Eyþór segir ólíklegt að eignarhluturinn í Morgunblaðinu færist aftur til Samherja

Lán Samherja til félags í eigu Eyþórs Arnalds, sem veitt var til að kaupa hlut í Morgunblaðinu, er gjaldfallið. Eyþór segir að hann hafi ætlað sér að hagnast á viðskiptunum og telur að umræða um þau letji fólk frá því að vilja eiga í fjölmiðlum.

Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Auglýsing

Félag í eigu Eyþórs Arn­alds, odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, sem heldur á 13,41 pró­sent hlut í útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins, er ógjald­fært og með nei­kvætt eigið fé. Félag­ið, sem heitir Ram­ses II, fékk selj­enda­lán frá félagi í eigu Sam­herja til að kaupa hlut sjáv­ar­út­vegs­ris­ans í útgáfu­fé­lag­inu árið 2017. Það lán var á gjald­daga í mars 2020 en hefur ekki verið greitt.

Í árs­reikn­ingi Ram­ses II, sem skuldar tæp­lega 383 millj­ónir króna, segir að eigið fé félags­ins sé nei­kvætt og að lán þess séu gjald­fall­in. „Stjórn­endur vinna að end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins og gera ráð fyrir að geta staðið skil á skuld­bind­ingum félags­ins og er árs­reikn­ing­ur­inn settur fram með þeirri for­sendu. Óvenju­legar aðstæður hafa skap­ast vegna kór­ónu­veirunnar COVID-19. Óvissa er um hvaða áhrif þær munu hafa á félag­ið. Vegna þessa ríkir einnig ákveðin óvissa um rekstr­ar­hæfi félags­ins.“

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Eyþór að honum þyki ólík­legt að eign­ar­hlut­ur­inn í útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins fær­ist aftur til Sam­herja, í ljósi þess að selj­enda­lánið er gjald­fall­ið. Hlut­ur­inn sé til sölu, nú sem fyrr.

Auglýsing
Eyþór segir að stór hluti af fjár­mögnun á kaupum Ram­ses II á hlutnum í útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins hafi verið lán frá Sam­herja. „Selj­enda­lán eru nátt­úr­lega algeng þegar óvissa er um verð­mæti þess sem keypt er. Selj­enda­lán eru til dæmis bara hjá Reykja­vík­ur­borg, sem lánar fyrir lóðum og jafn­vel fyrir sköttum upp á marga millj­arða og sumir hafa síðan tekið þessi lán og ekki getað borgað þau, fengið þau fram­lengd og hvað eina. Þetta er alveg algeng aðferð þegar um áhættu­fjár­fest­ingu að ræða.“

Eyþór segir það líka vera klass­íska spurn­ingu hverjir eigi að eiga fjöl­miðla. „Lengi vel var nú talað um að það væri gott að hafa fjöl­breytt eign­ar­hald á fjöl­miðlum en þessi umræða gerir það að verkum að það vill eng­inn eiga í fjöl­miðl­um, þeir fá bara þessa nei­kvæðu ímynd.“

Segir spurn­ingar um við­skiptin póli­tíska taktík

Eyþór hefur verið gagn­rýndur af póli­tískum and­stæð­ingum fyrir að útskýra ekki með grein­ar­góðum hætti hvernig á því stendur að hann hafi eign­ast hlut Sam­herja í Árvakri án þess að greiða krónu fyr­ir­.

Borg­ar­full­trú­inn full­yrðir að þeir sem tali um að við­skiptin hafi verið per­sónu­leg gjöf frá Sam­herja til sín hafi rangt fyrir sér og segir einnig að því sé oft rang­lega haldið fram að hann hafi verið stjórn­mála­maður þegar félag hans eign­að­ist hlut­inn. Það hafi hann hins vegar ekki verið og svo hafi hann stigið til hliðar í stjórn Árvak­urs um leið og hann fór í fram­boð.

„Eng­inn af þessum aðilum hefur sér ástæðu til að biðj­ast afsök­unar á að halda röngum hlutum fram. Þetta er ákveðin taktík, að halda áfram að tala um þetta mál í stað þess að tala um borg­ar­mál­in,“ segir Eyþór.

Ætl­aði að hagn­ast

Eyþór seg­ist þetta ekki vera í fyrsta sinn sem hann eigi hlut í fjöl­miðli. „Ég átti fyrst í fjöl­miðli þegar ég var 11 ára, þá keypti ég hlut í Dag­blað­inu og vann líka í útvarp­inu sem krakki og hef alltaf haft áhuga á fjöl­miðl­um. Ég vildi óska að það væru fleiri sem hefðu áhuga á fjöl­miðlum heldur en færri því þeir eiga mjög undir högg að sækja. Þeir eru ekki bara fréttir heldur líka umfjöllun um menn­ingu og annað og ég kannski von­aði á þessum tíma að rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla yrði betra, en það hefur ekki batn­að, það hefur versn­að.“

Aðspurður hvort að hann hefði vonað að fjár­fest­ingin í útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins myndi skila honum hagn­aði, segir Eyþór svo vera. „Hún er hugsuð nátt­úr­lega sem slík, en rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla hefur versnað fyrir kór­ónu­vírus­inn og er enn þyngra í dag.“

Eyþór seg­ist ekki muna nákvæm­lega hversu mik­ill áhugi hans hafi verið á því að kaupa hlut í Árvakri, þegar við­skiptin áttu sér stað. ­Greint var frá því að Eyþór hefði stigið inn sem kjöl­festu­fjár­festir í Árvakri í byrjun apríl árið 2017, en þá keypti hann 18,43 pró­sent hlut sem Sam­herji átti í gegn­um fé­lagið Katt­­ar­­nef ehf. og til við­bótar keypti hann 6,14 pró­sent hlut Síld­­ar­vinnsl­unn­ar hf. og 2,05 pró­sent hlut Vís­is hf. í útgáfu­fé­lag­inu, alls 26,62 pró­sent.

„Það er alla­vega ljóst að ein­hverjir hlut­hafar höfðu ekki áhuga á að fylgja félag­inu áfram og það hefur verið tölu­verð breyt­ing á hlut­hafa­hópnum og það voru ein­hverjir sem vildu ekki vera áfram í útgáf­unni. Fjöl­miðla­rekstur er lang­hlaup eða boð­hlaup, á ein­hverjum tíma­punkti hætta menn í því og aðrir taka við, tíma­bundið eða til langs tíma. Fjöl­miðla­rekstur hefur alla­vega versn­að, við sjáum til dæmis bara Sýn, þar sem voru keyptir fjöl­miðlar og þetta er akkúrat á þessum árum.“

Skuld­irnar gjald­féllu í mars 2020

Eign­ar­hlutur Ram­ses II í Þórs­mörk var met­inn á 93,3 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót og hafði þá lækkað um 28,3 millj­ónir króna á einu ári. Frá árs­lokum 2017, á tveimur árum, hefur virði eign­ar­hlutar Eyþórs í Árvakri rúm­lega helm­ing­ast. 

Skuldir félags­ins eru 382,7 millj­ónir króna. Í árs­reikn­ingnum kemur fram að skulda­bréfa­lán Ram­ses II, upp á 382,1 millj­ónir króna, hafi verið á gjald­daga í mars 2020.

Lánin voru veitt af félagi sem heitir Katt­ar­nef ehf., sem er í eigu Sam­herja. Katt­ar­nef veitti félagið Eyþórs selj­enda­lán árið 2017 til að kaupa hlut Sam­herja í Þórs­mörk, móð­ur­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins. Því lagði Eyþór ekk­ert út fyrir þeim kaup­um. 

Katt­ar­nef hefur þegar fært niður virði láns­ins til Ram­ses II að öllu leyt­i. 

Botn­laust tap árum saman

Sam­­stæðu Árvak­­urs, sem sam­anstendur af útgáfu­­fé­lagi Morg­un­­blaðs­ins og tengdra miðla, Lands­­prenti og Póst­­mið­­stöð­inni, tap­aði 291 millj­­ónum krónum á árinu 2019. Tap móð­­ur­­fé­lags Árvak­­urs, sem er allt tap utan taps Póst­­mið­­stöðv­­­ar­inn­­ar, móð­­ur­­fé­lags dreif­ing­­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins Póst­­dreif­ing­­ar, sem Árvakur keypti 51 pró­­sent hlut í 2018, var 210 millj­­ónir króna.

Á þeim ára­tug sem leið frá því að nýir eig­endur tóku yfir móð­­ur­­fé­lagið Þór­s­­mörk á árinu 2009, og fram til loka árs 2019, tap­aði félagið sam­tals um 2,5 millj­­­örðum króna. Tap Árvak­­­urs árið 2018 var 415 millj­­­ónir króna og dróst því saman á milli ára.

Hlutafé ítrekað aukið

Hlutafé í Þór­s­­mörk ehf., félag­inu sem á útgáfu­­fé­lag Morg­un­­blaðs­ins, var aukið um 300 millj­­ónir króna fyrr á þessu ári. Hækk­­unin á hlutafé félags­­ins, sem fór út 606,6 millj­­ónum í 906,6 millj­­ón­ir, var öll greidd með pen­ing­­um. 

Hlutafé í Þór­s­­mörk var síð­­­ast aukið í byrjun árs 2019, og þá um 200 millj­­ónir króna. Dótt­­ur­­fé­lag Kaup­­­­­fé­lags Skag­­­­­firð­inga (KS), Íslenskar sjá­v­­­ar­af­­urðir ehf., og félög tengd Ísfé­lagi Vest­­­­­manna­eyja lögðu til 80 pró­­­­­sent þeirra 200 millj­­­­­óna króna sem settar voru inn í rekstur Árvak­­­­­urs. Alls lögðu þessar tvær blokkir til 160 millj­­­­­ónir króna af millj­­­­ón­unum 200. Þær 40 millj­­­­­ónir króna sem upp á vant­aði dreifð­ust á nokkra smærri hlut­hafa en eng­inn nýr hlut­hafi bætt­ist í hóp­inn við hluta­fjár­­­­­aukn­ing­una. 

Á sama tíma var sam­­­­­­þykktum félags­­­­­­ins breytt á þann veg að stjórn þess er heim­ilt að hækka hluta­­­­­­féð um allt að 400 millj­­­­­­ónir króna til við­­­­­­bótar með útgáfu nýrra hluta. Sú heim­ild gildir nú til árs­loka 2024. 

Þessar aukn­ingar hafa þynnt út hlut Ram­ses á und­an­förnum árum.

Árvakur fékk 99,9 millj­ónir króna í síð­asta mán­uði þegar að rekstr­­ar­­stuðn­­ingi við einka­rekna fjöl­miðla, til að mæta efna­hags­á­hrifum heims­far­ald­­urs kór­ón­u­veiru, var úthlut­að. Um var að ræða fjórð­ung þeirrar upp­hæðar sem var úthlutað og hæsta ein­staka styrk­inn. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar