FME: Tökum undir með AGS og höfum kallað eftir breytingum í mörg ár

FME segir í svari við fyrirspurnum Kjarnans að stofnunin geti tekið undir margt það sem sendinefnd AGS sagði um eftirlit með fjármálamörkuðum hér á landi. Hún eigi þó von á frekari skýringu í lokaskýrslu sendinefndar sjóðsins.

fme.jpg
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) segir að það geti tekið undir flest það sem sendi­nefnd Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins (AGS) segir í yfir­lýs­ingu sinni um ýmis­legt sem snýr að fjár­mála­eft­ir­liti á íslenskum fjár­málmark­aði, og mik­il­vægi þess að tryggja sjálf­stæði Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Þetta kemur fram í svari FME við fyr­ir­spurnum Kjarn­ans vegna umsagnar sendi­nefndar AGS um stöðu fjár­mála­eft­ir­lits á Íslandi, í nýj­ustu úttekt sinni um stöðu efna­hags­mála á Íslandi.

Styrkja þarf eft­ir­lit

Í yfir­lýs­ingu sendi­nefnd­ar­innar er umtals­verðu púðri eytt í að fjalla um fram­­tíð íslenska banka­­kerf­is­ins. Þar minn­ist hún meðal ann­ars sér­­stak­­lega á nýlega sölu á 29,18 pró­­sent hlut í Arion banka til þriggja vog­un­­ar­­sjóða og Gold­man Sachs, sem síðan eiga kaup­rétt á 21,9 pró­­sent hlut til við­­bótar í bank­an­­um. AGS segir að þetta séu eig­endur sem séu lík­­­legir til að sækj­­ast eftir háum arð­greiðsl­um, sölu á eignum út úr bank­­anum og ýmiss konar end­­ur­­skipu­lagn­ingu til hag­ræð­ing­­ar.

Auglýsing

Það séu allt kraftar sem muni auka sam­keppni á banka­­mark­aði. Í raun muni hann umbreyt­­ast úr svefn­­mark­aði yfir í markað sem verði með mikla sam­keppni. Slík gæti leitt af sér kerf­is­læga áhættu og ógnað fjár­­­mála­­legum stöð­ug­­leika.

Þá segir að styrkja þurfi alla laga- og reglu­um­­gjörð í kringum fjár­­­mála­­kerfið og auka eft­ir­lit með því, að því er segir í yfir­lýs­ingu AGS. Auk þess þurfi að tryggja sjálf­­stæði þess eft­ir­lits með skýr­­ari hætti. Ein leið til þess væri sú að sam­eina allt eft­ir­lit með bönkum hjá Seðla­­banka Íslands en láta FME eftir eft­ir­lit með annarri fjár­­­mála­­starf­­semi. Leggja þurfi áherslu á að fá hágæða­eig­endur að íslenskum bönk­­um, segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Tekur undir með AGS

Blaða­maður sendi fyr­ir­spurnir til FME vegna þeirrar umsagnar sem sendi­nefnd AGS birti um stöð­una hjá FME.

AGS segir að það þurfi að styrkja veru­lega eft­ir­lit með fjár­mála­mörk­uð­um, meðal ann­ars með því að efla sjálf­stæði og bæta, svo til þvert yfir, allt eft­ir­lit. Hver eru ykkar við­brögð við þessu mat­i/­gagn­rýni? Teljið þið hana eiga við rök að styðjast?

„Fjármala­eft­ir­litið tekur undir þá skoðun AGS að losun fjár­magns­hafta boði nýtt tíma­bil á fjár­mála­mark­aði með auk­inni áhættu­töku mark­aðs­að­ila og að í því felist auknar áskor­anir fyrir fjár­mála­eft­ir­lit. Í þessu sam­bandi má nefna að Fjár­mála­eft­ir­litið hefur unnið að umfangs­miklum umbóta­verk­efnum á síð­ustu árum sem ekki er að fullu lok­ið. AGS hefur fylgst með þeirri þróun og gefið það álit að veru­legar umbætur hafa átt sér stað. Þetta kemur fram í eldri skýrslum AGS og mun vænt­an­lega koma fram í loka­skýrslu vegna heim­sóknar þeirra í ár. Ábend­ingar AGS í yfir­lýs­ingu sendi­nefnd­ar­innar frá 28. mars, sem spurt er um, snúa fyrst og fremst að fjár­hags­legu sjálf­stæði Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og að ein­hverju leyti að heim­ildum til að setja regl­ur. Fjár­mála­eft­ir­litið tekur undir með AGS að mik­il­vægt sé að tryggja, m.a. með fyr­ir­komu­lagi fjár­mögn­un­ar, að Fjár­mála­eft­ir­litið sé sjálf­stætt í störfum sínum. Meðal ann­ars af þessum ástæðum hefur Fjár­mála­eft­ir­litið í nokkur ár kallað eftir end­ur­skoðun á lögum um opin­bert eft­ir­lit með fjár­mála­starf­semi, líkt og AGS gerir í yfir­lýs­ingu sinni.

Vald­heim­ildir Fjár­mála­eft­ir­lits­ins hafa styrkst veru­lega með nýlegri lög­gjöf, einkum vegna inn­leið­ingar á meg­in­gerðum ESB um fjár­mála­fyr­ir­tæki og vátrygg­inga­fé­lög (CR­DI­V/CRR og Sol­vency II) og telur Fjár­mála­eft­ir­litið ekki að þeim sé ábóta­vant í neinum meg­in­at­rið­um. Vissu­lega geta nýjar áhættur og þörf fyrir nýjar vald­heim­ildir komið upp, en telja verður eðli­legt að slíkar heim­ildir komi fram með skýrum hætti í íslenskum lög­um.“

Traust eign­ar­hald

Hvernig horfir við ykkur það mat AGS, að það þurfi að ein­blína á trú­verð­ugt og traust eign­ar­hald á fjár­mála­kerf­inu?

„Þessar ábend­ingar eiga alltaf við og eru skilj­an­legar í ljósi sög­unnar og aðstæðna nú. Þeim virð­ist þó fremur beint að örum stjórn­völdum en Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. Hlut­verk Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í þessu ferli er fyrst og fremst að gæta að hæfi virkra eig­enda, stjórn­ar­manna og stjórn­enda í fyr­ir­tækjum á fjár­mála­mark­aði. Sölu­verð eða hraði sölu­fer­ils hafa engin áhrif á þau við­mið sem Fjár­mála­eft­ir­litið hefur til hlið­sjónar við slíkt mat.“

Hvernig sjáið þið þessa leið­sögn eða umsögn AGS, í sam­hengi við kaup vog­un­ar­sjóða á Wall Street ásamt að litlu leyti Gold­man Sachs bank­ans, á hlut í Arion banka?

„Um­rædd við­skipti eru birt­ing­ar­mynd þeirra breyt­inga sem vísað var til hér að ofan. Fjár­mála­eft­ir­litið tel­ur, rétt eins og AGS, afar mik­il­vægt að allir þeir sem koma að sölu fjár­mála­fyr­ir­tækja gæti ýtr­ustu var­færni og hugi vand­lega að mik­il­vægi upp­bygg­ingar trausts á fjár­mála­mark­að­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None