Óvissan um stóra rörið

Þýskir þingmenn, með Merkel kanslara í broddi fylkingar eru foxillir út í Rússa vegna tilræðisins við Alexei Navalní og tala um að fresta jafnvel að taka nýja gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands í notkun. Það hefði mikil áhrif á efnahag Rússa.

Nord Stream gasleiðslurnar
Nord Stream gasleiðslurnar
Auglýsing

Gasleiðslan, sem gengur undir nafn­inu Nord Str­eam 2, og er að stærstum hluta í eigu rúss­neska fyr­ir­tæk­is­ins Gazprom, liggur frá Vyborg í Rúss­landi til Lubmin skammt frá Greifswald í Þýska­landi, 1200 kíló­metra leið. Lengstan hluta leið­ar­innar liggur leiðslan (þver­mál hennar er 120 senti­metr­ar) á botni Finn­lands­flóa og Eystra­salts, sam­hliða Nord Str­eam 1. 

Nord Str­eam fyr­ir­tækið var stofnað árið 2005 í þeim til­gangi að leggja gasleiðslu frá Rúss­landi til Þýska­lands. Áður en Nord Str­eam 1 leiðslan var tekin í notkun haustið 2011 fór stærstur hluti þess gass sem Rússar vinna, og selja úr landi, um Úkra­ínu. Sam­skipti Rússa og Úkra­ínu­manna eru, og hafa lengi ver­ið, mjög stirð. Úkra­ínu­menn kaupa gas af Rússum og borga ekki alltaf á gjald­daga. 

Rússar áttu hins­vegar ekki hægt um vik að þrýsta á um greiðsl­ur, því þá hót­uðu Úkra­ínu­menn að loka fyrir streymið til Vest­ur­-­Evr­ópu. Þetta þótti Rússum væg­ast sagt óþægi­legt en með til­komu Nord Str­eam 1 urðu þeir ekki jafn háðir Úkra­ínu­mönnum varð­andi gas­flutn­ing­inn. Nord Str­eam 1 ann­aði hins vegar ekki flutn­ingi alls þess gass sem Rússar vilja selja, og Þjóð­verjar kaupa, og þess vegna hófst und­ir­bún­ingur lagn­ingar ann­arrar leiðslu, Nord Str­eam 2, nán­ast á sömu stundu og Nord Str­eam 1 var komin í gagn­ið.

Auglýsing

Um danskt haf­svæði

Eins og áður var getið liggur Nord Str­eam 1 um Finn­lands­flóa og Eystra­salt til Þýska­lands. Til að kom­ast hjá því að leggja lykkju á leið leiðsl­unnar þurftu Rússar að fá leyfi Dana til leggja hana um danskt haf­svæði skammt undan Borg­und­ar­hólmi, rúm­lega 100 kíló­metra leið. Það leyfi veittu Danir árið 2009, þá hafði danska Orku­mála­stofn­unin í grein­ar­gerð til þings­ins kveðið upp úr með að Dönum bæri að heim­ila lagn­ingu leiðsl­unnar í sam­ræmi við 79. grein Haf­rétt­ar­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. 

Mynd: EPAMálið kom þess vegna aldrei til kasta danska þings­ins, Fol­ket­inget. Orku­mála­stofn­unin veitti heim­ild­ina. Margir haf­rétt­ar­sér­fræð­ingar lýstu sig í kjöl­farið ósam­mála túlkun Orku­mála­stofn­un­ar­inn­ar, sögðu  það algjör­lega í valdi Dana að ákveða hvort Rússum væri heim­ilt að leggja leiðsl­una svo nálægt landi við Borg­und­ar­hólm, vel innan 12 sjó­mílna frá strönd­inni. Urgur var í mörgum dönskum þing­mönnum sem stóðu frammi fyrir orðnum hlut, en fengu engu breytt. Þetta var í tíð Lars Løkke Rasmus­sen og flokks hans, Ven­stre.

Nord Str­eam 2

Þegar und­ir­bún­ingur Rússa vegna Nord Str­eam 2 hófst höfðu orðið stjórn­ar­skipti í Dan­mörku. Nýja stjórnin var undir for­ystu sós­í­alde­mókrata og for­sæt­is­ráð­herr­ann var Helle Thorn­ing-Schmidt. Vitað var að innan stjórnar hennar voru mjög skiptar skoð­anir um Nord Str­eam 2. Rússar hófu eins og áður sagði und­ir­bún­ing nýju leiðsl­unnar árið 2011 og þá var gert ráð fyrir að hún kæm­ist í gagnið árið 2018, ef til­skilin leyfi fengjust. Rússar lögðu mikla áherslu á að fá sam­þykki þeirra ríkja sem í hlut eiga fyrir lagn­ingu leiðsl­unnar sem auk Dan­merkur og Rúss­lands eru Finn­land, Sví­þjóð og Þýska­land. Vel gekk að útvega leyf­in, sem eru veitt í nokkrum áföng­um, fram­kvæmda­leyfi, rekstr­ar­leyfi o.s.frv. 

Þótt Danir hafi sam­þykkt að Rússum væri heim­ilt að hefja fram­kvæmdir drógu þeir mjög lengi að sam­þykkja notkun þess hluta leiðsl­unnar sem liggur um danskt haf­svæði við Borg­und­ar­hólm. Rússar höfðu reyndar ákveð­inn mót­leik uppi í erminni færi svo að Danir myndu synja um leyf­ið. Þeir hefðu þá þurft að leggja lykkju á leið leiðsl­unn­ar, og krækt út fyrir dönsku lög­sög­una. ­Vegna þess að þeir höfðu þegar fengið fram­kvæmda­leyfið byrj­uðu þeir hins vegar að leggja leiðsl­una í dönsku lög­sög­unni, þótt notk­un­ar­leyfið vant­að­i. 

Vegna við­skipta­þving­ana Banda­ríkja­manna gagn­vart Rússum seink­aði öllu verk­inu og á þess­ari stundu er óljóst hvenær gasið getur farið að streyma um leiðsl­una, Nord Str­eam 2. 

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur ekki verið hrifin af Rússagasinu.

Danir nota Rússagasið og stjórnin kúvendir

Sl. mánu­dag (28.9) greindi dag­blað­ið  Berl­ingske frá því að hluti þess gass sem kemur með Nord Str­eam frá Rúss­landi endi í elda­vélum og kyndi­tækjum á dönskum heim­il­um. Þessar fréttir komu mörgum á óvart því Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra og Dan Jørg­en­sen orku- og lofts­lags­ráð­herra hafa lengi mælt gegn því að lönd Evr­ópu­sam­bands­ins verði háð rússagas­inu. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá danska Ørsted orku­fyr­ir­tæk­inu kemur nú allt að helm­ingur þess gass sem Danir nota frá Rúss­um. Ein ástæða þess er að eitt helsta gasvinnslu­svæði Dana, Tyra svæðið í Norð­ur­sjó, er lokað vegna end­ur­nýj­unar og verður svo fram til árs­ins 2022. Til er gam­all samn­ingur milli Ørsted og rúss­neska orku­fyr­ir­tæk­is­ins Gazprom um kaup á gasi frá Rúss­landi.

Hver sem ástæðan er hefur danska stjórnin skyndi­lega snúið við blað­inu og fyrir þremur dögum (1.10) til­kynnti danska Orku­mála­stofn­unin að Rússum hefði verið til­kynnt að þeim væri heim­ilt að dæla gasi um leiðsl­una þegar hún verður til­bú­in, án þess að krækja fram hjá danskri lög­sögu. Danskir stjórn­mála­skýrend­ur, að minnsta kosti sum­ir, undr­ast þessa kúvend­ingu stjórn­ar­innar en hafa sett sama sem merki milli leyf­is­veit­ing­ar­innar og umfjöll­unar Berl­ingske sl. mánu­dag.

Merkel hefur í hót­unum

Í Þýska­landi hafa skoð­anir um sam­starf við Rússa á sviði orku­mála lengi verið skiptar, og sá ágrein­ingur ekki bund­inn við til­tekna stjórn­mála­flokka. Innan Kristi­legra demókrata, flokks Ang­elu Merkel kansl­ara hefur ríkt mik­ill ágrein­ingur varð­andi Nord Str­eam 2 og sam­starf við Rússa. Margir hátt­settir menn í flokknum vilja fara sér hægt og jafn­vel gera hlé til að end­ur­meta sam­starfið við Rússa. 

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ásamt Vladimír Pútín, forseta Rússlands.Þjóð­verjar vita vel að gas­salan skiptir Rússa miklu, tekjur af henni eru um það bil helm­ingur útflutn­ings­tekna rík­is­ins. Munar sann­ar­lega um minna. Ang­ela Merkel kansl­ari hefur iðu­lega sagt að ekki eigi að blanda saman samn­ingum um gasvið­skipti og  póli­tískum  ágrein­ings­efn­um. 

En nú er skyndi­lega komið annað hljóð í Merkel strokk­inn. Og á því er skýr­ing: Alexei Navalní. Þýsk stjórn­völd krefj­ast full­nægj­andi skýr­inga frá Rússum á því sem þau kalla morð­til­raun­ina á stjórn­ar­and­stæð­ingnum Alexei Navalní. Hann veikt­ist skyndi­lega um borð í flug­vél, á leið­inni frá Tomsk í Síberíu til Moskvu. Nær dauða en lífi var hann fluttur til Berlín­ar, en rúss­neskir læknar höfðu fyrst þver­tekið fyrir að hann yrði fluttur úr landi. Þýskir læknar hafa full­yrt, eftir ítar­legar rann­sóknir að Alexei Navalní hafi verið byrlað eit­ur, tauga­eitrið Novisjok. Rúss­nesk stjórn­völd hafa harð­neitað að hafa nokkuð með málið að gera, en ekki leggja allir trúnað á þær full­yrð­ing­ar. Þar á meðal Ang­ela Merkel.

Rússar skilja fyrr en skellur í tönnum og þegar kansl­ari Þýska­lands er far­inn að tala um ekk­ert sé úti­lok­að, þar á meðal að taka mál Alexei Navalní upp á vett­vangi Evr­ópu­sam­bands­ins, vita ráða­menn í Kreml að alvara er á ferð­um. Ekki er á þess­ari stundu vitað hverju fram vind­ur. Blaða­maður þýska viku­rits­ins Spi­egel sagði eitt­hvað á þá leið að „nú stæði yfir stóra störu­keppn­in.“  Hann vildi ekki spá neinu um nið­ur­stöð­una en sagði nokkuð ljóst að „í Kreml svæfu menn ekki rótt nú um stund­ir­.“  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar