Kynjahalli í myndastyttum

Ef lesa ætti sögu Danmerkur út frá þeim 2500 myndastyttum mætti halda að í landinu hefðu einungis búið karlar. Innan við 30 styttur af konum, eða þeim tileinkaðar, er að finna í landinu á almannafæri utandyra. Brátt fjölgar líklega kvennahópnum, um eina.

Screenshot 2021-03-20 at 13.56.45.png
Auglýsing

Þegar rölt er um stræti, torg og almenn­ings­garða borga og bæja í Dan­mörku má víða sjá mynda­stytt­ur. Kóng­ar, ráð­herrar og stjórn­mála­menn, borg­ar- og bæj­ar­stjór­ar, rit­höf­und­ar, tón­skáld, list­mál­ar­ar, leik­ar­ar, framá­menn í atvinnu­líf­inu o.s.frv. Sem sé úr öllum átt­um, en eitt er þó sam­eig­in­legt með þessum hópi: þetta eru karl­ar. Með örfáum und­an­tekn­ing­um. Ein­ungis um eitt pró­sent styttna eru af konum og örfáar þeirra af til­teknum ein­stak­lingi.

Styttur af dönskum kóngum eru víða í Dan­mörku og margar áber­andi. Kóng­arn­ir  oftar en ekki sitj­andi á helsta sam­göngu­tæki þeirra tíma, hest­in­um. Danir kalla slíkar styttur ridd­ara­stytt­ur, sú fyrsta af því tagi er jafn­framt sögð elsta ridd­ara­stytta á Norð­ur­lönd­um. Hún var sett upp á Kóngs­ins Nýja­torgi árið 1688. Höf­und­ur­inn var franskur, Abra­ham Lamoureux. Styttan var gerð úr blýi og með árunum gerð­ist hestur kon­ungs, Krist­jáns V afar kvið­síð­ur. Árið 1947 var Utson-Frank mynd­höggv­ari feng­inn til að end­ur­gera stytt­una í bronsi. Utson-Frank var pró­fessor á Kon­ung­lega Lista­aka­demí­inu og við end­ur­gerð­ina  fékk hann til liðs við sig einn nem­anda, Íslend­ing­inn Sig­ur­jón Ólafs­son.

Krist­ján IV við Bør­sen

Fyrir tveimur árum var sett upp ný stytta af Krist­jáni IV við Bør­sen, kipp­korn frá Krist­jáns­borg­ar­höll. Fram­kvæmda­kóng­ur­inn, 6 metra hár og steyptur í brons, stendur þar á háum stöpli, sem er eins konar dverg­út­gáfa af Sívalaturni. Fær­eyski lista­mað­ur­inn Hans Pauli Olsen gerði stytt­una, sem hefur hlotið mjög mis­jafna dóma, flesta nei­kvæða. List­gagn­rýnendur dönsku blað­anna sögðu stytt­una gam­al­dags og bentu á að ekki sé bein­línis skortur á styttum af hinum athafna­sama kóngi, þær séu fjöl­margar um allt land. Menn­ing­ar­rit­stjóri Berl­ingske sagði stytt­una tíma­skekkju og nær hefði verið að beina sjónum að konum og nefndi margar konur sem mótað hefðu danska sögu með marg­vís­legum hætti. Til dæmis Ninu Bang, fyrsta kven­ráð­herra í sögu Dan­merk­ur, rit­höf­undana Karen Blix­en, Inger Christ­i­an­sen og Tove Dit­lev­sen. Mar­gréti I, stofn­anda Kal­mar­sam­bands­ins og valda­mestu konu Evr­ópu á sinni tíð. Stytta af henni er í Hró­arskeldu en engin í höf­uð­staðn­um. Nielsine Niel­sen sem var fyrsta konan í sögu Dan­merkur til að stunda háskóla­nám (lækn­is­fræði) ætti líka skilið styttu, sagði menn­ing­ar­rit­stjóri Berl­ingske. Loks nefndi rit­stjór­inn Lou­ise Christine Rasmus­sen, sú kona er betur þekkt undir öðru nafni.

Auglýsing

Ball­er­ína og móðir

Lou­ise Christine Rasmus­sen fædd­ist í Kaup­manna­höfn 21. apríl 1815. Hún var eina barn móður sinn­ar, Juli­ane Rasmus­sen, sem var fátæk ógift þjón­ustu­stúlka og eign­að­ist dótt­ur­ina með vinnu­veit­anda sín­um, sem sagði henni upp starf­inu þegar hún til­kynnti honum um þung­un­ina. Juli­ane sá, um nokk­urra ára skeið, fyrir sér og dótt­ur­inni með sauma­skap og þvottum en gift­ist svo dyra­verði við Kon­ung­lega leik­hús­ið. Árið 1826, þá ell­efu ára göm­ul, hóf Lou­ise Christine nám við Ball­ett­skóla Kon­ung­lega leik­húss­ins, fékk nema­laun frá árinu 1830 og ráðin sem dans­ari 1835. Árið 1841 hætti hún að eigin ósk í ball­ett­flokkn­um, ástæðan var sú að hún hafði eign­ast son. Honum var korn­ungum komið í fóst­ur. Faðir drengs­ins var Carl Berl­ing, erf­ingi og síðar for­stjóri Berl­ingske Tidende (í dag Berl­ingske). For­eldrar Carls aftóku með öllu að son­ur­inn kvænt­ist þess­ari ball­er­ínu og þar við sat.

Gína sem sner­ist

Lou­ise Christine sneri algjör­lega baki við ball­ett­inum en stofn­aði árið 1844 tísku­vöru­verslun við Vimmelskaftet (nú hluti Striks­ins). Nýlunda þótti að í glugga versl­un­ar­innar mátti sjá vaxgínu klædda eftir nýj­ustu tísku. Og ekki nóg með það, gínan sner­ist í hringi í glugg­an­um. Slík undur og stór­merki höfðu Kaup­manna­hafn­ar­búar aldrei séð og hóp­uð­ust að glugg­anum á hverjum degi. Brátt tóku aðrir kaup­menn upp þetta „trikk“. Þótt í dag telj­ist það ekki til tíð­inda að kona opni verslun var það öðru­vísi um miðja nítj­ándu öld. 

Krón­prins­inn

Á árunum sem Lou­ise Christine starf­aði sem ball­ett­dans­ari kynnt­ist hún Frið­riki krón­prins, sem síðar varð Frið­rik VII. Krón­prins­inn og Carl Berl­ing, barns­faðir Lou­ise Christine voru miklir mátar og hélst sú vin­átta alla tíð. Frið­rik var fæddur 1808 og sem ungur maður hafði hann meiri áhuga á að skemmta sér en að und­ir­búa sig undir ævi­starfið sem kóng­ur. Árið 1828 gift­ist hann Vil­helm­ínu Maríu prinsessu en þau skildu, barn­laus, níu árum síð­ar. Faðir Frið­riks, Krist­ján, síðar Krist­ján VIII, hafði miklar áhyggjur af syn­inum og lagði áherslu á að hann festi ráð sitt. Frið­rik gift­ist Mari­anne af Meck­len­burg- Strelitz árið 1841, en það hjóna­band var ekki gæfu­ríkt og hjónin skildu, barn­laus, árið 1846. Frið­rik varð kóngur árið 1848, Frið­rik VII. Hann hafði litla reynslu af stjórn­málum og ýmsir höfðu efa­semdir um hann sem kon­ung. Hann varð hins­vegar vin­sæll meðal þegna sinna og hefur einkum verið minnst fyrir að að afsala sér ein­veld­inu og gefa Dönum stjórn­ar­skrána, Grund­loven. 

Grevinde Danner

Eins og áður var nefnt kynnt­ust Lou­ise Christine og Frið­rik gegnum Carl Berl­ing, barns­föður Lou­ise. Þótt Frið­rik væri tví­giftur og orð­inn kóngur hafði hann ekki gleymt Lou­ise. Þau voru pússuð saman í hall­ar­kirkj­unni á Frederiks­borg 7. ágúst 1850. Þetta var gift­ing upp á vinstri hönd, sem þýddi að myndu hjónin eign­ast barn ætti það ekki til­kall til krún­unn­ar. Ástæðan var að Lou­ise var ekki af aðal­sætt­um. Margir af emb­ætt­is­mönnum kon­ungs fundu því allt til for­áttu að kóng­ur­inn ætl­aði að kvæn­ast konu af lágum ætt­um, eins og það var kall­að. En kóngur sat við sinn keip. 

Grevinde Danner og Friðrik VII.

Sama dag og hjóna­vígslan fór fram fékk Lou­ise Christine með sér­stakri til­skipun kon­ungs tit­il­inn Lens­grevinde af Dann­er, ætíð kölluð Grevinde Dann­er. Andúð emb­ætt­is­manna fór ekki fram­hjá kóng­inum og hjónin brugðu á það ráð að flytja til Jæger­spris á Norð­ur­-­Sjá­landi, þar var höll sem kóng­ur­inn keypti af danska rík­inu. Þar bjuggu þau að mestu leyti til árs­ins 1863, en þá lést Frið­rik.

Grevinde Danner gaf höll­ina og landið sem fylgdi með því skil­yrði að höllin og svæðið yrðu notuð í þágu fátækra stúlkna. Hún flutti skömmu síðar til Lálands og síðar til Kaup­manna­hafn­ar. Hún lést 6. mars 1874.

Gleymdi ekki upp­runanum

Grevinde Danner erfði mikið fé eftir mann sinn. Hún gleymdi hins vegar ekki upp­runa sínum og ákvað að verja auð­ævum sínum í þágu fátækra stúlkna og kvenna. Í því skyni setti hún á fót sér­staka stofn­un, kennda við mann sinn, Frið­rik VII. Grevinde Danner lét teikna og byggja stórt og veg­legt hús skammt frá mið­borg Kaup­manna­hafn­ar. Húsið yrði athvarf fátækra kvenna, gert var ráð fyrir 52 litlum íbúð­um. Grevinde Danner auðn­að­ist ekki að sjá húsið full­gert, húsið var tekið í notkun 1875, ári eftir að hún lést.

Dannerhuset í Kaupmannahöfn. Mynd: Wikipedia.

Saga þessa merka húss sem enn stend­ur, ætíð nefnt Dann­er­hús­ið, verður ekki rakin hér en á tíma­bili stóð húsið autt og til stóð að það yrði rif­ið. Með sam­stilltu átaki hund­raða kvenna tókst að koma í veg fyrir það. Í dag er þar neyð­ar­at­hvarf kvenna, ásamt ýmis­konar starf­sem­i. 

Vilja heiðra minn­ingu Grevinde Danner með styttu

Fyrir nokkru kvikn­aði sú hug­mynd í hópi kvenna að reisa styttu til heið­urs Grevinde Danner í Kaup­manna­höfn. Meðal þeirra sem voru í þessum hópi var lista­konan Kirsten Justesen. Hún hefur þegar lagt drög að gerð stytt­unnar sem gert er ráð fyrir að standi við vötnin (Sankt Jørg­ens Sø) skammt frá Dann­er­hús­inu. Styttan sjálf á að vera sex metra há, úr bronsi. Stöp­ull­inn, sömu­leiðis úr bronsi, verði bekkur þar sem hægt verði að tylla sér. Í hægri hendi heldur Grevinde Danner á skjali, það á að tákna stjórn­ar­skrána, Grund­loven, og þátt hennar í að afnema ein­veld­ið.

End­an­legt leyfi borg­ar­yf­ir­valda í Kaup­manna­höfn fyrir upp­setn­ingu stytt­unnar liggur ekki fyrir en borg­ar­full­trúar hafa lýst ánægju með hug­mynd­ina. Gert er ráð fyrir að „styttu­mál­ið“ verði afgreitt í Borg­ar­stjórn Kaup­manna­hafnar 22. apr­íl. Verði málið sam­þykkt þar verður haf­ist handa við að afla fjár til verks­ins.   

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar