Ekki útilokað að sömu erfiðleikar komi upp hjá Thorsil og PCC

Búið er að bæta við nýjum kröfum í starfsleyfi Thorsil og PCC, en þó er ekki hægt að útiloka að erfiðleikar og ófyrirséð mengun muni stafa af þeim kísilverum líkt og United Silicon. Umhverfisstofnun segir ýmsa annmarka á umhverfismati og margt vanreifað.

Kísilver United Silicon í Helguvík.
Kísilver United Silicon í Helguvík.
Auglýsing

Ýmsir ann­markar eru á mats­skýrslu á umhverf­is­á­hrifum á kís­il­verk­smiðju United Sil­icon í Helgu­vík, sam­kvæmt mati Umhverf­is­stofn­un­ar. Ýmis­legt var van­reifað þegar mat á umhverf­is­á­hrifum verk­smiðj­unnar fór fram. Þetta kemur fram í svari Umhverf­is­stofn­unar við fyr­ir­spurn frá Skipu­lags­stofn­un, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um. 

Skipu­lags­stofnun sendi Umhverf­is­stofnun bréf í febr­úar síð­ast­liðnum vegna frétta­flutn­ings af upp­bygg­ingu kís­il­vers United Sil­icon í Helgu­vík. Ítrek­aðar fréttir hafa verið sagðar af mengun sem stafar frá starf­sem­inni, og um helg­ina sagði bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæjar að hún vildi láta loka verk­smiðj­unn­i. 

Stofn­unin seg­ist hafa farið yfir gögn máls­ins sem lögð voru fram þegar mat á umhverf­is­á­hrifum verk­smiðj­unnar fór fram, og segir að í frum­mats­skýrslu um áhrif á loft­gæði hafi þess hvergi verið getið að búast mætti við frá­vikum á mengun við gang­setn­ingu á verk­smiðj­unni. Alltaf hafi verið gert ráð fyrir því að styrkur helstu meng­un­ar­efna yrði undir meng­un­ar­mörk­um. Því segir Skipu­lags­stofnun það vekja athygli hversu mikið og þrá­látt ónæði hafi verið af völdum loft­meng­unar frá því að starf­semi hófst hjá United Sil­icon. Stofn­unin óskaði því eftir upp­lýs­ingum um það hvers konar mengun væri um að ræða og hver sé styrkur helstu meng­un­ar­efna. 

Auglýsing

Loks spurði Skipu­lags­stofnun Umhverf­is­stofnun álits um það hvort ein­hver efn­is­at­riði hafi verið van­reifuð þegar mat á umhverf­is­á­hrifum fór fram.

Umhverf­is­stofnun segir að svo hafi ver­ið. Allt umhverf­is­matið og öll losun meng­un­ar­efna voru miðuð við það að rekstur verk­smiðj­unnar gangi eins og best verður á kos­ið. Ofnar séu keyrðir á kjör­hita þannig að lítið sem ekk­ert af meng­andi efnum mynd­ist, og að allur reykur frá ofn­unum fari í reyk­hreinsi­virki. „Raunin er hins vegar sú að rekstur kís­il­vers Sam­ein­aðs Síli­kons hefur ekki verið með þessum hætt­i,“ segir í bréfi Umhverf­is­stofn­un­ar. 

Oft hafi þurft að slá út ofn­inum sem kom­inn er í vinnslu, „og meðan ofn­inn er ekki í kjör­hita geta mynd­ast ýmis óæski­leg efn­i.“ Þegar ofn­inum er slegið út þarf líka að lækka í reyk­hreinsi­virki, og þar sem engir skor­steinar eru á ofn­inum eða ofn­hús­inu berst sá reykur sem þá mynd­ast út um hurðir og loft­ræsti­op. Ekki var gert ráð fyrir þess­ari losun í mati á umhverf­is­á­hrif­um, en Umhverf­is­stofnun segir að það virð­ist vera tengsl á milli fjölda kvart­ana frá almenn­ingi og ofn­stoppa hjá kís­il­ver­in­u. 

Þá eru fleiri teg­undir los­ana sem ekki var gert ráð fyrir í umhverf­is­mat­inu. „Al­veg ljóst er að ekki var fjallað um lykt­ar­mengun í mati á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmd­anna sem hér um ræðir og er það því eitt­hvað sem er einnig van­reifað í mati á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmd­anna,“ segir Umhverf­is­stofn­un. 

Spurðu líka um Thorsil og PCC 

Í bréfi sínu til Umhverf­is­stofn­unar minnir Skipu­lags­stofnun á það að auk kís­il­vers United Sil­icon hafi einnig farið fram mat á umhverf­is­á­hrifum á kís­il­veri Thorsil í Helgu­vík og verk­smiðju PCC á Bakka. „Með hlið­sjón af reynslu við gang­setn­ingu verk­smiðju United Sil­icon veltir stofn­unin því fyrir sér hvort búast megi við sams konar erf­ið­leikum þegar Thorsil og PCC hefja sinn rekstur og óskar álits Umhverf­is­stofn­unar um hvort ein­hver efn­is­at­riði hafi verið van­reifuð þegar mat á umhverf­is­á­hrifum verk­smiðj­anna fór fram.“ 

Umhverf­is­stofnun segir að í ljósi alls sé ekki hægt að full­yrða að erf­ið­leikar og ófyr­ir­séð mengun muni ekki stafa af kís­il­verum Thorsil og PCC. „Um­hverf­is­stofnun vill þó benda á að við útgáfu starfs­leyfis til handa Thorsil skil­aði Mann­vit fyrir hönd fyr­ir­tæks­is­ins inn minn­is­blaði þar sem fram kemur sam­an­burður á losun og með­höndlun útblást­urs Thorsil við starf­semi Sam­ein­aðs Síli­kons. Í nið­ur­lagi þess minn­is­blaðs kemur fram að upp­spretta reykj­ar­lyktar muni verða mun minni þar sem fyr­ir­tækið muni nota koks en ekki timbur við bökun fóðr­inga. Að auki verði dreif­ing á hugs­an­legum raka og rok­g­jöfnu efni úr ofn­fóðr­inum meiri vegna hærri skor­steins. „Því ætti fólk ekki að verða fyrir óþæg­indum af upp­keyrslu ofna í verk­smiðjum Thorsil“ segir í minn­is­blaði Mann­vits,“ segir í svari Umhverf­is­stofn­un­ar. 

Í starfs­leyfi Thorsil hafi verið bætt við tveimur nýjum kröfum hvað varðar bökun á fóðr­ingum og lykt frá fram­leiðslu­starf­sem­inni. „Þessi ákvæði eru til­komin vegna reynsl­unnar af rekstri Sam­ein­aðs Síli­kons en ekki er um slík ákvæði að ræða í starfs­leyfi Sam­ein­aðs Síli­kons, enda um ófyr­ir­séða mengun að ræða eins og rakið hefur verið hér að fram­an. Umhverf­is­stofnun vinnur nú að starfs­leyfi fyrir PCC og hefur stofn­unin óskað eftir sam­bæri­legu minn­is­blaði frá því fyr­ir­tæki við vinnslu starfs­leyf­is­ins.“ 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None