Komið í veg fyrir að Alþingi borgi fyrir akstur þingmanna í kosningabaráttu

Kostnaður vegna aksturs þingmanna, sem er greiddur úr ríkissjóði, hefur aukist í kringum síðustu þrjár kosningar. Það bendir til þess að skattgreiðendur hafi verið að borga fyrir kosningabaráttu sitjandi þingmanna. Nú á að taka fyrir þetta.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Auglýsing

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, mun í dag mæla fyrir frumvarpi um þingfarakaup og -kostnað alþingismanna. Frumvarpið, sem er lagt fram af öllum sem sitja í forsætisnefnd og áheyrnarfulltrúum hennar, að Þorsteini Sæmundssyni, fulltrúa Miðflokksins undanskildum, hefur þann tilgang að takmarka rétt þingmanna til endurgreiðslu ferðakostnaðar í aðdraganda kosninga til Alþingis. 

Samkvæmt frumvarpinu mun réttur þingmanna til endurgreiðslu á aksturskostnaði falla niður sex vikum fyrir kjördag, með tilteknum undanþágum þó. Takmarkanir munu til að mynda ekki ná til þeirra þingmanna sem hyggjast ekki gefa kost á sér áfram til setu á þingi og ef þingmaður sem verður í framboði þar að sinna opinberum erindagjörðum á vegum Alþingis innan ofangreinds tímaramma þá má hann áfram fá aksturskostnaðinn endurgreiddan. 

Frumvarpið er lagt fram af ástæðu. Þingmenn hafa fengið mun hærri end­ur­greiðslur vegna akst­urs­kostn­aðar á þeim tíma­bilum þar sem kosn­ingar fara fram en öðr­um. Það bendir til þess að sitjandi þingmenn sem sækjast eftir endurkjöri séu að láta Alþingi greiða þann reikning. Aðrir sem eru að sækjast eftir sæti á listum í t.d. prófkjörum, eða eru að bjóða fram fyrir nýja flokka, geta ekki gert slíkt. 

Steingrímur ræddi þessa stöðu í sjónvarpsþætti Kjarnans í febrúar 2018. Þar sagði hann að ef menn hafi rukkað þingið fyrir akstur vegna próf­kjörs­þátt­töku þá væri eðli­leg­ast að þeir end­ur­greiddu þær greiðsl­ur. „Eigum við bara að hafa það skýrt að þátt­taka í próf­kjörum er ekki til­efni til að senda inn eigin reikn­ing?“

Aksturskostnaður loks opinberaður

Aksturskostnaður þingmanna hefur verið mjög til umfjöllunar á síðustu árum, eða allt frá því að for­seti Alþingis svaraði fyr­ir­­spurn Björns Leví Gunn­­ar­s­­sonar, þing­­manns Pírat­­a, um akst­­ur­s­­kostn­að. Í svari for­­seta var greint frá því hversu háar greiðslur þeir tíu þing­­menn sem fengu hæstu skattlausu end­­ur­greiðsl­­urnar þáðu á síð­­­ustu fimm árum. Ekki var hins vegar greint frá nafni þeirra. 

Auglýsing
Í töl­unum mátti þó sjá að fjórir þing­menn sem þáðu hæstu end­ur­greiðsl­urnar fengu sam­tals 14 millj­ónir króna, eða tæp­lega helm­ing allra end­ur­greiðslna vegna akst­urs.

Upp­lýs­ing­arnar vöktu upp mikla reiði og ásak­anir um mögu­lega sjálftöku þing­manna. Sérstaklega þegar fyrir lá að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hafði sagst keyra 47.644 kílómetra á árinu 2017 einu saman vegna vinnu sinnar sem þingmaður, og fékk kostnað vegna þeirrar keyrslu endurgreiddan, alls 4,6 milljónir króna.

Í kjöl­farið varð það krafa þings, þjóðar og fjöl­miðla að allar greiðslur vegna akst­urs yrðu gerðar opin­berar og að þær yrðu per­sónu­grein­an­leg­ar. Þá varð það einnig krafa að allar aðrar greiðslur sem þing­menn fá vegna starfa sinna yrðu gerðar opin­ber­ar, sund­ur­lið­aðar og mörg ár aftur í tím­ann. Hvort sem um væri að ræða hús­næð­is­styrk, greiðslur vegna flugs eða kostn­aður vegna bíla­leigu­bíla. Allt ætti að koma upp á borð­ið.

Ásmundur Friðriksson er sá þingmaður sem hefur fengið mest endurgreitt úr sameiginlegum sjóðum vegna aksturs síns í vinnunni. MYND: Bára Huld Beck

Forsætisnefnd ákvað að bregð­ast við og allar upp­lýs­ingar um kostnað sem fylgir störfum þing­manna er nú birtur mán­að­ar­lega.

Kjarninn greindi frá því í janúar að samtals keyrðu þingmenn landsins fyrir 23,2 milljónir króna í fyrra. Það er umtalsvert minna en árið 2019 þegar akstur þeirra sem greiddur var úr sameiginlegum sjóðum kostaði 30,2 milljónir króna. Kostnaðurinn var mjög svipaður árið 2018, eða 30,7 milljónir króna, og árið 2017, þegar hann var 29,2 milljónir króna. Hann dróst því saman um rúmlega 20 prósent á árinu 2020 miðað við árið áður. 

Sá þingmaður sem keyrði mest í fyrra var áfram sem áður Ásmundur Friðriksson. Frá því að Ásmundur settist á þing árið 2013 og fram að síðustu áramótum hefur samanlagður aksturskostnaður hans verið 31,4 milljónir króna. 

Mun hærri endurgreiðslur í kringum kosningar

Í janúar 2019 greindi Kjarninn frá því í fréttaskýringu að kostnaður vegna aksturs þingmanna hafi aukist mikið í kringum kosningar. Í einu vorkosningunum sem farið hafa fram frá byrjun árs 2013 fengu þing­menn mun hærri end­ur­greiðslur en á öðrum sam­bæri­legum tíma­bilum þegar slíkar áttu sér ekki stað. Það varð aug­ljós aukn­ing á kröfum um end­ur­greiðslur kostn­aðar á þeim haust­mán­uðum þar sem próf­kjör og kosn­ingar hafa farið fram.

Kosið var til Alþingis í apríl 2013. Á fyrri hluta þess árs voru end­ur­greiðslur 5,8 millj­ónir króna að með­al­tali á mán­uði eða alls 35 millj­ónir króna yfir hálfs árs tíma­bil.

Til sam­an­burðar var kostn­aður vegna end­ur­greiðslu á sama tíma­bili fyrri hluta árs 2014 23,8 millj­ónir króna, árið 2015 22,8 millj­ónir króna, árið 2016 20,2 millj­ónir króna, árið 2017 17,3 millj­ónir króna og 12,1 milljón króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins í fyrra. Því liggur fyrir að síð­ast þegar kosn­ingar fóru fram að vori til á Íslandi fengu þing­menn 23 millj­ónum krónum meira í end­ur­greiðslu akst­urs­kostn­aðar á fyrri hluta árs en þeir fengu á sama tíma­bili í fyrra. Það þýðir að þing­menn­irnir keyrðu næstum þrisvar sinnum meira, og fengu næstum þrisvar sinnum hærri end­ur­greiðslu af skattfé fyrir akstur sinn, á fyrri hluta árs þegar kosn­ingar voru en þegar slíkar voru ekki.

Sama sagan í haustkosningum

Síð­ustu tvær þing­kosn­ingar hafa farið fram að hausti til, þ.e. í októ­ber 2016 og 2017.

Árið 2013 fengu þing­menn 24 millj­ónir króna í end­ur­greiðslur vegna akst­urs­kostn­aðar á síð­ari hluta árs og ári síðar var sú tala afar svip­uð, eða 24,7 millj­ónir króna. Árið 2015 lækk­aði hún í 21,1 milljón króna en 2016, þegar kosn­ingar voru haldn­ar, hækk­aði hún í 24,1 milljón króna, eða um þrjár millj­ónir króna. Það var aukn­ing um 14,2 pró­sent milli árs þar sem kosn­ingar áttu sér ekki stað og árs þar sem slíkar voru haldn­ar.

Auglýsing
Árið 2017 var svo boðað til kosn­inga með rúm­lega mán­aðar fyr­ir­vara. Flestir flokkar slepptu því að halda prófkjör fyrir þær kosn­ingar og kosn­inga­bar­áttan var mjög knöpp. End­ur­greiddur kostn­aður þing­manna vegna akst­urs lækk­aði því umtals­vert milli ára og var 17,6 millj­ónir króna.

Athygl­is­vert er þó að bera saman end­ur­greiddan akst­urs­kostnað á seinni hluta árs­ins 2018 og árs­ins á und­an, en á síð­ustu fimm mán­uðum síð­asta árs nam end­ur­greiðslan 11,6 millj­ónum króna. Hlé var gert á þing­fundum 14. des­em­ber, sem er mjög snemmt í öllum sam­an­burði, og því má ætla að kostn­aður vegna rétt­mætra end­ur­greiðslna ætti ein­ungis að eiga við um hálfan þann mán­uð. Ef miðað er við með­al­tal­send­ur­greiðslur fyrstu fimm mán­aða tíma­bils­ins þá má því ætla að heild­ar­end­ur­greiðslu fyrir síð­ari hluta árs 2018 væru um 14 millj­ónir króna. Það þýðir að kostn­aður vegna end­ur­greiðslu dróst saman um 20 pró­sent frá síðari hluta kosn­inga­árs­ins 2017 og sama tíma­bils ári síð­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar