Vegabréfabiðlisti

Þegar útlit er fyrir að kórónuplágunni linni hugsa margir Danir sér til hreyfings. Þá er jafngott að það allra nauðsynlegasta sem hafa skal með í ferðalagið, vegabréfið, gleymist ekki heima og sé í gildi. Löng bið er hins vegar eftir nýju vegabréfi.

1589244913-huge_mynd_shutterstock
Auglýsing

Danir ferð­ast mik­ið. Út um allar triss­ur. Þótt hin svo­nefndu sól­ar­lönd, Spánn og Ítalía séu ofar­lega á vin­sælda­list­anum eru fjar­læg­ari lönd t.d Tæland mjög vin­sælir áfanga­staðir í sum­ar­frí­inu, og reyndar líka á vet­urna. Ferða­vanir Danir vita nákvæm­lega hverju þarf að pakka í tösk­una, eða tösk­urn­ar, áður en lagt er í hann. Þótt eitt­hvað, til dæmis tann­burstinn, gleym­ist heima gerir það ekki svo mikið til, slík hjálp­ar­tæki fást nán­ast á hverju götu­horni hvar sem er í heim­in­um. En allra nauð­syn­leg­asti „fylgi­hlut­ur“ hvers ferða­manns er ill­fá­an­legur ann­ars staðar en í heima­landi og því er jafn­gott að þessi hlutur gleym­ist ekki þegar lagt er af stað. Þetta er vita­skuld vega­bréf­ið.

180 þús­und vega­bréf á hverju ári

Gild­is­tími danskra vega­bréfa er tíu ár, sé við­kom­andi 18 ára eða eldri, hjá börnum upp að tveggja ára aldri er gild­is­tími vega­bréfs tvö ár en hjá tveggja til 17 ára er gild­is­tím­inn fimm ár. Í Dan­mörku er það Borg­ara­þjón­ustan (Borger­service) sem sér um útgáfu vega­bréfa og í hverjum ein­asta mán­uði árs­ins eru að jafn­aði gefin út 15 þús­und ný vega­bréf, sem sé 180 þús­und á hverju ári. Stærsti hlut­inn er eðli­leg end­ur­nýjun en á síð­ustu árum hafa æ fleiri dönsk vega­bréf horfið með ein­hverjum hætti. Dag­blaðið Berl­ingske greindi fyrir skömmu frá því að árlega týnist, eða hverfi, um það bil 30 þús­und vega­bréf. Sá sem sækir um vega­bréf mætir á skrif­stofu Borg­ara­þjón­ust­unn­ar, fram­vísar gamla vega­bréf­inu (ef það er til stað­ar) fær tekna af sér mynd, borgar til­tekið gjald og fær svo vega­bréfið sent í pósti.

Vilja breyta fyr­ir­komu­lag­inu

Þing­menn Danska þjóð­ar­flokks­ins hafa bent á að það sé ótækt að fjöl­mörg vega­bréf rati aldrei til rétts við­tak­anda, þau „gufi upp“ á leið­inni. Þing­menn­irnir vilja að fyr­ir­komu­lag­inu verði breytt þannig að hver ein­stak­lingur þurfi að mæta á skrif­stofu Borg­ara­þjón­ust­unnar til að sækja vega­bréf­ið. Þetta var rætt í þing­inu, Fol­ket­inget fyrir nokkru, en engar breyt­ingar voru gerðar á lög­un­um. Þetta var reyndar ekki í fyrsta skipti sem þing­menn Danska þjóð­ar­flokks­ins tóku þetta mál upp, það gerðu þeir líka árið 2018 en eins og nú var ekki vilji til breyt­inga. Í umræðum á þing­inu kom fram að dönsk vega­bréf væru eft­ir­sótt „versl­un­ar­vara“ og að þeim séu nægir kaup­end­ur. Engar reglur eru um það í Dan­mörku hve mörg vega­bréf ein­stak­lingur getur fengið útgef­in. Sá sem kemur með vega­bréf til end­ur­nýj­unar borgar 890 krónur (17.500 íslenskar) en upp­hæðin tvö­fald­ast mæti við­kom­andi ekki með það gamla. Engin tak­mörk eru á því hve mörg vega­bréf ein­stak­lingur getur fengið útgef­in. Til sam­an­burðar má nefna að í Sví­þjóð getur ein­stak­lingur ekki fengið útgefin fleiri en þrjú vega­bréf á hverju fimm ára tíma­bili.

Auglýsing

Mikil eft­ir­spurn og lengri bið

Vegna kór­ónu­veirunnar hafa Danir lítt ferð­ast til ann­arra landa. Þeir hafa því ekki þurft að nota vega­bréfin sem hafa legið ónotuð í kommóðu­skúff­unni. En þegar hillir undir að hægt verði að ferð­ast á ný eru vega­bréfin dregin fram og þá upp­götva margir að þetta nauð­syn­lega ferða­gagn er ekki lengur í gildi. Þá er ekki annað að gera en að drífa sig á skrif­stofu Borg­ara­þjón­ust­unnar og sækja um nýtt.

Nú þegar síga fer á seinni hluta faraldursins hafa margir Danir hugsað sér að fljúga til annarra landa í frí. Mynd: Pexels/Tim Gouw

Undir venju­legum kring­um­stæðum ætti nýja vega­bréfið að ber­ast umsækj­and­anum eftir 10 - 15 daga. En nú eru kring­um­stæð­urnar ekki venju­leg­ar, umsókn­irnar eru miklu fleiri en vant er. Það þýðir að bið­tím­inn eftir nýja vega­bréf­inu er miklu lengri en venju­lega, sums staðar meira en mán­uð­ur. Víða hefur Borg­ara­þjón­ustan brugðið á það ráð að lengja dag­legan afgreiðslu­tíma og hafa opið á laug­ar­dög­um. En það er ekki nóg að afgreiða umsókn­irn­ar, vega­bréfin sjálf þurfa líka að vera til stað­ar. Fyr­ir­tækið sem fram­leiðir vega­bréfin hefur ekki undan og það lengir bið­tím­ann.

Hvetur til bið­lundar

Borg­ara­þjón­ustan hefur beint þeim til­mælum til þeirra sem ekki hyggj­ast ferð­ast til ann­arra landa á næst­unni, en eru með útrunnin vega­bréf, að sýna bið­lund þangað til ástandið lag­ist. Hægt er að sækja um svo­kallað neyð­ar­vega­bréf, en mörg lönd, t.d. Banda­rík­in, taka þau ekki gild. Borg­ara­þjón­ustan hefur líka bent á að séu minna en þrír mán­uðir síðan gild­is­tími vega­bréfs rann út er hægt að fá fram­leng­ingu, um þrjá mán­uði. All­mörg lönd taka hins vegar slíka fram­leng­ingu ekki gilda.

Fingrafar­arugl­ing­ur­inn

Raunir dönsku vega­bréfa­út­gáf­unnar ein­skorð­ast ekki við umsókna­flóð í kjöl­far kór­ónafar­ald­urs­ins. Fyrir nokkru tóku gildi reglur um fingraför í dönskum vega­bréf­um. Með sér­stakri tækni er hægt að lesa fingraför beggja vísi­fingra á vega­bréfs­hafans og þegar fingraförin eru skoðuð kemur fram hvort þeirra til­heyrir vinstri vísi­fingri og hvort þeirra þeim hægri. Ekki tókst betur til en svo að á nokkrum stöðum sem gefa út vega­bréf varð rugl­ing­ur, fingrafarið af hægri vísi­fingri er þar sem það vinstra á að vera, og öfugt. Þegar þetta upp­götv­að­ist var búið að senda út 208 þús­und vega­bréf þar sem fingraför­unum hafði verið rugl­að. Þeim sem fengu þessi „rugl­uðu“ vega­bréf hefur verið boðið að koma og fá ný, og „órugl­uð“ vega­bréf. Ætl­unin var að þess­ari útskipt­ingu yrði lokið um síð­ustu mán­aða­mót en enn sem komið er hafa aðeins um 80 þús­und fengið nýju vega­bréf­in, þar sem vinstri er vinstri og hægri er hægri. Þessi upp­á­koma hefur ekki orðið til að auð­velda Borg­ara­þjón­ust­unni líf­ið. Í til­kynn­ingu frá dönsku lög­regl­unni, Rig­spoliti­et, kemur fram að ólík­legt sé að fólk lendi í vand­ræðum vegna „vísi­fingrarugl­ings­ins“. Í til­kynn­ing­unni kemur líka fram að enn sem komið er séu fá lönd sem noti fingrafaraskanna við komu ferða­manna til lands­ins en þeim muni örugg­lega fjölga á næstu árum. Þess vegna mælist lög­reglan til þess að þeir sem séu með „rugl­uðu“ vega­bréfin láti end­ur­nýja þau áður en langt um líð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar