„Til að fá ferðafólk út af þjóðvegi eitt þarf að hafa eitthvað sem vekur athygli“

Jóhanna Magnúsdóttir vinnur að uppbyggingu á menningar- og kaffihúsi á Bakkafirði. Hún safnar fyrir verkefninu á Karolina fund.

Bakkafjörður Karolina fund
Auglýsing

Á Bakka­firði er verið að vinna að verk­efni sem okkur lék for­vitni á að vita meira um. Bakka­fjörður er fámennt byggð­ar­lag á Aust­ur­landi nánar til­tekið á milli Vopna­fjarðar og Þórs­hafn­ar. Okkur fannst spenn­andi að kynna okkur af hverju ráð­ast á í þetta verk­efni á þessu svæði og hverjir stæðu að því. Við tókum við­tal við eig­and­ann, Jóhönnu Magn­ús­dótt­ur.

Hún segir hug­mynda að verk­efn­inu hafa kviknað þegar hún var að skoða mögu­leik­ann á öðru verk­efni á Bakka­firði sem gekk ekki eft­ir. „Ég fór nokkrar ferðir til Bakka­fjarðar í tengslum við það í fyrra­vetur og fór meðal ann­ars að skoða Bjarg sem er friðað hús sem stendur rétt fyrir utan þorpið og fannst það á fal­legum stað. Vin­kona mín þekkti fyrr­ver­andi eig­anda og hún kann­aði fyrir mig hvort húsið gæti verið til

sölu þar sem það hafði ein­göngu verið notað sem sum­ar­hús hin síð­ustu ár. Svo reynd­ist vera og ég bauð í húsið og fékk það.“

Í fyrstu ætl­aði Jóhanna ein­göngu að reka þarna gisti­heim­ili en þegar hún fór að skoða það sem fyrr­ver­andi eig­endur skildu eftir í hús­inu þá fannst henni að hún yrði að gera eitt­hvað með þá muni og þá merki­legu sögu sem húsið seg­ir. „Hún teng­ist sjáv­ar­út­vegi hér fyrir austan og veru fær­eyskra sjó­manna hér við strendur og sam­skiptum þeirra við okkur Íslend­inga. Mér fannst líka nauð­syn­legt að kynna fleiri staði og þætti í sögu okkar fyrir Íslend­ingum sem og hinum almenna ferða­manni. Til að fá ferða­fólk út af þjóð­vegi eitt þarf að hafa eitt­hvað sem vekur athygli hjá því. Það dugar ekki að bjóða ein­göngu upp á gist­ingu því ferða­fólk leitar að ein­hverju sem það getur skoðað og upp­lif­að.“

Auglýsing

Jóhanna ákvað því að setja upp menn­ing­ar- og kaffi­hús í kjall­ara húss­ins, sem var fyrir bara notuð sem geymsla. „Áður fyrr voru þar líka tvær

kýr og ein­hverjar ær en aðal­at­vinna fólks­ins sem hefur búið í hús­inu hefur verið sjó­mennska og útgerð. Það er mikið verk fyrir höndum að koma hús­inu í þokka­legt horf og enn fremur dýrt að gera upp svona göm­ul, friðuð hús svo að sómi sé að. Ég ákvað því að kynna þetta verk­efni fyrir þeim sem eru með Kar­ólína Fund en þar gefst fólki tæki­færi á að styrkja þetta verk­efni með beinum fjár­fram­lögum eða með því að kaupa sér aðgang að menn­ing­ar­hús­inu og kaffi­hús­inu i nokk­urs konar for­sölu. Svo er einnig hægt að styrkja verk­efnið með því að kaupa gist­ingu sem er stað­sett á efri hæð húss­ins. Þar eru þrjú her­bergi til boða sem hafa aðgang að sal­erni og eld­húsi. Svo verður sett upp setu­stofa á jarð­hæð­inni. Það sem er ein­stakt við þennan stað er fámennið og hversu rólegt er hér yfir öllu. Þetta er til­val­inn staður til að kúpla sig frá skarka­l­anum í þétt­býl­inu og hlaða batt­er­í­in.“

Hún seg­ist vona að sem flestir sjái sér fært að styðja þetta áhuga­verða verk­efni. „Mig hefur lengi dreymt um að standa að eigin rekstri. Það myndi svo ekki skemma fyrir ánægj­unni ef þetta verk­efni leiddi til frek­ari upp­bygg­ingar á svæð­inu. En það verður að segj­ast að þetta er svo­lítið gleymdur lands­hluti. Það eru fleiri aðilar sem hafa áhuga á svæð­inu og eru með verk­efni í gangi, þannig að ég tel að með öfl­ugri upp­bygg­ingu megi laða fleira fólk á svæð­ið.

En Bakka­fjörður fellur nú undir verk­efnið Brot­hættar byggð­ir, sem stendur að því að efla byggðir sem þarfn­ast utan­að­kom­andi aðstoðar til verk­efna. Þannig að það er brýn þörf á að byggja upp á svæð­inu, að fá fólk til að setj­ast hér að, og að fá ferða­fólk til að fara þennan stutta spotta frá aðal­veg­inum og kynna sér það sem hér er í boð­i.“

Hér er hægt að taka þátt í söfn­un­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spennan magnast fyrir 70 ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar sem fagnað verður með ýmsum hætti 2. - 5. júní.
Konungssinnar eyða mörgum milljörðum í varning vegna krýningarafmælis drottningar
Áætlað er að Bretar muni eyða yfir 60 milljörðum króna í konunglegan varning vegna krýningarafmælis drottningar sem haldið verður upp á með fjögurra daga hátíðarhöldum. Tebollar, diskar með gyllingu og spiladósir eru meðal konunglegra muna sem rjúka út.
Kjarninn 29. maí 2022
Claus Hjort Frederiksen verður ekki ákærður, að minnsta kosti ekki meðan hann er þingmaður.
Fyrrverandi ráðherra slapp fyrir horn
Claus Hjort Frederiksen þingmaður og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Danmerkur slapp fyrir horn þegar danska þingið felldi tillögu um að afnema þinghelgi hans. Ríkisstjórn og ríkislögmaður vildu ákæra Claus Hjort fyrir landráð.
Kjarninn 29. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson funda stíft þessa dagana.
Nýr meirihluti verði klár í slaginn áður en fyrsti borgarstjórnarfundur hefst
Viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa staðið yfir í fjóra daga en Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Píratar og Viðreisn stefna að því að ljúka þeim áður en fyrsti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður settur þann 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 28. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Um Pútín, fáveldi og fasisma
Kjarninn 28. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 28. maí 2022
Icelandair beri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda bóki þau flug fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Icelandair svarar því ekki hvort flugfélagið muni flytja þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem til stendur að vísa úr landi á næstunni. Því sé ekki heimilt að svara fyrir hönd viðskiptavina sinna um möguleg eða fyrirhuguð flug.
Kjarninn 28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Meira úr sama flokkiFólk