Tillerson vill að hin ríkin borgi meira – Guðlaugur Þór sótti NATO-fund

Guðlaugur Þór Þórðarson var viðstaddur fund utanríkisráðherra aðildarríkja NATO. Krafa um aukin framlög til bandalagsins báru hæst. Ísland greiðir minnst allra til NATO.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heilsar bandaríska kollega sínum Rex Tillerson á fundi utanríkisráðherra bandalagsins.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heilsar bandaríska kollega sínum Rex Tillerson á fundi utanríkisráðherra bandalagsins.
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra sótti ráð­stefnu utan­rík­is­ráð­herra aðild­ar­ríkja Atl­ants­hafs­banda­lags­ins (NATO) í Berlín í dag. Á fund­inum ítrek­aði Rex Tiller­son, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, það sem Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hefur sagt um að önnur aðild­ar­ríki verði að leggja meira af mörkum til banda­lags­ins.

„Mark­mið okkar ætti að vera að ákveða að í lok árs hafi öll aðild­ar­ríkin mætt skuld­bind­ingum sínum varð­andi fram­lög til varn­ar­mála eða útbúið áætl­anir sem skýra hvernig skuld­bind­ing­unum verði mætt,“ sagði Tiller­son sem sat í dag sinn fyrsta NATO-fund eftir að hafa verið gerður að utan­rík­is­ráð­herra í vet­ur.

„Banda­lags­þjóðir verða að sýna í verki að þær deili holl­ustu Banda­ríkj­anna,“ sagði Tiller­son enn frem­ur. Undir þetta tóku bresk stjórn­völd í dag.

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, og Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddu saman fyrir fundinn.Utan­rík­is­ráð­herra Þýska­lands, Sig­mar Gabriel, sagði á fund­inum að mark­miðið um að tvö pró­sent af rík­is­út­gjöldum fari til varn­ar­mála væri hvorki nokkuð sem hægt væri að upp­fylla né eft­ir­sókn­ar­vert.

„Tvö pró­sent þýða hern­að­ar­út­gjöld sem nema 70 millj­örðum evra. Ég þekki engan þýskan stjórn­mála­mann sem telur það mögu­legt eða eft­ir­sókn­ar­vert,“ sagði Gabriel.

Þýska­land hefur staðið í þeirri mein­ingu að til þess­ara tveggja pró­senta sem aðild­ar­ríki NATO hafa skuld­bundið sig til að eyða í varn­ar­mál telj­ist einnig þró­un­ar­að­stoð hvers­konar í stríðs­hrjáðum lönd­um. Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, lét hins vegar hafa eftir sér í dag að slíkt gæti ekki geng­ið.

„Rík­is­er­ind­rekst­ur, þró­un­ar­að­stoð og efna­hags­legur stuðn­ingur geta verið mik­il­væg tól til þess að koma jafn­vægi á svæði í heim­in­um,“ sagði Stol­ten­berg og benti á að til væru við­mið um þró­un­ar­að­stoð, sem væru aðskilin skuld­bind­ingum um útgjöld til varn­ar­mála. „Þetta eru tveir ólíkir hlut­ir, jafn­vel þó bæði sé mik­il­vægt.“

Auglýsing

Tvö pró­sent, takk

Sam­kvæmt þeim skuld­bind­ingum sem NATO-­ríkin 28 hafa öll geng­ist við þá þurfa banda­lags­þjóðir að eyða meira en tveimur pró­sentum af vergri lands­fram­leiðslu sinni í varn­ar­mál. Þjóð­irnar hafa enn fremur frest til árs­ins 2024 til að ná þessu mark­miði.

Guðlaugur Þór og Tillerson eru báðir nýliðar í hópi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna. Þeir tóku báðir við embættum sínum í janúar. Þeir stilltu sér upp fyrir ljósmyndara íslenska utanríkisráðuneytisins.Í frétta­til­kynn­ingu frá íslenska utan­rík­is­ráðu­neyt­inu er haft eftir Guð­laugi Þór að mik­ill sam­hljómur hafi verið á fund­inum og „ljóst banda­lagið er og verður horn­steinn í sam­starfi lýð­ræð­is­ríkja beggja vegna Atl­ants­hafs­ins“.

Í til­kynn­ing­unni er einnig tæpt á kröfum Banda­ríkj­anna og Bret­lands um aukin fram­lög til varn­ar­mála. „Nýr utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, Rex Tiller­son, var skýr í þessa veru og hvatti jafn­framt önnur ríki til að leggja meira að mörk­um. Ísland hefur aukið fram­lög sín til varn­ar­mála og þátt­töku í störfum Atl­ants­hafs­banda­lags­ins og við munum halda áfram á sömu braut,“ segir Guð­laug­ur.

Banda­ríkin eyða mest, Ísland minnst

Ísland hefur aukið fram­lög til varn­ar­mála síðan í fyrra því á þessu ári er gert ráð fyrir að rík­is­sjóður greiði 400 millj­ónum meira til varn­ar­mála en í fyrra. Kjarn­inn fjall­aði um fram­lög til NATO 20. mars síð­ast­lið­inn.

Sam­­kvæmt nýjasta yfir­­lit­inu yfir útgjöld til banda­lags­ins sem gefið var út á vef NATO 13. mars síð­­ast­lið­inn kemur fram að mið­­gildi hlut­­falls­ins sem aðild­­ar­­ríkin eyða í varn­­ar­­mál árið 2016 hafi verið 1,21 pró­­sent.

Af ríkj­unum 28 þá eyða Banda­­ríkin lang mestu eða 3,61 pró­­sent af vergri lands­fram­­leiðslu. Sé hlut­­fall þess fés sem eytt er í varn­­ar­­mál meðal ríkja NATO borið saman þá sést grein­i­­lega að Banda­­ríkin eyða lang mestu.

Þau fimm ríki sem eyða meira en tveimur pró­­sent af heild­­ar­út­­­gjöldum eru Banda­­rík­­in, Bret­land, Grikk­land, Eist­land og Pól­land. Sam­an­­borið við árið 2009 þá hafa þau aðild­­ar­­ríki sem eiga landa­­mæri að Rús­s­landi aukið varn­­ar­­mála­út­­­gjöld sín mest. Það eru Pól­land, Eist­land, Lett­land og Lit­háen.

Ísland er eina aðild­­ar­­ríkið sem ekki er talið með í töflum útgjalda­yf­­ir­lits­ins enda hefur Ísland engan her. Hér á landi fer utan­­­rík­­is­ráðu­­neytið með varn­­ar­­mál og sam­­skipti við NATO. Á fjár­­lögum árs­ins 2017 er gert ráð fyrir að utan­­­rík­­is­ráðu­­neytið fái fjár­­heim­ildir til sam­­starfs um örygg­is- og varn­­ar­­mál. Heild­­ar­­gjöld rík­­is­ins vegna þeirra eru 1.549,7 millj­­ónir króna. Það er fjár­­­magnað með rekstr­­ar­­tekjum sem munu nema að upp­­hæð 109,4 millj­­ónum króna og rest­in, 1.440,3 millj­­ón­ir, koma úr rík­­is­­sjóði.

Séu fjár­lög árs­ins í ár borin saman við fjár­lög árs­ins 2016 má sjá að fram­lög úr rík­is­sjóði til varn­ar­mála hafa hækkað um rétt tæpar 400 millj­ónir króna á milli ára. Þrátt fyrir það er hlut­fall útgjalda til varn­ar­mála fjarri því að vera full­nægj­andi sam­kvæmt kröfum Banda­ríkj­anna; var um 0,006 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu árið 2016.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None