Alþingi greiddi tæpar tíu milljónir vegna flugferða þingmanna innanlands í fyrra

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, er sá þingmaður sem kostaði Alþingi mest vegna ferðakostnaðar innanlands í fyrra. Skammt á hæla hennar kom Ásmundur Friðriksson.

Njáll Trausti Friðbertsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn Norðausturkjördæmis, fljúga einna mest allra þingmanna innanlands á kostnað Alþingis.
Njáll Trausti Friðbertsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn Norðausturkjördæmis, fljúga einna mest allra þingmanna innanlands á kostnað Alþingis.
Auglýsing

Þeir þing­menn sem búa ann­ars staðar en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eiga rétt á því að kostn­aður þeirra við ferðir milli heim­ilis og starfs­stöðva í Reykja­vík sé end­ur­greidd­ur. Þær ferðir geta verið farnar með bílum eða flugi. Kjarn­inn greindi frá því í gær að kostnað vegna end­ur­greidds akst­urs­kostn­aðar þing­manna, sem nær meðal ann­ars yfir ferðir milli heim­ilis og starfs­stöðva, hefði verið 25,7 millj­ónir króna í fyrra og að hann hefði auk­ist um tæp ell­efu pró­sent milli ára.

Sam­an­lagður kostn­aður Alþingis vegna flug­ferða þing­manna inn­an­lands, sem að uppi­stöðu er vegna ferða­laga lands­byggð­ar­þing­manna til þing­starfa frá þeim stað þar sem þeir halda aðal­heim­ili, var 9,8 millj­ónir króna á árinu 2021. 

Þetta er hægt að lesa út úr tölum um kostn­að­­ar­greiðslur til þing­­manna á árinu 2021 sem birtar voru á vef Alþingis í lok síð­­­ustu viku. 

Mestur kostn­aður vegna flug­ferða Njáls Trausta

Sá þing­maður sem fékk hæstar kostn­að­ar­greiðslur vegna flugs á síð­asta ári var Njáll Trausti Frið­berts­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Alls fékk hann greiðslur upp á 1.443 þús­und krónur vegna flug­ferða inn­an­lands á árinu 2021.

Auglýsing
Skammt á hæla hans kom Líneik Anna Sæv­ars­dóttir úr Fram­sókn­ar­flokki, sem er þing­maður sama kjör­dæm­is, með 1.418 þús­und krón­ur. Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, fékk 1.276 þús­und krónur í greiðslur vegna flug­ferða og Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, nú fyrr­ver­andi þing­maður Mið­flokks, fékk 1.108 þús­und krón­ur. Þær sátu sömu­leiðis á þingi fyrir Norð­aust­ur­kjör­dæmi. 

Sömu sögu er að segja um næsta mann á list­an­um, Loga Ein­ars­son, for­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem fékk 1.010 þús­und krónur greidd­ar, og Fram­sókn­ar­mann­inn Þór­ar­inn Inga Pét­urs­son sem fékk 942 þús­und krón­ur. 

Sá kostn­aður sem Alþingi greiddi vegna flug­ferða inn­an­lands var að uppi­stöðu vegna þess­ara sex þing­manna sama kjör­dæm­is, en þeir fengu rúm­lega 73 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­innar sem greidd var út vegna þessa á árinu 2021. 

Ferða­lög Bjarkeyjar dýr­ust

Þegar flug­ferðir eru lagðar saman við kostnað vegna akst­urs kemur í ljós að Bjarkey trónir á toppnum yfir þá þing­menn sem kosta Alþingi mest í inn­lendan ferða­kostn­að. Alls er sam­an­lagður ferða­kostn­aður hennar inn­an­lands rétt undir þremur millj­ónum króna. 

Rétt á eftir henni kemur Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks í Suð­ur­kjör­dæmi, með kostnað upp á 2,7 millj­ónir króna. Sá munur er á að Ásmundur keyrir nær allar sínar ferð­ir. 

Líneik Anna er í þriðja sæti á list­anum með 2,5 millj­ónir króna í inn­lendan ferða­kostnað sem Alþingi greiðir og Njáll Trausti (um 2,3 millj­ónir króna) er svo fjórði og síð­asti þing­mað­ur­inn sem náði kostn­aði sem var yfir tvær millj­ónir króna. 

Har­aldur Bene­dikts­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, er svo í fimmta sæti yfir þá þing­menn sem kost­uðu mestu til vegna ferða­laga inn­an­lands með tæp­lega 1,9 millj­ónir króna. Allur sá kostn­aður er hins vegar vegna akst­urs.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar