Mynd: Bára Huld Beck

Enn lækkar einkunn Íslands á listanum yfir minnst spilltu löndin – Skæruliðadeild Samherja tiltekin sem ástæða

Ísland er enn og aftur það Norðurlandanna sem situr neðst á lista Transparency International yfir spilltustu lönd heims. Einkunn Íslands hefur aldrei verið lægri en nú frá því að samtökin hófu að mæla spillingu hérlendis árið 1998. Bolabrögð hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja“ eru sérstaklega nefnd.

Ein­kunn Íslands í spill­inga­vísi­tölu Tran­sparency International, alþjóð­legra sam­taka gegn spill­ingu, lækk­aði enn á ný á milli ára og er nú 74 af 100. Ein­kunn Íslands lækkar um eitt stig milli ára.

Þetta kemur fram í nýrri spill­inga­vísi­tölu, fyrir árið 2021, sem birt var í morg­un. 

Þegar litið er enn lengra aftur í tíma, til áranna 2005 og 2006, er fallið enn meira en þá tróndi Ísland á toppi list­ans sem minnst spillta land heims með 95 til 97 stig. Ýmsar opin­ber­anir í kjöl­far banka­hruns­ins, sem ekki voru flestum ljós­ar, orsök­uðu skarpa lækkun næstu ár og árið 2012 var ein­kunn Íslands komin niður í 82 stig. Síðan þá hefur ein­kunn Íslands lækkað á milli ára með einni und­an­tekn­ingu, þegar hún hækk­aði lít­il­lega árið 2019. Frá því Tran­sparency fór að mæla Ísland hefur ein­kunn lands­ins aldrei verið lægri en nú.

Ísland situr í 13-17 sæti list­ans ásamt Írlandi Eist­landi, Aust­ur­ríki og Kanada en sat í 17-18 sæti með Eist­landi í fyrra. 

List­inn virkar þannig að hvert land fær stig fyrir ákveðna þætti tengdum spill­ingu í opin­bera geir­­anum og það land sem fær flest stig er talið minnst spillt sam­­kvæmt spill­inga­­vísi­­tölu Tran­sparency International. Stiga­kvarð­inn er frá 0 (mest spillt) upp í 100 (minnst spillt).

Hin Norð­ur­löndin í efstu sæt­unum yfir minnst spilltu löndin

Sam­tökin Tran­sparency International voru stofnuð árið 1992 og hafa um langa hríð beitt sér til að vinna að heil­indum í stjórn­­­mál­um, stjórn­­­sýslu og við­­skipta­­lífi í heim­in­­um. Þau eru sjálf­­stæð og óháð stjórn­­völdum og ekki rekin til að skila hagn­aði. Þau starfa í meira en 100 lönd­­um. 

Spill­ing­­­­ar­­­­vísi­tala Tran­sparency International er byggð á á­liti sér­­­­fræð­inga sem og almennri skynjun á spill­ingu í opin­berum stofn­unum og ­stjórn­­­­­­­sýslu. Í ár eru spill­ing mæld í alls 180 lönd­um. 

Stofn­unin sækir upp­lýs­ingar sínar til mis­­­mun­andi grein­ing­­­ar­­­fyr­ir­tækja og hvað Ísland varðar hafa verið not­aðar sjö gagna­­­upp­­­­­sprett­ur á und­an­­förnum árum. Um er að ræða hug­lægt mat þeirra á spill­ingu. Þau lönd sem fá hæsta ein­kunn eiga það sam­eig­in­­­­legt að þar er ­stjórn­­­­­­­sýsla opin og almenn­ingur getur dregið stjórn­­­­endur til ábyrgð­­­­ar. Lægst­u ­ein­kunnir fá lönd þar sem mútur eru algeng­­­­ar, refsi­­­­leysi ríkir gagn­vart ­spill­ingu og opin­berar stofn­­­­anir sinna ekki hlut­verki sínu í þágu borg­­­­ar­anna.

Dan­­mörk, Finn­land og Nýja Sjá­land eru þau land sem er minnst spillt, með 88 stig af 100 mög­u­­leg­­um. Sví­­þjóð, Singa­pore og Nor­egur koma þar á eftir með 85 stig. Ísland er því enn eitt árið það Norð­ur­land­anna sem mælist með mesta spill­ing­u. 

Spilltasta land í heimi sam­­kvæmt list­­anum eru Suður Súdan með ell­efu stig. á spill­ing­­ar­kvarð­an­­um. Þar á eftir koma Sýr­land, Sómal­ía, Venes­ú­ela og Jemen.

Kosn­inga­klúðrið í Norð­vest­ur­kjör­dæmi náði ekki að vigta inn

Í umfjöllun Tran­sparency International er sér­stak­lega til­greint að alþjóð­lega sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Sam­herji hefði beitt bola­brögðum (e. dirty tact­ics) til að ógna blaða­mönnum og almennum borg­urum sem höfðu fjallað um við­skipta­hætti fyr­ir­tæk­is­ins í Namibíu og Angóla. Þau vand­kvæði sem komu upp vegna taln­ingu atkvæða í Norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­unum sem fram fóru í sept­em­ber í fyrra vigta ekki inn í ein­kunn Íslands fyrir árið 2021 vegna þess hver seint nið­ur­staða Alþing­is, sem var sú að láta síð­ari taln­ingu atkvæða standa þrátt fyrir að rétt­mæt óvissa væri um áreið­an­leika henn­ar, kom fram.

Sam­herj­­­­a­­­­málið komst í hámæli eftir að þáttur Kveiks sem opin­ber­aði starf­­­semi Sam­herja í Namibíu fór í loftið í nóv­­­­em­ber 2019 en umfjöll­unin var unnin í sam­­­­starfi Kveiks, Stund­­­­ar­inn­­­­ar, Al Jazeera og Wiki­leaks. 

Í mál­inu er grunur er að um mút­­u­greiðslur hafi átt sér stað, meðal ann­­­ars til erlendra opin­berra starfs­­­manna. Auk þess er grunur um brot á ákvæði almennra hegn­ing­­­ar­laga um pen­inga­þvætti og brot á ákvæði sömu laga um auð­g­un­­­ar­brot. 

Málið hefur verið til rann­­­sóknar hjá emb­ætti hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara og skatta­yf­ir­völdum hér­­­­­lend­­­is. Það er einnig til rann­­­sóknar í Namibíu þar sem fjöl­margir ein­stak­l­ingar hafa verið ákærð­­­ir. Í Fær­eyjum hefur Sam­herji þegar greitt mörg hund­ruð milljón króna í van­gold­inna skatta og meint skatta­snið­­­ganga fyr­ir­tæk­is­ins þar hefur verið til­­­kynnt til lög­­­­­reglu.

„Skæru­liða­deild Sam­herja“ opin­beruð

Sam­herji brást strax við af hörku eftir að þátt­­ur­inn var sýnd­­ur. Það lét meðal ann­­ars fram­­leiða áróð­­ur­s­þætti þar sem bornar voru fram marg­hátt­aðar ásak­­­anir á hendur þeim blaða­­mönnum Kveiks sem unnu þátt­inn, og RÚV sem sýndi hann. Og einn starfs­­maður fyr­ir­tæk­is­ins ofsótti Helga Selj­an, einn blaða­­mann­anna sem stýrði umfjöll­un­inni, með því að elta hann og senda honum ógn­andi skila­­­boð í gegnum SMS og sam­­­fé­lags­miðla. 

Kjarn­inn og Stundin birtu í maí 2021 röð frétta­­skýr­inga um aðferðir sem Sam­herji beitti í áróð­­ur­s­­stríði vegna þessa máls. 

Í umfjöll­un­inni kom fram að Sam­herji gerði út hóp fólks sem kall­aði sig „skæru­liða­­deild Sam­herja“. Hlut­verk þeirra var meðal ann­­ars að njósna um blaða­­menn, greina tengsl þeirra, safna af þeim mynd­um, og skipu­­­leggja árásir á þá. Þá var einnig opin­berað að starfs­­­menn og ráð­gjafar Sam­herja reyndu að hafa áhrif á for­­­manns­­­kjör í stétta- og fag­­­fé­lagi blaða­­­manna á Íslandi, að starfs­­menn Sam­herja hefðu sett sig í sam­­band við fær­eyskan rit­­­stjóra til að rægja fær­eyska blaða­­­menn kerf­is­bund­ið, lagt á ráðin um að draga úr trú­verð­ug­­­leika rit­höf­undar sem gagn­rýndi fyr­ir­tæk­ið, með því að fletta upp eignum hans.

Kjarn­inn greindi frá því að skýr vilji hefði verið til staðar innan Sam­herja til að skipta sér að því hverjir myndu leiða lista Sjálf­­­stæð­is­­­flokks í heima­­­kjör­­­dæmi fyr­ir­tæk­is­ins og að starfs­­­menn Sam­herja hefðu verið með áætl­­­­­anir um víð­tæka gagna­­­söfnun um stjórn félaga­­­sam­­­taka sem berj­­­ast gegn spill­ingu. Kjarn­inn greindi líka frá því hvernig Sam­herji hugð­ist bregð­­­ast við gagn­rýni frá sitj­andi seðla­­­banka­­­stjóra á stríðs­­­rekstur fyr­ir­tæk­is­ins gegn nafn­­­greindu fólki.

Við­ur­kenndu mis­tök og báð­ust afsök­unar

Við­brögðin við umfjöll­un­inni voru mik­il og athæfi Sam­herja var for­dæmt víða, bæði inn­an­lands sem erlend­is. Hægt er að lesa umfjöllun Kjarn­ans um þau við­brögð hér

Tran­sparency International á alþjóða­vísu lýstu meðal ann­ars yfir miklum áhyggjum af því sem fram hefur komið í umfjöll­unum Kjarn­ans og Stund­­­ar­inn­­ar. „Fyr­ir­tæki sem vilja sanna heil­indi sín nota ekki und­ir­­­förular aðferðir gagn­vart þeim sem segja frá stað­­­reyndum í þágu almanna­hags­muna,“ sagði í yfir­lýs­ingu þeirra. 

Afsökunarbeiðni Samherja birtist í prentuðum dagblöðum 22. júní 2021.
Mynd: Skjáskot

Sam­herji sendi frá sér yfir­­lýs­ingu vegna máls­ins 30. maí 2021. Þar sagði að ljóst væri að stjórn­­­endur félags­­­ins hafi gengið „of lang­t“ í við­brögðum við „nei­­­kvæðri umfjöllun um félag­ið [...] Af þeim sökum vill Sam­herji biðj­­­ast afsök­unar á þeirri fram­­­göng­u.“

Nokkrum vikum síð­­­ar, 22. júní sama ár, voru birtar heil­­­síð­­u­aug­lýs­ingar frá Sam­herja með fyr­ir­­­sögn­inni „Við gerðum mis­­­tök og biðj­umst afsök­un­­­ar“. Um var að ræða bréf sem fjallar um starf­­­semi útgerð­­­ar­innar í Namibíu og Þor­­­steinn Már Bald­vins­­­son, for­­­stjóri Sam­herja og einn þeirra sem er með rétt­­ar­­stöðu sak­­born­ings í Sam­herj­­a­­mál­inu, skrif­aði undir bréf­ið. 

Þar sagði einnig að „ámæl­is­verðir við­­skipta­hætt­ir“ hefði fengið að við­­gang­­ast í starf­­semi útgerðar Sam­herja í Namib­­íu. Veik­­leikar hefði ver­ið  í stjórn­­­skipu­lagi og lausa­­tök sem ekki áttu að líð­­ast. „Við brugð­umst ekki við eins og okkur bar. Þetta hefur valdið upp­­­námi hjá starfs­­fólki okk­­ar, fjöl­­skyld­um, vin­um, sam­­starfs­að­il­um, við­­skipta­vinum og víða í sam­­fé­lag­inu. Við hörmum þetta og biðj­umst ein­læg­­lega afsök­un­­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar