Eyþór segir ólíklegt að eignarhluturinn í Morgunblaðinu færist aftur til Samherja

Lán Samherja til félags í eigu Eyþórs Arnalds, sem veitt var til að kaupa hlut í Morgunblaðinu, er gjaldfallið. Eyþór segir að hann hafi ætlað sér að hagnast á viðskiptunum og telur að umræða um þau letji fólk frá því að vilja eiga í fjölmiðlum.

Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Auglýsing

Félag í eigu Eyþórs Arn­alds, odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, sem heldur á 13,41 pró­sent hlut í útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins, er ógjald­fært og með nei­kvætt eigið fé. Félag­ið, sem heitir Ram­ses II, fékk selj­enda­lán frá félagi í eigu Sam­herja til að kaupa hlut sjáv­ar­út­vegs­ris­ans í útgáfu­fé­lag­inu árið 2017. Það lán var á gjald­daga í mars 2020 en hefur ekki verið greitt.

Í árs­reikn­ingi Ram­ses II, sem skuldar tæp­lega 383 millj­ónir króna, segir að eigið fé félags­ins sé nei­kvætt og að lán þess séu gjald­fall­in. „Stjórn­endur vinna að end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins og gera ráð fyrir að geta staðið skil á skuld­bind­ingum félags­ins og er árs­reikn­ing­ur­inn settur fram með þeirri for­sendu. Óvenju­legar aðstæður hafa skap­ast vegna kór­ónu­veirunnar COVID-19. Óvissa er um hvaða áhrif þær munu hafa á félag­ið. Vegna þessa ríkir einnig ákveðin óvissa um rekstr­ar­hæfi félags­ins.“

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Eyþór að honum þyki ólík­legt að eign­ar­hlut­ur­inn í útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins fær­ist aftur til Sam­herja, í ljósi þess að selj­enda­lánið er gjald­fall­ið. Hlut­ur­inn sé til sölu, nú sem fyrr.

Auglýsing
Eyþór segir að stór hluti af fjár­mögnun á kaupum Ram­ses II á hlutnum í útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins hafi verið lán frá Sam­herja. „Selj­enda­lán eru nátt­úr­lega algeng þegar óvissa er um verð­mæti þess sem keypt er. Selj­enda­lán eru til dæmis bara hjá Reykja­vík­ur­borg, sem lánar fyrir lóðum og jafn­vel fyrir sköttum upp á marga millj­arða og sumir hafa síðan tekið þessi lán og ekki getað borgað þau, fengið þau fram­lengd og hvað eina. Þetta er alveg algeng aðferð þegar um áhættu­fjár­fest­ingu að ræða.“

Eyþór segir það líka vera klass­íska spurn­ingu hverjir eigi að eiga fjöl­miðla. „Lengi vel var nú talað um að það væri gott að hafa fjöl­breytt eign­ar­hald á fjöl­miðlum en þessi umræða gerir það að verkum að það vill eng­inn eiga í fjöl­miðl­um, þeir fá bara þessa nei­kvæðu ímynd.“

Segir spurn­ingar um við­skiptin póli­tíska taktík

Eyþór hefur verið gagn­rýndur af póli­tískum and­stæð­ingum fyrir að útskýra ekki með grein­ar­góðum hætti hvernig á því stendur að hann hafi eign­ast hlut Sam­herja í Árvakri án þess að greiða krónu fyr­ir­.

Borg­ar­full­trú­inn full­yrðir að þeir sem tali um að við­skiptin hafi verið per­sónu­leg gjöf frá Sam­herja til sín hafi rangt fyrir sér og segir einnig að því sé oft rang­lega haldið fram að hann hafi verið stjórn­mála­maður þegar félag hans eign­að­ist hlut­inn. Það hafi hann hins vegar ekki verið og svo hafi hann stigið til hliðar í stjórn Árvak­urs um leið og hann fór í fram­boð.

„Eng­inn af þessum aðilum hefur sér ástæðu til að biðj­ast afsök­unar á að halda röngum hlutum fram. Þetta er ákveðin taktík, að halda áfram að tala um þetta mál í stað þess að tala um borg­ar­mál­in,“ segir Eyþór.

Ætl­aði að hagn­ast

Eyþór seg­ist þetta ekki vera í fyrsta sinn sem hann eigi hlut í fjöl­miðli. „Ég átti fyrst í fjöl­miðli þegar ég var 11 ára, þá keypti ég hlut í Dag­blað­inu og vann líka í útvarp­inu sem krakki og hef alltaf haft áhuga á fjöl­miðl­um. Ég vildi óska að það væru fleiri sem hefðu áhuga á fjöl­miðlum heldur en færri því þeir eiga mjög undir högg að sækja. Þeir eru ekki bara fréttir heldur líka umfjöllun um menn­ingu og annað og ég kannski von­aði á þessum tíma að rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla yrði betra, en það hefur ekki batn­að, það hefur versn­að.“

Aðspurður hvort að hann hefði vonað að fjár­fest­ingin í útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins myndi skila honum hagn­aði, segir Eyþór svo vera. „Hún er hugsuð nátt­úr­lega sem slík, en rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla hefur versnað fyrir kór­ónu­vírus­inn og er enn þyngra í dag.“

Eyþór seg­ist ekki muna nákvæm­lega hversu mik­ill áhugi hans hafi verið á því að kaupa hlut í Árvakri, þegar við­skiptin áttu sér stað. ­Greint var frá því að Eyþór hefði stigið inn sem kjöl­festu­fjár­festir í Árvakri í byrjun apríl árið 2017, en þá keypti hann 18,43 pró­sent hlut sem Sam­herji átti í gegn­um fé­lagið Katt­­ar­­nef ehf. og til við­bótar keypti hann 6,14 pró­sent hlut Síld­­ar­vinnsl­unn­ar hf. og 2,05 pró­sent hlut Vís­is hf. í útgáfu­fé­lag­inu, alls 26,62 pró­sent.

„Það er alla­vega ljóst að ein­hverjir hlut­hafar höfðu ekki áhuga á að fylgja félag­inu áfram og það hefur verið tölu­verð breyt­ing á hlut­hafa­hópnum og það voru ein­hverjir sem vildu ekki vera áfram í útgáf­unni. Fjöl­miðla­rekstur er lang­hlaup eða boð­hlaup, á ein­hverjum tíma­punkti hætta menn í því og aðrir taka við, tíma­bundið eða til langs tíma. Fjöl­miðla­rekstur hefur alla­vega versn­að, við sjáum til dæmis bara Sýn, þar sem voru keyptir fjöl­miðlar og þetta er akkúrat á þessum árum.“

Skuld­irnar gjald­féllu í mars 2020

Eign­ar­hlutur Ram­ses II í Þórs­mörk var met­inn á 93,3 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót og hafði þá lækkað um 28,3 millj­ónir króna á einu ári. Frá árs­lokum 2017, á tveimur árum, hefur virði eign­ar­hlutar Eyþórs í Árvakri rúm­lega helm­ing­ast. 

Skuldir félags­ins eru 382,7 millj­ónir króna. Í árs­reikn­ingnum kemur fram að skulda­bréfa­lán Ram­ses II, upp á 382,1 millj­ónir króna, hafi verið á gjald­daga í mars 2020.

Lánin voru veitt af félagi sem heitir Katt­ar­nef ehf., sem er í eigu Sam­herja. Katt­ar­nef veitti félagið Eyþórs selj­enda­lán árið 2017 til að kaupa hlut Sam­herja í Þórs­mörk, móð­ur­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins. Því lagði Eyþór ekk­ert út fyrir þeim kaup­um. 

Katt­ar­nef hefur þegar fært niður virði láns­ins til Ram­ses II að öllu leyt­i. 

Botn­laust tap árum saman

Sam­­stæðu Árvak­­urs, sem sam­anstendur af útgáfu­­fé­lagi Morg­un­­blaðs­ins og tengdra miðla, Lands­­prenti og Póst­­mið­­stöð­inni, tap­aði 291 millj­­ónum krónum á árinu 2019. Tap móð­­ur­­fé­lags Árvak­­urs, sem er allt tap utan taps Póst­­mið­­stöðv­­­ar­inn­­ar, móð­­ur­­fé­lags dreif­ing­­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins Póst­­dreif­ing­­ar, sem Árvakur keypti 51 pró­­sent hlut í 2018, var 210 millj­­ónir króna.

Á þeim ára­tug sem leið frá því að nýir eig­endur tóku yfir móð­­ur­­fé­lagið Þór­s­­mörk á árinu 2009, og fram til loka árs 2019, tap­aði félagið sam­tals um 2,5 millj­­­örðum króna. Tap Árvak­­­urs árið 2018 var 415 millj­­­ónir króna og dróst því saman á milli ára.

Hlutafé ítrekað aukið

Hlutafé í Þór­s­­mörk ehf., félag­inu sem á útgáfu­­fé­lag Morg­un­­blaðs­ins, var aukið um 300 millj­­ónir króna fyrr á þessu ári. Hækk­­unin á hlutafé félags­­ins, sem fór út 606,6 millj­­ónum í 906,6 millj­­ón­ir, var öll greidd með pen­ing­­um. 

Hlutafé í Þór­s­­mörk var síð­­­ast aukið í byrjun árs 2019, og þá um 200 millj­­ónir króna. Dótt­­ur­­fé­lag Kaup­­­­­fé­lags Skag­­­­­firð­inga (KS), Íslenskar sjá­v­­­ar­af­­urðir ehf., og félög tengd Ísfé­lagi Vest­­­­­manna­eyja lögðu til 80 pró­­­­­sent þeirra 200 millj­­­­­óna króna sem settar voru inn í rekstur Árvak­­­­­urs. Alls lögðu þessar tvær blokkir til 160 millj­­­­­ónir króna af millj­­­­ón­unum 200. Þær 40 millj­­­­­ónir króna sem upp á vant­aði dreifð­ust á nokkra smærri hlut­hafa en eng­inn nýr hlut­hafi bætt­ist í hóp­inn við hluta­fjár­­­­­aukn­ing­una. 

Á sama tíma var sam­­­­­­þykktum félags­­­­­­ins breytt á þann veg að stjórn þess er heim­ilt að hækka hluta­­­­­­féð um allt að 400 millj­­­­­­ónir króna til við­­­­­­bótar með útgáfu nýrra hluta. Sú heim­ild gildir nú til árs­loka 2024. 

Þessar aukn­ingar hafa þynnt út hlut Ram­ses á und­an­förnum árum.

Árvakur fékk 99,9 millj­ónir króna í síð­asta mán­uði þegar að rekstr­­ar­­stuðn­­ingi við einka­rekna fjöl­miðla, til að mæta efna­hags­á­hrifum heims­far­ald­­urs kór­ón­u­veiru, var úthlut­að. Um var að ræða fjórð­ung þeirrar upp­hæðar sem var úthlutað og hæsta ein­staka styrk­inn. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar