Aukið samstarf norrænu ríkjanna í öryggis- og utanríkismálum

Loftslagsmál, netárásir og dvínandi fjölþjóðahyggja eru helstu ógnirnar sem standa frammi fyrir Norðurlöndunum, samkvæmt nýrri skýrslu Björns Bjarnasonar um norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Ísland getur lagt sitt af mörkum á þessu sviði.

Frá fundi Norðurlandaráðsins í fyrra
Frá fundi Norðurlandaráðsins í fyrra
Auglýsing

Nor­rænt sam­starf er vel þekkt og hefur verið að þró­ast um ára­tuga skeið. Nú er verið að stíga ný skref með auk­inni sam­vinnu í örygg­is- og utan­rík­is­málum sem taka mið af breyttum heimi. Grund­völl­ur­inn að nor­rænu örygg­is­mála­sam­starfi er ekki aðeins sam­eig­in­legir land­fræði­legir hags­mun­ir, heldur enn frekar ímynd, og hug­mynda­fræði­leg sýn ríkj­anna. Þar er því bæði litið til hag­nýtra úrlausna vegna við­bún­aðar og við­bragða við ógn­um, og ekki síður til þess að efla ákveðna hug­mynda­fræði­lega heild. Það styrkir sam­starfið út á við og getur jafn­vel orðið eins kon­ar  fyr­ir­mynd fyrir önnur ríki og ríkja­sam­starf.

Ný skýrsla Björns Bjarna­son­ar 

Í sumar sem leið kom út  skýrsla sem Björn Bjarna­son vann fyrir utan­rík­is­ráð­herra Norð­ur­land­anna um nán­ari þróun sam­starfs á sviði örygg­is- og utan­rík­is­mála, en skýrslan var gerð að und­ir­lagi Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra. Um ára­tugur eru lið­inn frá því að sam­bæri­leg skýrsla Thor­valds Stol­ten­bergs kom út.

Auglýsing

Hún sneri að miklu leyti að nán­ara her­mála­sam­starfi en þó var hugað að breyttum aðstæðum sem köll­uðu á nýja nálgun hvað varðar sam­fé­lags­legt öryggi og net­ör­ygg­is­mál. Sú skýrsla er talin hafa verið mjög gagn­leg því tals­verðar fram­farir hafa orðið í nor­rænni sam­vinnu á sviði örygg­is- og varn­ar­mála, bæði heild­rænt undir merkjum NOR­DEFCO og einnig með tví­hliða sam­starf­i. 

Vá vegna lofts­lags­breyt­inga og afleið­inga þeirra, net­tækni sem getur af sér sífellt meiri ógnir vegna mis­notk­unar og beinna árása, og nú síð­ast heims­far­ald­ur. Allt getur þetta riðlað sam­fé­lögum og þar með ógnað öryggi án þess að hefð­bundnar her­varnir komi að gagni. Meg­in­við­fangs­efni hinnar nýju skýrslu bein­ist því sér­stak­lega að sam­fé­lags­legu öryggi eða almanna­ör­yggi og þeim fjöl­mörgu þáttum sem þar hafa áhrif og geta ógnað því. 

Má skipta við­fangs­efni hennar í þrennt; lofts­lags­breyt­ing­ar, fjöl­þáttaógnir og net­ör­yggi, auk þess að leita leiða til að að efla fjöl­þjóða­sam­starf og virð­ingu fyrir alþjóða­regl­um. Verða hér dregin saman í stuttu máli helstu atriði skýrsl­unnar í þessum þremur flokkum og í kjöl­farið metið gildi henn­ar, sér­stak­lega með til­liti til getu og mögu­leika Íslands í slíku sam­starfi.

Lofts­lags­breyt­ingar

Í skýrsl­unni segir að lofts­lags­breyt­ingar séu ein mesta áskorun sem heim­ur­inn standi frammi fyrir og bent er á mik­il­vægi sam­eig­in­legs fram­lags Norð­ur­land­anna til þess að takast á við þær. Þetta sé áskorun sem ein­ungis alþjóða­sam­vinna geti brugð­ist við á áhrifa­ríkan hátt og sé nú þegar for­gangs­at­riði í utan­rík­is- og örygg­is­málum Norð­ur­land­anna. Þróa ætti sam­eig­in­lega stefnu­mótun til að efla nor­rænar aðgerðir í lofts­lags­málum á heims­vísu. Þar er nefnt að ýmis tæki hefð­bund­innar utan­rík­is­þjón­ustu, þar með talin þró­un­ar­sam­starf og við­skipti, megi nota frekar til að aðstoða og hvetja önnur lönd og aðila til að efla aðgerðir gagn­vart lofts­lags­breyt­ing­um. 

Aukin verk­efni Norð­ur­landa á þessu sviði geti mögu­lega aukið metnað ann­arra ríkja í lofts­lags­mál­um, flýtt fyrir alþjóð­legum grænum umskiptum og tryggt aukið fjár­magn til mála­flokks­ins. Fyrir Norð­ur­lönd eru þrjú mál talin skera sig sér­stak­lega úr: græn orka, norð­ur­slóðir og til­flutn­ingur fólks (e. migration).

Fjöl­þáttaógnir – net­ör­yggi

Einnig eru fjöl­þáttaógnir nefndar til sög­unn­ar, sem meðal ann­ars fela í sér netárásir og upp­lýs­inga­fölsun sem getur af sér upp­lýs­inga­óreiðu. Þetta eru alvar­legar og vax­andi ógnir og eru Norð­ur­löndin þar ekki und­an­skil­in. Slíkar fjöl­þáttaógnir eru tví­ræðar og hann­aðar til að gefa svig­rúm fyrir afneitun og segir í skýrsl­unni að opin lýð­ræð­is­leg sam­fé­lög séu hugs­an­lega ber­skjald­aðri fyrir slíkum árásum, sem geta grafið undan lýð­ræð­is­legum gild­um. Sagt er að mikil sam­staða ríki um þá sýn að sam­einuð gætu Norð­ur­löndin mætt þessum áskor­unum á áhrifa­rík­ari hátt en ella. 

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO og fyrrum forsætisráðherra Noregs, ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra.Lagt er til að komið verði á sam­starfi milli rík­is­stjórna og einka­fyr­ir­tækja til að stuðla að lýð­ræð­is­legri staf­rænni fram­tíð, til að tryggja grund­völl sam­eig­in­legra nor­rænna gilda um mál­frelsi, frið­helgi, frjálsan markað og gagn­sæi. Þetta myndi styðja við­leitni Norð­ur­landa­búa til að standa vörð um frjáls­lynd­ar, lýð­ræð­is­legar meg­in­reglur í skipan heims­mála. 

Dvín­andi fjöl­þjóða­hyggja – mót­væg­is­að­gerðir

Jafn­framt kemur fram að á Norð­ur­lönd­unum hafi fólk veru­legar áhyggjur af því að fjöl­þjóða­hyggja njóti minnk­andi trausts í heim­in­um, nú þegar mæta þarf auknum áskor­unum á heims­vísu. Virð­ing og virkni alþjóða­kerf­is­ins sem byggir á samn­ingum um lög og reglur er smá­ríkjum hvað mik­il­væg­ust. 

Ef þar á skorti grafi það undan grunn­þáttum sam­fé­lags eins og þess sem Norð­ur­landa­búar leggi ríka áherslu á; lýð­ræði, rétt­ar­ríki og mann­rétt­ind­um, ferða­frelsi og alþjóða­við­skipt­um. Því ættu Norð­ur­löndin jafn­framt að leita eftir sam­starfi við önnur ríki, þvert á svæð­is­bundna hópa, til að end­ur­bæta fjöl­þjóð­leg sam­tök og stofn­an­ir. Það ætti að ger­ast á öllum stigum og innan frá, og leit­ast við að gera stjórn­skipu­lagið skil­virkara og full­trúa­vænna. 

Þá er lögð til staf­ræn kynn­ing á nor­ræna vöru­merk­inu og þeim grunn­gildum sem það stendur fyr­ir. Að Norð­ur­landa­búar nýti sér staf­ræn sam­skipti við skipu­lagn­ingu ráð­stefna og með þátt­töku á sam­fé­lags­miðlum með texta og mynd­böndum til að virkja stuðn­ing við þessi grunn­gildi, bæði heima og erlend­is. Jafn­framt ætti að leita sam­ráðs við sér­fræð­inga á sviði almanna­tengsla og upp­lýs­inga­tækni vegna sam­ræmds átaks til að kynna nor­ræna vöru­merk­ið. 

Nor­rænt sam­starf í örygg­is- og utan­rík­is­málum

Það sem almennt gerir alla Norð­ur­landa­sam­vinnu auð­velda er hin hug­mynda­fræði­lega sam­staða ríkj­anna fimm. Þetta á sér­stak­lega við þegar treysta þarf á fylgi og vel­vilja, bæði almenn­ings og stjórn­mála­manna, því allt sem heitir nor­rænt sam­starf hefur gjarnan yfir sér frið­semd­ar­blæ og er nán­ast sjálf­gefið að það njóti frek­ari póli­tísks stuðn­ings heima fyr­ir.

Fyrr á tímum var örygg­is- og varn­ar­málum haldið fyrir utan nor­rænt sam­starf sem snéri að mestu að menn­ing­ar- og félags­legum þátt­um. Ákveðið sam­starf þró­að­ist þó, sér í lagi sem leið til sparn­að­ar, t.a.m. með sam­eig­in­legum kaupum og nýt­ingu á her­bún­aði. Mis­mun­andi áherslur og skuld­bind­ingar ríkj­anna fimm gátu þar valdið tals­verðum vand­kvæðum en er orðið mun auð­veld­ara við­fangs og náið á ýmsum svið­um, bæði tví- og þrí­hliða og þvert á banda­lög eins og NATO og ESB. 

Nú eru örygg­is- og varn­ar­mál jafn­framt skoðuð í mun víð­ara sam­hengi en áður og mörkin milli harðra og mjúkra örygg­is­mála ógreini­legri, sér í lagi með auk­inni net­væð­ingu og ógnum henni tengdri. Þær til­lögur sem skýrslan boðar snúa því meira að ýmsum almennum þáttum sam­fé­lags­ins, sem áður voru utan hefð­bund­ins örygg­is­mála­sam­starfs, en byggja á sam­eig­in­legri sýn og gildum sem eiga sér djúpar rætur í nor­rænu sam­starfi. Slík stefnu­mál er auð­veld­ara að sam­ræma og hrinda í fram­kvæmd heldur en þeim sem snúa að harð­ari örygg­is­málum á hern­að­ar­legum grunni, eða þar sem beita þarf hern­að­ar­legum úrræð­u­m. 

Þó er ljóst að ef slíkt sam­starf á að verða raun­veru­legt og ná til­gangi sínum til fulls krefst það ein­hverra form­legra skuld­bind­inga. Slíkar skuld­bind­ingar fara ekki alltaf saman við stefnu, úrræði og við­búnað hvers og eins rík­is. Sem dæmi má nefna að ef beita á sam­eig­in­legum styrk þegar vá ber að hönd­um, þar sem bland­ast saman hern­að­ar- og borg­ara­leg starf­semi, þarf lag­ara­mmi hvers ríkis fyrir sig að vera mjög skýr. Sé slíkum atriðum ekki fylgt fast eftir er hætta á að sam­starf eins og hér um ræðir verði lítið annað en orðin tóm. 

Þekk­ing og geta er ekki það sama

Því verður fróð­legt að sjá hvernig til tekst með fram­kvæmd þess­ara metn­að­ar­fullu til­laga en Danir hafa tekið að sér að útbúa áætlun um hvernig þeim verður fram­fylgt. Skýrsl­unni virð­ist hafa verið vel tekið og hefur þegar verið ákveðið að verka­skipt­ing verði milli ríkj­anna um fram­kvæmd, sem verði fylgt eftir með skýrslu­gjöf undir stjórn utan­rík­is­ráð­herr­anna. Nefna má að fasta­nefndir nor­rænu ríkj­anna hjá Sam­ein­uðu þjóð­unum styðj­ast nú þegar við til­lögur skýrsl­unn­ar.

Ein­hverjir kynnu að gagn­rýna skýrsl­una á þeim for­sendum að þar sé um svo­kall­aða örygg­i­s­væð­ingu að ræða og hætta sé á að gengið verði of langt í að gera allt mögu­legt að örygg­is­mál­um. Það er vissu­lega gilt sjón­ar­mið því það er ákveðið grund­vall­ar­at­riði þegar við­brögð við vá og ógnum eru ann­ars vegar að varn­ar­við­bún­að­ur­inn verði ekki of mikil byrði á sam­fé­lag­inu, skerði ekki lífs­gæði og vegi jafn­vel að frelsi og grund­vall­ar­mann­rétt­ind­um. 

Að sama skapi má setja spurn­ing­ar­merki við þær vanga­veltur sem settar er fram í skýrsl­unni, að frjáls og opin nor­ræn sam­fé­lög séu á ein­hvern hátt ber­skjald­aðri gagn­vart net­glæpum og upp­lýs­inga­óreiðu en önn­ur. 

Má í raun full­yrða að því sé einmitt öfugt far­ið, að opin og frjáls lýð­ræð­is­sam­fé­lög séu betur í stakk búin til að verj­ast slíkum und­ir­róðri, þó sam­fé­lögin geti vissu­lega laskast og tjónið orðið umtals­vert. Þetta er mik­il­vægt atriði og varpar einmitt ljósi á þann styrk sem felst í opnu, frjálsu lýð­ræð­is­legu sam­fé­lagi hvar félags­leg sam­heldni er mikil og er í raun ákveð­inn und­ir­tónn skýrsl­unn­ar. Þar er eitt af mark­mið­unum að Norð­ur­löndin styrki og haldi á lofti þeirri ímynd sem tek­ist hefur að skapa og gæti orðið fyr­ir­mynd ann­arra ríkja – sem er einmitt gott dæmi um mjúkt vald.

Einnig er rétt að hafa í huga að margt af því sem skýrsla Björns snertir á er þegar í ein­hverju formi til umfjöll­unar á vett­vangi ESB og þau þrjú ríki sem eiga beina aðild að sam­band­inu eru að nýta sér kosti þess. Norð­menn hafa einnig verið iðnir við að koma sér inn í sam­starf er teng­ist örygg­is- og varn­ar­málum á vett­vangi ESB, í krafti þess utan­rík­is­póli­tíska sam­ráðs sem EES-­samn­ing­ur­inn leggur grunn­inn að. Nor­egur hefur þannig tekið þátt í beinum verk­efnum á þeim sviðum á vett­vangi ESB og gerði t.d. sér­stakan sam­starfs­samn­ing við Varn­ar­mála­stofnun Evr­ópu (EDA) árið 2011.

Sjálf­stæð geta til skil­virkrar stefnu­mót­unar er lyk­il­at­riði

Þetta beinir sjónum að þeirri spurn­ingu hvort Ísland hafi það sem til þarf í slíku sam­starfi. Ljóst er að full­valda sjálf­stætt ríki verður að búa yfir mögu­leikum á sjálf­stæðri upp­lýs­inga­öfl­un, grein­ingu og stefnu­mótun því sú staða getur ætíð komið upp, hvað sem samn­ingum við önnur ríki líð­ur, að eng­inn gæti hags­muna þeirra nema þau sjálf. Ríki verða því að búa yfir grein­ing­ar­getu; getu til að afla þekk­ingar og skilja ógnir ann­ars veg­ar, og úrræðum og getu til að bregð­ast við hins­veg­ar. 

Það má rök­styðja að margt af þessu skorti mjög á Íslandi og Íslend­ingar séu van­máttugir þegar kemur að viður­eign við utan­að­kom­andi ógnir af hvaða tagi sem er, hern­að­ar­legar eða aðr­ar. Við treystum á að aðrir komi til bjargar ef á bjátar og einmitt þess vegna er enn mik­il­væg­ara að geta talað skýrt, ígrundað vel og af þekk­ingu; hvað getum við lagt til og hvað ætlum við raun­veru­lega að leggja til mál­anna, á sann­fær­andi hátt. 

Þetta á t.a.m. við um hinar nýju fjöl­þáttaógnir sem tengj­ast net­ör­yggi og hern­aði. Þar þurfa Íslend­ingar að byggja upp betri þekk­ingu og skiln­ing á upp­lýs­inga­óreiðu ann­ars vegar og síðan því sem teng­ist aðgerðum gegn þessum ógnum hins veg­ar. Alþjóða­sam­starf getur einmitt komið að góðum notum en þátt­taka í t.d. önd­veg­is­setrum NATO og ESB getur byggt undir þekk­ing­ar­grunn Íslend­inga. Mögu­leg þátt­taka íslenskra sér­fræð­inga í aðgerða­stöðvum NATO og ESB gegn t.d. netógnum væri einnig rétt að athuga vel, en gera má ráð fyrir að á vett­vangi beggja stofn­ana séu van­nýttir mögu­leikar til íslenskrar þátt­töku og þekk­ing­ar­sókn­ar. 

Góður grunnur til að byggja á – fyrir Ísland sér­stak­lega 

Ljóst er að leiðin að nán­ara nor­rænu sam­starfi á sviði örygg­is- og utan­rík­is­mála, sér í lagi þeim sem snúa að beit­ingu sam­eig­in­legra hern­að­ar­legra úrræða, getur reynst tor­fær. Hins vegar má full­yrða að Norð­ur­löndin búi vel þegar kemur að póli­tískum sam­hljómi og sam­eig­in­legum gildum þeirra. Það eru þættir sem vega þungt þegar verja á almanna­ör­yggi gegn upp­lýs­inga­óreiðu og ein­ræð­istil­burð­um, og efla virð­ingu fyrir alþjóða­lögum og regl­um. Auð­veldar þetta mjög sam­eig­in­lega, eða a.m.k. sam­ræmda, stefnu­mót­un, sem snýr að flestu því sem lagt er til í skýrsl­unn­i. 

Hér eru einnig sér­stök sókn­ar­færi fyrir Ísland, því þrátt fyrir þann van­mátt sem stundum virð­ist ein­kenna aðkomu Íslands að þessum málum hafa Íslend­ingar sína styrk­leika, er skýrsla Björns gott dæmi um hvað leggja má til. Styrkur íslensks sam­fé­lags og sam­staða í viður­eignum við nátt­úru­ham­farir og nú síð­ast heims­far­aldur er einnig mik­il­vægt inn­legg. Ísland hefur því ein­stakt tæki­færi til að leggja sitt af mörkum í þessu sam­starfi, en jafn­framt að byggja upp aukna þekk­ingu og getu, ef póli­tískur vilji er nægj­an­leg­ur. Af því að hér er reistur grunnur á und­ir­stöðum nor­ræns sam­starfs ætti, að öllu jöfnu, sá póli­tíski vilji og sam­staða sem til þarf að vera auð­sótt­ari en ef ein­ungis væri byggt á hinum hefð­bundn­ari grunni NATO-að­ildar og varn­ar­sam­starfs við Banda­rík­in. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar