Aðsend mynd hallgrimurtesla123131.jpg
Aðsend mynd

„Hallgrímur Helgason rithöfundur er ekki skráður eigandi Teslu“

Lögmaðurinn og almannatengslaráðgjafinn Þorbjörn Þórðarson fletti upp eignum rithöfundarins Hallgríms Helgasonar í bæði fasteignaskrá og ökutækjaskrá til þess að komast að því hvort rétt væri að hann ætti Tesla-bifreið, sem reyndar er í eigu nágranna hans. Hugmyndin var að nota Teslu-eignina gegn honum á opinberum vettvangi. Hallgrímur segir að honum hafi brugðið er hann komst að því að njósnað hefði verið um sig með þessum hætti.

Vörn Sam­herja í bar­átt­unni um almanna­á­litið eftir að Namib­íu­málið kom upp á yfir­borðið síðla árs 2019 hefur tekið á sig ýmsar mynd­ir. Sumar skringi­legri en aðr­ar. Lög­mað­ur­inn og almanna­tengsla­ráð­gjaf­inn Þor­björn Þórð­ar­son not­aði til dæmis bæði fast­eigna­skrá Þjóð­skrár og öku­tækja­skrá Sam­göngu­stofu til þess að fletta upp eignum rit­höf­und­ar­ins Hall­gríms Helga­son­ar, í kjöl­far þess að Hall­grímur setti fram gagn­rýni á Sam­herja í des­em­ber árið 2019. Þetta sýna þau sam­skipta­gögn sem Kjarn­inn hefur undir höndum glögg­lega fram á.

Páll Stein­gríms­son skip­stjóri hjá Sam­herja sagði Þor­birni að hann teldi að Hall­grímur ætti raf­magns­bíl af gerð­inni Tesla. Sam­kvæmt sam­skipt­unum ætti það að gefa til­efni til þess að koma höggi á rit­höf­und­inn á opin­berum vett­vangi — að koma því á fram­færi að hann ætti rán­dýran raf­magns­bíl — ver­andi á sama tíma á lista­manna­laun­um. Páll sagð­ist ein­ungis þurfa að fá það stað­fest að Hall­grímur ætti Tesl­una sem stæði í grennd við heim­ili hans, en ekki nágranni hans.

Ekki kemur fram í þessum sam­skiptum hvernig Páll öðl­að­ist vit­neskju um að Tesla-bif­reið stæði stundum nærri heim­ili Hall­gríms í Reykja­vík. Sú kenn­ing hans var sett fram í tölvu­pósti til Þor­björns ásamt öðrum „efni­við“ sem mætti nýta til þess að rægja ein­stak­linga.

„Svaka­legt“ að upp­götva njósnir um heim­ilið

Hall­grímur segir við Kjarn­ann að honum hafið brugðið við að heyra af þessu. „Þetta er svaka­legt, að upp­götva að það sé verið að njósna um heim­ili manns, skoða hvaða bíla maður á og á ekki og fletta upp eignum manns.“

Tesla-bif­reiðin sem um ræðir er í eigu nágranna Hall­gríms. „Ég á mjög góða granna, við búum í tví­býl­is­húsi og deilum inn­keyrslu. Það er skugga­legt að sjá svona vinnu­að­ferð­ir, ekki síst þar sem þetta er eitt stærsta fyr­ir­tæki lands­ins og þeir menn sem þar ráða eru mjög valda­miklir og bein­tengdir inn í rík­is­stjórn Íslands,“ segir Hall­grím­ur.

Auglýsing

Hann skýtur því að í sam­tali við blaða­mann að hann telji Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra aldrei hafa tjáð sig með skýrum og afger­andi hætti um mál­efni Sam­herja og fram­göngu fyr­ir­tæk­is­ins síðan Namib­íu­málið kom upp á yfir­borð­ið.

„Ég á ekki von á neinu frá Katrínu núna heldur þar sem Sam­herji á einn ráð­herra við rík­is­stjórn­ar­borð­ið. Það er ekki furða að Sam­herji telji sig geta kom­ist upp með allt,“ segir Hall­grím­ur.

Reglur gilda um upp­flett­ingar lög­manna

Lög­menn geta fengið sér­stakan aðgang að bæði fast­eigna­skrá og öku­tækja­skrá í krafti starfs­rétt­inda sinna, en sá aðgangur er hins vegar háður ákveðnum tak­mörk­un­um.

Til dæmis skal gæta að því að óvið­kom­andi kom­ist ekki yfir upp­lýs­ingar sem lög­maður fær úr fast­eigna­skrá og söfnun upp­lýs­inga úr fast­eigna­skránni er raunar með öllu óheimil nema not­and­inn hafi lögvarða hags­muni af slíkri söfn­un. Tekið er fram á vef Þjóð­skrár að mis­notkun kunni að varða við lög.

Í öku­tækja­skrá mega lög­menn síðan ein­ungis fletta upp eftir kenni­tölum ef þeim hefur verið falið að inn­heimta kröfur eða ef þeir eru að fara með skipti þrota­bús eða dán­ar­bús. Sam­göngu­stofa seg­ist loka var­an­lega á aðgang lög­manna sem fari ítrekað á svig við þessar regl­ur, en við fyrsta brot skal loka aðgangi lög­manns í 3 mán­uði.

Erfitt er að kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að ein­hverjum þess­ara skil­yrða hafi verið mætt 20. des­em­ber 2019, þegar Þor­björn fletti upp eignum rit­höf­und­ar­ins og félags í hans eigu, í því skyni að kom­ast að nið­ur­stöðu um hvort hann gæti mögu­lega átt Teslu.

„Ég get flett því upp í öku­tækja­skrá. Ég hef aðgang að öllum fast­eign­um, öku­tækjum og skip­um,“ sagði lög­mað­ur­inn í tölvu­pósti til Páls, sem svar­aði um hæl: „Glæsi­legt 😀 þú ert rétti mað­ur­inn fyrir okkur hjá Sam­herja 😃“.

Nokkru seinna svar­aði Þor­björn aft­ur. „Hall­grímur Helga­son rit­höf­undur er ekki skráður eig­andi Teslu,“ sagði lög­mað­ur­inn og rakti svo að Hall­grímur ætti tvo bíla af Hyunda­i-­gerð, ann­ars vegar Santa Fe og hins vegar Gall­oper-jeppa. Einnig fylgdi sög­unni að Hall­grímur hefði áður átt Skoda-bif­reið af gerð­inni Oct­a­via en selt hana árið 2007.

Auglýsing

Þor­björn kom því einnig á fram­færi við Pál hvaða fast­eign rit­höf­und­ur­inn ætti sam­kvæmt fast­eigna­skrá og fletti sömu­leiðis upp einka­hluta­fé­lagi Hall­gríms, sem átti hvorki fast­eign né bif­reið, sam­kvæmt athugun lög­manns­ins og almanna­tengsla­ráð­gjafans.

„Þannig að ef að Hall­grímur hefur aðgang að Teslu þá er hún hvorki í hans eigu né félags­ins,“ skrif­aði lög­mað­ur­inn í svar­pósti sín­um, sem bar ein­fald­lega heitið „Eignir Hall­gríms Helga­son­ar“. Þar með var það mál úr sög­unni — Tesla í eigu ein­hvers ann­ars en Hall­gríms gat ekki verið notuð til að koma höggi á rit­höf­und­inn.

Þor­björn og Páll rök­ræddu við þing­menn

Rit­höf­und­ur­inn Hall­grímur kom þó aftur við sögu í sam­skiptum þeirra Þor­björns og Páls. Hall­grímur setti inn færslu í hóp­inn Fjöl­miðlanördar á Face­book snemma í ágúst árið 2020 og gagn­rýndi þar frétt Morg­un­blaðs­ins um sam­an­tekin reikn­ings­skil þeirra fyr­ir­tækja sem Sam­herji starf­rækti í Namibíu á árunum 2012-2018, sem sett var fram undir fyr­ir­sögn­inni „Ekk­ert arð­rán átt sér stað“.

Vert er að taka fram að Morg­un­blaðið fékk aðgang að gögnum um rekstur Sam­herja í Namibíu frá Sam­herja sjálfum og byggði frétt­ina á þeim og full­yrð­ingum Björg­ólfs Jóhanns­sonar þáver­andi starf­andi for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, sem sagð­ist vona til þess að birt­ing þess­ara upp­lýs­inga yrði til þess að umfjöllun fjöl­miðla um Sam­herja yrði „sann­gjarn­ari“. Einnig er vert að taka fram að Sam­herji brást ekki við ósk Kjarn­ans um afhend­ingu sömu gagna, sem sett var fram í kjöl­far þess að frétt Morg­un­blaðs­ins birt­ist.

Hall­grímur setti inn gagn­rýni á frétta­flutn­ing Mogg­ans af töl­unum frá Sam­herj­a­sam­stæð­unni — sagði raunar að það væri gott að eiga fjöl­miðil „ef maður er glæpon!“ og út frá því spunn­ust miklar umræð­ur, enda eld­fim yfir­lýs­ing.

Hér ber að taka fram að Sam­herji á ekki lengur hlut í Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins, en sá eign­ar­hlutur var seldur Eyþóri Arn­alds, odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík með selj­enda­láni frá Sam­herja sjálf­um.

Páll kom Sam­herja til varnar í þeim leðjuslag sem átti sér stað í kommenta­kerf­inu, með hjálp Þor­björns.

Lög­mað­ur­inn sendi Páli tölvu­póst með til­lögu að svari til Hall­gríms, sem birt­ist síðan orð­rétt undir nafni Páls í umræð­unni – reyndar með smá nið­ur­lagi sem virð­ist frá Páli sjálfum kom­ið. Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata svar­aði athuga­semd Páls og nokkur orða­skipti urðu þeirra á milli í fram­hald­inu.

Þor­björn Þórð­ar­son var áfram á hlið­ar­lín­unni.

Í sam­skiptum Þor­björns og Páls þennan dag, 9. ágúst 2020, má finna tvo tölvu­pósta frá Þor­birni sem bera heitin „Svar við kommenti Björns Leví“ og „Svar til Björns Leví nr. II“. Bæði svörin sem Þor­björn sendi birti Páll algjör­lega orð­rétt undir sínu eigin nafni í orða­skiptum sínum við þing­mann­inn.

Björn Leví er ekki eini þing­mað­ur­inn sem Þor­björn hefur svarað í gegnum Pál í ein­hverjum rifr­ildum á inter­net­inu um Namib­íu­málið eða önnur mál sem snerta Sam­herja. Þor­björn átti nefni­lega líka svar á reiðum höndum fyrir Helgu Völu Helga­dóttur þing­mann Sam­fylk­ing­ar, seinna í þess­ari sömu umræðu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar