Mynd: Bára Huld Beck

Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing

Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs. Ný lög sem tóku gildi í fyrrasumar komu í veg fyrir að þingmenn gætu látið skattgreiðendur greiða fyrir akstur sinn í prófkjörs- og kosningabaráttunni.

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks í Suð­ur­kjör­dæmi, er áfram sem áður sá þing­maður sem keyrir mest á kostnað Alþing­is. Á árinu 2021 var sam­an­lagður akst­urs­kostn­aður hans um 2,6 millj­ónir króna og jókst um 17 pró­sent milli ára. Það þýðir að Ásmundur keyrði fyrir rúm­lega 216 þús­und krónur á mán­uði að með­al­tali í fyrra. 

Þetta er hægt að lesa út úr tölum um kostn­að­ar­greiðslur til þing­manna á árinu 2021 sem birtar voru á vef Alþingis í lok síð­ustu viku. Um er að ræða kostnað vegna notk­unar á eigin bíl eða bíla­leigu­bíl og kostnað vegna elds­neyt­is, jarð­ganga eða leigu­bíla sem þing­menn hafa krafið Alþingi um end­ur­greiðslu á.

Þriðja árið í röð fékk Ásmundur engar end­ur­greiðslur vegna notk­unar á eigin bíl held­ur not­að­ist hann við bíla­leigu­bíla á ferða­lögum sín­um, líkt og Alþingi hefur beðið þing­menn um að ger­a. 

Frá því að Ásmundur sett­ist á þing árið 2013 hefur sam­an­lagður akst­­ur­s­­kostn­aður hans verið 34 millj­­ónir króna. Mestur var hann árið 2014, þegar Ásmundur fékk alls um 5,4 millj­­ónir króna end­­ur­greiddar vegna keyrslu á eigin bif­­reið, eða 450 þús­und krónur á mán­uð­i. 

Fjórir Sjálf­stæð­is­menn með tæp­lega þriðj­ung alls kostn­aðar

Ásmundur er í sér­flokki þegar það kemur að end­ur­greiðslu á akst­urs­kostn­aði. Um tíu pró­sent af öllum end­ur­greiðslum þings­ins falla til vegna akst­urs hans og næsti maður á kostn­að­ar­list­an­um, flokks­bróðir hans Har­aldur Bene­dikts­son, keyrði fyrir 1,9 milljón krónur í fyrra, eða tæp­lega 37 pró­sent lægri upp­hæð en Ásmund­ur. Har­aldur situr sem þing­maður Norð­vest­ur­kjör­dæm­is.

Skammt á hæla Har­aldar kemur þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, Vil­hjálmur Árna­son, sem fékk 1,8 millj­ónir króna end­ur­greiddar í fyrra. Vil­hjálmur sker sig þó úr gagn­vart félögum sínum að því leyti að hann not­ast við eigin bíl, ekki bíla­leigu­bíl, þegar hann keyrir og fær því end­ur­greitt á grund­velli akst­urs­dag­bókar sem hann heldur sjálf­ur, ekki kvitt­anna vegna bíla­leig­u. 

Þeir tíu þing­menn sem keyrðu mest á síð­asta ári:

Ásmundur Frið­riks­son Sjálf­stæð­is­flokki 2.595.001 krónur

Har­aldur Bene­dikts­son Sjálf­stæð­is­flokki 1.877.59 krónur

Vil­hjálmur Árna­son Sjálf­stæð­is­flokki 1.741.470 krónur

Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir Vinstri græn 1.679.225 krónur

Birgir Þór­ar­ins­son Sjálf­stæð­is­flokki 1.663.555 krónur

Guð­jón S. Brjáns­son Sam­fylk­ingu 1.324.486 krónur

Líneik Anna Sæv­ars­dóttir Fram­sókn­ar­flokki 1.044.249 krónur

Halla Signý Krist­jáns­dóttir Fram­sókn­ar­flokki 1.033.932 krónur

Sig­urður Páll Jóns­son* Mið­flokki 1.008.756 krónur

Lilja Raf­ney Magn­ús­dótt­ir* Vinstri grænum 995.782 krónur

*Féll út af þingi eftir kosn­ing­arnar í sept­em­ber 2021 og því er um kostnað að ræða sem féll til hluta af ári. 

Tveir aðrir þing­menn þáðu end­ur­greiðslur vegna akst­urs­kostn­aðar sem voru yfir 1,5 milljón króna á síð­asta ári. Ann­ars vegar Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, og hins vegar Birgir Þór­ar­ins­son, nú þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks í Suð­ur­kjör­dæmi sem sat áður á þingi fyrir Mið­flokk­inn. Alls voru end­ur­greiðslur til þeirra beggja um 1,7 millj­ónir króna. 

Haraldur Benediktsson og Vilhjálmur Árnason keyra mikið í störfum sínum og raða sér í sæti tvö og þrjú á listanum yfir kostnaðarsömustu þingmennina þegar kemur að akstri.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Þeir fjórir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks sem eru á meðal fimm kostn­að­ar­söm­ustu þing­manna þjóð­ar­innar þegar kemur að akst­ur­send­ur­greiðslum fengu alls 7,9 millj­ónir króna end­ur­greiddar í fyrra. Það er meira en 30 pró­sent af öllum kostn­aði sem féll til vegna akst­urs á árinu 2021.

Akst­ur­greiðslur loks birtar í byrjun árs 2018

Alþingi end­ur­greiðir þing­mönnum kostnað sem fellur til vegna akst­urs þeirra sem skil­greindur er vinnu­tengd­ur. Þing­menn­irnir þurfa að sækja þessar end­ur­greiðslur sér­stak­lega með því að leggja fram gögn sem sýna fram á akstur hafi átt sér stað. Greiðsl­urnar eru skatt­frjáls­ar.

Akst­urs­greiðslur komust í hámæli í byrjun árs 2018 þegar for­seti Alþingis svar­aði í fyrsta sinn fyr­ir­spurn um þá tíu þing­menn sem þáðu hæstu end­ur­greiðsl­urnar vegna akst­urs fimm árin á und­an. Svarið var ekki per­sónu­grein­an­legt en í ljós kom að fjórir þing­menn hefðu þegið sam­tals 14 millj­ónir króna í akst­ur­send­ur­greiðsl­ur, sem var tæp­lega helm­ingur allra end­ur­greiðslna. Síðar stað­festi Ásmundur að hann væri sá sem keyrði mest. 

Í kjöl­farið varð það krafa þings, þjóðar og fjöl­miðla að allar greiðslur vegna akst­­­urs yrðu gerðar opin­berar og að þær yrðu per­­­són­u­­­grein­an­­­leg­­­ar. Þá varð það einnig krafa að allar aðrar greiðslur sem þing­­­menn fá vegna starfa sinna yrðu gerðar opin­ber­­­ar, sund­­­ur­lið­aðar og mörg ár aftur í tím­ann. Hvort sem um væri að ræða hús­næð­is­­­styrk, greiðslur vegna flugs eða kostn­aður vegna bíla­­­leig­u­bíla. Allt ætti að koma upp á borð­ið.

Það var gert og þær upp­lýs­ing­arnar vöktu upp mikla reiði og ásak­­­anir um mög­u­­­lega sjálftöku þing­­­manna. Sér­­stak­­lega þegar fyrir lá að Ásmundur Frið­­riks­­son hafði sagst keyra 47.644 kíló­­metra á árinu 2017 einu saman vegna vinnu sinnar sem þing­­mað­­ur, og fékk kostnað vegna þeirrar keyrslu end­­ur­greidd­an, alls 4,6 millj­­ónir króna.

Kostn­aður birtur mán­að­ar­lega

For­­sæt­is­­nefnd ákvað að bregð­­­ast við og allar upp­­­lýs­ingar um kostnað sem fylgir störfum þing­­­manna er nú birtur mán­að­­­ar­­­lega. Auk þess var ákvæði í reglum um ­­þing­fara­kostn­að, sem fjallar um bíla­­­leig­u­bíla, gert skýr­­­ara til að tryggja að slíkir séu frekar teknir en að þing­­­menn séu að nota eigin bif­­­reið­­­ar. Breyt­ing­­­arnar náðu einkum til þing­­­manna sem falla undir svo­­­­kall­aðan heim­an­akst­­­­ur, þ.e. akstur til og frá heim­ili dag­­­­lega um þing­­­­tím­ann. Það eru þing­­­­menn sem búa í nágrenni Reykja­víkur (á Suð­­­­ur­­­­nesjum, Vest­­­­ur­landi, Árnes­­­­sýslu o.s.frv.). Akstur á eigin bif­­­­reið­um, sem kemur til end­­­­ur­greiðslu, varð eftir breyt­ing­­­arnar bund­inn hámarki við 15.000 km. Eftir þann kíló­­­metra­­­fjölda á skrif­­­stofa Alþingis láta umræddum þing­­­manni í té bíla­­­leig­u­bíl.

Mesta breyt­ingin sem orðið hefur síð­­ast­liðin ár er því sú að þing­­menn keyra nú mun meira á bíla­­leig­u­bílum en áður. Sú til­­hneig­ing hefur stökk­breyst eftir að akst­­ur­s­greiðsl­­urnar voru opin­ber­aðar í fyrsta sinn í byrjun árs 2018. 

