Kjarasamningarnir halda

Kjarasamningar ASÍ við SA halda. Formannafundur greiddi leynilega atkvæði um uppsögn á samningunum rétt í þessu á fundi sínum á Hótel Nordica.

Af formannafundi ASÍ í dag.
Af formannafundi ASÍ í dag.
Auglýsing

Kjara­samn­ingar ASÍ við SA halda. For­manna­fundur greiddi leyni­lega atkvæði um upp­sögn á samn­ing­unum rétt í þessu á fundi sínum á Hótel Nor­dica.

Alls eiga 44 félög aðild að kjara­samn­ing­unum en tölu­vert fleiri hafa atkvæð­is­rétt á fund­in­um. Innan sumra félaga eru til dæmis iðn­að­ar­manna- og versl­un­ar­manna­deildir og full­trúar þeirra höfðu einnig atkvæð­is­rétt. Auk þeirra for­maður Rafn­iðn­að­ar­sam­bands­ins og Gylfi Arn­björns­son for­seti ASÍ. Alls greiddu því 49 atkvæði á fund­in­um.

Auglýsing
Atkvæði féllu þannig:

, vil segja upp 21 (42,9%)

Nei, vil ekki segja upp 28 (57,1%)

Væg­is­kosn­ing:

52.890 (66,9%)

Nei 26.172 (33,1%)

­Greint var frá því fyrr í dag að for­menn bæði Efl­ingar og VR, tveggja stærstu aðild­ar­fé­laga ASÍ, hefðu ætlað að greiða atkvæði með því að segja samn­ing­unum upp. Þar með var ljóst að full­trúar meiri­hluta félags­manna ASÍ væru á þeirri skoð­un. Hins vegar þurfti einnig meiri­hluta atkvæða for­manna þeirra aðild­ar­fé­laga sem atkvæða­rétt eiga á fund­in­um, sem eru alls 59. Meiri­hluti þeirra virð­ist hins vegar hafa kosið að halda samn­ing­unum til streitu.

Bæði þurfti meiri­hluta þeirra fund­­ar­­manna sem fara með atkvæði á fund­inum og meiri­hluta þess atkvæða­vægis sem að baki þeim standa til að fella samn­ing­ana.

Auk full­trúa Efl­ingar og VR hafa full­trúar AFLs starfs­greina­fé­lags og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness stað­fest að þeir vilji segja samn­ing­unum upp.

Í til­kynn­ingu frá ASÍ segir að þeir sem vildu halda í samn­ing­inn hafi talað um að aðeins væru 9 mán­uðir eftir af samn­ingnum og hann tryggði 3 pró­senta almenna launa­hækkun 1. maí og rúm­lega 7 pró­senta hækkun lág­marks­launa. Nota ætti tím­ann til hausts til að móta kröfu­gerð og und­ir­búa næstu kjara­við­ræð­ur.

Það var þungt hljóð í þeim sem vildu segja upp og sterk krafa um að verka­lýðs­hreyf­ingin setti fót­inn niður í sam­fé­lagi mis­skipt­ing­ar. Stjórn­völd voru harð­lega gagn­rýnd fyrir að taka til sín ávinn­ing af starfi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar sem hefur lagt mikla áherslu á hækkun lægstu launa, en stjórn­völd tekið að stórum hluta til baka með skerð­ingu bóta. Úrskurðir kjara­ráðs og hækk­anir á launum æðstu stjórn­enda banka og Lands­virkj­unar urðu auk þess mörgum fund­ar­mönnum til­efni til gagn­rýn­i,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Kjara­samn­ingar á almennum vinnu­mark­aði munu því halda fram til ára­móta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent