Kínverjar með kaupæði

Kínverjar kaupa nú og byggja stórskipahafnir um allan heim undir formerkjum Beltis og brautar. Að baki eru þó áform um að tryggja strategíska stöðu Kína og aðferðirnar eru ekki alltaf til fyrirmyndar.

Uppbygging stórskipahafnarinnar í Colombo Port City.
Uppbygging stórskipahafnarinnar í Colombo Port City.
Auglýsing

Þing Sri Lanka hefur sam­þykkt lög um sér­stakt efna­hags­svæði sem nú rís við höf­uð­borg­ina og er kallað Colombo Port City. Þar verða, auk stór­skipa­hafn­ar, m.a. íbúð­ir, hót­el, íþrótta- og golf­vell­ir, skemmti­garðar og For­múlu 1 kappakst­urs­braut. Fram­kvæmdin er sam­kvæmt samn­ingi sem stjórn­völd á Sri Lanka gerðu við kín­verskt fyr­ir­tæki sem leggur til fjár­magn og fær í stað­inn rétt til að nýta sér til­tekið land­svæði.

Eins og þetta sé ekki nóg þá hafa Kín­verjar einnig staðið að bygg­ingu stór­skipa­hafnar við Haban­tota á Sri Lanka. Verk­efni sem frá byrjun hefur virst harla til­gangs­laust enda kom á dag­inn að lítið hefur verið að gera í höfn­inni því afkasta­mikil höfn er þegar til staðar við höf­uð­borg­ina. Auk þess hefur nýbyggður alþjóða­flug­völlur staðið ónot­aður og hrað­brautir sem áttu að tengja svæðið verið not­aðar af bændum til að þurrka afurðir sín­ar.

Þessar fram­kvæmdir Kín­verja hafa verið ákaf­lega umdeildar og margir bent á að þær vegi að full­veldi Sri Lanka. Þeir hafi nýtt sér bága stöðu lands­ins, greitt háar fjár­hæðir í kosn­inga­sjóði spiltra stjórn­mála­manna – og með því að lána fyrir fjár­fest­ingum sem ljóst hefur verið að aldrei muni borga sig. Skuldir Sri Lanka við Kína nema u.þ.b. heilum fjár­lögum og í krafti þessa muni Kín­verjar geta farið sínu fram, þrátt fyrir ákvæði sem tak­marka hern­að­ar­legra umferð um hafn­ar­svæð­in.

Auglýsing

Belti og braut

Á yfir­borð­inu eru þessar fram­kvæmdir hluti af „Belti og braut“ eins og flest það sem Kín­verjar fram­kvæma þessi miss­er­in, tví­skiptri áætlun sem tekur til inn­viða­upp­bygg­ingar um heim allan en öllum ríkjum hefur verið boðin þátt­taka. Kína er mjög háð útflutn­ingi en jafn­framt inn­flutn­ingi á olíu og gasi frá Mið-Aust­ur­lönd­um. Þeir hafa því verið að leggja vegi og járn­brautir og byggja hafn­ar­að­stöðu til að bæta teng­ingar milli Kína, Mið-Asíu og Mið-Aust­ur­landa, á því sem kallað hefur verið „Nýja silki­leið­in“.

Nú þegar hafa þeir tryggt sér yfir­ráð yfir stór­skipa­höfnum alla leið inn á Mið­jarð­ar­haf. Má nefna höfn­ina í Singa­pore sem þeir keyptu nýverið og áður­nefndar hafnir á Sri Lanka, auk mik­illa fjár­fest­inga í höfnum í Jem­en, Djí­bútí og Súd­an. Kín­verjar hafa keypt meiri­hluta í höfn­inni við Pira­eus, stærstu höfn Grikk­lands, og lýst því yfir að fjár­fest verði fyrir um 600 millj­ónir evra í upp­bygg­ingu hafn­ar­innar sem þá yrði stærsta höfn Evr­ópu.

Aukin umsvif Kína eru gjarnan í nafni nokk­urra risa­fyr­ir­tækja sem eru að mestu í eigu kín­verska rík­is­ins, jafn­vel kín­verska hers­ins. Þau er flest undir hatti hinnar gríð­ar­stóru COSCO Shipp­ing-­sam­steypu og CCCC sem sinnir hönnun og bygg­ingu inn­viða; sam­skipta­kerfa, hafna, járn­brauta, vega, brúa og olíu­vinnslu­stöðva.

Kín­verjar hugsa fram í tím­ann – mögu­legar norð­ur­slóða­sigl­ingar

En Kín­verjar eru ekki ein­ungis að tryggja greiðar sigl­ingar og hafnir í sínu næsta nágrenni. Þeir hafa á und­an­förnum árum verið að kaupa hluti í stór­skipa­höfnum um allan heim og eiga nú í gegnum nefnd fyr­ir­tæki ýmist ráð­andi hlut eða hluta í fjölda risa­hafna. Hvort sem það er í Asíu, Amer­íku, Evr­ópu eða Eyja­álfu.

Gott dæmi er Panama þar sem Kín­verjar hafa fjár­fest umtals­vert, m.a. með fram Panama­skurð­in­um. Miðað við sögu og tengsl Banda­ríkja­manna við Panama­skurð­inn gæti jafn­vel slegið í brýnu. Kína hefur jafn­framt náð tals­verðri fót­festu meðal ann­arra ríkja rómönsku Amer­íku en 19 ríki á svæð­inu hafa skrifað undir samn­inga um Belti og braut.

Kínverjar hafa haft áhuga á áform um uppbyggingu gríðarstórrar hafnar í Finnafirði hjá Langanesi. Mynd: Efla

Kín­verjar horfa langt fram í tím­ann og hafa þeir m.a. reynt að koma í kring upp­bygg­ingu stór­skipa­hafnar í Nova Scotia, til að tryggja aðstöðu vegna mögu­legra íshafs­sigl­inga um Norð­vest­ur­leið­ina. Þeir hafa jafn­framt sýnt áhuga á Íslandi og und­ir­bún­ingi bygg­ingar risa­hafnar í Finna­firði og COSCO hefur einnig komið að áformum um höfn við Kirkenes í Nor­egi. Norsk stjórn­völd hafa lýst yfir and­stöðu við áformin en þeim verið haldið áfram engu að síð­ur.

Er eitt­hvað að því að Kína stundi alþjóða­við­skipti?

En spyrja má hvort eitt­hvað þurfi að vera athuga­vert við að kín­versk fyr­ir­tækin kaupi önnur fyr­ir­tæki eins og tíðkast á alþjóð­legum mark­aði. Þessi umsvif Kín­verja hleypa vissu­lega lífi í bág­bor­inn efna­hag ríkja víða um heim og geta rennt stoðum undir efna­hags­lega vel­sæld.

Að sama skapi hefur verið bent á að það sé einmitt frjálst og óhindrað flæði á vörum og þjón­ustu um heim­inn sem hafi átt sinn þátt í að halda frið­inn milli ríkja. Að ríkjum sé nú sem mest í mun að óheft við­skipti fái að blómstra, að hægt sé að koma vörum á markað og fólk fái þær vörur og þjón­ustu sem það vant­ar.

Í því sam­hengi má nefna að efna­hags­leg útþensla Kín­verja kann einnig að tengja þá meira við Vest­ur­lönd og umheim­inn almennt og auka sam­skipti, sem hefði jákvæðar afleið­ing­ar. Slíkt myndi færa Kína og Vest­ur­lönd nær hvoru öðru, félags- og menn­ing­ar­lega, öllum til hags­bóta.

Var­huga­verð þróun þegar veik­burða ríki eru ann­ars vegar

Eða hvað? Þó Belti og braut-verk­efnið og þessi gríð­ar­legu umsvif Kín­verja kunni að líta vel út á yfir­borð­inu eru þetta ekk­ert venju­leg við­skipti. Þau eru aug­ljós­lega ekki ein­ungis til að tryggja flutn­inga svo koma megi vörum og orku til og frá land­inu. Með þeim er jafn­framt verið að tryggja Kína fót­festu og ítök um heim all­an.

Þó það eigi kannski ekki við um öfl­uga aðila eins og Banda­ríkin og Evr­ópu­sam­bandið þá nýta Kín­verjar sér gjarnan ástand í ríkjum þar sem efna­hags­á­stand er bág­bor­ið. Stjórn­völd slíkra ríkja freist­ast til að taka við við fjár­magni til fjár­fest­inga sem síðan reyn­ist hafa ýmsa van­kanta – og getur leitt þau í skulda­gildru. Fram­kvæmdir eru oft­ast á hendi kín­verskra fyr­ir­tækja sem koma með sína starfs­menn þannig að inn­lendur vinnu­mark­aður nýtur tak­mark­aðs ávinn­ings.

Þetta á við um m.a. Sri Lanka, Pana­ma, og nokkur ríki Afr­íku. Atvinnu­á­stand og efna­hagur ríkj­anna kann að batna að ein­hverju leyti en fórn­ar­kostn­að­ur­inn er oft mik­ill. Fjár­streymi inn í lönd sem eiga í vök að verj­ast efna­hags­lega og þar sem lýð­ræði á undir högg að sækja getur því verið var­huga­vert. Slíkt kallar gjarnan á spill­ingu og leiðir til ójafn­vægis og klofn­ings sam­fé­lag­anna.

Kína er ein­ræð­is­ríki sem virðir ekki lýð­ræði og virð­ist ekki alltaf ganga út frá þeirri heims­mynd að við­skipti geti gengið án þess að neyta afls­mun­ar. Upp­bygg­ing þar sem gríð­ar­leg völd og áhrif safn­ast á hendur eins ríkis eins og Kína, hefur nei­kvæð áhrif þegar kemur að valda­jafn­vægi í heim­in­um. Slíkir yfir­burðir eru öðrum ríkjum óhag­felld­ir, sér í lagi smá­ríkj­um, hvort sem það er Sri Lanka, Pana­ma, nú eða Ísland.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar