Take the money and run

Fólk grípur til ýmissa ráða í því skyni að drýgja heimilispeningana. Danski myndlistarmaðurinn Jens Haaning bætti jafngildi tæpra ellefu milljóna íslenskra króna í budduna. Aðferðin hefur vakið mikla athygli, enda var það tilgangurinn.

Þrátt fyrir að verk Jens Haaning hafi ekki verið mikið fyrir augað varð það til þess að mun fleiri sóttu listasýninguna í Kunsten en reiknað var með.vÆtlunin var að sýningin yrði opin til áramóta, en var framlengd til 16. janúar sl.
Þrátt fyrir að verk Jens Haaning hafi ekki verið mikið fyrir augað varð það til þess að mun fleiri sóttu listasýninguna í Kunsten en reiknað var með.vÆtlunin var að sýningin yrði opin til áramóta, en var framlengd til 16. janúar sl.
Auglýsing

24. sept­em­ber í fyrra var opnuð í lista­safn­inu Kunsten í Ála­borg sýn­ingin Work it Out. Und­ir­bún­ingur hófst fyrir fimm árum en komst á skrið árið 2018 eftir að Kunsten fékk hug­mynda­verð­laun Biku­ben­fonden, sem er menn­ing­ar­sjóður Spari­sjóðs­ins Biku­ben. Biku­ben var stofn­aður 1857 en menn­ing­ar­sjóð­ur­inn árið 1989. Til­gangur sjóðs­ins hefur frá upp­hafi verið að styrkja ýmis konar menn­ing­ar­starf­semi. Hug­mynda­verð­laun­unum fylgir styrkur til sýn­inga­halds, styrk­ur­inn er mis­hár og fer eftir umfangi sýn­ing­ar, eins og henni er lýst í umsókn.

Work it out

Work it Out er umfangs­mesta sér­sýn­ing sem Kunsten hefur staðið fyrir frá upp­hafi en safnið var opnað árið 1972.

Safnið bauð 19 lista­mönn­um, frá nokkrum lönd­um, eða sam­starfs­hópum lista­manna að taka þátt í Work it Out sýn­ing­unni. Þar skyldi athyglin bein­ast að vinn­unni: hvað er vinna og hvers vegna vinnum við? Hvert er hlut­verk ein­stak­lings­ins í vinnu­sam­fé­lagi sam­tím­ans? Kór­óna­veiran hefur valdið ákveð­inni við­horfs­breyt­ingu til vinn­unn­ar, er sú breyt­ing tíma­bund­in? Þessum og fleiri spurn­ingum var varpað fram í boði safns­ins til lista­mann­anna. Þeir máttu ráða hvort verkin væru ný eða hefðu verið sýnd áður. Lista­mönn­unum var jafn­framt ráð­lagt að koma með, eða senda verkin tím­an­lega til safns­ins þannig að nægur tími gæf­ist til að koma þeim fyr­ir. Vitað var að mörg verk­anna yrðu stór og þess vegna nauð­syn­legt að hafa tím­ann fyrir sér, eins og sagði í bréfi safn­stjór­ans til lista­mann­anna.

Kunsten listasafnið í Álaborg. Mynd: Wikimedia Commons

Umsamið var að lista­menn­irnir myndu, hver um sig, fá greiddar 40 þús­und krónur danskar (jafn­gildir 800 þús­undum íslenskum) fyrir þátt­töku í sýn­ing­unni. Ekki skipti máli hvort verkið hefði verið gert sér­stak­lega fyrir sýn­ing­una eða verið sýnt áður. Jafn­framt var umsamið að safnið myndi borga send­ing­ar­kostnað og umbúðir utan um verk­in. Eins og oft vill verða voru lista­menn­irnir mis­fljótir að bregð­ast við, sumir voru búnir að að koma verk­unum til safns­ins, löngu áður en til stóð að setja sýn­ing­una upp, aðrir á seinni skip­un­um.

Sagð­ist verða seinn fyrir

Einn seinni­skipa­manna var Jens Haan­ing. Hann hafði til­kynnt safn­inu að sitt verk, í tveimur hlut­um, myndi ber­ast safn­inu þegar skammt yrði í að sýn­ingin yrði opn­uð. Hann hafði sent safn­inu málin á tveimur römmum sem verkið yrði í, upp­heng­ing yrði ein­föld ,,bara að smella römm­unum á fest­ing­arnar (naglana) á veggn­um“ sagði Jens Safn­stjórn Kunsten tók þetta gott og gilt, lista­menn hafa iðu­lega í mörg horn að líta og Jens Haan­ing með margt í gangi þessa sept­em­ber­daga í fyrra.

Með­al­árs­laun í Aust­ur­ríki og Dan­mörku

Verkið sem Jens Haan­ing ætl­aði að sýna í Ála­borg var eins konar upp­færsla á verki sem hann hafði sýnt í Hern­ing árið 2010 og vakti þar tals­verða athygli. Eins og áður sagði var verkið í tveimur hlut­um, tveimur mis­stórum römm­um. Upp­setn­ingin var sú sama í báðum til­vik­um, pen­inga­seðlar þöktu allan flöt­inn inni í ramm­an­um, danskir seðlar í öðrum en evrur í hin­um.

Auglýsing

Tit­ill­inn var ein­fald­lega Með­al­árs­laun í Aust­ur­ríki 2007 og Með­al­árs­laun í Dan­mörku 2010. Á sýn­ing­unni í Kunsten átti að vera búið að upp­færa launa­töl­urn­ar, að öðru leyti yrði verkið eins.

Þurfti að fá pen­ing­ana að láni hjá safn­inu

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem Jens Haan­ing hafði aflað sér voru sam­an­lögð með­al­árs­laun ein­stak­lings í Dan­mörku og Aust­ur­ríki 532.549 danskar krónar (10.5 millj­ónir íslenskar). Jens Haan­ing átti þessa pen­inga ekki í hand­rað­anum og samdi við Kunsten um að fá pen­ing­ana að láni og að þeim yrði skilað þegar sýn­ing­unni lyki. Um þetta atriði, eins og annað varð­andi verkin á sýn­ing­unni, var skrif­legur samn­ing­ur.

Verk Haaning er alveg galtómt. Mynd: Arngrímur Borgþórsson

Á síð­ustu stundu

Tveimur dögum áður en sýn­ingin skyldi opnuð var safn­stjóri Kunsten orð­inn óró­leg­ur, verkið frá Jens Haan­ing var ekki komið til Ála­borg­ar. Safn­stjór­inn hringdi í Jens sem sagði honum að hafa engar áhyggjur verkið kæmi á til­settum tíma. „Það kemur sendi­bíll með þetta og svo er bara að skella þessu upp, ég kem ekki sjálf­ur“ sagði Jens Haan­ing.

Take the money and run

Kunsten hafði aug­lýst sýn­ing­una Work it Out vel og vand­lega. Allt safnið notað undir þessa stærstu sér­sýn­ingu í sögu þess. Um hádeg­is­bil föstu­dag­inn 24. sept­em­ber renndi sendi­ferða­bíll í hlað, með tvö verk, safn­stjór­inn and­aði létt­ar. Verkin voru drifin inn og umbúð­irnar fjar­lægðar í skyndi. Mikil var undrun starfs­fólks­ins þegar inni­haldið kom í ljós. Ramm­arnir voru þarna, með gler­inu, en seðl­arnir ekki. Við­staddir göptu af undrun og sam­tímis varð ljóst af hverju lista­mað­ur­inn hafði ekki sent verkið fyrr en á síð­ustu stundu, þá yrði of seint að bregð­ast við. Í sama mund barst safn­inu tölvu­póstur frá Jens Haan­ing. Þar skýrði hann frá því að pen­ing­arnir sem hann hefði fengið frá safn­inu væru hjá sér og að hann hefði skírt verk­ið, auðu rammana, uppá nýtt. Það héti nú „Take the money and run“. Safn­stjór­inn sagði að lista­mað­ur­inn myndi vænt­an­lega skila pen­ing­unum enda ætti safnið þá.

Mynd: EPA

Sýn­ingin í Ála­borg vakti mikla athygli og verk Jens Haan­ing varð til þess að mun fleiri sóttu sýn­ing­una en reiknað var með, þrátt fyrir kór­óna­veiruna. Ætl­unin var að sýn­ingin yrði opin til ára­móta, en var fram­lengd til 16. jan­úar sl.

Ætlar ekki að skila pen­ing­unum

Dag­inn eftir að sýn­ing­unni lauk lýsti Jens Haan­ing því yfir að hann ætl­aði sér ekki að skila pen­ing­un­um, þeir færu í heim­il­is­buddu hans sjálfs. Hann sagði jafn­framt að það sem hann gerði hefði ekki verið í aug­lýs­inga­skyni. Hins vegar vildi hann vekja athygli á bágum kjörum danskra mynd­list­ar­manna, sem væru til skamm­ar.

Safnið stefnir lista­mann­inum og vill fá pen­ing­ana

Safn­stjóri Kunsten lýsti því yfir, þegar fyrir lá að lista­mað­ur­inn ætl­aði sér ekki að skila pen­ing­un­um, að safnið hefði stefnt Jens Haan­ing fyrir rétt. Málið hefði ekki verið kært til lög­reglu og safn­stjór­inn kvaðst vona að málið yrði leyst og Kunsten fengi pen­ing­ana til baka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar