Þátttaka í prófkjörum ekki tilefni til að senda Alþingi reikning

Fríðindagreiðslur til þingmanna, meðal annars vegna aksturs, eru umfjöllunarefni sjónvarpsþáttar Kjarnans á Hringbraut í kvöld. Gestir þáttarins eru Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.

Auglýsing

„Próf­kjör í flokki er svo langt í burtu frá þing­manns­starf­inu að það að mínu mati ætti ekki að vera full­gilt ferða­til­efni. Ekki nema að þú ættir önnur erindi með.“ Þetta segir Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, í sjón­varps­þætti Kjarn­ans á Hring­braut í kvöld klukkan 21. Umræðu­efni þátt­ar­ins eru fríð­inda­kostn­aður þing­manna, sem leynd hefur verið yfir en nú stefnir í að verði gerð­ur, að minnsta kosti að mestu, opin­ber. Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum í spil­ar­anum hér að ofan.

Fríð­inda­málið svo­kall­aða hófst af alvöru þegar Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata sem er einnig gestur þáttar kvölds­ins, fékk svar við fyr­ir­spurn um end­ur­greiddan akst­urs­kostnað þing­manna 8. febr­úar síð­ast­lið­inn. Þar kom m.a. fram að Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefði þegið 4,6 millj­ónir króna í end­ur­greiðslur í fyrra. Hann opin­ber­aði í við­tali fyrr í mán­uð­inum að hann hefði þegið end­ur­greiðslur frá þing­inu fyrir keyrslu í tengslum við próf­kjör og sem fór fram vegna þátta­gerðar fyrir sjón­varps­stöð­ina ÍNN.

Auglýsing
Steingrímur segir í þætti kvölds­ins að ef menn hafi rukkað þingið fyrir akstur vegna próf­kjörs­þátt­töku þá væri eðli­leg­ast að þeir end­ur­greiddu þær greiðsl­ur.

Það verði þó alltaf erfitt að afmarka hvað eigi að end­ur­greiða og hvar eigi að draga mörk­in. Hann segir að þing­heimur eigi eftir að fara yfir ýmis álita­efni þessu tengt. „Eins og það hvort að setja eigi því skorður hvað þing­menn geti ferð­ast á kostnað þings­ins mán­uð­inn fyrir kosn­ing­ar, þegar þingið er farið heim. Eða frá þeim tíma sem þing lýkur störfum og kosn­inga­bar­átta hefst, eiga þeir þá á að vera meira á eigin vegum en nú er? Eigum við bara að hafa það skýrt að þátt­taka í próf­kjörum er ekki til­efni til að senda inn eigin reikn­ing?“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent