„Áhrifin á ásýnd íslensks sjáv­ar­út­vegs eru gríð­ar­leg innan lands sem utan“

Sumum þingmönnum þótti fullt tilefni til að ræða orðsporsáhættu Íslands vegna Samherjamálsins á þingi í dag, en öðrum ekki. Þingmaður Viðreisnar sagði þögn um framgang rannsóknarinnar vera æpandi og þingmaður Flokks fólksins sagði málið „101 í mútum“ .

Bjarni Jónsson er þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi.
Bjarni Jónsson er þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi.
Auglýsing

Þing­menn bæði stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu lýstu yfir áhyggjum af orð­spori Íslands og íslensks sjáv­ar­út­vegs vegna Namib­íu­máls Sam­herja í sér­stakri umræðu sem efnt var til á Alþingi í dag. Bjarni Jóns­son þing­maður Vinstri grænna gerði inni­hald ræðu Þor­steins Más Bald­vins­sonar for­stjóra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins á fundi SFS á þriðju­dag að umtals­efni í því sam­hengi.

„Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi kusu að gera for­stjóra Sam­herja að and­liti sam­tak­anna á dag­skrá sinni á þriðju­dag­inn sem helguð var degi sjáv­ar­út­vegs­ins. Þar lýsti hann ótta sínum og félaga sinna yfir því að veiði­heim­ildir til smærri útgerða og strand­veiða ógn­uðu stöðu eigin fyr­ir­tækis og tengdra aðila á erlendum mörk­uð­um. Hvað með orð­spors­á­hættu Íslands vegna fram­ferðis stór­fyr­ir­tækja á erlendri grund og alþjóð­legrar glæpa­rann­sóknar sem ekki hefur verið til lykta leidd og hér er rædd?“ spurði Bjarn­i.

Í ræðu sinni sagði Bjarni að útgerð­ar­fyr­ir­tæki lands­ins væru mik­il­væg þjóð­ar­bú­inu en að á sama tíma blasti við „sá kaldi raun­veru­leiki að stór­út­gerðin hefur rakað til sín meg­in­þorra veiði­heim­ilda í land­inu og skelfur nú yfir til­vist smærri fjöl­skyldu­fyr­ir­tækja og ein­yrkja sem halda uppi búsetu á stöðum sem stór­út­gerðin hefur skilið eftir í sárum“.

„Í hvert skipti sem mál­pípur stór­út­gerð­ar­innar ryðj­ast fram í fjöl­miðlum eða miðlum í eigin eigu erum við minnt á mik­il­vægi þess að virða rétt sjáv­ar­byggð­anna og tryggja betur byggða­festu afla­heim­ilda og koma í veg fyrir að smærri sjáv­ar­byggðir séu rúnar lífs­björg­inni með upp­söfnun fárra auð­manna og fyr­ir­tækja á veiði­rétt,“ sagði Bjarni og bætti því við að það yrði að grípa til aðgerða til að „vinda ofan af sam­þjöppun afla­heim­ilda, rekja saman tengda aðila til sam­ræmis við það sem ann­ars staðar ger­ist.“

„Þannig tel ég að við treystum heil­brigða við­skipta­hætti og gagn­sæi innan lands sem utan. Hver sem nið­ur­staðan í því máli sem hér er rætt verður er ljóst að áhrifin á ásýnd íslensks sjáv­ar­út­vegs eru gríð­ar­leg innan lands sem utan, bæði til langs tíma og skamms. Það er óásætt­an­legt að orð­spor heillar greinar sé undir vegna ein­stakra fyr­ir­tækja sem byggja við­ur­væri og auð­æfi sín á sam­eig­in­legri auð­lind þjóð­ar­inn­ar,“ sagði Bjarni í ræðu sinni, í þess­ari sér­stöku umræðu, sem Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir þing­maður Pírata hóf.

Erlendir fjár­festar horfi til spill­ing­ar­varna

Helga Vala Helga­dóttir þing­maður Sam­fylk­ingar sagði að orð­spor Íslands skipti öllu þegar kæmi að efna­hag rík­is­sjóðs og láns­hæf­is­mati hans, sem og alþjóð­legum við­skipt­um. „Það er okkur mik­il­vægt að fá hingað til lands erlendar fjár­fest­ingar enda mark­að­ur­inn smár og okkur nauð­syn­legt að fá inn stærri aðila,“ sagði Helga Vala og bætti við að þegar erlendir fjár­festar hug­leiddu komu inn á mark­að­inn hér­lendis skoð­uðu þeir nokkra þætti; stöð­ug­leika gjald­mið­ils, stöð­ug­leika í stjórn­mál­um, fjár­mála­kerf­ið, virkt rétt­ar­kerfi og spill­ing­ar­varn­ir.

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar. Mynd: Bára Huld Beck

„Eins og fram hefur komið hafa full­trúar nefndar OECD um mútur verið undr­andi og áhyggju­fullir yfir hæga­gangi rann­sóknar á Sam­herj­a­mál­inu og meintum mútu­greiðslum full­trúa fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu. Þetta eru skilj­an­legar áhyggjur enda hafa á sama tíma borist fregnir af mála­rekstri, fryst­ingu eigna og gæslu­varð­haldi sam­starfs­að­ila meintra ger­enda á vegum Sam­herja í Namibíu á meðan lítið hefur spurst til rann­sóknar máls hér á landi. Sagði hér­aðs­sak­sókn­ari á sínum tíma að hraði rann­sóknar væri í beinu sam­hengi við það fjár­magn sem stjórn­völd skammta emb­ætt­inu, van­fjár­mögnun bitni ein­fald­lega á máls­hraða,“ sagði Helga Vala einnig, í ræðu sinni.

Dráttur rann­sókn­ar­innar ekki góður fyrir neinn

Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir þing­maður Vinstri grænna sagði í sinni ræðu að þróun máls­ins væri „síst til þess fallin að efla traust á stofn­unum eða á útgerð­inni sem slíkri“ og að það væri hennar skoðun að mik­il­vægt væri að „efla traust á svo sam­fé­lags­legra mik­il­vægri atvinnu­grein.“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Mynd: Bára Huld Beck

„Í mínum huga er mjög mik­il­vægt að svo viða­mik­illi rann­sókn á fyr­ir­tæki sem hefur jafn veiga­mikla stöðu í einni af grunn­stoðum íslensks athafna­lífs og nýtir sér sam­eig­in­legar auð­lindir lands­ins sé sinnt af kost­gæfni. Ég tek hins vegar undir að sá dráttur sem orðið hefur á rann­sókn­inni er ekki góður fyrir neinn og alls ekki orð­spor lands­ins,“ sagði Bjarkey.

Auglýsing

Hún bætti því einnig við að kunn­ug­leg birt­ing­ar­mynd sam­fé­lags mik­il­vægis útgerð­ar­inn­ar, „sú sem flest okkar kann­ast við og ekki síst við sem búum á lands­byggð­un­um“, væri hversu miklu máli útgerðin skiptir og hefur skipt í nær­sam­fé­lag­inu í áranna rás og hversu sam­tvinnuð áhrif fyr­ir­tækj­anna eru við félags­líf, íþróttir og menn­ingu. „En mik­il­vægi útgerð­ar­innar í nær­sam­fé­lag­inu þýðir líka ákveðin ítök, þar sem oftar en ekki er um að ræða stærsta vinnu­stað­inn sem stendur undir meira eða minna vel­flestum störfum þess og fyr­ir­tækin eru síður en svo hafin yfir gagn­rýn­i,“ sagði Bjarkey.

Þing­mað­ur­inn bætti því við að hún gerði meiri kröfur til fyr­ir­tækja sem nýta sam­eig­in­lega auð­lindir lands­manna, „sér í lagi þar sem þau greiða afar lágt afgjald fyr­ir, að þau sýni ríka sam­fé­lags­lega ábyrgð“.

„Að end­ingu vil ég segja að það að sama fyr­ir­tæki hegði sér með öðrum hætti erlendis en hér heima er for­kast­an­legt, enda ætti mann­virð­ing að vera í for­grunni allra athafna og þátt­töku fyr­ir­tækja hvar sem þau eru starf­andi í heim­in­um,“ sagði Bjarkey að lok­um.

Þögnin æpandi

Hanna Katrín Frið­riks­son þing­maður Við­reisnar að engin ástæða væri til þess að ætla að sá far­vegur sem rann­sókn máls­ins væri í hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara væri ekki eins og hann ætti að vera.

Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar. Mynd: Bára Huld Beck

„En að því sögðu þá er það svo að hér er um að ræða risa­vaxið spill­ing­ar­mál, lík­lega það stærsta ein­staka í Íslands­sög­unni. Það er svo­lítið sér­stakt að það hafi ekki verið gefið neitt upp í ferl­inu um stöðu mála, þ.e. hvar málið er statt, hvernig miðar og svo fram­vegis vegna þess að slík upp­lýs­inga­gjöf er sann­ar­lega ekki brot á neinum reglum sem varða rann­sókn mála né heldur neitt óeðli­legt. Þögnin getur orðið hins vegar svo ærandi að hún ein og sér verður óeðli­leg,“ sagði Hanna Katrín.

Leyfum dóm­stólum að dæma – um „101 í mút­um“

Rétt eins og dóms­mála­ráð­herra lýstu töldu þó sumir þing­menn sem kvöddu sér hljóðs í umræð­unni óeðli­legt með öllu að verið væri að ræða rann­sókn máls­ins í þess­ari sér­stöku umræðu á Alþingi.

Óli Björn Kára­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks sagði í umræð­unni að þegar stjórn­mála­menn reyndu með beinum eða óbeinum hætti að hafa áhrif á störf ákæru­valds í ein­stökum málum værum við „komin inn á hættu­legar braut­ir“ og sagði „áhyggju­efni“ að þing­menn ræddu rann­sókn ákveð­ins saka­máls í þingsaln­um.

Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks. Mynd: Bára Huld Beck

„Póli­tísk afskipti af ákvörð­unum sem þessum eru til þess fallin að stund­ar­hags­munir stjórn­mála­manna ráða ákvörð­un­um. Ég hins vegar treysti sak­sókn­ara. Ég veit að hann stendur rétt að rann­sókn saka­mála og í þessu til­felli mun hann standa rétt að rann­sókn svo­kall­aðs Sam­herj­a­máls, kom­ast að réttri nið­ur­stöðu og ef til­efni er til láta þá sæta ábyrgð ef lög hafa verið brot­in,“ sagði Óli Björn.

Auglýsing

„Það sætir furðu að við séum yfir höfuð að ræða þetta mál hér í dag. Leyfum frekar þeim sem sam­kvæmt lögum er falið að rann­saka þetta mál og dóm­stólum lands­ins að dæma ef til þess kem­ur,“ sagði Ingi­björg Isak­sen þing­maður Fram­sókn­ar­flokks, sem sagð­ist jafn­framt ekki fara vel á því að alþing­is­menn tjáðu sig úr ræðu­stól um mál sem væru í rann­sókn.

Ingibjörg Isaksen þingmaður Framsóknar. Mynd: Bára Huld Beck

Í ræð­unni á undan hafði Eyjólfur Ármanns­son þing­maður Flokks fólks­ins kallað Namib­íu­málið „skóla­bók­ar­dæmi um mútur til opin­berra starfs­manna í þriðja heim­in­um“ – „101 í mútum [...] eða meintum mútu­greiðsl­um“ og einnig fett fingur út í það að í ræðu sinni hefði Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra talað um „póli­tískan“ vinnu­hóp innan OECD.

Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins.

„Ég bara veit ekki hvað hæst­virtur ráð­herra á við með því að emb­ætt­is­maður innan OECD sé póli­tísk­ur. Ég hef tekið sjálfur þátt í starfi OECD vegna aðgerða gegn pen­inga­þvætti og ég get full­yrt það við hæst­virtan ráð­herra og þing­heim að þar eru vinnu­brögð á hæsta stand­ardi sem til­heyrir og OECD er ein öfl­ug­asta stofnun hvað varðar gæði stjórn­sýslu og vinnu­brögð sem til eru í heim­in­um,“ sagði Eyjólf­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent