Langa rörið

Rússneskir hagsmunir eru nú á borði danskra stjórnvalda. Gasflutningar kalla á miklar framkvæmdir og mun rörið meðal annars liggja um danskt hafssvæði.

Rörin  sem flytja gasið eru gríðarstór.
Rörin sem flytja gasið eru gríðarstór.
Auglýsing

,,Og það er margt bréf­ið” sagði gamli mað­ur­inn, í upp­haf­skafla Íslands­klukk­unn­ar, þegar hans majestets bífal­ings­maður kom á Þing­velli til að höggva niður sam­eign þjóð­ar­inn­ar, klukku. Þá vant­aði eir og kopar til að end­ur­reisa Kaup­in­hafn.

Danska rík­is­stjórnin á von á bréfi. Þótt bréfa sé iðu­lega beðið með eft­ir­vænt­ingu, og jafn­vel til­hlökk­un, er það bréf sem nú er vænt­an­legt ekki eitt þeirra. Bréfið kemur frá rúss­neskum stjórn­völd­um. Það fjallar ekki um eir og kopar heldur um stál­rör. Og það er ekk­ert smá­ræðis rör sem hér um ræð­ir. Það verður 1200 kíló­metrar á lengd og 120 senti­metrar í þver­mál og á að liggja frá Vyborg í Rúss­landi til Greifswald í Þýska­landi. Lengstan hluta leið­ar­innar á botni Finn­lands­flóa og Eystra­salts. Rör­inu er ætlað að flytja gas, frá Rúss­landi til Þýska­lands. Erindi bréfs­ins frá Rússum til Dana verður beiðni um leyfi til að rörið liggi um danska haf­svæðið við Borg­und­ar­hólm.

Á að liggja við hlið Nord Str­eam 1

Fyr­ir­tækið sem stendur að lagn­ingu leiðsl­unnar heitir Nord Str­eam. Rúss­neska fyr­ir­tækið Gazprom á rúm­lega helm­ings hlut en nokkur evr­ópsk fyr­ir­tæki afgang­inn. Nord Str­eam var stofnað árið 2005 í þeim til­gangi að leggja gasleiðslu frá Rúss­landi til Þýska­lands. Sú leiðsla, sem er í raun tvær sam­liggj­andi leiðsl­ur, gengur undir nafn­inu Nord Str­eam 1 og var tekin í notkun í sept­em­ber 2011. Þessi leiðsla leysti úr brýnni þörf því Rússar vinna geysi­mikið gas og selja stóran hluta þess úr landi. Þangað til Nord Str­eam 1 var tekin í notkun fór stærstur hluti gas­flutn­ing­anna til Vest­ur- Evr­ópu um Úkra­ín­u. 

Auglýsing

Sam­skipti Rússa og Úkra­ínu­manna eru afar stirð og Rússum þykir lík­lega síður en svo gott vera háðir Úkra­ínu­mönnum að þessu leyti. Rúss­arnir selja Úkra­ínu­mönnum gas og stundum hefur það gerst að greiðslur hafa ekki skilað sér. Rússar hafa lítið getað aðhaf­st, því þá hafa Úkra­ínu­menn ein­fald­lega lokað fyrir streymið til Vest­ur­-­Evr­ópu, hafa sem­sagt haft tögl og haldir í þessum efn­um. Rússum er lík­lega bölv­an­lega við að sitja í þess­ari klemmu og þess vegna hófu þeir fyrir all­mörgum árum und­ir­bún­ing nýrrar gasleiðslu, sem liggja skyldi við hlið Nord Str­eam 1. Hluta leið­ar­inn­ar, eins og áður sagði, um danskt haf­svæði, skammt undan strönd Borg­und­ar­hólms. Leyfið fyrir Nord Str­eam 1 veittu Danir árið 2009,án þess að depla auga, en nú eru breyttir tím­ar.

Nord Stream gasleiðslan verður löng og mikil, og liggur milli Vyborg og Greifswald.

Hvað hefur breyst?

Það sem hefur breyst er einkum tvennt. Í fyrsta lagi það að sam­skipti marga þjóða og Rúss­lands eru ekki með sama hætti og þau voru árið 2009. Eru væg­ast sagt stirð. Rússar hafa und­an­farið aukið hern­að­ar­um­svif sín svo mjög að mörgum stendur stuggur af. Innan Evr­ópu­sam­bands­ins er sú skoðun útbreidd að gasleiðslan Nord Str­eam 2 sé fremur liður í milli­ríkjapóli­tík Rússa en öryggi í gas­flutn­ing­um. Í raun sé ekki bein þörf fyrir þessa nýju leiðslu eins og Rússar halda fram. Í öðru lagi kom í ljós fyrir nokkru að upp­lýs­ing­arnar sem danska þing­ið, Fol­ket­in­get, fékk á sínum tíma frá dönsku Orku­mála­stofn­un­inni voru að öllum lík­indum rang­ar. 

Í grein­ar­gerð frá stofn­un­inni kom fram að Dönum bæri skylda til að heim­ila lagn­ingu leiðsl­unn­ar, í sam­ræmi við Haf­rétt­ar­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna (79. grein). Málið kom aldrei til kasta þings­ins, Orku­mála­stofn­unin veitti leyf­ið. En síðan hafa margir haf­rétt­ar­sér­fræð­ingar lýst sig ósam­mála þess­ari nið­ur­stöðu Orku­mála­stofn­un­ar­inn­ar, það sé algjör­lega í valdi Dana að ákveða hvort Rússar megi leggja leiðsl­una svo nálægt landi við Borg­und­ar­hólm, innan 12 sjó­mílna frá strönd­inni. Þar með er málið komið í hendur danska þings­ins og þar eru menn ekki á einu máli. Sumir vilja leyfa lögn­ina, aðrir eru því mót­falln­ir. Margir þing­menn eru líka afar ósáttir við að leyfið fyrir eldri lögn­inni hafi verið veitt á röngum for­send­um, eins og flest bendir til. Í nýrri skoð­ana­könnun kom fram að meiri­hluti Dana vill ekki að Rússar fái leyfi fyrir nýju lögn­inni.

Leit­uðu aðstoðar Evr­ópu­sam­bands­ins

Danska rík­is­stjórnin hefur lengi vitað að von væri á bréf­inu frá Rúss­um. Hún hefur fyrir löngu haft sam­band við yfir­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins og óskað eftir aðstoð. Í Brus­sel ríkir skiln­ingur á því að erfitt sé fyrir litla þjóð, einsog Dani, að standa eina gegn Rúss­um. En ekki er þó ein­hugur meðal ráða­manna ESB um afstöð­una til Rússa og leiðsl­unn­ar. Þjóð­verjar vilja mjög gjarna fá Nord Str­eam leiðsl­una í gagnið sem fyrst, sama gildir um Frakka. Fram­kvæmda­stjórn ESB til­kynnti fyrir nokkrum dögum að hún færi fús til að ann­ast samn­inga við Rússa, fyrir hönd Dana. Sú vinna fer þó ekki í gang fyrr en form­legt erindi berst frá dönsku stjórn­inni.

Rússar segja nýju leiðsl­una tryggja öryggi í flutn­ingum

Rússar leggja mikla áherslu á að fá sam­þykki Dana fyrir nýju lögn­inni og það sem fyrst. Segja leiðsl­una tryggja öryggi í gas­flutn­ing­unum en millj­óna­tugir evr­ópskra heim­ila nota rússagasið, eins og það er oft kall­að, til upp­hit­unar og matseld­ar. Þeir benda líka á að ekk­ert hafi komið fram sem bendi til þess að eldri lögn­in, Nord Str­eam 1, hafi haft skað­leg áhrif á líf­ríkið í haf­inu.

Hvað ef Danir segja nei?

Vinna við smíði rör­anna og til­heyr­andi búnað hófst árið 2013. Áætl­anir Rússa gera ráð fyrir að lagn­ing leiðsl­unnar hefj­ist á næsta ári og hún kom­ist í gagnið árið 2019. Þá er miðað við að leiðslan liggi sam­hliða Nord Str­eam 1. Ef svo færi að Danir synj­uðu beiðni Rússa þýðir það ekki að leiðslan verði ekki lögð. Rússar myndu ein­fald­lega leggja lykku á leið leiðsl­unn­ar, færa hana fjær Borg­und­ar­hólmi og út úr danskri lög­sögu. Það myndi vænt­an­lega seinka því að leiðslan kom­ist í gagnið en eitt eða tvö ár til eða frá skipta kannski ekki máli í þessu sam­hengi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None