„Til að fá ferðafólk út af þjóðvegi eitt þarf að hafa eitthvað sem vekur athygli“

Jóhanna Magnúsdóttir vinnur að uppbyggingu á menningar- og kaffihúsi á Bakkafirði. Hún safnar fyrir verkefninu á Karolina fund.

Bakkafjörður Karolina fund
Auglýsing

Á Bakka­firði er verið að vinna að verk­efni sem okkur lék for­vitni á að vita meira um. Bakka­fjörður er fámennt byggð­ar­lag á Aust­ur­landi nánar til­tekið á milli Vopna­fjarðar og Þórs­hafn­ar. Okkur fannst spenn­andi að kynna okkur af hverju ráð­ast á í þetta verk­efni á þessu svæði og hverjir stæðu að því. Við tókum við­tal við eig­and­ann, Jóhönnu Magn­ús­dótt­ur.

Hún segir hug­mynda að verk­efn­inu hafa kviknað þegar hún var að skoða mögu­leik­ann á öðru verk­efni á Bakka­firði sem gekk ekki eft­ir. „Ég fór nokkrar ferðir til Bakka­fjarðar í tengslum við það í fyrra­vetur og fór meðal ann­ars að skoða Bjarg sem er friðað hús sem stendur rétt fyrir utan þorpið og fannst það á fal­legum stað. Vin­kona mín þekkti fyrr­ver­andi eig­anda og hún kann­aði fyrir mig hvort húsið gæti verið til

sölu þar sem það hafði ein­göngu verið notað sem sum­ar­hús hin síð­ustu ár. Svo reynd­ist vera og ég bauð í húsið og fékk það.“

Í fyrstu ætl­aði Jóhanna ein­göngu að reka þarna gisti­heim­ili en þegar hún fór að skoða það sem fyrr­ver­andi eig­endur skildu eftir í hús­inu þá fannst henni að hún yrði að gera eitt­hvað með þá muni og þá merki­legu sögu sem húsið seg­ir. „Hún teng­ist sjáv­ar­út­vegi hér fyrir austan og veru fær­eyskra sjó­manna hér við strendur og sam­skiptum þeirra við okkur Íslend­inga. Mér fannst líka nauð­syn­legt að kynna fleiri staði og þætti í sögu okkar fyrir Íslend­ingum sem og hinum almenna ferða­manni. Til að fá ferða­fólk út af þjóð­vegi eitt þarf að hafa eitt­hvað sem vekur athygli hjá því. Það dugar ekki að bjóða ein­göngu upp á gist­ingu því ferða­fólk leitar að ein­hverju sem það getur skoðað og upp­lif­að.“

Auglýsing

Jóhanna ákvað því að setja upp menn­ing­ar- og kaffi­hús í kjall­ara húss­ins, sem var fyrir bara notuð sem geymsla. „Áður fyrr voru þar líka tvær

kýr og ein­hverjar ær en aðal­at­vinna fólks­ins sem hefur búið í hús­inu hefur verið sjó­mennska og útgerð. Það er mikið verk fyrir höndum að koma hús­inu í þokka­legt horf og enn fremur dýrt að gera upp svona göm­ul, friðuð hús svo að sómi sé að. Ég ákvað því að kynna þetta verk­efni fyrir þeim sem eru með Kar­ólína Fund en þar gefst fólki tæki­færi á að styrkja þetta verk­efni með beinum fjár­fram­lögum eða með því að kaupa sér aðgang að menn­ing­ar­hús­inu og kaffi­hús­inu i nokk­urs konar for­sölu. Svo er einnig hægt að styrkja verk­efnið með því að kaupa gist­ingu sem er stað­sett á efri hæð húss­ins. Þar eru þrjú her­bergi til boða sem hafa aðgang að sal­erni og eld­húsi. Svo verður sett upp setu­stofa á jarð­hæð­inni. Það sem er ein­stakt við þennan stað er fámennið og hversu rólegt er hér yfir öllu. Þetta er til­val­inn staður til að kúpla sig frá skarka­l­anum í þétt­býl­inu og hlaða batt­er­í­in.“

Hún seg­ist vona að sem flestir sjái sér fært að styðja þetta áhuga­verða verk­efni. „Mig hefur lengi dreymt um að standa að eigin rekstri. Það myndi svo ekki skemma fyrir ánægj­unni ef þetta verk­efni leiddi til frek­ari upp­bygg­ingar á svæð­inu. En það verður að segj­ast að þetta er svo­lítið gleymdur lands­hluti. Það eru fleiri aðilar sem hafa áhuga á svæð­inu og eru með verk­efni í gangi, þannig að ég tel að með öfl­ugri upp­bygg­ingu megi laða fleira fólk á svæð­ið.

En Bakka­fjörður fellur nú undir verk­efnið Brot­hættar byggð­ir, sem stendur að því að efla byggðir sem þarfn­ast utan­að­kom­andi aðstoðar til verk­efna. Þannig að það er brýn þörf á að byggja upp á svæð­inu, að fá fólk til að setj­ast hér að, og að fá ferða­fólk til að fara þennan stutta spotta frá aðal­veg­inum og kynna sér það sem hér er í boð­i.“

Hér er hægt að taka þátt í söfn­un­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mynd frá sænsku strandgæslunni sýnir hversu stór hvert og eitt gat á leiðslunni er. Uppstreymið raskaði sjó á um kílómetra svæði.
Fjöldi herskipa við gaslekana – Svæðið skilgreint sem „glæpavettvangur“
Þótt gas flæði ekki lengur út úr gasleiðslum Nord Stream 1 og 2 er enn gas í þeim. Á vettvang streymir nú fjöldi herskipa frá nokkrum ríkjum. Rússar gætu talið sig eiga rétt á að koma að rannsókninni þar sem atvikið átti sér stað á alþjóðlegu hafsvæði.
Kjarninn 3. október 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Kvenskörungurinn Jóninna Sigurðardóttir
Kjarninn 3. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Óheimilt verði að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi
Þingmaður Samfylkingar fer fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stöðuveitingar þar sem ráðherra verður óheimilt að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Einnig er lagt til að takmarka heimildir ráðherra til stöðuveitinga án auglýsingar.
Kjarninn 3. október 2022
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27
Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.
Kjarninn 3. október 2022
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Segir Jón Baldvin „haga sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi „mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum.“ Það þurfi hins vegar að horfast í augu við að þeir geri það.
Kjarninn 3. október 2022
Joola marar í hálfu kafi undan ströndum Gambíu, daginn eftir slysið.
444 börn
Titanic Afríku hefur ferjan Joola verið kölluð. Það er þó sannarlega ekki vegna glæsileika hennar heldur af því að hún hlaut sömu skelfilegu örlög.
Kjarninn 2. október 2022
Ólöf Sverrisdóttir ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi í eitt ár. Úr varð ljóðabókin Hvítar fjaðrir.
Ljóðin féllu eins og hvítar fjaðrir af himnum ofan
Ólöf Sverrisdóttir leikkona ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi og við það fóru ljóðin að koma til hennar í svefnrofanum á morgnana. Afraksturinn ber heitið „Hvítar fjaðrir“ og safnað er fyrir útgáfu ljóðabókarinnar á Karolina fund.
Kjarninn 2. október 2022
Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir meira byggingarmagni en hið eldra.
Líkja fyrirhugaðri nýbyggingu í Mosfellsbæ við vegginn mikla í Game of Thrones
Íbúar við götuna Bjarkarholt í miðbæ Mosfellsbæjar gera sumir verulegar athugasemdir við breytingar sem stendur til að gera á deiliskipulagi uppbyggingarreits í næsta nágrenni heimilis þeirra.
Kjarninn 2. október 2022
Meira úr sama flokkiFólk