Rakel Tómasdóttir

Ójöfn kreppa

Líklegt er að yfirstandandi efnahagskreppa komi til með að auka ójöfnuð á Íslandi, en hún hefur komið sérstaklega illa niður á tekjuminni hópum í samfélaginu.

Inn­flytj­end­ur, konur og ungt fólk hafa fundið meira fyrir efna­hags­þreng­ingum síð­ustu mán­aða heldur en aðrir hópar sam­fé­lags­ins. Hrun í þjón­ustu­störfum og aukin heima­vinna hafa leitt til minni atvinnu­þátt­töku þess­ara þriggja hópa og auk­ins atvinnu­leys­is. Sér­fræð­ingar hafa bent á að kreppan geti aukið ójöfnuð ef ekk­ert verði að gert, auk þess sem hætta er á félags­legri ein­angrun á meðal við­kvæmra hópa sam­fé­lags­ins.

Ein­angrun og atvinnu­leysi inn­flytj­enda

Sam­hliða upp­gangi ferða­þjón­ust­unnar á síð­ustu tíu árum hefur vægi inn­flytj­enda stór­auk­ist í grein­inni. Sam­kvæmt tölum frá Hag­stofu voru starf­andi inn­flytj­endur þrisvar sinnum lík­legri til að starfa í ferða­þjón­ustu heldur en aðrir Íslend­ingar sem voru á vinnu­mark­að­i. 

Þar sem núver­andi kreppa hefur orðið sér­stak­lega þung fyrir ferða­þjón­ust­una og öðrum atvinnu­greinum þar sem inn­flytj­endur eru lík­legri til að vinna hafa þeir því verið í mun við­kvæm­ari stöðu á vinnu­mark­aði heldur en aðrir Íslend­ing­ar. 

Auglýsing

Þetta sést glögg­lega í nýlegum vinnu­mark­aðs­tölum Hag­stofu. Sam­kvæmt þeim hefur starf­andi inn­flytj­endum fækkað meira en öðrum starf­andi Íslend­ing­um, þrátt fyrir að inn­flytj­endur séu aðeins um fimmt­ungur af vinnu­mark­aðn­um. Ef tekið er til­lit til stærðar hópanna beggja hefur inn­flytj­endum á vinnu­mark­aði fækkað fimm sinnum meira en öðrum Íslend­ing­um.

Í nýlegri skýrslu félags­mála­ráðu­neyt­is­ins er vikið sér­stak­lega að stöðu inn­flytj­enda, sem hefur versnað tölu­vert á síð­ustu mán­uð­um. Inn­flytj­endur eru nú 40 pró­sent allra atvinnu­leit­enda á skrá hjá Vinnu­mála­stofn­un, og er atvinnu­leysi meðal þeirra nú um 20 pró­sent. Skýrslan minn­ist einnig á að mikil hætta stafi af félags­legri ein­angrun inn­flytj­enda sem misst hafa vinn­una, þar sem þeir hafi jafnan minna tengsla­net en aðrir Íslend­ing­ar. 

Aukin heima­vinna gæti komið niður á konum

Kynja­hlut­fall þjón­ustu­starfa er einnig nokkuð ójafnt, sem leiðir til þess að núver­andi kreppa lendi þyngra á konur heldur en karla. Sam­kvæmt mæl­ingum Hag­stofu hefur rúmur helm­ingur starfs­manna í ferða­þjón­ustu á síð­ustu árum verið kven­kyns, þótt hlut­fall þeirra á vinnu­mark­aðnum sé nokkuð undir fimm­tíu pró­sent­u­m. 

Konur eru í meirihluta þjónustustarfa, þrátt fyrir að vera í minnihluta á vinnumarkaði
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Til við­bótar við aukið vægi kvenna í þjón­ustu­störfum virð­ist aukin heima­vinna í kjöl­far far­sótt­ar­innar hafa slæm áhrif á stöðu kvenna á vinnu­mark­aði, Sam­kvæmt Her­dísi Stein­gríms­dótt­ur, hag­fræði­dós­ent við Copen­hagen Business School.

Í grein sem Her­dís skrif­aði í Vís­bend­ingu í maí síð­ast­liðnum sagði hún lík­legt að aukin heima­vinna komi verr niður á fram­leiðni kvenna heldur en karla, þar sem þær eru lík­legri til að eyða meiri tíma í heim­il­is­störf­um. Nýleg rann­sókn frá Banda­ríkj­unum rennir auknum stoðum undir þær grun­semdir, en kynja­halli á vinnu­tíma jókst þar í landi um 20 til 50  pró­sent á meðan for­eldrar þurftu í auknum mæli að sinna börn­unum sínum á vinnu­tíma í vor. 

Her­dís bendir einnig á að vís­bend­ingar um þessi áhrif hafa komið fram í fræða­sam­fé­lag­inu, þar sem greini­lega fækkun má sjá í fjölda inn­sendra fræði­greina sem skrif­aðar eru af konum í ár. Á sama tíma hefur inn­sendum greinum eftir karla fjölgað mik­ið, ef miðað er við síð­asta ár. 

Teikn eru á lofti um auk­inn kynja­halla á vinnu­mark­aði í þess­ari kreppu, ef litið er á vinnu­markastölur Hag­stofu. Sam­kvæmt þeim hefur atvinnu­þátt­taka kvenna á tíma­bil­inu mar­s-sept­em­ber minnkað meira en karla, ef miðað er við sama tíma­bil árið á und­an. Sömu­leiðis hefur atvinnu­leysi auk­ist meira hjá konum heldur en körlum á sama tíma­bil­i. 

Hér er aukning atvinnuleysis eftir kyni sýnd á tímabilinu mars-september í bankakreppunni 2009 annars vegar og í kórónukreppunni 2020 hins vegar.
Heimild: Hagstofa

Þetta eru við­brigði við síð­ustu kreppu, þar sem atvinnu­leysi jókst mun meira hjá körlum heldur en hjá kon­um. Myndin hér fyrir ofan sýnir þá breyt­ingu á tíma­bil­inu mars til sept­em­ber, ann­ars vegar á milli áranna 2008 og 2009, en hins vegar á milli áranna 2019 og 2020. Á meðan atvinnu­leysi karla jókst næstum því tvö­falt meira en kvenna í hrun­inu 2008 er staðan þver­öfug núna, þar sem atvinnu­leysi kvenna hefur vaxið um 2,3 pró­sent, á meðan atvinnu­leysi karla jókst um 1,4 pró­sent.

Þyngra niður á yngra fólki

Í síð­asta tölu­blaði Vís­bend­ingar benti Frið­rik Már Bald­urs­son, hag­fræði­pró­fessor við Háskól­ann í Reykja­vík, svo á að yngri ein­stak­lingar finni einnig mun meira fyrir krepp­unni heldur en aðr­ir. Þessi mis­skipt­ing á einnig rætur sínar að rekja til sam­setn­ingar þjón­ustu­starfa, þar sem ungt fólk er mun lík­legra til að vinna í slíkum störfum en aðr­ir. 

Því til stuðn­ings bendir Frið­rik á vinnu­mark­aðs­tölur Hag­stofu, sem sýna að atvinnu­leysi þeirra sem eru yngri en fer­tugt sé þrefalt á við þá sem eru yfir fimm­tugu á milli mars- og ágúst­mán­að­ar. Mun­ur­inn er svo enn meiri ef ald­urs­hóp­ur­inn undir þrí­tugu er bor­inn saman við sex­tuga á eldri.

Ójöfn­uður milli ald­urs­bila hefur auk­ist á und­an­förnum ára­tugum á Vest­ur­löndum og hefur hluti ungs fólks í þjóð­ar­tekjum minnkað sam­hliða því. Sam­kvæmt Frið­riki er lík­legt að þessi kreppa styrki þessa þróun enn frekar og breikkar þannig bilið milli yngri og eldri enn frek­ar. Þetta geti leitt til auk­ins ójafn­aðar þegar litið er til lengri tíma, þar sem lík­legt er að lægri tekjur ungs fólks dragi úr skóla­sókn þeirra.

Ólík síð­ustu kreppu

Sam­hliða því að kreppan hefur komið verr niður á tekju­lágum þjóð­fé­lags­hópum hafa vaxta­lækk­anir og kjara­samn­ings­bundnar launa­hækk­anir leitt til bættrar efna­hags­legrar stöðu ann­arra hópa vegna auk­ins kaup­máttar og hækk­andi eigna­verðs. 

Þetta er ólíkt þró­un­inni í síð­ustu efna­hag­skreppu, sem bitn­aði verr á tekju­hærri hópum en þeim sem áttu minna á milli hand­anna. Þá varð einnig hrun á fast­eigna­mark­aði, sem leiddi til þess að eig­endur fast­eigna urðu fyrir mik­illi virð­is­rýrnun eigna sinna. Sam­hliða verð­lækkun fast­eigna og fækkun hátekju­starfa jókst tekju- og eigna­jöfn­uður hér á landi tölu­vert á árunum 2009 til 2011 og hefur hann hald­ist mik­ill síðan þá. 

Þar sem núver­andi kreppa kemur verr niður á eigna- og tekju­minni hópum á meðan aðrir hópar finna fyrir kjara­bótum má þó búast við að ójöfn­uður muni aukast aftur á næstu árum, verði ekk­ert að gert. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar