Bækur eru eins konar kjörheimili texta

Bókin Brim Hvít Sýn, samantekt tilrauna myndlistarkonunnar Jónu Hlífar með margvíslegt samspil texta og myndlistar, er væntaleg. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina fund.

Screenshot 2021-08-30 at 14.24.08.png
Auglýsing

Mynd­list­ar­konan Jóna Hlíf er löngu orðin kunn fyrir verk sín, ekki síst áherslu sína á efni­við­inn sem hún vinnur með, mótun hans, tær­ingu, veðrun og aðrar umbreyt­ing­ar. Textar hafa ætíð verið stór hluti af mynd­list henn­ar: gam­al­kunnug orð í nýju sam­hengi; and­stæð orð sem teflt er sam­an; orða­leik­ir, heim­speki­legar pæl­ingar um merk­ingu orða; stafir sem skúlp­t­úr­ar, ljóð­ræn texta­brot.

Nú er vænt­an­leg bókin Brim Hvít Sýn þar sem verður að finna sam­an­tekt á afrakstri til­rauna hennar með marg­vís­legt sam­spil texta og mynd­list­ar: um 100 ljós­myndir af verkum auk sýn­ing­ar­texta og umfjöll­unar um verk­in. Rit­stjóri er Auður Aðal­steins­dóttir og segir hún að þegar úr svo umfangs­miklu höf­und­ar­verki sé að moða þurfi að ákveða meg­in­á­herslur og velja út frá því svo að úr verði bók með afmark­aðri heild­ar­sýn og þema.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Í gegnum árin hefur Jóna Hlíf ekki aðeins haldið til haga verkum og textum tengdum sýn­ingum sínum heldur einnig umfjöllun um verk­in. Hún hefur um nokk­urt skeið velt því fyrir sér hvort hér gæti verið komið efni í heila bók og þegar ég frétti af því stakk ég strax upp á að hún gæti gefið slíka bók út hjá útgáfu­fyr­ir­tæk­inu mínu, Ást­ríki ehf, sem ég rek ásamt Ástu Gísla­dótt­ur. Við höfum reyndar unnið að ýmsum verk­efnum með Jónu Hlíf í gegnum tíð­ina, meðal ann­ars tekið að okkur að þýða og lesa yfir texta Störu, tíma­riti Sam­bands íslenskra mynd­list­ar­manna, sem hún rit­stýrði á þeim tíma. Við erum því vanar að vinna saman allar þrjár og það ríkir bæði traust og vin­átta í þessu verk­efni sem öðr­um. Það hefur síðan verið gef­andi og áhuga­vert að fara með Jónu Hlíf í gegnum höf­und­ar­verkið hennar og kafa í ein­staka þætti – en aðeins erf­ið­ara auð­vitað að vinsa úr, því bókin er ekki heild­ar­yf­ir­lit heldur hefur ákveðið meg­in­þema.“

Auður Aðalsteinsdóttir með Ástu Gísladóttur meðeiganda Ástríkis og myndlistarkonunni Jónu Hlíf Halldórsdóttur.

Segðu okkur frá þessu þema?

„Jóna Hlíf hefur unnið mikið með texta í mynd­list­inni sinni, á ótrú­lega fjöl­breyttan hátt, og eins og kemur fram í við­tali sem ég tók við hana og er meðal efnis í bók­inni þá eru bækur eins konar kjör­heim­ili texta. Það lá því beint við að koma texta­verk­unum hennar út í bók­ar­formi og halda með því áfram þess­ari skap­andi vinnu í kringum text­ana; skapa enn eitt og nýtt verk upp úr öllum texta­verk­un­um. Það má því segja að sam­spil mynd­listar og texta sé meg­in­þemað en inn í það flétt­ast svo aðrir sterkir þræðir í mynd­list Jónu Hlíf­ar, til dæmis ímynda­sköpun og sjálfsí­mynd, for­gengi­leiki efnis og orða, teng­ing okkar við nátt­úr­una, með orðum og mynd­um, og kannski ekki síst öll póli­tíkin og sögu­lega sam­hengið bak við texta og fram­setn­ingu þeirra.“

Auglýsing
Auður end­ur­tekur að Jóna Hlíf á við texta á mis­mun­andi vegu í verkum sín­um. „Hún sker stafi út úr jafn ólíku efni og pappír eða kop­ar, reisir þá upp eins og skúlp­t­úra, myndar með þeim skugga eða end­ur­varp úr vatni og lætur þá jafn­vel loga. Í kringum sýn­ingar sínar semur hún texta, oft í náinni sam­vinnu við eig­in­mann sinn Hjálmar Stefán Brynj­ólfs­son, og sum verka hennar eru ein­fald­lega texti á vegg. Orðin sem stafirnir mynda eru gjarnan sett í óvænt sam­hengi með fram­setn­ing­unni og sam­spili við önnur orð eða mynd­ir. Og svo hefur Jóna Hlíf líka gert bók­verk og notað til­vitn­anir úr alls konar textum sem við tengjum vana­lega ekki við mynd­list: sögu­legum heim­ild­um, laga­textum og veð­ur­fars­lýs­ing­um, svo dæmi séu nefnd. Í raun virð­ast mögu­leik­arnir óþrjót­andi og enda þótt Jóna Hlíf eigi langan feril að baki er ljóst að hún á enn eftir að kanna margt í þessum efn­um.“

Hvers vegna völduð þið að gefa þessa bók út núna?

„Eins og áður kom fram mun Jóna Hlíf halda áfram að þró­ast sem lista­maður og skapa þótt hún hafi ákveðið að nú væri komið að þeim punkti á ferl­inum að gott væri að staldra aðeins við og líta til baka á allt það sem hún hefur þegar lagt af mörk­um. Í víð­ara sam­hengi held ég að þessi bók hafi einmitt mikið erindi bæði sem heim­ild og sem fram­lag í list­um­ræð­una sem fram fer núna. Það er nefni­lega afar mik­il­vægt að halda sam­tíma­list og sam­tíma­lista­mönnum á lofti, að efla umfjöllun og umræðu um þá og beina

þannig reglu­lega kast­ljós­inu að því sem lista­menn eru að gera hér og nú.“

Hér er hægt að taka þátt í söfn­un­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk