Stærsta verkefni Íslandssögunnar – Hvað er að gerast í Finnafirði?

Finnafjarðarverkefnið gengur út á byggingu stórskipahafnar með tilheyrandi athafnasvæði sem yrði ein stærsta framkvæmd Íslandssögunnar. Áhrifin geta orðið mikil, á efnahag, náttúru og mannlíf en einnig landfræðipólitíska stöðu Íslands.

Screenshot 2021-03-20 at 21.10.54.png
Auglýsing

Meira en ára­tugur er lið­inn síðan fyrst heyrð­ist af áformum um alþjóð­lega stór­skipa­höfn í Finna­firði við Langa­nes, sem myndi tengja saman Asíu, aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna og Evr­ópu. Koma þessi áform til vegna mögu­legrar aukn­ingar á vöru­flutn­ingum með kaup­skipum á sigl­inga­leiðum í Norð­ur­-Ís­hafi, sem verða stöðugt greið­ar­i. 

Sveit­ar­fé­lögin Langa­nes­byggð og Vopna­fjarð­ar­hreppur hafa haft sam­starf við þýska hafn­ar­fyr­ir­tækið Brem­en­ports og verk­fræði­stof­una Eflu um rann­sóknir á svæð­inu allt frá árinu 2013. Fyrir tveimur árum virt­ist vera að kom­ast auk­inn skriður á málið þegar skrifað var undir sam­starfs­samn­ing um verk­efnið sem Brem­en­ports hefur veitt for­ystu og á ráð­andi hlut í. Síðan hefur lítið gerst þar til nú er fréttir ber­ast af samn­inga­við­ræðum við land­eig­endur og að næstu skref séu að fá fjár­festa að verk­efn­in­u. 

Hvers vegna Finna­fjörð­ur?

Finna­fjarð­ar­verk­efnið gengur út á bygg­ingu stór­skipa­hafnar með til­heyr­andi athafna­svæði sem yrði ein stærsta fram­kvæmd Íslands­sög­unn­ar. Full­gerð yrði höfnin gríð­ar­stór með meira en sex kíló­metra langa við­legu­kanta og aðliggj­andi athafna- og þjón­ustu­svæði upp á 1300 hekt­ara. Til að átta sig á stærð­inni er það álíka og byggður væri við­legu­kantur með­fram strand­lengj­unni í Reykja­vík, frá Granda­garði inn í Elliða­vog, og athafna­svæðið myndi ná suður að Hring­braut og Miklu­braut. Þykir Finna­fjörður henta mjög vel fyrir svo umfangs­mikla hafn­ar­að­stöðu hvað varðar stað­hætti, jarð­veg, sjó- og lands­lag. 

Ljóst er að slíkar fram­kvæmdir muni taka tals­verðan tíma en áætl­anir gera ráð fyrir að þær gætu haf­ist innan fárra ára. Fyrst yrði byrjað á lág­marks­hafn­ar­að­stöðu en gert er ráð fyrir að allt að 40 ár geti liðið þar til svæðið verður full­byggt. Finna­fjarð­ar­höfn gæti einnig orðið þjón­ustu­höfn fyrir fyr­ir­tæki sem stunda jarð­efna­vinnslu á Aust­ur-Græn­landi en jafn­framt er gert ráð fyrir ann­ars­konar tengdri starf­semi. Má þar nefna vetn­is­fram­leiðslu í stórum stíl sem hluta af þeirri þróun að vetn­i­svæða kaup­skip, sem for­ráða­menn Brem­en­ports segja að verði einn þáttur verk­efn­is­ins.

Sigl­inga­leiðir um Norð­ur­-Ís­hafið – pól­sigl­ingar verða mögu­legar

Miklar breyt­ingar eru nú að verða á norð­ur­slóðum vegna bráðn­unar haf­íss. Nýjar sigl­inga­leiðir hafa verið að opn­ast og sigl­ingar auk­ist jafnt og þétt und­an­farin ár. Nú hillir undir að Norð­aust­ur­leiðin fyrir ströndum Rúss­lands verði fær allan árs­ins hring en leiðin getur stytt sigl­inga­tíma á milli Evr­ópu og Asíu um meira en 10 daga. Hver dagur fyrir risa­flutn­inga­skip á sjó er dýr, en rekstr­ar­kostn­aður getur jafn­vel numið tugum millj­óna króna á dag, og því mikið í húfi verði hægt að stytta sigl­inga­tíma.

Auglýsing
Ísinn við Norð­ur­heim­skautið bráðnar nú einnig hratt og má búast við því að ekki líði mörg ár þar til hægt verður að sigla þar um hindr­un­ar­lít­ið. Sú leið, beint yfir pól­inn, hefur þá sér­stöðu að hún er eina sigl­inga­leið norð­ur­slóða utan lög­sögu nokk­urs rík­is, eins og t.d. Rúss­lands. Það er óneit­an­lega kostur fyrir Kín­verja sem reka eitt stærsta skipa­fé­lag heims, og gerir Finna­fjörð enn álit­legri hvað varðar við­komu­stað vegna sigl­inga til og frá Asíu – sem gæti að ein­hverju leyti skýrt hinn mikla áhuga Kín­verja á Íslandi.

Áætl­anir fyrir Finna­fjarð­ar­höfn byggja á þessum for­sendum öll­um. Verði aukn­ing í sigl­ingum um Íshafið gæti Finna­fjörður orðið kjör­inn staður sem grunn-­þjón­ustu­höfn, þar sem mætti umskipa og dreifa vörum til mis­mun­andi svæða og áfanga­staða.

Kálið er ekki sopið

En það eru nokkur ljón í veg­inum og óvíst að verk­efnið verði að veru­leika. Flutn­ingar sem gætu farið um Norð­aust­ur­leið­ina eru tvenns­kon­ar; gáma­flutn­ingar og magn­flutn­ing­ar. Margir hafa spáð miklum vexti í slíkum sigl­ingum á milli Atl­ants­hafs og Kyrra­hafs eftir því sem ísinn hefur bráðn­að, þar sem Norð­aust­ur­leiðin er tals­vert styttri en hin hefð­bundna leið um Suez-­skurð og Ind­lands­haf. Sigl­ingar um Norð­ur­-Ís­haf­ið, eins og fyrir ströndum Rúss­lands, eru þó langt í frá auð­veldar í fram­kvæmd. Veður eru válynd, jafn­vel um sum­ar­tím­ann og langt í aðstoð ef eitt­hvað kemur upp á. Ísbrjótar hafa þurft að fara fyrir skip­unum sem eru einnig sér­stak­lega byggð til sigl­inga í haf­ís. 

Helsti sér­fræð­ingur heims í þessum mál­um, Frederic Lass­er­re, bendir einmitt á að þrátt fyrir að umferð hafi vissu­lega auk­ist er það ekki flutn­inga­um­ferð á milli heims­álfa, heldur til áfanga­staða á svæð­inu. Á þessu tvennu er mik­ill munur og umferðin sam­anstendur helst af skipum sem fara til að sinna til­teknum verk­efnum hvort sem það eru fisk­veið­ar, ferða­þjón­usta eða skip sem tengj­ast vinnslu á nátt­úru­auð­lind­um. Lass­erre segir nokkrar ástæður vera fyrir því, sú helsta að leiðin sé enn mjög árs­tíða­bundin sem gerir nákvæmar tíma­á­ætl­anir ómögu­leg­ar. 

Gáma­flutn­ingar eru hluti af fram­leiðslu­keðju sem kall­ast hefur „tíma­stillt fram­leiðsla í birgða­rýrum kerf­um“ (e. Just In Time) – sem miðar að því að lág­marka birgða­hald. Þannig treystir bíla­fram­leið­andi í Asíu á afhend­ingu íhluta til fram­leiðsl­unnar út frá eft­ir­spurn eftir bíl­um, með tíma­á­ætl­anir sem eru birtar sex eða níu mán­uði fram í tím­ann. Það er mjög erfitt að sjá fyrir í byrjun jan­úar hvernig ísa­lög muni líta út í júní eða júlí og því ómögu­legt að gefa út nákvæmar áætl­anir um afhend­ingu send­inga. Þess vegna kjósa skipa­fé­lög enn sem komið er venju­legar leiðir þar sem bæt­ist við að hægt er að hlaða og afferma í nokkrum höfnum á leið­inni.

Það sama á eig­in­lega við um skipa­fé­lög sem ein­beita sér að til­fallandi flutn­ingum sem ekki eru eins háðir nákvæmum tíma­setn­ing­um. Það er dýrt spaug að láta skip bíða færis til sigl­inga dög­um, jafn­vel vikum sam­an, skip sem eru einmitt bæði dýr­ari í kaupum og rekstri  vegna sér­út­bún­aðar fyrir sigl­ingar í ís. 

Af þessum ástæðum er ekki lík­legt að mik­ill vöxtur verði í umferð á Norð­aust­ur­leið­inni með gáma­skipum að svo stöddu. Magn- og gáma­skip þurfa enn að vera búin til ísbrots til að sigla á norð­ur­slóð­um, en þetta kann að breyt­ast og eftir 20 ár gætu málin horft öðru­vísi við, segir Lass­erre.

Mót­staða vegna umhverf­is- og nátt­úru­sjón­ar­miða

Ljóst er að svo stór fram­kvæmd eins og Finna­fjarð­ar­höfn hefur mikil umhverf­is­á­hrif og því eru ekki allir sátt­ir. Land­vernd hefur lagst gegn fram­kvæmd­unum því iðn­að­ar­svæðið sé skil­greint á nátt­úru­minja­svæði. Segir í áliti á til­lögu Langa­nes­byggðar til aðal­skipu­lags frá árinu 2012, að þetta sé í miklu ósam­ræmi við mark­miða- og stefnu­miða­setn­ingu sveit­ar­fé­lags­ins, ekki síst vegna þess hve viða­mikil og stór­vaxin starf­semi sé fyr­ir­huguð í Finna­firð­i. 

Jafn­framt hefur núver­andi fram­kvæmda­stjóri Land­verndar tjáð sig um málið og sagt fram­kvæmd­ina óhjá­kvæmi­lega hafa mikil og óaft­ur­kræf nei­kvæð umhverf­is­á­hrif, á fugla­líf, lands­lag, ferða­þjón­ustu og líf­ríkið í heild. Hún segir ljóst að þarna verði mikið rask og fram­kvæmdin verði að fara í umhverf­is­mat, mest­a hættan sé tengd olíuslysum og í köldum sjó séum við van­búin til við­bragða.

Nú þegar samn­ingar við land­eig­endur standa fyrir dyrum er óvíst hvernig þeim við­ræðum reiðir af. Reimar Sig­ur­jóns­son, bóndi á Felli, einu jörð­inni sem er í byggð í firð­in­um, hefur lýst óánægju sinni með þessi áform og segir ekk­ert sam­ráð hafa verið haft við ábú­end­ur. Hann segir upp­bygg­ing­una vera alger­lega and­stæða þeirri upp­bygg­ingu í ferða­þjón­ustu sem hann hefur staðið fyrir sem sé byggð á ósnort­inni nátt­úru. Enn­fremur seg­ist Reimar efast um rétt­mæti yfir­lýs­inga um hversu umhverf­is­væn höfnin muni verða og áréttar í sam­tali að svo stór fram­kvæmd snú­ist um miklu meira en bara landið sem fer undir hana.

Þessi mót­staða er að ein­hverju leyti skilj­an­leg því umhverf­is­á­hrif munu verða afar víð­tæk og fjöl­breytt. Bent hefur verið á að slíkt svæði verði að öllum lík­indum að stórum hluta frí-­tolla­svæði sem þurfi að huga vel að þegar kemur að vinnu­að­stæð­um. Við­búið sé að verka­menn, sem flestir verði á lág­marks­laun­um, muni búa í vinnu­búðum innan svæðis og starf­semin myndi skilja lítil verð­mæti eftir sig miðað við þá fórn sem færð er með nátt­úr­spjöllum og umhverf­isógn. Gríð­ar­leg skipa­um­ferð risa­skipa frá öðrum heims­hornum þýddi mikla mengun sem bær­ist í nær­liggj­andi firði auk þess sem í land gætu borist áður óþekkt dýr og gróður sem spillt gætu íslenskri nátt­úru.

Ríkið víkkar út örygg­is­svæðið við Gunn­ólfs­vík 

Finna­fjörður liggur að Gunn­ólfs­vík­ur­fjalli þar sem ein af rat­sjár­stöðvum Íslenska loft­varna­kerf­is­ins er stað­sett, en kerfið er hluti af sam­þættu loft­varna­kerfi Atl­ants­hafs­banda­lags­ins (NATO). Vegna þessa er talið mik­il­vægt að ríkið end­ur­skil­greini þörf á stærð örygg­is­svæð­is­ins þar í kring. Hafa verið kynnt drög að frum­varpi til laga um breyt­ingar á varn­ar­mála­lögum þar sem mörk núver­andi örygg­is­svæðis við Gunn­ólfs­vík­ur­fjall eru færð út. 

Segir í rök­stuðn­ingi við frum­varps­drögin að mark­mið þess séu að tryggja hags­muni rík­is­ins á svæð­inu, m.a. að færa skipu­lags- og mann­virkja­vald á end­ur­skil­greindu örygg­is­svæði yfir til rík­is­ins. Jafn­framt er til­gangur laga­breyt­ing­anna sagður vera að tryggja heim­ildir rík­is­ins til skipu­lags­þró­unar út frá ​stefnu Íslands í mál­efnum norð­ur­slóða, en einnig þjóð­ar­örygg­is­stefnu fyrir Ís­land með til­liti til umhverf­is- og örygg­is­hags­muna.

Gert er ráð fyrir að á starfs­svæð­inu, sem er í umsjá Land­helg­is­gæsl­unn­ar, verði við­legu­kant­ur, þyrlu­pall­ar, þyrlu­flug­skýli, elds­neyt­is­birgða­stöð, vara­hluta­geymslur og þess hátt­ar. Tekið er sér­stak­lega fram að frum­varp­inu sé í engu ætlað að tor­velda umrædda upp­bygg­ingu í Finna­firði heldur fyrst og fremst að tryggja hags­muni rík­is­ins með helgun svæðis til mögu­legrar nýt­ing­ar, m.a. hvað varðar leit og björg­un. 

Komið hefur fram gagn­rýni frá Félagi hern­að­ar­and­stæð­inga á útfærslu örygg­is­svæð­is­ins, að þar sé verið að leggja grunn að hern­að­ar­upp­bygg­ingu og mögu­legri her­skipa­höfn. Jafn­vel þó ekk­ert liggi á borð­inu um slíka upp­bygg­ingu þá er þessi gagn­rýni ekki alveg úr lausu lofti grip­in. Slík risa­höfn sem um ræðir hefur gríð­ar­lega mikla land­fræðipóli­tíska þýð­ingu því þarna munu, ef öll áform ganga eft­ir, sigla í stórum stíl kín­versk risa­skip inn á svæði í íslenskri lög­sög­u. 

Hins vegar má full­yrða að aukin skipa­um­ferð um norð­ur­slóðir kalli almennt á meiri við­búnað af hálfu Íslend­inga og mik­il­vægt að til staðar sé öflug örygg­is- og björg­un­ar­mið­stöð. Jafn­framt er full ástæða til við­bún­aðar af hálfu rík­is­ins út frá ýtr­ustu kröfum um þjóðar­ör­yggi. Íslensk stjórn­völd vilja greini­lega hafa vaðið fyrir neðan sig og sé litið til þeirra umsvifa sem gætu orðið í Finna­firði með auk­inni stór­skipa­um­ferð væri í raun ein­kenni­legt ef ríkið myndi ekki taka fast á þessum mál­um. Á það við um inn­viða­upp­bygg­ingu, sem bæði snýr að land­fræðipóli­tískri stefnu­mótun og beinum örygg­is­við­bún­að­i. 

Verk­efnið er hugsað til fram­tíðar – mik­il­vægi skýrrar stefnu stjórn­valda

Þrátt fyrir að ekk­ert sé fast í hendi er margt sem bendir til þess að Finna­fjarð­ar­verk­efnið sé byggt á raun­hæfum áætl­un­um. Það er hugsað í ára­tugum og ljóst að aðstæður til sigl­inga um norð­ur­slóðir munu breyt­ast þegar fram í sækir og verða auð­veld­ari. Það mun auka skipa­um­ferð sem sann­ar­lega kallar á aðstöðu eins og þá sem fyr­ir­huguð er í Finna­firði. Þó sigl­ingar um Norð­ur­-Ís­haf séu enn vand­kvæðum bundn­ar, er ein af for­sendum verk­efn­is­ins einmitt sú að höfnin gæti orðið umskip­un­ar­mið­stöð fyrir öflug og sér­út­búin risa­skip – sem ein­ungis sigldu um Íshaf­ið.

For­ráða­menn verk­efn­is­ins hafa lagt áherslu á að vel sé hugað að umhverf­is­málum við hönnun og skipu­lag fram­kvæmda og við þá starf­semi sem fyr­ir­huguð er, einn liður í því er að gera sjó­flutn­inga vist­vænni. Tak­ist vel til gæti Finna­fjarð­ar­höfn rennt stoðum undir sífellt fjöl­breytt­ara atvinnu­líf Íslend­inga.  Fram­kvæmdir sem þessar munu hins vegar ávallt kalla á fórnir á óspilltri nátt­úru. Því er mik­il­vægt er að þær fari í eðli­legt umhverf­is­mat og tekið verði til­lit til þeirra sjón­ar­miða sem þar koma fram. 

Rík­is­valdið hefur stigið var­lega til jarðar í mál­inu og forð­ast að koma inn sem ein­hvers­konar for­ystu­afl á við­skipta­legum grunni. Það er skilj­an­leg og rök­rétt afstaða. En hvað sem yfir­lýs­ingum for­svars­manna verk­efn­is­ins um umhverf­is­vit­und líður er ljóst að það er gríð­ar­lega umfangs­mikið og mun valda miklu raski og umhverf­is­á­hrifum – og vekja athygli á alþjóða­vís­u. 

Hrein og ómenguð nátt­úra er vöru­merki sem verður sífellt verð­mæt­ara og getur orðið aðal­-­út­flutn­ings­vara Íslend­inga, sé hún ekki þegar orðin það. Ekki ein­ungis hvað varðar það sem selt er í formi vöru og þjón­ustu heldur þá ímynd sem skapar smá­rík­inu Íslandi vægi á alþjóða­vett­vangi – sem er ómet­an­leg­t. 

Að sama skapi fel­ast miklar áskor­anir í verk­efn­inu á sviði hefð­bund­inna örygg­is- og varn­ar­mála. Kína er ein­ræð­is­ríki sem hefur reynt að seil­ast til áhrifa á norð­ur­slóð­um, m.a. með óvenju mik­illi við­veru á Íslandi og til­raunum til jarða­kaupa. Í því sam­hengi vekur Frí­versl­un­ar­samn­ingur við Íslend­inga sem gerður var árið 2013 athygli, þar er vert að spyrja: Hvaða hag sjá Kín­verjar af hon­um? 

Íslend­ingar hafa viljað láta taka sig alvar­lega þegar kemur að norð­ur­slóða­mál­um, for­gangs­máli í utan­rík­is­stefn­unni, jafn­vel haft metnað til þess að verða leið­andi á því sviði. Því er mik­il­vægt að Íslenska ríkið sé afger­andi í aðkomu sinni að þessu umfangs­mikla verk­efni í Finna­firði, stjórn­völd átti sig á land­fræðipóli­tískum þáttum þess og marki skýra umgjörð hvað varðar umhverf­is­mál. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar