„Þessar þjóðir verða að borga það sem þær skulda“

Bandaríkjaforseti ítrekar þá afstöðu sína að ríki NATO verði að borga fyrir varnir síðustu ára.

Angela Merkel og Donald Trump mæta á blaðamannafundinn eftir að hafa rætt saman í Hvíta húsinu í Washington. Viðstaddir gátu ekki hrist af sér vandræðatilfinningu með samskipti leiðtoganna.
Angela Merkel og Donald Trump mæta á blaðamannafundinn eftir að hafa rætt saman í Hvíta húsinu í Washington. Viðstaddir gátu ekki hrist af sér vandræðatilfinningu með samskipti leiðtoganna.
Auglýsing

Leiðtogar Bandaríkjanna funduðu undanfarna daga með leiðtogum Þýskalands og Kína, bæði í Washington og í Peking. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, heimsótti Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsið og Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði með starfsbróður sínum í Kína og forseta Kína, Xi Jinping.

Í Washington báru málefni Atlantshafsbandalagsins (NATO) hæst en Donald Trump hefur haft mörg orð um hernaðarsamstarfið síðan hann var kjörinn forseti í vetur. Var þetta fyrsti fundur þeirra Merkel og Trump. Mismunandi áherslur leiðtogana voru augljósar á blaðamannafundinum sem þau héldu eftir fund sinn, jafnvel þó skilaboðin hafi stillt af og flutt í takt.

Angela Merkel hefur ekki farið leynt með skoðanir sínar á Donald Trump og hans hugmyndum um gang heimsmálanna. Að sama skapi hefur Trump ekki dregið úr þegar hann talar um Merkel í Twitter-skilaboðum sínum. Fyrirfram var þess vegna búist við að fundurinn yrði stirður, enda þyrfti að taka á samskiptamálum áður en hægt væri að ræða stjórnmálin.

Enginn einangrunarsinni

„Það er alltaf gott að tala við hvort annað um hvort annað, heldur en ekki,“ sagði Angela Merkel á blaðamannafundinum. Merkel talaði á þýsku. Hún undirstrikaði áherslur sínar í málefnum flóttafólks, hnattvæðingar og viðskiptasamninga sem væru til hagsbóta fyrir báða aðila.

Á sinni ensku talaði Trump hins vegar áfam um „róttæk íslömsk hryðjuverk“ og ræddi um hugmyndir sínar um að „gera Ameríku frábæra aftur“. Hann sagðist ekki vera einangrunarsinni og sagðist trúa á frjáls viðskipti.

Auglýsing

„Á fundinum ítrekaði ég styrkan stuðning minn við NATO og mikilvægi þess að bandamenn okkar í bandalaginu borgi sinn hluta af kostnaði við varnirnar,“ sagði Trump. „Margar þjóðir skulda háar fjárhæðir fyrir varnir síðustu ára og það er mjög ósanngjarnt gagnvart Bandaríkjunum. Þessar þjóðir verða að borga það sem þær skulda.“

Auk Bandaríkjanna og Þýskalands eru 28 þjóðir í NATO. Þeirra á meðal er Ísland, skráð sem ein stofnþjóða hernaðarbandalagsins.

Í kjölfar fundarins flaug forsetinn til Mar-a-Lago þar sem hann dvaldi á einkasetri sínu um helgina, þar sem hann spilaði golf á Trump International Golf Course. Á gærmorgun skrifaði Trump á Twitter að jafnvel þó fundur þeirra Merkel hafi verið frábær þá skuldi Þýskaland enn þá háar fjárhæðir til NATO og Bandaríkjanna.

Þýskaland segist ekkert skulda

Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands.Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, hefur hafnað því að Þýskaland skuldi Bandaríkjunum „háar upphæðir“. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag, sunnudag, segir hún það einfaldlega rangt. „Það er enginn skuldareikningur hjá NATO.“

Samkvæmt sáttmála NATO skuldbinda allar bandalagsþjóðirnar sig til þess að eyða tveimur prósentum af ríkisútgjöldum til varnarmála. Von der Leyen segir rangt að öll þau útgjöld þurfi að renna til NATO.

„Útgjöld til varnarmála renna einnig til friðargæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna, evrópsk verkefni og í framlög til baráttunnar gegn hryðjuverkum Íslamska ríkisins,“ segir í yfirlýsingunni.

Vandræðaleg stemmning

Í evrópskum og bandarískum fjölmiðlum hefur verið fjallað um þann vandræðabrag sem var á fundi þeirra Merkels og Trumps. Tíst forsetans undirstrikuðu enn frekar þá tilfinningu sem blaðamenn og ljósmyndarar fönguðu á göngum Hvíta hússins.Tvö atriði hafa staðið upp úr. Í einn skiptið mistókst leiðtogunum að sviðsetja handaband á skrifstofu forsetans, jafnvel þó auðvelt sé að heyra köll ljósmyndarana – og jafnvel þó Merkel hafi sagt það berum orðum við Trump að ljósmyndararnir hafi viljað handaband. Þetta augnablik má sjá að myndbandinu hér að neðan.

Sean Spicer, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, hefur vikið fyrirspurnum blaðamanna um handabandið sem aldrei varð og sagt að Trump hafi einfaldlega ekki heyrt köll ljósmyndarana.


Hitt augnablikið vakti augljós og óvænt viðbrögð Angelu Merkel. Trump sagði þá að þau hefðu bæði verið hleruð í tíð Baracks Obama, for­vera Trumps í starfi for­seta. „Við eigum í það minnsta eitt­hvað sam­eig­in­leg­t,“ sagði Trump við Merkel og uppskar hlátur viðstaddra og undrandi viðbrögð Merkel.


Tillerson liðkar fyrir samskiptum

Á meðan undirbjó Rex Tillerson, utanríkisráðherra Donalds Trump, fundi sína með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, og Xi Jinpin, forseta Kína. Með fundunum var ætlunin að liðka fyrir samskiptum ríkjanna áður en Xi Jinping heimsækir Trump í Bandaríkjunum.

Fréttastofa Reuters greinir frá því að fulltrúar bæði Kína og Bandaríkjanna hafi náð að halda sig við handritið, þó Donald Trump hafi haft gagnrýnt stjórnvöld í Kína á Twitter, rétt áður en Tillerson lenti í Peking.

Fundurinn hafi gengið vel og vel fór á með bandarískum og kínverskum ráðamönnum, jafnvel þó fá skref hafi verið stigin fram á við í þessum samræðum.

„Ef litið er á jákvæðu hliðarnar þá var enginn vandræðagangur í samskiptunum eins og í Washington,“ skrifa blaðamenn Reuters.

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tekur í höndina á Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, í Peking á laugardag.

Annað dæmi um „falskar fréttir“

Ang­ela Merkel kom til Banda­ríkj­anna ásamt hópi af þýskum við­skipta­mönnum enda þótti lík­legt að mál­efni frjálsra við­skipta milli ríkj­anna yrðu eitt aðal­at­rið­anna á fundi leið­tog­anna.

Don­ald Trump hefur til dæmis áður varað þýska bíla­fram­leið­endur að hann muni skylda 35 pró­sent toll­gjald á alla bíla sem fluttir væru inn á banda­rískan mark­að. Frá þessu greinir breska vefritið The Guar­di­an.

Þýskur blaða­maður spurði Trump um hvort áhrif hans veki Evr­ópu­sam­starfið og um gagn­rýni hans á „falskar frétt­ir“ í fjöl­miðl­um. „In­dæll, vina­legur blaða­mað­ur,“ sagði Trump á kald­hæð­inn hátt.

„Fyrst er að ég trúi ekki á ein­angr­andi stefnu­mörk­un. En ég trúi því samt að við­skipta­stefnan eigi að vera sann­gjörn og að Banda­ríkin hafi þurft að líða mjög, mjög ósann­gjarna með­ferð af hálfu margra landa síð­ustu ár. Það verður að stöðva. Ég er ekki ein­angr­un­ar­sinni. Ég vil frjáls við­skipti en einnig sann­gjörn við­skipt­i.“

Trump bætti við: „Ég veit ekki hvaða dag­blöð þú hefur verið að lesa en ég giska á að það sé enn eitt dæmi um, eins og þú seg­ir, falskar frétt­ir.“

Merkel gætti sig á að vera ekki ósam­mála en sagði árangur Þýska­lands vera sam­of­inn Evr­ópu­sam­starf­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None