Kínverjarnir eru ekki að koma, þeir eru komnir

9951527233_47a6df689d_k-1.jpg
Auglýsing

Flestum hefur verið ljóst nokkuð lengi að kín­versk fyr­ir­tæki og stjórn­völd hafa haft tölu­verðan áhuga á Íslandi. Þann 15. apríl 2013 var til að mynda und­ir­rit­aður frí­versl­un­ar­samn­ingur milli þjóð­anna, sem var fyrsti slíki samn­ing­ur­inn sem Kína hefur gert við vest­rænt ríki.

Kín­verjar hafa ekki síst haft áhuga á Íslandi sem nokk­urs konar gátt inn á norð­ur­slóð­ir. Í umfjöllun Economist, sem birt­ist í kjöl­far und­ir­skriftar hins for­dæma­lausa frí­versl­un­ar­samn­ings, var til að mynda vitnað sér­stak­lega til mats sér­fræð­inga kín­verskra stjórn­valda sem héldu þessu fram. Það vakti líka athygli þegar kín­verska sendi­ráðið var stækkað mjög eftir að það keypti 4.200 fer­metra hús­næði við Skúla­götu í jan­úar 2010. Sendi­ráðið er eitt stærsta sendi­ráð sem Kín­verjar reka í Evr­ópu og eitt það fjöl­menn­asta sem rekið er hér á landi.

Fyrsta stóra fjár­fest­ing kín­verskra aðila hér­lendis var í jan­úar 2011 þegar þar­lent fyr­ir­tæki keypti járn­blendi­verk­smiðj­una Elkem við Grund­ar­tanga. Össur Skarp­héð­ins­son, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra, stað­festi, í við­tali við Stöð 2 í nóv­em­ber 2012, að kín­versk stjórn­völd hefðu margoft lýst yfir áhuga á að efla skipa­flutn­ing um Íslands og vilja til að koma að upp­bygg­ingu hafn­ar­mann­virkja hér­lend­is. Össur sagði að Kín­verjar sæju Ísland fyrir sér sem mið­stöð í skipa­flutn­ingum um norð­ur­slóðir í fram­tíð­inni. Þá er kín­verska fyr­ir­tækið CNOOC, sem er eitt stærsta fyr­ir­tæki heims og alfarið í eigu kín­verska rík­is­ins, hluti af einum þeirra hópa sem fékk afhent sér­leyfi fyrir rann­sóknir og vinnslu kol­vetnis á Dreka­svæð­inu.

Auglýsing

Á síð­ustu vikum hafa kín­versku áhrifin auk­ist enn frek­ar. Fyrst var til­kynnt um að kín­verska fyr­ir­tækið China Non­fer­rous Metal Industry´s For­eign Engineer­ing and Construct­ion (NFC) hefði und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu um fjár­mögnun á bygg­ingu 120 þús­und tonna álvers við Haf­ur­staði í Skaga­byggð. Degi síðar var greint frá því að kín­verska félagið Gelly Group ætli að fjár­festa í íslenska fyr­ir­tæk­inu Car­bon Recycl­ing International fyrir sex millj­arða króna. Við bæt­ist að kín­verskir fjár­festar hafa verið mjög áhuga­samir um að kaupa Íslands­banka og und­ir­rit­uðu meðal ann­ars vilja­yf­ir­lýs­ingu þess efnis í febr­úar síð­ast­liðn­um. Búist er við að bank­inn verði seldur á þessu ári.

Að end­ingu er auð­vitað nauð­syn­legt að minn­ast á að kín­versk knatt­spyrnu­lið eru farin að kaupa íslenska knatt­spyrnu­lands­liðs­menn í kipp­um, nú síð­ast besta knatt­spyrnu­mann þjóð­ar­innar fyrr og síð­ar, Eið Smára Guðjohn­sen.

Það er þvi engum vafa und­ir­orpið að Kín­verjarnir eru ekki lengur að koma til Íslands. Þeir eru komn­ir.

Samt hefur verið merki­lega lítil póli­tísk umræða um þá stað­reynd. Mestu læt­in, og nán­ast þau einu, urðu þegar ljóð­skáldið og millj­arða­mær­ing­ur­inn Huang Nubo ætl­aði sér að byggja golf­völl og ferða­þjón­ustu í veðra­víti fyrir norð­an.

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None