Kínverjarnir eru ekki að koma, þeir eru komnir

9951527233_47a6df689d_k-1.jpg
Auglýsing

Flestum hefur verið ljóst nokkuð lengi að kín­versk fyr­ir­tæki og stjórn­völd hafa haft tölu­verðan áhuga á Íslandi. Þann 15. apríl 2013 var til að mynda und­ir­rit­aður frí­versl­un­ar­samn­ingur milli þjóð­anna, sem var fyrsti slíki samn­ing­ur­inn sem Kína hefur gert við vest­rænt ríki.

Kín­verjar hafa ekki síst haft áhuga á Íslandi sem nokk­urs konar gátt inn á norð­ur­slóð­ir. Í umfjöllun Economist, sem birt­ist í kjöl­far und­ir­skriftar hins for­dæma­lausa frí­versl­un­ar­samn­ings, var til að mynda vitnað sér­stak­lega til mats sér­fræð­inga kín­verskra stjórn­valda sem héldu þessu fram. Það vakti líka athygli þegar kín­verska sendi­ráðið var stækkað mjög eftir að það keypti 4.200 fer­metra hús­næði við Skúla­götu í jan­úar 2010. Sendi­ráðið er eitt stærsta sendi­ráð sem Kín­verjar reka í Evr­ópu og eitt það fjöl­menn­asta sem rekið er hér á landi.

Fyrsta stóra fjár­fest­ing kín­verskra aðila hér­lendis var í jan­úar 2011 þegar þar­lent fyr­ir­tæki keypti járn­blendi­verk­smiðj­una Elkem við Grund­ar­tanga. Össur Skarp­héð­ins­son, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra, stað­festi, í við­tali við Stöð 2 í nóv­em­ber 2012, að kín­versk stjórn­völd hefðu margoft lýst yfir áhuga á að efla skipa­flutn­ing um Íslands og vilja til að koma að upp­bygg­ingu hafn­ar­mann­virkja hér­lend­is. Össur sagði að Kín­verjar sæju Ísland fyrir sér sem mið­stöð í skipa­flutn­ingum um norð­ur­slóðir í fram­tíð­inni. Þá er kín­verska fyr­ir­tækið CNOOC, sem er eitt stærsta fyr­ir­tæki heims og alfarið í eigu kín­verska rík­is­ins, hluti af einum þeirra hópa sem fékk afhent sér­leyfi fyrir rann­sóknir og vinnslu kol­vetnis á Dreka­svæð­inu.

Auglýsing

Á síð­ustu vikum hafa kín­versku áhrifin auk­ist enn frek­ar. Fyrst var til­kynnt um að kín­verska fyr­ir­tækið China Non­fer­rous Metal Industry´s For­eign Engineer­ing and Construct­ion (NFC) hefði und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu um fjár­mögnun á bygg­ingu 120 þús­und tonna álvers við Haf­ur­staði í Skaga­byggð. Degi síðar var greint frá því að kín­verska félagið Gelly Group ætli að fjár­festa í íslenska fyr­ir­tæk­inu Car­bon Recycl­ing International fyrir sex millj­arða króna. Við bæt­ist að kín­verskir fjár­festar hafa verið mjög áhuga­samir um að kaupa Íslands­banka og und­ir­rit­uðu meðal ann­ars vilja­yf­ir­lýs­ingu þess efnis í febr­úar síð­ast­liðn­um. Búist er við að bank­inn verði seldur á þessu ári.

Að end­ingu er auð­vitað nauð­syn­legt að minn­ast á að kín­versk knatt­spyrnu­lið eru farin að kaupa íslenska knatt­spyrnu­lands­liðs­menn í kipp­um, nú síð­ast besta knatt­spyrnu­mann þjóð­ar­innar fyrr og síð­ar, Eið Smára Guðjohn­sen.

Það er þvi engum vafa und­ir­orpið að Kín­verjarnir eru ekki lengur að koma til Íslands. Þeir eru komn­ir.

Samt hefur verið merki­lega lítil póli­tísk umræða um þá stað­reynd. Mestu læt­in, og nán­ast þau einu, urðu þegar ljóð­skáldið og millj­arða­mær­ing­ur­inn Huang Nubo ætl­aði sér að byggja golf­völl og ferða­þjón­ustu í veðra­víti fyrir norð­an.

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None