ísland.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar