Kjarasamningarnir halda

Kjarasamningar ASÍ við SA halda. Formannafundur greiddi leynilega atkvæði um uppsögn á samningunum rétt í þessu á fundi sínum á Hótel Nordica.

Af formannafundi ASÍ í dag.
Af formannafundi ASÍ í dag.
Auglýsing

Kjara­samn­ingar ASÍ við SA halda. For­manna­fundur greiddi leyni­lega atkvæði um upp­sögn á samn­ing­unum rétt í þessu á fundi sínum á Hótel Nor­dica.

Alls eiga 44 félög aðild að kjara­samn­ing­unum en tölu­vert fleiri hafa atkvæð­is­rétt á fund­in­um. Innan sumra félaga eru til dæmis iðn­að­ar­manna- og versl­un­ar­manna­deildir og full­trúar þeirra höfðu einnig atkvæð­is­rétt. Auk þeirra for­maður Rafn­iðn­að­ar­sam­bands­ins og Gylfi Arn­björns­son for­seti ASÍ. Alls greiddu því 49 atkvæði á fund­in­um.

Auglýsing
Atkvæði féllu þannig:

, vil segja upp 21 (42,9%)

Nei, vil ekki segja upp 28 (57,1%)

Væg­is­kosn­ing:

52.890 (66,9%)

Nei 26.172 (33,1%)

­Greint var frá því fyrr í dag að for­menn bæði Efl­ingar og VR, tveggja stærstu aðild­ar­fé­laga ASÍ, hefðu ætlað að greiða atkvæði með því að segja samn­ing­unum upp. Þar með var ljóst að full­trúar meiri­hluta félags­manna ASÍ væru á þeirri skoð­un. Hins vegar þurfti einnig meiri­hluta atkvæða for­manna þeirra aðild­ar­fé­laga sem atkvæða­rétt eiga á fund­in­um, sem eru alls 59. Meiri­hluti þeirra virð­ist hins vegar hafa kosið að halda samn­ing­unum til streitu.

Bæði þurfti meiri­hluta þeirra fund­­ar­­manna sem fara með atkvæði á fund­inum og meiri­hluta þess atkvæða­vægis sem að baki þeim standa til að fella samn­ing­ana.

Auk full­trúa Efl­ingar og VR hafa full­trúar AFLs starfs­greina­fé­lags og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness stað­fest að þeir vilji segja samn­ing­unum upp.

Í til­kynn­ingu frá ASÍ segir að þeir sem vildu halda í samn­ing­inn hafi talað um að aðeins væru 9 mán­uðir eftir af samn­ingnum og hann tryggði 3 pró­senta almenna launa­hækkun 1. maí og rúm­lega 7 pró­senta hækkun lág­marks­launa. Nota ætti tím­ann til hausts til að móta kröfu­gerð og und­ir­búa næstu kjara­við­ræð­ur.

Það var þungt hljóð í þeim sem vildu segja upp og sterk krafa um að verka­lýðs­hreyf­ingin setti fót­inn niður í sam­fé­lagi mis­skipt­ing­ar. Stjórn­völd voru harð­lega gagn­rýnd fyrir að taka til sín ávinn­ing af starfi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar sem hefur lagt mikla áherslu á hækkun lægstu launa, en stjórn­völd tekið að stórum hluta til baka með skerð­ingu bóta. Úrskurðir kjara­ráðs og hækk­anir á launum æðstu stjórn­enda banka og Lands­virkj­unar urðu auk þess mörgum fund­ar­mönnum til­efni til gagn­rýn­i,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Kjara­samn­ingar á almennum vinnu­mark­aði munu því halda fram til ára­móta.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent