FME: Tökum undir með AGS og höfum kallað eftir breytingum í mörg ár

FME segir í svari við fyrirspurnum Kjarnans að stofnunin geti tekið undir margt það sem sendinefnd AGS sagði um eftirlit með fjármálamörkuðum hér á landi. Hún eigi þó von á frekari skýringu í lokaskýrslu sendinefndar sjóðsins.

fme.jpg
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) segir að það geti tekið undir flest það sem sendi­nefnd Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins (AGS) segir í yfir­lýs­ingu sinni um ýmis­legt sem snýr að fjár­mála­eft­ir­liti á íslenskum fjár­málmark­aði, og mik­il­vægi þess að tryggja sjálf­stæði Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Þetta kemur fram í svari FME við fyr­ir­spurnum Kjarn­ans vegna umsagnar sendi­nefndar AGS um stöðu fjár­mála­eft­ir­lits á Íslandi, í nýj­ustu úttekt sinni um stöðu efna­hags­mála á Íslandi.

Styrkja þarf eft­ir­lit

Í yfir­lýs­ingu sendi­nefnd­ar­innar er umtals­verðu púðri eytt í að fjalla um fram­­tíð íslenska banka­­kerf­is­ins. Þar minn­ist hún meðal ann­ars sér­­stak­­lega á nýlega sölu á 29,18 pró­­sent hlut í Arion banka til þriggja vog­un­­ar­­sjóða og Gold­man Sachs, sem síðan eiga kaup­rétt á 21,9 pró­­sent hlut til við­­bótar í bank­an­­um. AGS segir að þetta séu eig­endur sem séu lík­­­legir til að sækj­­ast eftir háum arð­greiðsl­um, sölu á eignum út úr bank­­anum og ýmiss konar end­­ur­­skipu­lagn­ingu til hag­ræð­ing­­ar.

Auglýsing

Það séu allt kraftar sem muni auka sam­keppni á banka­­mark­aði. Í raun muni hann umbreyt­­ast úr svefn­­mark­aði yfir í markað sem verði með mikla sam­keppni. Slík gæti leitt af sér kerf­is­læga áhættu og ógnað fjár­­­mála­­legum stöð­ug­­leika.

Þá segir að styrkja þurfi alla laga- og reglu­um­­gjörð í kringum fjár­­­mála­­kerfið og auka eft­ir­lit með því, að því er segir í yfir­lýs­ingu AGS. Auk þess þurfi að tryggja sjálf­­stæði þess eft­ir­lits með skýr­­ari hætti. Ein leið til þess væri sú að sam­eina allt eft­ir­lit með bönkum hjá Seðla­­banka Íslands en láta FME eftir eft­ir­lit með annarri fjár­­­mála­­starf­­semi. Leggja þurfi áherslu á að fá hágæða­eig­endur að íslenskum bönk­­um, segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Tekur undir með AGS

Blaða­maður sendi fyr­ir­spurnir til FME vegna þeirrar umsagnar sem sendi­nefnd AGS birti um stöð­una hjá FME.

AGS segir að það þurfi að styrkja veru­lega eft­ir­lit með fjár­mála­mörk­uð­um, meðal ann­ars með því að efla sjálf­stæði og bæta, svo til þvert yfir, allt eft­ir­lit. Hver eru ykkar við­brögð við þessu mat­i/­gagn­rýni? Teljið þið hana eiga við rök að styðjast?

„Fjármala­eft­ir­litið tekur undir þá skoðun AGS að losun fjár­magns­hafta boði nýtt tíma­bil á fjár­mála­mark­aði með auk­inni áhættu­töku mark­aðs­að­ila og að í því felist auknar áskor­anir fyrir fjár­mála­eft­ir­lit. Í þessu sam­bandi má nefna að Fjár­mála­eft­ir­litið hefur unnið að umfangs­miklum umbóta­verk­efnum á síð­ustu árum sem ekki er að fullu lok­ið. AGS hefur fylgst með þeirri þróun og gefið það álit að veru­legar umbætur hafa átt sér stað. Þetta kemur fram í eldri skýrslum AGS og mun vænt­an­lega koma fram í loka­skýrslu vegna heim­sóknar þeirra í ár. Ábend­ingar AGS í yfir­lýs­ingu sendi­nefnd­ar­innar frá 28. mars, sem spurt er um, snúa fyrst og fremst að fjár­hags­legu sjálf­stæði Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og að ein­hverju leyti að heim­ildum til að setja regl­ur. Fjár­mála­eft­ir­litið tekur undir með AGS að mik­il­vægt sé að tryggja, m.a. með fyr­ir­komu­lagi fjár­mögn­un­ar, að Fjár­mála­eft­ir­litið sé sjálf­stætt í störfum sínum. Meðal ann­ars af þessum ástæðum hefur Fjár­mála­eft­ir­litið í nokkur ár kallað eftir end­ur­skoðun á lögum um opin­bert eft­ir­lit með fjár­mála­starf­semi, líkt og AGS gerir í yfir­lýs­ingu sinni.

Vald­heim­ildir Fjár­mála­eft­ir­lits­ins hafa styrkst veru­lega með nýlegri lög­gjöf, einkum vegna inn­leið­ingar á meg­in­gerðum ESB um fjár­mála­fyr­ir­tæki og vátrygg­inga­fé­lög (CR­DI­V/CRR og Sol­vency II) og telur Fjár­mála­eft­ir­litið ekki að þeim sé ábóta­vant í neinum meg­in­at­rið­um. Vissu­lega geta nýjar áhættur og þörf fyrir nýjar vald­heim­ildir komið upp, en telja verður eðli­legt að slíkar heim­ildir komi fram með skýrum hætti í íslenskum lög­um.“

Traust eign­ar­hald

Hvernig horfir við ykkur það mat AGS, að það þurfi að ein­blína á trú­verð­ugt og traust eign­ar­hald á fjár­mála­kerf­inu?

„Þessar ábend­ingar eiga alltaf við og eru skilj­an­legar í ljósi sög­unnar og aðstæðna nú. Þeim virð­ist þó fremur beint að örum stjórn­völdum en Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. Hlut­verk Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í þessu ferli er fyrst og fremst að gæta að hæfi virkra eig­enda, stjórn­ar­manna og stjórn­enda í fyr­ir­tækjum á fjár­mála­mark­aði. Sölu­verð eða hraði sölu­fer­ils hafa engin áhrif á þau við­mið sem Fjár­mála­eft­ir­litið hefur til hlið­sjónar við slíkt mat.“

Hvernig sjáið þið þessa leið­sögn eða umsögn AGS, í sam­hengi við kaup vog­un­ar­sjóða á Wall Street ásamt að litlu leyti Gold­man Sachs bank­ans, á hlut í Arion banka?

„Um­rædd við­skipti eru birt­ing­ar­mynd þeirra breyt­inga sem vísað var til hér að ofan. Fjár­mála­eft­ir­litið tel­ur, rétt eins og AGS, afar mik­il­vægt að allir þeir sem koma að sölu fjár­mála­fyr­ir­tækja gæti ýtr­ustu var­færni og hugi vand­lega að mik­il­vægi upp­bygg­ingar trausts á fjár­mála­mark­að­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None