Mynd: Golli

Bjarminn frá strókunum sex

Eldgos er hafið við Fagradalsfjall. Ljósmyndari Kjarnans var í námunda við það fyrr í kvöld.

Eld­­gos hófst fyrr í kvöld við Fagra­­dals­fjall. Myndin hér að ofan, sem tekin er af Golla, sýnir hvernig gosið litar him­in­inn fyrir ofan Grinda­vík. Fyrsta til­­kynn­ing um gosið barst Veð­­ur­­stof­unni klukkan 21.40.

Sam­­kvæmt því sem Víðir Reyn­is­­son, deild­­ar­­stjóri almanna­varn­­ar­­deildar rík­­is­lög­­reglu­­stjóra, sagði við frétta­­stofu RÚV, er gosið fjarri almanna­­leið en stríður straumur fólks hefur legið í átt að gos­inu í kvöld þrátt fyrir til­mæli almanna­varna til fólks að halda sig fjarri.

Auglýsing

Miðað við fyrstu upp­­lýs­ingar er sprungan um 500 metra löng, sam­­kvæmt stöð­u­­upp­­­færslu Veð­­ur­­stof­unn­­ar. Gosið er talið lítið en Veð­ur­stofan segir að á sprung­unni séu um sex strókar sem, allt að 100 metra háir. Páll Ein­ars­son jarð­fræð­ingur sagði við RÚV að hraunið væri að renna um krappan dal. „Þetta er besti staður á öllum Reykja­nesskaga fyrir hraun­gos,“ sagði Páll.

Kristín Jóns­dóttir jarð­eðl­is­fræð­ingur sagði á sama stað að miðað við þekkt gos, en það eru tæp 800 ár síðan gaus síð­ast á Reykja­nes­i, væri lík­leg­ast að þetta gos verði í ein­hverja daga eða vik­ur. Við gosið muni slakna á kerf­inu og lík­legt að næt­urnar verði rólegri hvað skjálfta­virkni varð­ar.

Frá land­­­námi hefur þrisvar sinnum gosið á Reykja­­­nesi, síð­­­­­ast á árunum 1211-1240. Þeir atburð­ir eru ­kall­aðir Reykja­­­nes­eld­­­ar. Á því tíma­bili gaus nokkrum sinn­um, þar af urðu þrjú ­gos í eld­­­stöðvakerfi sem kennt er við Svarts­eng­i. Eld­­­gosin voru hraun­­­gos á 1-10 kíló­­­metra löngum gossprung­­­um.

Þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur í nálægt við gosstöðvarnar.
Mynd: Golli

Reykja­­nesið allt er eld­brunn­ið, eins og sagt er, og ásýnd þess ein­­kenn­ist af hraun­um, gíg­um, mis­­­gengjum og jarð­hita. Um það liggja mót Evr­­asíu- og Norð­­ur­-Am­er­íkuflek­anna og gliðnun er að eiga sér stað með til­­heyr­andi jarð­­skjálftum oft og reglu­­lega síð­­­ustu ár og ára­tugi.

Á Reykja­­nesi er að finna fimm eld­­stöðvakerfi og Fagra­­dals­fjall og nágrenni er eitt þeirra. En þó að jarð­eldar hafi orðið á skag­­anum frá upp­­hafi Íslands­­­byggðar hafa þeir ekki orðið í þessu til­­­tekna kerfi í yfir 6.000 ár í það minnsta. Og það er það eina af kerf­unum fimm þar sem hvorki er að finna jarð­hita né sprung­u­sveima. Það er lítið, um fimm kíló­­metra breitt á milli Svarts­eng­is- og Krýsu­vík­­­ur­­kerf­anna og um 15 kíló­­metrar að lengd milli Keilis í norð­austri og Húsa­fjalls í suð­vestri.

Mynd tekin úr Vogum á Vatnsleysuströnd.
Mynd: Daníel Freyr Jónsson

Sjálft Fagra­­dals­fjall er skil­­greint sem dyngja, eld­fjall sem mynd­­ast í lang­vinnu eld­­gosi, og er gíg­­ur­inn nyrst í því. Það er í raun stapi, hið neðra úr bólstra­bergi, móbergs­brota­bergi og túffi (um­­mynd­aðri, sam­an­lím­dri gjósku) en með hettu úr grá­grýti. Að mestu hefur það byggst upp undir ís og virð­ist ekki ólík­­­legt að jök­­ull hafi legið að því norð­aust­an­verðu fram til þess að eld­­virkni hætti.

Eldar á Reykja­­nesskaga geta staðið með hléum í nokkra ára­tugi eða leng­­ur. Síð­­asta gos­­tíma­bili lauk um miðja 13. öld. Vís­bend­ingar eru um að það hafi byrjað með eldum í Brenn­i­­steins­­fjöllum laust fyrir árið 800. Eftir þá hrinu kom um 150 ára hlé þar til eld­­virkni tók sig upp aftur á 10. öld. Þar á eftir fylgdi Krýsu­vík­­­ur­­kerfið á 12. öld. Að síð­­­ustu komu vest­­ustu kerfi Reykja­­nesskag­ans á 13. öld eftir um 30 ára gos­hlé. Þessum eldum lauk um árið 1240, eða fyrir um 780 árum. Eld­­stöðvakerfin hafa því ekki verið virk sam­­tímis heldur hefur gos­­virkni á þeim flust á milli þeirra með 30-150 ára löngum hléum á milli.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiInnlent