Þátttaka í prófkjörum ekki tilefni til að senda Alþingi reikning

Fríðindagreiðslur til þingmanna, meðal annars vegna aksturs, eru umfjöllunarefni sjónvarpsþáttar Kjarnans á Hringbraut í kvöld. Gestir þáttarins eru Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.

Auglýsing

„Prófkjör í flokki er svo langt í burtu frá þingmannsstarfinu að það að mínu mati ætti ekki að vera fullgilt ferðatilefni. Ekki nema að þú ættir önnur erindi með.“ Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í sjónvarpsþætti Kjarnans á Hringbraut í kvöld klukkan 21. Umræðuefni þáttarins eru fríðindakostnaður þingmanna, sem leynd hefur verið yfir en nú stefnir í að verði gerður, að minnsta kosti að mestu, opinber. Hægt er að sjá stiklu úr þættinum í spilaranum hér að ofan.

Fríðindamálið svokallaða hófst af alvöru þegar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata sem er einnig gestur þáttar kvöldsins, fékk svar við fyrirspurn um endurgreiddan aksturskostnað þingmanna 8. febrúar síðastliðinn. Þar kom m.a. fram að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði þegið 4,6 milljónir króna í endurgreiðslur í fyrra. Hann opinberaði í viðtali fyrr í mánuðinum að hann hefði þegið endurgreiðslur frá þinginu fyrir keyrslu í tengslum við prófkjör og sem fór fram vegna þáttagerðar fyrir sjónvarpsstöðina ÍNN.

Auglýsing
Steingrímur segir í þætti kvöldsins að ef menn hafi rukkað þingið fyrir akstur vegna prófkjörsþátttöku þá væri eðlilegast að þeir endurgreiddu þær greiðslur.

Það verði þó alltaf erfitt að afmarka hvað eigi að endurgreiða og hvar eigi að draga mörkin. Hann segir að þingheimur eigi eftir að fara yfir ýmis álitaefni þessu tengt. „Eins og það hvort að setja eigi því skorður hvað þingmenn geti ferðast á kostnað þingsins mánuðinn fyrir kosningar, þegar þingið er farið heim. Eða frá þeim tíma sem þing lýkur störfum og kosningabarátta hefst, eiga þeir þá á að vera meira á eigin vegum en nú er? Eigum við bara að hafa það skýrt að þátttaka í prófkjörum er ekki tilefni til að senda inn eigin reikning?“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent