Vegabréfabiðlisti

Þegar útlit er fyrir að kórónuplágunni linni hugsa margir Danir sér til hreyfings. Þá er jafngott að það allra nauðsynlegasta sem hafa skal með í ferðalagið, vegabréfið, gleymist ekki heima og sé í gildi. Löng bið er hins vegar eftir nýju vegabréfi.

1589244913-huge_mynd_shutterstock
Auglýsing

Danir ferð­ast mik­ið. Út um allar triss­ur. Þótt hin svo­nefndu sól­ar­lönd, Spánn og Ítalía séu ofar­lega á vin­sælda­list­anum eru fjar­læg­ari lönd t.d Tæland mjög vin­sælir áfanga­staðir í sum­ar­frí­inu, og reyndar líka á vet­urna. Ferða­vanir Danir vita nákvæm­lega hverju þarf að pakka í tösk­una, eða tösk­urn­ar, áður en lagt er í hann. Þótt eitt­hvað, til dæmis tann­burstinn, gleym­ist heima gerir það ekki svo mikið til, slík hjálp­ar­tæki fást nán­ast á hverju götu­horni hvar sem er í heim­in­um. En allra nauð­syn­leg­asti „fylgi­hlut­ur“ hvers ferða­manns er ill­fá­an­legur ann­ars staðar en í heima­landi og því er jafn­gott að þessi hlutur gleym­ist ekki þegar lagt er af stað. Þetta er vita­skuld vega­bréf­ið.

180 þús­und vega­bréf á hverju ári

Gild­is­tími danskra vega­bréfa er tíu ár, sé við­kom­andi 18 ára eða eldri, hjá börnum upp að tveggja ára aldri er gild­is­tími vega­bréfs tvö ár en hjá tveggja til 17 ára er gild­is­tím­inn fimm ár. Í Dan­mörku er það Borg­ara­þjón­ustan (Borger­service) sem sér um útgáfu vega­bréfa og í hverjum ein­asta mán­uði árs­ins eru að jafn­aði gefin út 15 þús­und ný vega­bréf, sem sé 180 þús­und á hverju ári. Stærsti hlut­inn er eðli­leg end­ur­nýjun en á síð­ustu árum hafa æ fleiri dönsk vega­bréf horfið með ein­hverjum hætti. Dag­blaðið Berl­ingske greindi fyrir skömmu frá því að árlega týnist, eða hverfi, um það bil 30 þús­und vega­bréf. Sá sem sækir um vega­bréf mætir á skrif­stofu Borg­ara­þjón­ust­unn­ar, fram­vísar gamla vega­bréf­inu (ef það er til stað­ar) fær tekna af sér mynd, borgar til­tekið gjald og fær svo vega­bréfið sent í pósti.

Vilja breyta fyr­ir­komu­lag­inu

Þing­menn Danska þjóð­ar­flokks­ins hafa bent á að það sé ótækt að fjöl­mörg vega­bréf rati aldrei til rétts við­tak­anda, þau „gufi upp“ á leið­inni. Þing­menn­irnir vilja að fyr­ir­komu­lag­inu verði breytt þannig að hver ein­stak­lingur þurfi að mæta á skrif­stofu Borg­ara­þjón­ust­unnar til að sækja vega­bréf­ið. Þetta var rætt í þing­inu, Fol­ket­inget fyrir nokkru, en engar breyt­ingar voru gerðar á lög­un­um. Þetta var reyndar ekki í fyrsta skipti sem þing­menn Danska þjóð­ar­flokks­ins tóku þetta mál upp, það gerðu þeir líka árið 2018 en eins og nú var ekki vilji til breyt­inga. Í umræðum á þing­inu kom fram að dönsk vega­bréf væru eft­ir­sótt „versl­un­ar­vara“ og að þeim séu nægir kaup­end­ur. Engar reglur eru um það í Dan­mörku hve mörg vega­bréf ein­stak­lingur getur fengið útgef­in. Sá sem kemur með vega­bréf til end­ur­nýj­unar borgar 890 krónur (17.500 íslenskar) en upp­hæðin tvö­fald­ast mæti við­kom­andi ekki með það gamla. Engin tak­mörk eru á því hve mörg vega­bréf ein­stak­lingur getur fengið útgef­in. Til sam­an­burðar má nefna að í Sví­þjóð getur ein­stak­lingur ekki fengið útgefin fleiri en þrjú vega­bréf á hverju fimm ára tíma­bili.

Auglýsing

Mikil eft­ir­spurn og lengri bið

Vegna kór­ónu­veirunnar hafa Danir lítt ferð­ast til ann­arra landa. Þeir hafa því ekki þurft að nota vega­bréfin sem hafa legið ónotuð í kommóðu­skúff­unni. En þegar hillir undir að hægt verði að ferð­ast á ný eru vega­bréfin dregin fram og þá upp­götva margir að þetta nauð­syn­lega ferða­gagn er ekki lengur í gildi. Þá er ekki annað að gera en að drífa sig á skrif­stofu Borg­ara­þjón­ust­unnar og sækja um nýtt.

Nú þegar síga fer á seinni hluta faraldursins hafa margir Danir hugsað sér að fljúga til annarra landa í frí. Mynd: Pexels/Tim Gouw

Undir venju­legum kring­um­stæðum ætti nýja vega­bréfið að ber­ast umsækj­and­anum eftir 10 - 15 daga. En nú eru kring­um­stæð­urnar ekki venju­leg­ar, umsókn­irnar eru miklu fleiri en vant er. Það þýðir að bið­tím­inn eftir nýja vega­bréf­inu er miklu lengri en venju­lega, sums staðar meira en mán­uð­ur. Víða hefur Borg­ara­þjón­ustan brugðið á það ráð að lengja dag­legan afgreiðslu­tíma og hafa opið á laug­ar­dög­um. En það er ekki nóg að afgreiða umsókn­irn­ar, vega­bréfin sjálf þurfa líka að vera til stað­ar. Fyr­ir­tækið sem fram­leiðir vega­bréfin hefur ekki undan og það lengir bið­tím­ann.

Hvetur til bið­lundar

Borg­ara­þjón­ustan hefur beint þeim til­mælum til þeirra sem ekki hyggj­ast ferð­ast til ann­arra landa á næst­unni, en eru með útrunnin vega­bréf, að sýna bið­lund þangað til ástandið lag­ist. Hægt er að sækja um svo­kallað neyð­ar­vega­bréf, en mörg lönd, t.d. Banda­rík­in, taka þau ekki gild. Borg­ara­þjón­ustan hefur líka bent á að séu minna en þrír mán­uðir síðan gild­is­tími vega­bréfs rann út er hægt að fá fram­leng­ingu, um þrjá mán­uði. All­mörg lönd taka hins vegar slíka fram­leng­ingu ekki gilda.

Fingrafar­arugl­ing­ur­inn

Raunir dönsku vega­bréfa­út­gáf­unnar ein­skorð­ast ekki við umsókna­flóð í kjöl­far kór­ónafar­ald­urs­ins. Fyrir nokkru tóku gildi reglur um fingraför í dönskum vega­bréf­um. Með sér­stakri tækni er hægt að lesa fingraför beggja vísi­fingra á vega­bréfs­hafans og þegar fingraförin eru skoðuð kemur fram hvort þeirra til­heyrir vinstri vísi­fingri og hvort þeirra þeim hægri. Ekki tókst betur til en svo að á nokkrum stöðum sem gefa út vega­bréf varð rugl­ing­ur, fingrafarið af hægri vísi­fingri er þar sem það vinstra á að vera, og öfugt. Þegar þetta upp­götv­að­ist var búið að senda út 208 þús­und vega­bréf þar sem fingraför­unum hafði verið rugl­að. Þeim sem fengu þessi „rugl­uðu“ vega­bréf hefur verið boðið að koma og fá ný, og „órugl­uð“ vega­bréf. Ætl­unin var að þess­ari útskipt­ingu yrði lokið um síð­ustu mán­aða­mót en enn sem komið er hafa aðeins um 80 þús­und fengið nýju vega­bréf­in, þar sem vinstri er vinstri og hægri er hægri. Þessi upp­á­koma hefur ekki orðið til að auð­velda Borg­ara­þjón­ust­unni líf­ið. Í til­kynn­ingu frá dönsku lög­regl­unni, Rig­spoliti­et, kemur fram að ólík­legt sé að fólk lendi í vand­ræðum vegna „vísi­fingrarugl­ings­ins“. Í til­kynn­ing­unni kemur líka fram að enn sem komið er séu fá lönd sem noti fingrafaraskanna við komu ferða­manna til lands­ins en þeim muni örugg­lega fjölga á næstu árum. Þess vegna mælist lög­reglan til þess að þeir sem séu með „rugl­uðu“ vega­bréfin láti end­ur­nýja þau áður en langt um líð­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar