Samskipti sem fara yfir strikið

Ásta Sól og Benna safna nú fyrir gagnvirkri vefsíðu sem á að hjálpa 13 til 19 ára ungmennum að læra að þekkja óheilbrigð samskipti og ofbeldi með því að auka sjálfstraust til að bregðast við og leita sér hjálpar ef þess gerist þörf.

Ásta Sól og Benna.
Ásta Sól og Benna.
Auglýsing

Benna Sör­en­sen, dokt­or­snemi og stofn­andi Ofbeld­is­for­varna­skól­ans hefur lengi brunnið fyrir mál­efnum ungs fólks og er að hefja dokt­ors­rann­sókn á for­vörnum gegn kyn­bundnu ofbeldi meðal íslenskra ung­linga. Hún og Ásta Sól Krist­jáns­dóttir safna nú fyrir verk­efn­inu Yfir Strikið á Karol­ina Fund en það er hluti af stærra verk­efni Ofbeld­is­for­varna­skól­ans.

Hvernig kvikn­aði hug­mynd­in?

„Hug­myndin að verk­efn­inu kom upp í tengslum við önnur verk­efni sem við erum að vinna að og fjalla öll á einn eða annan hátt um að auka sjálfs­traust fólks til að takast á við for­varnir gegn kyn­bundnu ofbeldi. Við erum með frá­bært sam­starfs­fólk úr félags­mið­stöðvum úti í Skotlandi og hér heima. Saman höfum við kom­ist að því að það er mik­ill vilji til að efla þessar for­varnir en vantar kannski aðeins upp á að fólk hafi nægan stuðn­ing til þess. Við höfum þess vegna verið til dæmis að vinna að nám­skeiði fyrir kenn­ara og starfs­fólk félags­mið­stöðva til að efla þau í að leiða ung­linga­hópa í for­varn­ar­vinnu. Þetta gátum við gert fyrir styrk frá Erasmus+.

Í þeirri vinnu kom upp að næsta skrefið væri auð­vitað að gera allt sem við getum til að styðja ung­ling­ana sjálfa í að nálg­ast fræðslu þar sem þau sjálf velta fyrir sér og gera upp við sig hvar mörkin liggja í sam­skipt­um. Jafn­ingja­fræðsla er ótrú­lega mik­il­vægur partur af menntun ungs fólks og sér­stak­lega þegar kemur að mál­efnum sem snerta þeirra eigin reynslu, enda sjáum við að hver bylt­ingin á fætur er knúin áfram af ungu fólki og það eru þau sem eru að breyta sam­fé­lag­inu okkar til hins betra.“

Auglýsing

Segið okkur frá þema verk­efn­is­ins

„Nið­ur­staða okkar var sem sagt þetta þema, Yfir strik­ið. Sam­skipti sem fara yfir strik­ið. Vef­síðan er þannig að þar birt­ast örsögur af ofbeldi eða óheil­brigðum sam­skiptum þar sem þau sem skoða hana strika yfir hegðun sem þeim finnst fara yfir strik­ið. Á síð­unni geta þau svo líka borið sína upp­lifun saman við mat fag­fólks í ofbeld­is­for­vörnum ef þau kjósa að gera það og séð hvar er hægt að leita hjálp­ar. Aðal­at­riðið er samt alltaf sú hugsun og umræða sem á sér staðar hjá ung­ling­unum sjálf­um.“

Yfir strikið Mynd: Karolina Fund

Á Karol­ina Fund-­síð­unni kemur fram að þessar sögur séu frá mis­mun­andi sjón­ar­horn­um, af hverju er það?

„Já, það er rétt. Þarna sjáum við sögur bæði frá sjón­ar­horni ungs fólks sem hefur lent í að þeirra mörk séu ekki virt og líka þeirra sem hafa fattað eftir á að þau sjálf voru ekki að virða mörk ann­arra. Það er vegna þess að það skiptir ótrú­lega miklu máli að geta sett okkur í spor þeirra sem verða fyrir ofbeldi, átta okkur á því hvernig fólki líður og þekkja hegðun sem fer yfir strik­ið. En svo er líka svo mik­il­vægt að við lærum að spá í því hvort við sjálf höfum gert mis­tök, hvort það geti verið að við höfum farið yfir mörk eða jafn­vel beitt ofbeldi. Með síð­unni ætlum við okkur að styðja við sístækk­andi safn for­varn­ar­efnis um kyn­bundið ofbeld­i.“

Hægt er að styðja við verk­efnið hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spennan magnast fyrir 70 ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar sem fagnað verður með ýmsum hætti 2. - 5. júní.
Konungssinnar eyða mörgum milljörðum í varning vegna krýningarafmælis drottningar
Áætlað er að Bretar muni eyða yfir 60 milljörðum króna í konunglegan varning vegna krýningarafmælis drottningar sem haldið verður upp á með fjögurra daga hátíðarhöldum. Tebollar, diskar með gyllingu og spiladósir eru meðal konunglegra muna sem rjúka út.
Kjarninn 29. maí 2022
Claus Hjort Frederiksen verður ekki ákærður, að minnsta kosti ekki meðan hann er þingmaður.
Fyrrverandi ráðherra slapp fyrir horn
Claus Hjort Frederiksen þingmaður og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Danmerkur slapp fyrir horn þegar danska þingið felldi tillögu um að afnema þinghelgi hans. Ríkisstjórn og ríkislögmaður vildu ákæra Claus Hjort fyrir landráð.
Kjarninn 29. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson funda stíft þessa dagana.
Nýr meirihluti verði klár í slaginn áður en fyrsti borgarstjórnarfundur hefst
Viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa staðið yfir í fjóra daga en Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Píratar og Viðreisn stefna að því að ljúka þeim áður en fyrsti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður settur þann 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 28. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Um Pútín, fáveldi og fasisma
Kjarninn 28. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 28. maí 2022
Icelandair beri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda bóki þau flug fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Icelandair svarar því ekki hvort flugfélagið muni flytja þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem til stendur að vísa úr landi á næstunni. Því sé ekki heimilt að svara fyrir hönd viðskiptavina sinna um möguleg eða fyrirhuguð flug.
Kjarninn 28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Meira úr sama flokkiFólk