Kínverjar með kaupæði

Kínverjar kaupa nú og byggja stórskipahafnir um allan heim undir formerkjum Beltis og brautar. Að baki eru þó áform um að tryggja strategíska stöðu Kína og aðferðirnar eru ekki alltaf til fyrirmyndar.

Uppbygging stórskipahafnarinnar í Colombo Port City.
Uppbygging stórskipahafnarinnar í Colombo Port City.
Auglýsing

Þing Sri Lanka hefur samþykkt lög um sérstakt efnahagssvæði sem nú rís við höfuðborgina og er kallað Colombo Port City. Þar verða, auk stórskipahafnar, m.a. íbúðir, hótel, íþrótta- og golfvellir, skemmtigarðar og Formúlu 1 kappakstursbraut. Framkvæmdin er samkvæmt samningi sem stjórnvöld á Sri Lanka gerðu við kínverskt fyrirtæki sem leggur til fjármagn og fær í staðinn rétt til að nýta sér tiltekið landsvæði.

Eins og þetta sé ekki nóg þá hafa Kínverjar einnig staðið að byggingu stórskipahafnar við Habantota á Sri Lanka. Verkefni sem frá byrjun hefur virst harla tilgangslaust enda kom á daginn að lítið hefur verið að gera í höfninni því afkastamikil höfn er þegar til staðar við höfuðborgina. Auk þess hefur nýbyggður alþjóðaflugvöllur staðið ónotaður og hraðbrautir sem áttu að tengja svæðið verið notaðar af bændum til að þurrka afurðir sínar.

Þessar framkvæmdir Kínverja hafa verið ákaflega umdeildar og margir bent á að þær vegi að fullveldi Sri Lanka. Þeir hafi nýtt sér bága stöðu landsins, greitt háar fjárhæðir í kosningasjóði spiltra stjórnmálamanna – og með því að lána fyrir fjárfestingum sem ljóst hefur verið að aldrei muni borga sig. Skuldir Sri Lanka við Kína nema u.þ.b. heilum fjárlögum og í krafti þessa muni Kínverjar geta farið sínu fram, þrátt fyrir ákvæði sem takmarka hernaðarlegra umferð um hafnarsvæðin.

Auglýsing

Belti og braut

Á yfirborðinu eru þessar framkvæmdir hluti af „Belti og braut“ eins og flest það sem Kínverjar framkvæma þessi misserin, tvískiptri áætlun sem tekur til innviðauppbyggingar um heim allan en öllum ríkjum hefur verið boðin þátttaka. Kína er mjög háð útflutningi en jafnframt innflutningi á olíu og gasi frá Mið-Austurlöndum. Þeir hafa því verið að leggja vegi og járnbrautir og byggja hafnaraðstöðu til að bæta tengingar milli Kína, Mið-Asíu og Mið-Austurlanda, á því sem kallað hefur verið „Nýja silkileiðin“.

Nú þegar hafa þeir tryggt sér yfirráð yfir stórskipahöfnum alla leið inn á Miðjarðarhaf. Má nefna höfnina í Singapore sem þeir keyptu nýverið og áðurnefndar hafnir á Sri Lanka, auk mikilla fjárfestinga í höfnum í Jemen, Djíbútí og Súdan. Kínverjar hafa keypt meirihluta í höfninni við Piraeus, stærstu höfn Grikklands, og lýst því yfir að fjárfest verði fyrir um 600 milljónir evra í uppbyggingu hafnarinnar sem þá yrði stærsta höfn Evrópu.

Aukin umsvif Kína eru gjarnan í nafni nokkurra risafyrirtækja sem eru að mestu í eigu kínverska ríkisins, jafnvel kínverska hersins. Þau er flest undir hatti hinnar gríðarstóru COSCO Shipping-samsteypu og CCCC sem sinnir hönnun og byggingu innviða; samskiptakerfa, hafna, járnbrauta, vega, brúa og olíuvinnslustöðva.

Kínverjar hugsa fram í tímann – mögulegar norðurslóðasiglingar

En Kínverjar eru ekki einungis að tryggja greiðar siglingar og hafnir í sínu næsta nágrenni. Þeir hafa á undanförnum árum verið að kaupa hluti í stórskipahöfnum um allan heim og eiga nú í gegnum nefnd fyrirtæki ýmist ráðandi hlut eða hluta í fjölda risahafna. Hvort sem það er í Asíu, Ameríku, Evrópu eða Eyjaálfu.

Gott dæmi er Panama þar sem Kínverjar hafa fjárfest umtalsvert, m.a. með fram Panamaskurðinum. Miðað við sögu og tengsl Bandaríkjamanna við Panamaskurðinn gæti jafnvel slegið í brýnu. Kína hefur jafnframt náð talsverðri fótfestu meðal annarra ríkja rómönsku Ameríku en 19 ríki á svæðinu hafa skrifað undir samninga um Belti og braut.

Kínverjar hafa haft áhuga á áform um uppbyggingu gríðarstórrar hafnar í Finnafirði hjá Langanesi. Mynd: Efla

Kínverjar horfa langt fram í tímann og hafa þeir m.a. reynt að koma í kring uppbyggingu stórskipahafnar í Nova Scotia, til að tryggja aðstöðu vegna mögulegra íshafssiglinga um Norðvesturleiðina. Þeir hafa jafnframt sýnt áhuga á Íslandi og undirbúningi byggingar risahafnar í Finnafirði og COSCO hefur einnig komið að áformum um höfn við Kirkenes í Noregi. Norsk stjórnvöld hafa lýst yfir andstöðu við áformin en þeim verið haldið áfram engu að síður.

Er eitthvað að því að Kína stundi alþjóðaviðskipti?

En spyrja má hvort eitthvað þurfi að vera athugavert við að kínversk fyrirtækin kaupi önnur fyrirtæki eins og tíðkast á alþjóðlegum markaði. Þessi umsvif Kínverja hleypa vissulega lífi í bágborinn efnahag ríkja víða um heim og geta rennt stoðum undir efnahagslega velsæld.

Að sama skapi hefur verið bent á að það sé einmitt frjálst og óhindrað flæði á vörum og þjónustu um heiminn sem hafi átt sinn þátt í að halda friðinn milli ríkja. Að ríkjum sé nú sem mest í mun að óheft viðskipti fái að blómstra, að hægt sé að koma vörum á markað og fólk fái þær vörur og þjónustu sem það vantar.

Í því samhengi má nefna að efnahagsleg útþensla Kínverja kann einnig að tengja þá meira við Vesturlönd og umheiminn almennt og auka samskipti, sem hefði jákvæðar afleiðingar. Slíkt myndi færa Kína og Vesturlönd nær hvoru öðru, félags- og menningarlega, öllum til hagsbóta.

Varhugaverð þróun þegar veikburða ríki eru annars vegar

Eða hvað? Þó Belti og braut-verkefnið og þessi gríðarlegu umsvif Kínverja kunni að líta vel út á yfirborðinu eru þetta ekkert venjuleg viðskipti. Þau eru augljóslega ekki einungis til að tryggja flutninga svo koma megi vörum og orku til og frá landinu. Með þeim er jafnframt verið að tryggja Kína fótfestu og ítök um heim allan.

Þó það eigi kannski ekki við um öfluga aðila eins og Bandaríkin og Evrópusambandið þá nýta Kínverjar sér gjarnan ástand í ríkjum þar sem efnahagsástand er bágborið. Stjórnvöld slíkra ríkja freistast til að taka við við fjármagni til fjárfestinga sem síðan reynist hafa ýmsa vankanta – og getur leitt þau í skuldagildru. Framkvæmdir eru oftast á hendi kínverskra fyrirtækja sem koma með sína starfsmenn þannig að innlendur vinnumarkaður nýtur takmarkaðs ávinnings.

Þetta á við um m.a. Sri Lanka, Panama, og nokkur ríki Afríku. Atvinnuástand og efnahagur ríkjanna kann að batna að einhverju leyti en fórnarkostnaðurinn er oft mikill. Fjárstreymi inn í lönd sem eiga í vök að verjast efnahagslega og þar sem lýðræði á undir högg að sækja getur því verið varhugavert. Slíkt kallar gjarnan á spillingu og leiðir til ójafnvægis og klofnings samfélaganna.

Kína er einræðisríki sem virðir ekki lýðræði og virðist ekki alltaf ganga út frá þeirri heimsmynd að viðskipti geti gengið án þess að neyta aflsmunar. Uppbygging þar sem gríðarleg völd og áhrif safnast á hendur eins ríkis eins og Kína, hefur neikvæð áhrif þegar kemur að valdajafnvægi í heiminum. Slíkir yfirburðir eru öðrum ríkjum óhagfelldir, sér í lagi smáríkjum, hvort sem það er Sri Lanka, Panama, nú eða Ísland.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar