Eyþór segir ólíklegt að eignarhluturinn í Morgunblaðinu færist aftur til Samherja

Lán Samherja til félags í eigu Eyþórs Arnalds, sem veitt var til að kaupa hlut í Morgunblaðinu, er gjaldfallið. Eyþór segir að hann hafi ætlað sér að hagnast á viðskiptunum og telur að umræða um þau letji fólk frá því að vilja eiga í fjölmiðlum.

Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Auglýsing

Félag í eigu Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, sem heldur á 13,41 prósent hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, er ógjaldfært og með neikvætt eigið fé. Félagið, sem heitir Ramses II, fékk seljendalán frá félagi í eigu Samherja til að kaupa hlut sjávarútvegsrisans í útgáfufélaginu árið 2017. Það lán var á gjalddaga í mars 2020 en hefur ekki verið greitt.

Í ársreikningi Ramses II, sem skuldar tæplega 383 milljónir króna, segir að eigið fé félagsins sé neikvætt og að lán þess séu gjaldfallin. „Stjórnendur vinna að endurskipulagningu félagsins og gera ráð fyrir að geta staðið skil á skuldbindingum félagsins og er ársreikningurinn settur fram með þeirri forsendu. Óvenjulegar aðstæður hafa skapast vegna kórónuveirunnar COVID-19. Óvissa er um hvaða áhrif þær munu hafa á félagið. Vegna þessa ríkir einnig ákveðin óvissa um rekstrarhæfi félagsins.“

Í samtali við Kjarnann segir Eyþór að honum þyki ólíklegt að eignarhluturinn í útgáfufélagi Morgunblaðsins færist aftur til Samherja, í ljósi þess að seljendalánið er gjaldfallið. Hluturinn sé til sölu, nú sem fyrr.

Auglýsing
Eyþór segir að stór hluti af fjármögnun á kaupum Ramses II á hlutnum í útgáfufélagi Morgunblaðsins hafi verið lán frá Samherja. „Seljendalán eru náttúrlega algeng þegar óvissa er um verðmæti þess sem keypt er. Seljendalán eru til dæmis bara hjá Reykjavíkurborg, sem lánar fyrir lóðum og jafnvel fyrir sköttum upp á marga milljarða og sumir hafa síðan tekið þessi lán og ekki getað borgað þau, fengið þau framlengd og hvað eina. Þetta er alveg algeng aðferð þegar um áhættufjárfestingu að ræða.“

Eyþór segir það líka vera klassíska spurningu hverjir eigi að eiga fjölmiðla. „Lengi vel var nú talað um að það væri gott að hafa fjölbreytt eignarhald á fjölmiðlum en þessi umræða gerir það að verkum að það vill enginn eiga í fjölmiðlum, þeir fá bara þessa neikvæðu ímynd.“

Segir spurningar um viðskiptin pólitíska taktík

Eyþór hefur verið gagnrýndur af pólitískum andstæðingum fyrir að útskýra ekki með greinargóðum hætti hvernig á því stendur að hann hafi eignast hlut Samherja í Árvakri án þess að greiða krónu fyrir.

Borgarfulltrúinn fullyrðir að þeir sem tali um að viðskiptin hafi verið persónuleg gjöf frá Samherja til sín hafi rangt fyrir sér og segir einnig að því sé oft ranglega haldið fram að hann hafi verið stjórnmálamaður þegar félag hans eignaðist hlutinn. Það hafi hann hins vegar ekki verið og svo hafi hann stigið til hliðar í stjórn Árvakurs um leið og hann fór í framboð.

„Enginn af þessum aðilum hefur sér ástæðu til að biðjast afsökunar á að halda röngum hlutum fram. Þetta er ákveðin taktík, að halda áfram að tala um þetta mál í stað þess að tala um borgarmálin,“ segir Eyþór.

Ætlaði að hagnast

Eyþór segist þetta ekki vera í fyrsta sinn sem hann eigi hlut í fjölmiðli. „Ég átti fyrst í fjölmiðli þegar ég var 11 ára, þá keypti ég hlut í Dagblaðinu og vann líka í útvarpinu sem krakki og hef alltaf haft áhuga á fjölmiðlum. Ég vildi óska að það væru fleiri sem hefðu áhuga á fjölmiðlum heldur en færri því þeir eiga mjög undir högg að sækja. Þeir eru ekki bara fréttir heldur líka umfjöllun um menningu og annað og ég kannski vonaði á þessum tíma að rekstrarumhverfi fjölmiðla yrði betra, en það hefur ekki batnað, það hefur versnað.“

Aðspurður hvort að hann hefði vonað að fjárfestingin í útgáfufélagi Morgunblaðsins myndi skila honum hagnaði, segir Eyþór svo vera. „Hún er hugsuð náttúrlega sem slík, en rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur versnað fyrir kórónuvírusinn og er enn þyngra í dag.“

Eyþór segist ekki muna nákvæmlega hversu mikill áhugi hans hafi verið á því að kaupa hlut í Árvakri, þegar viðskiptin áttu sér stað. Greint var frá því að Eyþór hefði stigið inn sem kjölfestufjárfestir í Árvakri í byrjun apríl árið 2017, en þá keypti hann 18,43 prósent hlut sem Samherji átti í gegn­um fé­lagið Katt­ar­nef ehf. og til viðbótar keypti hann 6,14 prósent hlut Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. og 2,05 prósent hlut Vís­is hf. í útgáfufélaginu, alls 26,62 prósent.

„Það er allavega ljóst að einhverjir hluthafar höfðu ekki áhuga á að fylgja félaginu áfram og það hefur verið töluverð breyting á hluthafahópnum og það voru einhverjir sem vildu ekki vera áfram í útgáfunni. Fjölmiðlarekstur er langhlaup eða boðhlaup, á einhverjum tímapunkti hætta menn í því og aðrir taka við, tímabundið eða til langs tíma. Fjölmiðlarekstur hefur allavega versnað, við sjáum til dæmis bara Sýn, þar sem voru keyptir fjölmiðlar og þetta er akkúrat á þessum árum.“

Skuldirnar gjaldféllu í mars 2020

Eignarhlutur Ramses II í Þórsmörk var metinn á 93,3 milljónir króna um síðustu áramót og hafði þá lækkað um 28,3 milljónir króna á einu ári. Frá árslokum 2017, á tveimur árum, hefur virði eignarhlutar Eyþórs í Árvakri rúmlega helmingast. 

Skuldir félagsins eru 382,7 milljónir króna. Í ársreikningnum kemur fram að skuldabréfalán Ramses II, upp á 382,1 milljónir króna, hafi verið á gjalddaga í mars 2020.

Lánin voru veitt af félagi sem heitir Kattarnef ehf., sem er í eigu Samherja. Kattarnef veitti félagið Eyþórs seljendalán árið 2017 til að kaupa hlut Samherja í Þórsmörk, móðurfélagi Morgunblaðsins. Því lagði Eyþór ekkert út fyrir þeim kaupum. 

Kattarnef hefur þegar fært niður virði lánsins til Ramses II að öllu leyti. 

Botnlaust tap árum saman

Sam­stæðu Árvak­urs, sem sam­anstendur af útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins og tengdra miðla, Lands­prenti og Póst­mið­stöð­inni, tap­aði 291 millj­ónum krónum á árinu 2019. Tap móð­ur­fé­lags Árvak­urs, sem er allt tap utan taps Póst­mið­stöðv­ar­inn­ar, móð­ur­fé­lags dreif­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Póst­dreif­ing­ar, sem Árvakur keypti 51 pró­sent hlut í 2018, var 210 millj­ónir króna.

Á þeim ára­tug sem leið frá því að nýir eig­endur tóku yfir móð­ur­fé­lagið Þórs­mörk á árinu 2009, og fram til loka árs 2019, tap­aði félagið sam­tals um 2,5 millj­­örðum króna. Tap Árvak­­urs árið 2018 var 415 millj­­ónir króna og dróst því saman á milli ára.

Hlutafé ítrekað aukið

Hlutafé í Þórs­mörk ehf., félag­inu sem á útgáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins, var aukið um 300 millj­ónir króna fyrr á þessu ári. Hækk­unin á hlutafé félags­ins, sem fór út 606,6 millj­ónum í 906,6 millj­ón­ir, var öll greidd með pen­ing­um. 

Hlutafé í Þórs­mörk var síð­ast aukið í byrjun árs 2019, og þá um 200 millj­ónir króna. Dótt­ur­fé­lag Kaup­­­­fé­lags Skag­­­­firð­inga (KS), Íslenskar sjáv­ar­af­urðir ehf., og félög tengd Ísfé­lagi Vest­­­­manna­eyja lögðu til 80 pró­­­­sent þeirra 200 millj­­­­óna króna sem settar voru inn í rekstur Árvak­­­­urs. Alls lögðu þessar tvær blokkir til 160 millj­­­­ónir króna af millj­­­ón­unum 200. Þær 40 millj­­­­ónir króna sem upp á vant­aði dreifð­ust á nokkra smærri hlut­hafa en eng­inn nýr hlut­hafi bætt­ist í hóp­inn við hluta­fjár­­­­aukn­ing­una. 

Á sama tíma var sam­­­­­þykktum félags­­­­­ins breytt á þann veg að stjórn þess er heim­ilt að hækka hluta­­­­­féð um allt að 400 millj­­­­­ónir króna til við­­­­­bótar með útgáfu nýrra hluta. Sú heim­ild gildir nú til árs­loka 2024. 

Þessar aukningar hafa þynnt út hlut Ramses á undanförnum árum.

Árvakur fékk 99,9 milljónir króna í síðasta mánuði þegar að rekstr­ar­stuðn­ingi við einka­rekna fjöl­miðla, til að mæta efna­hags­á­hrifum heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru, var úthlutað. Um var að ræða fjórðung þeirrar upphæðar sem var úthlutað og hæsta einstaka styrkinn. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar