Innsýn í vaxtaturninn

Í fimm tilfellum af átta var Peningastefnunefnd einhuga um vaxtaákvarðanir. Í hinum þremur tilfellunum deildi fólk í nefndinni um það hvernig ætti að haga vaxtaákvörðuninni.

Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri.
Auglýsing

Óhætt er að segja að miklir upp­gangs­tímar séu nú í efna­hags­lífi þjóð­ar­innar og er 7,2 pró­sent hag­vöxtur í fyrra ekki síst til marks um það. Í meira þrjú ár hefur verð­bólgan verið undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands, og flestir hag­vísar eru á þá leið að jákvæðir geta talist. Atvinnu­leysi er um þrjú pró­sent og tölu­verð spenna á vinnu­mark­aði vegna vönt­unar á vinnu­afli, einkum í starf­semi í bygg­ing­ar­iðn­aði og ferða­þjón­ust­u. 

Áfram deilt um vaxta­stefnu

Þrátt fyrir þetta hafa deilur um vaxta­stefnu Seðla­banka Íslands ekk­ert minnk­að, heldur frekar harnað ef eitt­hvað er. Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans ákvarðar vexti en meg­in­vextir bank­ans eru nú 5 pró­sent. 

Ýmsir hafa kallað eftir því að vextir verði lækk­að­ir. Þar á meðal Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og for­ystu­fólk úr atvinnu­líf­inu og verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Ákallið eftir lækkun vaxta náði líka eyrum Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, sem sagði í nýlegri yfir­lýs­ingu sinni, vegna úttektar á stöðu efna­hags­mála hér á landi, að tæki­færi væru til lækk­unar vaxta. 

Auglýsing

Spjótin bein­ast þar að fólk­inu í vaxta­turn­in­um, ef þannig mætti að orði kom­ast. Í pen­inga­stefnu­nefnd­inni eru Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri, Arnór Sig­hvats­son aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri, Þór­ar­inn G. Pét­urs­son, aðal­hag­fræð­ing­ur, Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði, og Katrín Ólafs­dótt­ir, pró­fessor í hag­fræð­i. 

Innan þess­arar nefndar fer fram rök­ræða um efna­hags­mál, sem síðan leiðir til ákvarð­ana um vexti á hverjum tíma. Starf nefnd­ar­innar er gagn­sætt að því leyti, að fund­ar­gerðir nefnd­ar­innar eru birtar tveimur vikum eftir vaxta­á­kvörð­un, en í þeim má þó ekki greina hvernig ein­staka nefnd­ar­menn horfðu á málin á hverjum tíma. Á árs­fundi er hins veg­ar­birt yfir­lit yfir það hvernig nefnd­ar­menn greiddu atkvæð­i. 

Fimm sinnum sam­mála

Ólíkt var eftir tíma, hvaða nefnd­ar­menn voru að styðja ákvörðun Seðla­banka­stjóra á hverjum tíma. Í fimm til­fellum af átta voru allir nefnd­ar­menn sam­mála um vext­ina, en deildar mein­ingar voru á þremur fund­um.

Lög um Seðla­banka Íslands kveða svo á að pen­inga­stefnu­nefnd haldi fundi að minnsta kosti átta sinnum á ári. Átta reglu­legir vaxta­á­kvörð- unar­fundir voru haldnir á árinu 2016, að því er fram kemur í árs­skýrslu Seðla­banka Íslands, en nefndin hélt einnig auka­fund 23. des­em­ber til að ræða gjald­eyr­is­mál.

Jafn­framt átti nefndin sam­eig­in­legan fund með kerf­is­á­hættu­nefnd til að ræða efna­hags­þró­un, stöðu fjár­mála­kerf­is­ins, flæði á gjald­eyr­is­mark­aði og sam­spil pen­inga­stefnu og fjár­mála­stöð­ug­leika, að því er fram kemur í árs­skýrsl­unni.

Hvernig kusu nefnd­ar­menn?

Vaxta­á­kvarð­anir nefnd­ar­innar voru með eft­ir­far­andi hætti, eins og þær koma fram í árs­skýrslu Seðla­banka Íslands.:

10. febr­ú­ar: Seðla­banka­stjóri lagði til að vextir bank­ans yrðu óbreytt­ir. Allir nefnd­ar­menn studdu til­lögu seðla­banka­stjóra.

16. mars: Seðla­banka­stjóri lagði til að vextir bank­ans yrðu óbreytt­ir. Allir nefnd­ar­menn studdu til­lögu seðla­banka­stjóra.

11. maí: Seðla­banka­stjóri lagði til að vextir bank­ans yrðu óbreytt­ir. Allir nefnd­ar­menn studdu til­lögu seðla­banka­stjóra.

1. júní: Seðla­banka­stjóri lagði til að vextir bank­ans yrðu óbreytt­ir. Allir nefnd­ar­menn studdu til­lögu seðla­banka­stjóra. Seðla­banka­stjóri lagði einnig til að bindi­skylda yrði lækkuð úr 2,5% í 2% frá og með næsta bindi­skyldu­tíma­bili sem hæf­ist 21. júní. Allir nefnd­ar­menn studdu til­lögu seðla­banka­stjóra.

24. ágúst: Seðla­banka­stjóri lagði til að vextir bank­ans yrðu lækk­aðir um 0,5 pró­sent­ur. Már Guð­munds­son, Gylfi Zoëga og Katrín Ólafs­dóttir studdu til­lög­una en Arnór Sig­hvats­son og Þór­ar­inn G. Pét­urs­son greiddu atkvæði gegn henni og kusu heldur að vextir yrðu lækk­aðir um 0,25 pró­sent­ur. 

5. októ­ber: Seðla­banka­stjóri lagði til að vextir bank­ans yrðu óbreytt­ir. Allir nefnd­ar­menn studdu til­lögu seðla­banka­stjóra.

16. nóv­em­ber: Seðla­banka­stjóri lagði til að vextir bank­ans yrðu óbreytt­ir. Már Guð­munds­son, Þór­ar­inn G. Pét­urs­son og Katrín Ólafs­dóttir studdu til­lög­una en Arnór Sig­hvats­son og Gylfi Zoëga greiddu atkvæði gegn henni og kusu heldur að vextir yrðu lækk­aðir um 0,25 pró­sent­ur.

14. des­em­ber: Seðla­banka­stjóri lagði til að vextir bank­ans yrðu lækk­aðir um 0,25 pró­sent­ur. Már Guð­munds­son, Arnór Sig­hvats­son, Gylfi Zoëga og Katrín Ólafs­dóttir studdu til­lög­una en Þór­ar­inn G. Pét­urs­son greiddi atkvæði gegn henni og kaus að vextir yrðu óbreyttir

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None