Kostn­að­ur­inn jókst í fyrra eftir sam­drátt árið 2020

Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn, sem skall á hér­lendis í febr­úar 2020, hefur haft þau áhrif á akstur þing­manna á síð­ustu tveimur árum að hann hefur dreg­ist saman frá því sem áður var. Sam­komu­tak­mark­anir og aðrar sótt­varn­ar­ráð­staf­anir hafa enda gert hefð­bundna kosn­inga­fundi oft á tíðum ómögu­lega og hamlað getu þing­manna til að eyða tíma með skjól­stæð­ingum sínum í kjör­dæm­un­um. Auk þess hefur hluti nefnd­­ar­­starfa farið fram í gegnum fjar­fund­­ar­­búnað sem gerir það að verkum að við­vera lands­­byggð­­ar­­þing­­manna í höf­uð­­borg­inni hefur ekki verið jafn knýj­andi og áður. 

Þess sást strax merki þegar akstur þeirra á árinu 2020 var gerður upp, en á því ári keyrðu þing­menn fyrir 23,2 millj­ónir króna, eða fyrir 23 pró­sent lægri upp­hæð en árið 2019 þegar heild­ar­kostn­aður skatt­greið­enda vegna þing­manna­akst­urs var 30,2 millj­ónir króna. Árið 2018 var kostn­að­ur­inn 30,7 millj­ónir króna og árið 2017 var hann 29,2 millj­ónir króna. 

Í fyrra jókst kostn­að­ur­inn aft­ur, alls um tæp ell­efu pró­sent, og var 25,7 millj­ónir króna.

Komið í veg fyrir að akstur í kosn­inga­bar­áttu yrði greiddur

Það er sér­stak­lega athygl­is­vert að kostn­að­ur­inn hafi ekki verið meiri í fyrra í ljósi þess að þá fóru fram þing­kosn­ing­ar. Kjarn­inn hefur áður greint frá því að kostn­aður vegna akst­urs, sem greiddur er úr sam­eig­in­legum sjóð­um, hefur sögu­lega auk­ist mjög á kosn­inga­ári, sem gefur til kynna að þing­menn láti skatt­greið­endur greiða fyrir sig keyrslu í kosn­inga­bar­átt­unni. Aðrir sem eru að sækj­­ast eftir sæti á listum í t.d. próf­­kjörum, eða eru að bjóða fram fyrir nýja flokka, geta ekki gert slíkt. 

Ástæðan er, að minnsta kosti að hluta, laga­breyt­ing.

Í apríl í fyrra mælti Stein­grímur J. Sig­fús­son, þáver­andi for­seti Alþing­is, fyrir frum­varpi sem átti að koma í veg fyrir að Alþingi myndi borga fyrir akstur þing­manna í kosn­inga­bar­áttu. Frum­varpið var sam­þykkt í júní 2021 og varð því að lögum fyrir kosn­ing­arnar í sept­em­ber sama ár. 

Steingrímur J. Sigfússon beitti sér fyrir því að aksturskostnaðurinn yrði opinberaður og lagði fram frumvarp sem kom í veg fyrir að Alþingi borgi fyrir akstur þingmanna í kosningum.
Mynd: Bára Huld Beck

Sam­kvæmt þeim fellur réttur þing­­manna til end­­ur­greiðslu á akst­­ur­s­­kostn­aði niður sex vikum fyrir kjör­dag, með til­­­teknum und­an­þágum þó. Tak­­mark­­anir ná til að mynda ekki til þeirra þing­­manna sem hyggj­­ast ekki gefa kost á sér áfram til setu á þingi og ef þing­­maður sem verður í fram­­boði þar að sinna opin­berum erinda­­gjörðum á vegum Alþingis innan ofan­­greinds tímara­mma þá má hann áfram fá akst­­ur­s­­kostn­að­inn end­­ur­greidd­­an. 

Stein­grímur ræddi þessa stöðu í sjón­­varps­þætti Kjarn­ans í febr­­úar 2018. Þar sagði hann að ef menn hafi rukkað þingið fyrir akstur vegna próf­­­kjör­s­þátt­­­töku þá væri eðli­­­leg­­­ast að þeir end­­­ur­greiddu þær greiðsl­­­ur. „Eigum við bara að hafa það skýrt að þátt­­­taka í próf­­­kjörum er ekki til­­­efni til að senda inn eigin reikn­ing?“

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um auk­inn kostnað vegna end­ur­greiðslna á akst­urs­kostn­aði í kringum kosn­ing­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar