Bækur eru eins konar kjörheimili texta

Bókin Brim Hvít Sýn, samantekt tilrauna myndlistarkonunnar Jónu Hlífar með margvíslegt samspil texta og myndlistar, er væntaleg. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina fund.

Screenshot 2021-08-30 at 14.24.08.png
Auglýsing

Mynd­list­ar­konan Jóna Hlíf er löngu orðin kunn fyrir verk sín, ekki síst áherslu sína á efni­við­inn sem hún vinnur með, mótun hans, tær­ingu, veðrun og aðrar umbreyt­ing­ar. Textar hafa ætíð verið stór hluti af mynd­list henn­ar: gam­al­kunnug orð í nýju sam­hengi; and­stæð orð sem teflt er sam­an; orða­leik­ir, heim­speki­legar pæl­ingar um merk­ingu orða; stafir sem skúlp­t­úr­ar, ljóð­ræn texta­brot.

Nú er vænt­an­leg bókin Brim Hvít Sýn þar sem verður að finna sam­an­tekt á afrakstri til­rauna hennar með marg­vís­legt sam­spil texta og mynd­list­ar: um 100 ljós­myndir af verkum auk sýn­ing­ar­texta og umfjöll­unar um verk­in. Rit­stjóri er Auður Aðal­steins­dóttir og segir hún að þegar úr svo umfangs­miklu höf­und­ar­verki sé að moða þurfi að ákveða meg­in­á­herslur og velja út frá því svo að úr verði bók með afmark­aðri heild­ar­sýn og þema.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Í gegnum árin hefur Jóna Hlíf ekki aðeins haldið til haga verkum og textum tengdum sýn­ingum sínum heldur einnig umfjöllun um verk­in. Hún hefur um nokk­urt skeið velt því fyrir sér hvort hér gæti verið komið efni í heila bók og þegar ég frétti af því stakk ég strax upp á að hún gæti gefið slíka bók út hjá útgáfu­fyr­ir­tæk­inu mínu, Ást­ríki ehf, sem ég rek ásamt Ástu Gísla­dótt­ur. Við höfum reyndar unnið að ýmsum verk­efnum með Jónu Hlíf í gegnum tíð­ina, meðal ann­ars tekið að okkur að þýða og lesa yfir texta Störu, tíma­riti Sam­bands íslenskra mynd­list­ar­manna, sem hún rit­stýrði á þeim tíma. Við erum því vanar að vinna saman allar þrjár og það ríkir bæði traust og vin­átta í þessu verk­efni sem öðr­um. Það hefur síðan verið gef­andi og áhuga­vert að fara með Jónu Hlíf í gegnum höf­und­ar­verkið hennar og kafa í ein­staka þætti – en aðeins erf­ið­ara auð­vitað að vinsa úr, því bókin er ekki heild­ar­yf­ir­lit heldur hefur ákveðið meg­in­þema.“

Auður Aðalsteinsdóttir með Ástu Gísladóttur meðeiganda Ástríkis og myndlistarkonunni Jónu Hlíf Halldórsdóttur.

Segðu okkur frá þessu þema?

„Jóna Hlíf hefur unnið mikið með texta í mynd­list­inni sinni, á ótrú­lega fjöl­breyttan hátt, og eins og kemur fram í við­tali sem ég tók við hana og er meðal efnis í bók­inni þá eru bækur eins konar kjör­heim­ili texta. Það lá því beint við að koma texta­verk­unum hennar út í bók­ar­formi og halda með því áfram þess­ari skap­andi vinnu í kringum text­ana; skapa enn eitt og nýtt verk upp úr öllum texta­verk­un­um. Það má því segja að sam­spil mynd­listar og texta sé meg­in­þemað en inn í það flétt­ast svo aðrir sterkir þræðir í mynd­list Jónu Hlíf­ar, til dæmis ímynda­sköpun og sjálfsí­mynd, for­gengi­leiki efnis og orða, teng­ing okkar við nátt­úr­una, með orðum og mynd­um, og kannski ekki síst öll póli­tíkin og sögu­lega sam­hengið bak við texta og fram­setn­ingu þeirra.“

Auglýsing
Auður end­ur­tekur að Jóna Hlíf á við texta á mis­mun­andi vegu í verkum sín­um. „Hún sker stafi út úr jafn ólíku efni og pappír eða kop­ar, reisir þá upp eins og skúlp­t­úra, myndar með þeim skugga eða end­ur­varp úr vatni og lætur þá jafn­vel loga. Í kringum sýn­ingar sínar semur hún texta, oft í náinni sam­vinnu við eig­in­mann sinn Hjálmar Stefán Brynj­ólfs­son, og sum verka hennar eru ein­fald­lega texti á vegg. Orðin sem stafirnir mynda eru gjarnan sett í óvænt sam­hengi með fram­setn­ing­unni og sam­spili við önnur orð eða mynd­ir. Og svo hefur Jóna Hlíf líka gert bók­verk og notað til­vitn­anir úr alls konar textum sem við tengjum vana­lega ekki við mynd­list: sögu­legum heim­ild­um, laga­textum og veð­ur­fars­lýs­ing­um, svo dæmi séu nefnd. Í raun virð­ast mögu­leik­arnir óþrjót­andi og enda þótt Jóna Hlíf eigi langan feril að baki er ljóst að hún á enn eftir að kanna margt í þessum efn­um.“

Hvers vegna völduð þið að gefa þessa bók út núna?

„Eins og áður kom fram mun Jóna Hlíf halda áfram að þró­ast sem lista­maður og skapa þótt hún hafi ákveðið að nú væri komið að þeim punkti á ferl­inum að gott væri að staldra aðeins við og líta til baka á allt það sem hún hefur þegar lagt af mörk­um. Í víð­ara sam­hengi held ég að þessi bók hafi einmitt mikið erindi bæði sem heim­ild og sem fram­lag í list­um­ræð­una sem fram fer núna. Það er nefni­lega afar mik­il­vægt að halda sam­tíma­list og sam­tíma­lista­mönnum á lofti, að efla umfjöllun og umræðu um þá og beina

þannig reglu­lega kast­ljós­inu að því sem lista­menn eru að gera hér og nú.“

Hér er hægt að taka þátt í söfn­un­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk