AGS: Gæði bankaeigenda mikilvægari en hraði og verð

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að hvorki hraði né verð eigi að ráða bankasölu, heldur gæði nýrra eigenda. Hún telur að hægt sé að lækka vexti og að mögulega eigi að banna eigi lífeyrissjóðum að lána til húsnæðiskaupa.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að það skipti meira máli hverjir fái að handsala kaup á íslenskum bönkum en hversu hratt það gerist og hvaða verð fæst fyrir þá.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að það skipti meira máli hverjir fái að handsala kaup á íslenskum bönkum en hversu hratt það gerist og hvaða verð fæst fyrir þá.
Auglýsing

Sendi­nefnd Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins (AGS) telur mjög mik­il­vægt að gæði nýrra eig­enda að bönkum lands­ins verði for­gangs­mál þegar þeir verða seld­ir, ekki hversu hratt sé hægt að selja þá eða hvaða verð fæst fyr­ir. Hún leggur áherslu á fyr­ir­huguð einka­væð­ing rík­is­bank­anna tveggja, Lands­bank­ans og Íslands­banka, verði þol­in­mótt ferli þar sem áhersla verði lögð á að finna stra­tegíska eig­endur sem ætli sér að fjár­festa í bönk­unum til lengri tíma og séu íhalds­samir í nálgun sinni. Þá feli kaup þriggja vog­un­ar­sjóða og Gold­man Sachs á stórum hlut í Arion banka í sér áskor­anir fyrir Fjár­mála­eft­ir­lit­ið. Mats­ferli þess á hæfi aðil­anna til að eiga íslenskan við­skipta­banka þurfi að vera nákvæmt, ósveigj­an­legt og óhlut­drægt.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem hún hefur sent frá sér eftir tveggja vikna úttekt á stöðu mála á Íslandi. Á meðan að á vinnu nefnd­ar­inn­ar, sem var stýrt af Ashok Bhatia, stóð áttu hún fundi með full­trúum stjórn­valda, Seðla­banka Íslands, aðilum vinnu­mark­að­ar­ins og full­trúum einka­geirans.

Breyt­ist úr svefn­mark­aði í sam­keppn­is­markað

Nefndin eyðir umtals­verðu púðri í að fjalla um fram­tíð íslenska banka­kerf­is­ins í yfir­lýs­ingu sinni. Þar minn­ist hún sér­stak­lega á nýlega sölu á 29,18 pró­sent hlut í Arion banka til þriggja vog­un­ar­sjóða og Gold­man Sachs, sem síðan eiga kaup­rétt á 21,9 pró­sent hlut til við­bótar í bank­an­um. AGS segir að þetta séu eig­endur sem séu lík­legir til að sækj­ast eftir háum arð­greiðsl­um, sölu á eignum út úr bank­anum og ýmiss konar end­ur­skipu­lagn­ingu til hag­ræð­ing­ar. Það séu allt kraftar sem muni auka sam­keppni á banka­mark­aði. Í raun muni hann umbreyt­ast úr svefn­mark­aði yfir í markað sem verði með mikla sam­keppni. Slík gæti leitt af sér kerf­is­læga áhættu og ógnað fjár­mála­legum stöð­ug­leika.

Auglýsing

Styrkja þurfi alla laga- og reglu­um­gjörð í kringum fjár­mála­kerfið og auka eft­ir­lit með því. Auk þess þurfi að tryggja sjálf­stæði þess eft­ir­lits með skýr­ari hætti. Ein leið til þess væri sú að sam­eina allt eft­ir­lit með bönkum hjá Seðla­banka Íslands en láta Fjár­mála­eft­ir­lit­inu eftir eft­ir­lit með annarri fjár­mála­starf­semi. Leggja þurfi áherslu á að fá hágæða­eig­endur að íslenskum bönk­um.

Ferða­menn eru ekki síld

AGS bendir á þá aug­ljósu breyt­ingu að ferða­þjón­usta hafi umbylt íslenska raun­hag­kerf­inu. Það sé jákvæð þróun og vís­bend­ingar ann­ars staðar frá bendi ekki til þess að ferða­mönnum muni fækka skyndi­lega. Ferða­menn eru ekki síld, segir sendi­nefndin og vísar þar til þess þegar síldin hvarf frá Íslands­ströndum með gríð­ar­legum efna­hags­legum afleið­ingum fyrir land og þjóð.

AGS segir að ferðamenn séu ekki eins og síldin. Þeir muni ekki hverfa á einni nóttu.Nefndin segir þó að jafn­væg­is­raun­gengi íslensku krón­unnar þurfi að hækka ef styrkur ferða­þjón­ustu reyn­ist var­an­leg­ur. „Geng­is­hækkun hefur demp­andi áhrif og beinir hag­kerf­inu í átt að sjálf­bærum vaxt­ar­ferli. Sann­ar­lega felur þetta í sér áskorun fyrir sumar útflutn­ings­grein­ar, þ.á.m. nýsköp­un. Í sjáv­ar­út­vegi getur orðið sam­þjöppun og áfram­hald­andi vel­gengni veltur á inn­leið­ingu full­komn­ustu tækni­lausna. Tafin áhrif styrk­ingar krón­unnar og rýrn­andi við­skipta­kjör munu smám saman draga úr afgangi á vöru- og þjón­ustu­við­skipt­u­m.“

Vilja mögu­lega banna lán­veit­ingar líf­eyr­is­sjóða

Þá er fjallað um mál mál­anna á Íslandi í yfir­lýs­ingu nefnd­ar­inn­ar, nefni­lega hús­næð­is­mál. Þar segir að þrýst­ingur á hús­næð­is­mark­aði geti leitt til ofhitn­unar. Vöxtur íbúða­lána sé enn hóf­legur en sé að aukast og það kalli á aðgætni. „Þjóð­hags­var­úð­ar­tækjum skal beita eftir þörf­um, þ.á.m. nýjum tækjum er tak­marka lán­veit­ingar í erlendri mynt til óvar­inna aðila og mögu­lega banna lán­veit­ingar líf­eyr­is­sjóða. Eft­ir­spurn á íbúða­mark­aði gæti áfram auk­ist umfram nýbygg­ingar og þrýst hús­næð­is­verði upp á við. Ef hækk­andi fram­færslu­kostn­aður fælir erlent vinnu­afl frá gæti vinnu­mark­að­ur­inn ofhitn­að. Frek­ari háar launa­hækk­anir gætu aukið enn á inn­lendan eft­ir­spurn­ar­þrýst­ing.“

Sjóð­ur­inn kemst að þeirri niðu­stöðu að frek­ari vaxta­lækk­anir séu ekki endi­lega í and­stöðu við þá stefnu að halda verð­bólgu undir 2,5 pró­sent mark­miði, en hún hefur verið þar í rúm þrjú ár. Verð­bólgu­mark­miðið hafi skilað góðum árangir og eftir því sem styrk­ing krón­unnar bætir verð­bólgu­horfur gæti mynd­ast svig­rúm til vaxta­lækk­un­ar. „ Fjár­magns­út­flæði gæti vita­skuld átt sér stað, sér í lagi ef óábyrg stefna eða yfir­lýs­ingar grafa undan trausti. Við slík skil­yrði yrði vaxta­hækkun nauð­syn­leg.“

Vilja SALEK-­ferlið áfram

AGS segir að það sé ákveð­inn sigur að lög um opin­ber fjár­mál hafi mótað umræð­una um fjár­mála­stefnu hins opin­bera og að þau hafi lifað af síð­ustu kosn­ing­ar. Fjár­lög árs­ins 2017 boði hins vegar of mikil útgjöld þegar jafn vel árar og búist sé við áfram­hald­andi kröft­ugum hag­vexti. „Fjár­magna verður útgjöld af skyn­semi og stjórn­völd verða að vera reiðu­búin til að herða á rík­is­fjár­málum ef alvar­leg áhætta á ofhitnun raun­ger­ist. Stjórn­völd ættu að íhuga skatta­úr­bæt­ur, með áherslu á óbeina skatta. Seinna meir gæti mynd­ast svig­rúm til veru­legra auk­inna útgjalda á sviði inn­viða, heilsu­þjón­ustu og mennt­un­ar, að und­an­geng­inni gagn­gerri end­ur­skoðun útgjalda.“

Þá leggur nefndin áherslu á að vinna við úrbætur á kjara­samn­ings­ferl­inu, á grund­velli SALEK-­sam­komu­lags­ins, haldi áfram. „Að­ilar vinnu­mark­að­ar­ins hafa gert drög að nýju lík­ani sem bygg­ist á sam­keppn­is­stöðu og ætti að leggja áherslu á inn­leið­ingu þess fyrir samn­inga­lot­una árið 2018. Sömu­leiðis er aðkallandi að þróa heild­stæða ferða­þjón­ustu­stefnu. Vöxtur grein­ar­innar hefur reynt veru­lega á inn­viði og opin­bera þjón­ustu. Gagn­legt gæti verið að stofna nefnd helstu aðila sem hefur það hlut­verk að tryggja nægj­an­lega fjár­mögnun og virka sam­þætt­ingu leyf­is­veit­ing­ar­reglna, upp­bygg­ingar inn­viða og umhverf­is­vernd­ar.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiInnlent
None