Borgirnar taka völdin

Borgir stækka sífellt á kostnað dreifbýlis og hugmyndir eru uppi um að öflugar borgir geti spilað stærri þátt í skipan og stjórn heimsmála, styrkt lýðræði og staðið í vegi fyrir einangrunar- og einræðistilburðum.

Búdapest
Auglýsing

Nýverið bár­ust fréttir af því að borg­ar­stjór­inn í Búda­pest væri kom­inn upp á kant við yfir­völd í  Ung­verja­landi vegna áforma um viða­mikla upp­bygg­ingu Kín­verja í borg­inni. Þar hyggj­ast þeir reisa háskóla með til­heyr­andi bygg­ingum sam­kvæmt sam­komu­lagi við rík­is­stjórn Vict­ors Orban. Þetta hefur vakið úlfúð meðal borg­ar­búa sem ótt­ast aukin ítök Kín­verja í land­inu, en þeir eru þekktir fyrir rit­skoðun og skoð­ana­kúg­un. Svar borg­ar­yf­ir­valda er að nefna götur sem umkringja svæðið nöfnum sem koma mjög illa við kín­versk stjórn­völd, eins og Frelsið Hong Kong-­veg­ur, Dalai Lama-­stræti og Uyg­hur Písl­ar­votta­veg­ur. 

Heims­kerfi hins full­valda rík­is 

Með auk­inni hnatt­væð­ingu leika stór­borgir sífellt stærra hlut­verk enda kjósa fleiri og fleiri að búa þar, á kostnað dreif­býl­is­ins. Nú býr meira en helm­ingur mann­kyns í borgum og hingað til hefur þró­unin haldið áfram í þá átt, þó COVID-19 kunni að setja strik í reikn­ing­inn tíma­bund­ið.

Almennt hefur verið litið svo á að það sé hið full­valda ríki sem sé meg­in­ger­and­inn í alþjóða­kerf­inu en fleiri hafa verið að gera sig gild­andi, alþjóð­legar stofn­an­ir, stór­fyr­ir­tæki og félaga­sam­tök – og það sem hér er til umfjöll­un­ar: borgir og borg­ar­stjór­ar. 

Auglýsing
Aðgerðir borg­ar­yf­ir­valda í Búda­pest sem þarna ögra stjórn­völdum bæði í Kína og Ung­verja­landi all­hressi­lega sýna að borgir geta látið að sér kveða í málum sem hafa alþjóð­lega skírskot­un. Þegar Don­ald Trump til­kynnti úrsögn Banda­ríkja­manna úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu brugð­ust margir banda­rískir borg­ar- og fylk­is­stjórar við með því að segj­ast ætla að halda sínu striki með fram­kvæmd sam­komu­lags­ins hvað sem til­kynn­ingu for­set­ans lið­i. 

Þarna má spyrja hver sé þá grund­völlur hins lýð­ræð­is­lega sam­fé­lags, hverjir standi vörð um það, hvert við sækjum borg­ara­rétt­inn og hverjir séu hags­munir okkar sem borg­ara. Þurfa þeir hags­munir endi­lega að vera bundnir við ríkið sem við til­heyr­um? Þetta leiðir okkur að stóru spurn­ing­unni: hvort borg­ar­stjórar geti leikið ein­leik í utan­rík­is­mál­um? Hvað verður þá um hið full­valda ríki og óskor­aða utan­rík­is­stefnu þartil­bærra stjórn­valda?

Úrelt þjóð­ríki?

Stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn Benja­min Bar­ber sem nú er lát­inn setti fram áhuga­verðar og djarfar hug­myndir um alþjóða­kerfið og þátt borga í því. Hann hélt því fram að þjóð­ríkið væri í raun úrelt fyr­ir­bæri. Það væri í eðli sínu gam­al­dags og byggði á margra alda gömlum hugs­un­ar­hætti sem þjón­aði alls ekki nútíma­kröfum um lýð­ræði og mann­rétt­indi. Borg­irnar væru lyk­il­ger­endur í nútíma­sam­fé­lagi og mun betur í stakk búnar til að tryggja praktískar lausnir á vanda­málum sem hingað til hefur verið talið eðli­legt að sé á for­ræði rík­is­valds­ins að leysa.

Bar­ber benti á að nú þegar sé til öfl­ugt net borga og borg­ar­stjóra sem hafi tekið höndum saman um að leysa erfið mál eins og lög­gæslu og örygg­is­mál, en síð­ast en ekki síst lofts­lags­mál. Þarna spili stóra rullu sú stað­reynd að borg­ar­stjórar hafi van­ist því að þurfa að leysa málin og leggja hefð­bundin valda­stjórn­mál til hlið­ar. Þar sé grund­vall­ar­at­riðið að valdið komi að neðan þar sem málin séu leyst á praktískan hátt með aðkomu þeirra sem til þekkja. 

Bar­ber sagði hið full­valda ríki standa ákveð­inn vörð um þjóð og þjóð­erni innan til­tek­ins rík­is. Hins vegar kall­aði sú þjóð­ern­is­lega sam­staða sem þjóð­ríkið tryggir líka fram útskúfun, aðskilnað og jafn­vel stríð. Hið hefð­bundna ríkja­fyr­ir­komu­lag þjón­aði því ef til vill ekki mark­miðum um að allir jarð­ar­búar gætu búið við vel­megun og frið, væri það tak­markið á annað borð.

Borg­ar­stjórar taka til sinna ráða

Þegar þjóð­ar­leið­togar segj­ast ekki geta eða vilja fórna hags­munum þjóðar sinnar eða ríkis til að stíga afger­andi skref í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ingum getur einnig búið eitt­hvað allt annað og meira að baki. Bent hefur verið á að t.d. for­seti Banda­ríkj­anna sé jafnan undir miklum þrýst­ingi frá stór­fyr­ir­tækjum sem byggja afkomu sína á olíu- og gasvinnslu og varði ekk­ert um hugs­an­legar lofts­lags­breyt­ing­ar. Hér krist­all­ast hin klass­íska tog­streita milli stund­ar- og lang­tíma­hags­muna – gróð­ann í dag gegn tapi morg­un­dags­ins. 

Þegar til á að taka getur hið óskor­aða full­veldi ríkis þannig hindrað sam­vinnu í slíkri viður­eign eins og sýndi sig á Kaup­manna­hafn­ar­fund­inum um lofts­lags­breyt­ingar 2009. Þar yfir­gáfu þjóð­ar­leið­tog­arnir fund­inn án sýni­legs árang­urs – hik­andi við að taka ákvarð­anir um íþyngj­andi skuld­bind­ingar vegna óljósrar fram­tíð­ar­hættu. Svar borg­ar­stjóra Kaup­manna­hafnar var hins vegar að bjóða 200 borg­ar­stjórum víðs vegar að úr heim­inum til fund­ar. Komust þeir að sam­komu­lagi um aðgerðir í lofts­lags­mál­um, enda kemur meiri­hluti meng­unar frá borgum og þær geta því gert mikið hvað sem aðgerðum rík­is­valds­ins líð­ur.

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Mynd: EPA

Aðgerðir borg­ar­yf­ir­valda í Búda­pest, sem er umhugað um lýð­ræði, eru and­svar við gjörðum stjórn­valda sem eru til­búin að tryggja ein­ræð­is­veld­inu Kína fót­festu í því sem á að heita evr­ópskt lýð­ræð­is­sam­fé­lag. Með slíkum aðgerðum er Victor Orban í raun að gefa lýð­ræð­is­hug­sjónum Evr­ópu­sam­bands­ins langt nef, eins og margt í hans stjórn­ar­fari gerir reyndar einnig. Um leið nýtir hann sér vog­ar­aflið sem fylgir tengsl­unum við Kína til að tryggja völd sín og færa þau nær ein­ræði.

Mik­il­vægi þjóð­rík­is­ins 

Þessar hug­myndir um auk­inn hlut borga í stjórnun heims­mála og borg­ar­stjóra sem leið­toga eru tals­vert sann­fær­andi. Sér­stak­lega þegar kemur að því að bæta almenn lífs­gæði, jafn­vel snúa við þró­un­inni í lofts­lags­málum og tryggja betur lýð­ræði. En ein­leikur ein­stakra borg­ar­stjóra gæti jafn­framt verið vara­samur því ríki þarfn­ast trú­verð­ug­leika og það þarf ákveðna sam­heldni út á við til að tryggja hann. 

Skemmst er að minn­ast hug­mynda Jóns Gnarr þáver­andi borg­ar­stjóra Reykja­víkur um að banna komur her­skipa til borg­ar­inn­ar. Þótt hug­myndin sé í sjálfu sér virð­ing­ar­verð hefði slíkt bann getað sett örygg­is- og varn­ar­sam­starf Íslend­inga í mikið upp­nám. Að ógleymdum þeim aug­ljósa agnúa að  slíkt bann hefði strax sett lífs­nauð­syn­legt sam­starf Íslands og Dan­merkur um björg­un­ar­mál á Norð­ur­-Atl­ants­hafi í algert upp­nám, en þau her­skip sem heim­sækja Reykja­vík­ur­höfn oft­ast eru dönsk og sinna land­helg­is­gæslu og leit­ar- og björg­un­ar­störfum í lög­sögum Fær­eyja og Græn­lands. 

Jón Gnarr þegar hann var borgarstjóri í Reykjavík. Mynd: Birgir Þór Harðarson.

Það beinir sjónum að mik­il­vægi sam­heldni sam­fé­laga. Þjóð­ríki voru ekki fundin upp til að vera upp á punt, þau eiga sér djúpar rætur sem sprottnar eru úr jarð­vegi sem kall­aði á sam­heldni og sam­taka­mátt. Þjóð­ríkið hefur að mörgu leyti sannað sig að því leyti, má nefna bar­áttu og árangur Íslend­inga í viður­eign­inni við COVID-19. Þar hefur sýnt sig að sam­fé­lag með mikla félags­lega sam­heldni, að miklu leyti byggt á þjóð­ríki með skil­virkar stofn­an­ir, skiptir sköp­um. 

Mik­il­vægi fjöl­breyttra sam­skipta­leiða – þvert á þjóð­ríkið

Hins vegar er það gömul saga og ný að borgir verða mið­punktur sem fólk sækir til. Á mið­öldum þró­uð­ust borg­ara­leg rétt­indi í borg­ríkjum Evr­ópu þegar hand­verks­menn og land­eig­endur börðu á borg­ar­hliðin og gerðu til­kall til rétt­inda og aðgangs að borg­unum í krafti stöðu sinn­ar. Nútíma­höf­uð­borgir eru ekki bara borgir íbú­anna heldur mið­stöð þeirra sem búa í land­inu öllu og í mörgum til­fellum alþjóð­legar mið­stöðv­ar.

Heim­ur­inn byggir á sam­keppni, landa­mærum og hindr­un­um. Þó er hann í raun án landamæra því lofts­lag lýtur ekki landa­mærum, né heldur nútíma sam­skipta­tækni, við­skipti, hryðju­verk og stríð – eða far­sóttir og sjúk­dómar eins og reynslan hefur sann­ar­lega kennt okkur

Auglýsing
Borgir spila þarna stórt hlut­verk og hafa mögu­leika á því að stækka og blómg­ast án þess að ógna öðrum borg­um. Að því leyti eru borgir ólíkar þjóð­rík­inu því þegar ríki vex og dafnar verður það um leið ákveðin ógn við önnur ríki. Það sem gerði fram­tak borg­ar- og fylk­is­stjór­anna sem brugð­ust við aðgerðum Trumps gagn­vart Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu merki­legt er að það er dæmi um vald sem kemur að neð­an. Það er á byggt á praktískum for­send­um, en ekki að ofan þar sem for­send­urnar eru óljósar eins og rakið var að fram­an.

Ein af nei­kvæðu hliðum hnatt­væð­ing­ar­innar er að hún máir út ein­kenni og sér­stöðu fólks og þjóða og getur þannig grafið undan hags­munum hópa, trú og sið­um. Það kallar oft á and­stöðu, skerpir átaka­línur og veldur ein­angrun við­kom­andi hópa sem telja sig hlunn­farna. Þjóð­ar­leið­togar sem hall­ast að ein­ræði nýta sér þann ótta sem gjarnan er að baki og skerpa á honum til að tryggja stöðu sína. Fleiri og fjöl­breytt­ari sam­skipta­leiðir fólks og fyr­ir­tækja þvert á þjóð­ríki og landa­mæri, þar sem borgir koma inn með afger­andi hætti, geta átt þátt í brjóta upp eða í það minnsta vega á móti þeirri til­hneig­ingu.

Öflug höf­uð­borg þarf ekki að vera and­stæð­ingur dreif­býlis

Eng­inn  heldur því fram að lausnin sé að færa valdið frá rík­is­stjórnum í hendur borg­ar­stjóra, ríki og borg þannig teflt fram sem and­stæð­um. Hug­myndin varpar hins vegar ljósi á þá stað­reynd að lýð­ræð­inu er kannski ekki sjálf­krafa þjónað á vett­vangi hinna full­valda ríkja. Hugs­an­lega ýtir þetta undir eins­konar sam­keppni um völd á lýð­ræð­is­legum for­send­um, þar sem fleiri koma að málum og gæti verið góð leið til að auka lýð­ræði.

Sé horft til stöðu þess­ara mála hér þá hafa Íslend­ingar eins og aðrir upp­lifað þær miklu breyt­ingar hvar fólk flykk­ist til borg­ar­innar úr sveit­unum með til­heyr­andi fólks­fækkun og hnignun lands­byggð­ar­innar – sem var meg­in­stefið í þróun sam­fé­lags­gerðar á Íslandi á nýlið­inni öld. Hér kynni því ein­hver að hrökkva við þegar rætt er um aukið vægi borga – þá mögu­lega á kostnað lands­byggð­ar?

Ágætt er að hafa í huga að um 80% lands­manna búa á suð-vest­ur­horn­inu – höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Stjórn­sýsla á svæð­inu er hins vegar ennþá sund­ur­laus og skipt á milli fjölda sveit­ar­fé­laga af hverjum hin eig­in­lega höf­uð­borg Reykja­vík er aðeins einn leik­enda. Engu að síður er það svo Reykja­vík er eina sveit­ar­fé­lag lands­ins sem hefur haft bol­magn til að taka á sig, eða a.m.k. leggur metnað sinn í það, alla lög­bundna starf­semi og þjón­ustu sem rík­is­vald­inu hefur hugn­ast að færa til sveit­ar­fé­laga. Það er því ekki óeðli­legt að Reykja­vík og full­trúar hennar muni vilja taka sér meira pláss á sviði lands- og alþjóða­mála – í umhverf­is- og frið­ar­málum sem kynni að þrýsta á íslensk stjórn­völd. 

En það þurfa ekki að vera slag­brandar fyrir borg­ar­hlið­unum eins og í borg­ríkj­unum forðum þar sem fólk þurfti að hafa til­tekna stöðu til að fá aðgang. Öflug nútíma­höf­uð­borg er mik­il­vægur vett­vangur þjóð­ar­innar allrar og þyrfti síður en svo að mynda klofn­ing milli borgar og sveit­ar. Því þó þar séu miklar and­stæð­ur, þá þarfn­ast þær hvor ann­arr­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar