Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið

Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.

mndmeðeldi.jpg
Auglýsing

Dan­íel Páll Jón­as­son er nátt­úru­land­fræð­ingur og áhuga­ljós­mynd­ari. Alla tíð hefur hann haft mik­inn áhuga á eld­gosum og annarri nátt­úruvá og skrif­aði hann m.a.s. BS rit­gerð sína um eld­gos á Reykja­nesi og hvaða leiðir hraun myndu leita í átt til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. 

Þegar eld­gosið byrj­aði í Fagra­dals­fjalli var Dan­íel ekki lengi að koma sér á vett­vang og eftir að hafa upp­lifað ótrú­lega krafta nátt­úr­unnar á eigin skinni gat hann ein­fald­lega ekki fengið nóg. Í þá 6 mán­uði sem eld­gosið varði áður en gos­hlé hófst um miðjan sept­em­ber, fór Dan­íel 30 ferðir að eld­gos­inu og tók yfir 10.000 myndir og mynd­bönd.

Hann safnar nú fyrir útgáfu ljós­mynda­bókar sem inni­heldur 100 til­komu­mestu og skemmti­leg­ustu mynd­irnar úr ferðum Dan­í­els á Karol­ina fund. Stað­setn­ing hverrar myndar er sýnd á litlu korti svo hægt sé að sjá hversu mikið hraunið hefur breyst frá því myndin var tek­in.​

Dan­íel segir að hug­myndin hafi sprottið upp úr því að hann var mjög dug­legur að pósta myndum og mynd­böndum af eld­gos­inu á Face­book síð­unni sinni en einnig í hóp­unum Landið mitt Ísland og Iceland Geology. „Eftir að hafa fengið glimr­andi góð við­brögð við mörgum mynd­anna átt­aði ég mig á því að ég væri far­inn að safna efni­við í ljós­mynda­bók um eld­gos­ið.

Auglýsing
Upphaflega fór ég í þessar ferðir ein­göngu ánægj­unnar vegna en smám saman fór ég einnig gagn­gert til að safna ljós­myndum í bók­ina. Ég gekk t.d. 3 sinnum hring­inn í kringum allt hraunið til að ná myndum frá þeim sjón­ar­hornum sem ferða­menn fóru aldrei á. Það voru einnig nokkur skipti þar sem ég var dauð­þreyttur í lík­am­anum eftir göng­urnar en þá gerð­ist eitt­hvað algjör­lega nýtt í eld­gos­inu, eitt­hvað sem ég varð bara að ná á mynd. Þá hark­aði ég bara af mér og hent­ist með mynda­vél­ina á stað­inn.

Þessi mikla vinna hefur þó klár­lega borgað sig því núna er ég kom­inn með nokkuð flotta ljós­mynda­bók í hend­urnar og risa­stóran lager af eld­gosa­myndum og mynd­bönd­um.“

Steinn að sökkva í hrauná. Mynd: Daníel Páll Jónsson.

Að sögn Dan­í­els er helsti kost­ur­inn við bók­ina hans að það er ekk­ert ákveðið þema, þ.e.a.s. annað en eld­gosið í heild sinni. „Ég hef séð fólk pósta virki­lega glæsi­legum myndum af eld­gos­inu, t.d. dróna­myndum fyrir ofan gíg­inn og myndum af gylltum kviku­strókum að nóttu til. Ég ákvað hins vegar að binda mig ekki ein­göngu við slíkar mynda­tök­ur, enda hefði það verið leið­in­legt til lengd­ar.

Ég er mjög hrif­næmur og tók því myndir af öllu sem vakti athygli mína, hvort sem mér þótti það skond­ið, fal­legt, hrika­legt, til­komu­mikið eða áhuga­vert og hugs­aði aldrei út í ákveðið þema. Þannig end­aði ég með fjöl­breytt mynda­safn og gat leyft mér að hafa 100 myndir í bók­inni sem halda fólki alveg við efn­ið. Á einni síð­unni er mynd af glæsi­legum kviku­strók, á annarri er mynd af ferða­mönnum sem hættu sér langt út á hraunið og á enn annarri er mynd af hrauni og gas­út­streymi sem í sam­ein­ingu lík­ist prump­andi snigli. Ég við­ur­kenni að ég stillti þeirri mynd dálítið upp, enda geta hugs­an­irnar orðið dálítið ein­kenni­legar þegar maður er búinn að ganga einn í margar klukku­stund­ir.“

Dan­íel við­ur­kennir að 30 ferð­ir, 10.000 myndir og bóka­út­gáfa í kjöl­farið hafi verið tíma­frekt verk­efni, en líka mjög skemmti­legt. „Var­lega áætlað hafa farið 500 til 600 klukku­stundir í þetta verk­efni síð­ustu 6 mán­uði og það jafn­gildir 3 mán­uðum af vinnu, sam­hliða fullri dag­vinnu. Það voru nokkur skipti þar sem keyrði að gos­inu eftir kl. 17, kom aftur heim kl. 1 eftir mið­nætti, vann í ljós­mynd­unum til kl. 4 og mætti svo í vinn­una kl. 8 morg­un­inn eft­ir. 

Vegna þess hversu skemmti­legt og magnað þetta verk­efni var hafði ég ein­hverja auka orku sem fleytti mér í gegnum þetta allt sam­an. Konan mín og dæt­urnar voru einnig ótrú­lega skiln­ings­ríkar og studdu mig og hvöttu í gegnum allt ferlið, þess vegna er bókin til­einkuð þeim.

Gott dæmi um stuðn­ing­inn frá fjöl­skyld­unni var þegar ég hafði farið margar ferðir á stuttum tíma, var lítið búinn að sjá fjöl­skyld­una og kom­inn með mik­inn móral og söknuð yfir því. Þá tók yngri dóttirin á móti mér þegar ég kom heim úr vinn­unni með pappa­eld­fjall sem hún hafði fönd­rað í leik­skól­an­um, rosa­lega stolt yfir lista­verk­inu. Hún sagði mér að ég væri „Eld­gos­inn“ sinn og að hún hafði búið þetta til fyrir mig. Þetta lista­verk er núna uppi á hillu, fyrir framan alla hraun­mol­ana sem ég safn­aði og hlýjar mér meira en eld­gosið gerði nokkurn tíma.“

Hægt er að styrkja verk­efnið hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiFólk