Samskipti sem fara yfir strikið

Ásta Sól og Benna safna nú fyrir gagnvirkri vefsíðu sem á að hjálpa 13 til 19 ára ungmennum að læra að þekkja óheilbrigð samskipti og ofbeldi með því að auka sjálfstraust til að bregðast við og leita sér hjálpar ef þess gerist þörf.

Ásta Sól og Benna.
Ásta Sól og Benna.
Auglýsing

Benna Sör­en­sen, dokt­or­snemi og stofn­andi Ofbeld­is­for­varna­skól­ans hefur lengi brunnið fyrir mál­efnum ungs fólks og er að hefja dokt­ors­rann­sókn á for­vörnum gegn kyn­bundnu ofbeldi meðal íslenskra ung­linga. Hún og Ásta Sól Krist­jáns­dóttir safna nú fyrir verk­efn­inu Yfir Strikið á Karol­ina Fund en það er hluti af stærra verk­efni Ofbeld­is­for­varna­skól­ans.

Hvernig kvikn­aði hug­mynd­in?

„Hug­myndin að verk­efn­inu kom upp í tengslum við önnur verk­efni sem við erum að vinna að og fjalla öll á einn eða annan hátt um að auka sjálfs­traust fólks til að takast á við for­varnir gegn kyn­bundnu ofbeldi. Við erum með frá­bært sam­starfs­fólk úr félags­mið­stöðvum úti í Skotlandi og hér heima. Saman höfum við kom­ist að því að það er mik­ill vilji til að efla þessar for­varnir en vantar kannski aðeins upp á að fólk hafi nægan stuðn­ing til þess. Við höfum þess vegna verið til dæmis að vinna að nám­skeiði fyrir kenn­ara og starfs­fólk félags­mið­stöðva til að efla þau í að leiða ung­linga­hópa í for­varn­ar­vinnu. Þetta gátum við gert fyrir styrk frá Erasmus+.

Í þeirri vinnu kom upp að næsta skrefið væri auð­vitað að gera allt sem við getum til að styðja ung­ling­ana sjálfa í að nálg­ast fræðslu þar sem þau sjálf velta fyrir sér og gera upp við sig hvar mörkin liggja í sam­skipt­um. Jafn­ingja­fræðsla er ótrú­lega mik­il­vægur partur af menntun ungs fólks og sér­stak­lega þegar kemur að mál­efnum sem snerta þeirra eigin reynslu, enda sjáum við að hver bylt­ingin á fætur er knúin áfram af ungu fólki og það eru þau sem eru að breyta sam­fé­lag­inu okkar til hins betra.“

Auglýsing

Segið okkur frá þema verk­efn­is­ins

„Nið­ur­staða okkar var sem sagt þetta þema, Yfir strik­ið. Sam­skipti sem fara yfir strik­ið. Vef­síðan er þannig að þar birt­ast örsögur af ofbeldi eða óheil­brigðum sam­skiptum þar sem þau sem skoða hana strika yfir hegðun sem þeim finnst fara yfir strik­ið. Á síð­unni geta þau svo líka borið sína upp­lifun saman við mat fag­fólks í ofbeld­is­for­vörnum ef þau kjósa að gera það og séð hvar er hægt að leita hjálp­ar. Aðal­at­riðið er samt alltaf sú hugsun og umræða sem á sér staðar hjá ung­ling­unum sjálf­um.“

Yfir strikið Mynd: Karolina Fund

Á Karol­ina Fund-­síð­unni kemur fram að þessar sögur séu frá mis­mun­andi sjón­ar­horn­um, af hverju er það?

„Já, það er rétt. Þarna sjáum við sögur bæði frá sjón­ar­horni ungs fólks sem hefur lent í að þeirra mörk séu ekki virt og líka þeirra sem hafa fattað eftir á að þau sjálf voru ekki að virða mörk ann­arra. Það er vegna þess að það skiptir ótrú­lega miklu máli að geta sett okkur í spor þeirra sem verða fyrir ofbeldi, átta okkur á því hvernig fólki líður og þekkja hegðun sem fer yfir strik­ið. En svo er líka svo mik­il­vægt að við lærum að spá í því hvort við sjálf höfum gert mis­tök, hvort það geti verið að við höfum farið yfir mörk eða jafn­vel beitt ofbeldi. Með síð­unni ætlum við okkur að styðja við sístækk­andi safn for­varn­ar­efnis um kyn­bundið ofbeld­i.“

Hægt er að styðja við verk­efnið hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiFólk