Kjarasamningarnir halda

Kjarasamningar ASÍ við SA halda. Formannafundur greiddi leynilega atkvæði um uppsögn á samningunum rétt í þessu á fundi sínum á Hótel Nordica.

Af formannafundi ASÍ í dag.
Af formannafundi ASÍ í dag.
Auglýsing

Kjara­samn­ingar ASÍ við SA halda. For­manna­fundur greiddi leyni­lega atkvæði um upp­sögn á samn­ing­unum rétt í þessu á fundi sínum á Hótel Nor­dica.

Alls eiga 44 félög aðild að kjara­samn­ing­unum en tölu­vert fleiri hafa atkvæð­is­rétt á fund­in­um. Innan sumra félaga eru til dæmis iðn­að­ar­manna- og versl­un­ar­manna­deildir og full­trúar þeirra höfðu einnig atkvæð­is­rétt. Auk þeirra for­maður Rafn­iðn­að­ar­sam­bands­ins og Gylfi Arn­björns­son for­seti ASÍ. Alls greiddu því 49 atkvæði á fund­in­um.

Auglýsing
Atkvæði féllu þannig:

, vil segja upp 21 (42,9%)

Nei, vil ekki segja upp 28 (57,1%)

Væg­is­kosn­ing:

52.890 (66,9%)

Nei 26.172 (33,1%)

­Greint var frá því fyrr í dag að for­menn bæði Efl­ingar og VR, tveggja stærstu aðild­ar­fé­laga ASÍ, hefðu ætlað að greiða atkvæði með því að segja samn­ing­unum upp. Þar með var ljóst að full­trúar meiri­hluta félags­manna ASÍ væru á þeirri skoð­un. Hins vegar þurfti einnig meiri­hluta atkvæða for­manna þeirra aðild­ar­fé­laga sem atkvæða­rétt eiga á fund­in­um, sem eru alls 59. Meiri­hluti þeirra virð­ist hins vegar hafa kosið að halda samn­ing­unum til streitu.

Bæði þurfti meiri­hluta þeirra fund­­ar­­manna sem fara með atkvæði á fund­inum og meiri­hluta þess atkvæða­vægis sem að baki þeim standa til að fella samn­ing­ana.

Auk full­trúa Efl­ingar og VR hafa full­trúar AFLs starfs­greina­fé­lags og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness stað­fest að þeir vilji segja samn­ing­unum upp.

Í til­kynn­ingu frá ASÍ segir að þeir sem vildu halda í samn­ing­inn hafi talað um að aðeins væru 9 mán­uðir eftir af samn­ingnum og hann tryggði 3 pró­senta almenna launa­hækkun 1. maí og rúm­lega 7 pró­senta hækkun lág­marks­launa. Nota ætti tím­ann til hausts til að móta kröfu­gerð og und­ir­búa næstu kjara­við­ræð­ur.

Það var þungt hljóð í þeim sem vildu segja upp og sterk krafa um að verka­lýðs­hreyf­ingin setti fót­inn niður í sam­fé­lagi mis­skipt­ing­ar. Stjórn­völd voru harð­lega gagn­rýnd fyrir að taka til sín ávinn­ing af starfi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar sem hefur lagt mikla áherslu á hækkun lægstu launa, en stjórn­völd tekið að stórum hluta til baka með skerð­ingu bóta. Úrskurðir kjara­ráðs og hækk­anir á launum æðstu stjórn­enda banka og Lands­virkj­unar urðu auk þess mörgum fund­ar­mönnum til­efni til gagn­rýn­i,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Kjara­samn­ingar á almennum vinnu­mark­aði munu því halda fram til ára­móta.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent