Þátttaka í prófkjörum ekki tilefni til að senda Alþingi reikning

Fríðindagreiðslur til þingmanna, meðal annars vegna aksturs, eru umfjöllunarefni sjónvarpsþáttar Kjarnans á Hringbraut í kvöld. Gestir þáttarins eru Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.

Auglýsing

„Próf­kjör í flokki er svo langt í burtu frá þing­manns­starf­inu að það að mínu mati ætti ekki að vera full­gilt ferða­til­efni. Ekki nema að þú ættir önnur erindi með.“ Þetta segir Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, í sjón­varps­þætti Kjarn­ans á Hring­braut í kvöld klukkan 21. Umræðu­efni þátt­ar­ins eru fríð­inda­kostn­aður þing­manna, sem leynd hefur verið yfir en nú stefnir í að verði gerð­ur, að minnsta kosti að mestu, opin­ber. Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum í spil­ar­anum hér að ofan.

Fríð­inda­málið svo­kall­aða hófst af alvöru þegar Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata sem er einnig gestur þáttar kvölds­ins, fékk svar við fyr­ir­spurn um end­ur­greiddan akst­urs­kostnað þing­manna 8. febr­úar síð­ast­lið­inn. Þar kom m.a. fram að Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefði þegið 4,6 millj­ónir króna í end­ur­greiðslur í fyrra. Hann opin­ber­aði í við­tali fyrr í mán­uð­inum að hann hefði þegið end­ur­greiðslur frá þing­inu fyrir keyrslu í tengslum við próf­kjör og sem fór fram vegna þátta­gerðar fyrir sjón­varps­stöð­ina ÍNN.

Auglýsing
Steingrímur segir í þætti kvölds­ins að ef menn hafi rukkað þingið fyrir akstur vegna próf­kjörs­þátt­töku þá væri eðli­leg­ast að þeir end­ur­greiddu þær greiðsl­ur.

Það verði þó alltaf erfitt að afmarka hvað eigi að end­ur­greiða og hvar eigi að draga mörk­in. Hann segir að þing­heimur eigi eftir að fara yfir ýmis álita­efni þessu tengt. „Eins og það hvort að setja eigi því skorður hvað þing­menn geti ferð­ast á kostnað þings­ins mán­uð­inn fyrir kosn­ing­ar, þegar þingið er farið heim. Eða frá þeim tíma sem þing lýkur störfum og kosn­inga­bar­átta hefst, eiga þeir þá á að vera meira á eigin vegum en nú er? Eigum við bara að hafa það skýrt að þátt­taka í próf­kjörum er ekki til­efni til að senda inn eigin reikn­ing?“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Sacky Shanghala.
Esau og Shanghala báðir búnir að segja af sér ráðherraembætti
Þeir tveir ráðherrar Namibíu sem sagðir eru hafa þegið háar mútugreiðslur frá Samherja í skiptum fyrir að úthluta þeim kvóta hafa báðir sagt af sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór: Ábyrgðin í svona málum liggur hjá fyrirtækinu sjálfu
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að hann hafi fyrir rúmum fimm árum rétt rekið inn nefið á skrifstofu Samherja og heilsað þremenningunum frá Namibíu og átt við þá spjall um daginn og veginn.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Hage Geingob, forseti Namibíu.
Forsetinn sagður vilja reka ráðherrana úr starfi
Forseti Namibíu er sagður vilja víkja Sacky Shanghala dómsmálaráðherra og Bernhardt Esau sjávarútvegráðherra úr starfi í kjölfar umfjöllunar um samskipti þeirra við forsvarsmenn Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent