Mynd: Golli

Bjarminn frá strókunum sex

Eldgos er hafið við Fagradalsfjall. Ljósmyndari Kjarnans var í námunda við það fyrr í kvöld.

Eld­­gos hófst fyrr í kvöld við Fagra­­dals­fjall. Myndin hér að ofan, sem tekin er af Golla, sýnir hvernig gosið litar him­in­inn fyrir ofan Grinda­vík. Fyrsta til­­kynn­ing um gosið barst Veð­­ur­­stof­unni klukkan 21.40.

Sam­­kvæmt því sem Víðir Reyn­is­­son, deild­­ar­­stjóri almanna­varn­­ar­­deildar rík­­is­lög­­reglu­­stjóra, sagði við frétta­­stofu RÚV, er gosið fjarri almanna­­leið en stríður straumur fólks hefur legið í átt að gos­inu í kvöld þrátt fyrir til­mæli almanna­varna til fólks að halda sig fjarri.

Auglýsing

Miðað við fyrstu upp­­lýs­ingar er sprungan um 500 metra löng, sam­­kvæmt stöð­u­­upp­­­færslu Veð­­ur­­stof­unn­­ar. Gosið er talið lítið en Veð­ur­stofan segir að á sprung­unni séu um sex strókar sem, allt að 100 metra háir. Páll Ein­ars­son jarð­fræð­ingur sagði við RÚV að hraunið væri að renna um krappan dal. „Þetta er besti staður á öllum Reykja­nesskaga fyrir hraun­gos,“ sagði Páll.

Kristín Jóns­dóttir jarð­eðl­is­fræð­ingur sagði á sama stað að miðað við þekkt gos, en það eru tæp 800 ár síðan gaus síð­ast á Reykja­nes­i, væri lík­leg­ast að þetta gos verði í ein­hverja daga eða vik­ur. Við gosið muni slakna á kerf­inu og lík­legt að næt­urnar verði rólegri hvað skjálfta­virkni varð­ar.

Frá land­­­námi hefur þrisvar sinnum gosið á Reykja­­­nesi, síð­­­­­ast á árunum 1211-1240. Þeir atburð­ir eru ­kall­aðir Reykja­­­nes­eld­­­ar. Á því tíma­bili gaus nokkrum sinn­um, þar af urðu þrjú ­gos í eld­­­stöðvakerfi sem kennt er við Svarts­eng­i. Eld­­­gosin voru hraun­­­gos á 1-10 kíló­­­metra löngum gossprung­­­um.

Þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur í nálægt við gosstöðvarnar.
Mynd: Golli

Reykja­­nesið allt er eld­brunn­ið, eins og sagt er, og ásýnd þess ein­­kenn­ist af hraun­um, gíg­um, mis­­­gengjum og jarð­hita. Um það liggja mót Evr­­asíu- og Norð­­ur­-Am­er­íkuflek­anna og gliðnun er að eiga sér stað með til­­heyr­andi jarð­­skjálftum oft og reglu­­lega síð­­­ustu ár og ára­tugi.

Á Reykja­­nesi er að finna fimm eld­­stöðvakerfi og Fagra­­dals­fjall og nágrenni er eitt þeirra. En þó að jarð­eldar hafi orðið á skag­­anum frá upp­­hafi Íslands­­­byggðar hafa þeir ekki orðið í þessu til­­­tekna kerfi í yfir 6.000 ár í það minnsta. Og það er það eina af kerf­unum fimm þar sem hvorki er að finna jarð­hita né sprung­u­sveima. Það er lítið, um fimm kíló­­metra breitt á milli Svarts­eng­is- og Krýsu­vík­­­ur­­kerf­anna og um 15 kíló­­metrar að lengd milli Keilis í norð­austri og Húsa­fjalls í suð­vestri.

Mynd tekin úr Vogum á Vatnsleysuströnd.
Mynd: Daníel Freyr Jónsson

Sjálft Fagra­­dals­fjall er skil­­greint sem dyngja, eld­fjall sem mynd­­ast í lang­vinnu eld­­gosi, og er gíg­­ur­inn nyrst í því. Það er í raun stapi, hið neðra úr bólstra­bergi, móbergs­brota­bergi og túffi (um­­mynd­aðri, sam­an­lím­dri gjósku) en með hettu úr grá­grýti. Að mestu hefur það byggst upp undir ís og virð­ist ekki ólík­­­legt að jök­­ull hafi legið að því norð­aust­an­verðu fram til þess að eld­­virkni hætti.

Eldar á Reykja­­nesskaga geta staðið með hléum í nokkra ára­tugi eða leng­­ur. Síð­­asta gos­­tíma­bili lauk um miðja 13. öld. Vís­bend­ingar eru um að það hafi byrjað með eldum í Brenn­i­­steins­­fjöllum laust fyrir árið 800. Eftir þá hrinu kom um 150 ára hlé þar til eld­­virkni tók sig upp aftur á 10. öld. Þar á eftir fylgdi Krýsu­vík­­­ur­­kerfið á 12. öld. Að síð­­­ustu komu vest­­ustu kerfi Reykja­­nesskag­ans á 13. öld eftir um 30 ára gos­hlé. Þessum eldum lauk um árið 1240, eða fyrir um 780 árum. Eld­­stöðvakerfin hafa því ekki verið virk sam­­tímis heldur hefur gos­­virkni á þeim flust á milli þeirra með 30-150 ára löngum hléum á milli.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiInnlent