Bækur eru eins konar kjörheimili texta

Bókin Brim Hvít Sýn, samantekt tilrauna myndlistarkonunnar Jónu Hlífar með margvíslegt samspil texta og myndlistar, er væntaleg. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina fund.

Screenshot 2021-08-30 at 14.24.08.png
Auglýsing

Mynd­list­ar­konan Jóna Hlíf er löngu orðin kunn fyrir verk sín, ekki síst áherslu sína á efni­við­inn sem hún vinnur með, mótun hans, tær­ingu, veðrun og aðrar umbreyt­ing­ar. Textar hafa ætíð verið stór hluti af mynd­list henn­ar: gam­al­kunnug orð í nýju sam­hengi; and­stæð orð sem teflt er sam­an; orða­leik­ir, heim­speki­legar pæl­ingar um merk­ingu orða; stafir sem skúlp­t­úr­ar, ljóð­ræn texta­brot.

Nú er vænt­an­leg bókin Brim Hvít Sýn þar sem verður að finna sam­an­tekt á afrakstri til­rauna hennar með marg­vís­legt sam­spil texta og mynd­list­ar: um 100 ljós­myndir af verkum auk sýn­ing­ar­texta og umfjöll­unar um verk­in. Rit­stjóri er Auður Aðal­steins­dóttir og segir hún að þegar úr svo umfangs­miklu höf­und­ar­verki sé að moða þurfi að ákveða meg­in­á­herslur og velja út frá því svo að úr verði bók með afmark­aðri heild­ar­sýn og þema.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Í gegnum árin hefur Jóna Hlíf ekki aðeins haldið til haga verkum og textum tengdum sýn­ingum sínum heldur einnig umfjöllun um verk­in. Hún hefur um nokk­urt skeið velt því fyrir sér hvort hér gæti verið komið efni í heila bók og þegar ég frétti af því stakk ég strax upp á að hún gæti gefið slíka bók út hjá útgáfu­fyr­ir­tæk­inu mínu, Ást­ríki ehf, sem ég rek ásamt Ástu Gísla­dótt­ur. Við höfum reyndar unnið að ýmsum verk­efnum með Jónu Hlíf í gegnum tíð­ina, meðal ann­ars tekið að okkur að þýða og lesa yfir texta Störu, tíma­riti Sam­bands íslenskra mynd­list­ar­manna, sem hún rit­stýrði á þeim tíma. Við erum því vanar að vinna saman allar þrjár og það ríkir bæði traust og vin­átta í þessu verk­efni sem öðr­um. Það hefur síðan verið gef­andi og áhuga­vert að fara með Jónu Hlíf í gegnum höf­und­ar­verkið hennar og kafa í ein­staka þætti – en aðeins erf­ið­ara auð­vitað að vinsa úr, því bókin er ekki heild­ar­yf­ir­lit heldur hefur ákveðið meg­in­þema.“

Auður Aðalsteinsdóttir með Ástu Gísladóttur meðeiganda Ástríkis og myndlistarkonunni Jónu Hlíf Halldórsdóttur.

Segðu okkur frá þessu þema?

„Jóna Hlíf hefur unnið mikið með texta í mynd­list­inni sinni, á ótrú­lega fjöl­breyttan hátt, og eins og kemur fram í við­tali sem ég tók við hana og er meðal efnis í bók­inni þá eru bækur eins konar kjör­heim­ili texta. Það lá því beint við að koma texta­verk­unum hennar út í bók­ar­formi og halda með því áfram þess­ari skap­andi vinnu í kringum text­ana; skapa enn eitt og nýtt verk upp úr öllum texta­verk­un­um. Það má því segja að sam­spil mynd­listar og texta sé meg­in­þemað en inn í það flétt­ast svo aðrir sterkir þræðir í mynd­list Jónu Hlíf­ar, til dæmis ímynda­sköpun og sjálfsí­mynd, for­gengi­leiki efnis og orða, teng­ing okkar við nátt­úr­una, með orðum og mynd­um, og kannski ekki síst öll póli­tíkin og sögu­lega sam­hengið bak við texta og fram­setn­ingu þeirra.“

Auglýsing
Auður end­ur­tekur að Jóna Hlíf á við texta á mis­mun­andi vegu í verkum sín­um. „Hún sker stafi út úr jafn ólíku efni og pappír eða kop­ar, reisir þá upp eins og skúlp­t­úra, myndar með þeim skugga eða end­ur­varp úr vatni og lætur þá jafn­vel loga. Í kringum sýn­ingar sínar semur hún texta, oft í náinni sam­vinnu við eig­in­mann sinn Hjálmar Stefán Brynj­ólfs­son, og sum verka hennar eru ein­fald­lega texti á vegg. Orðin sem stafirnir mynda eru gjarnan sett í óvænt sam­hengi með fram­setn­ing­unni og sam­spili við önnur orð eða mynd­ir. Og svo hefur Jóna Hlíf líka gert bók­verk og notað til­vitn­anir úr alls konar textum sem við tengjum vana­lega ekki við mynd­list: sögu­legum heim­ild­um, laga­textum og veð­ur­fars­lýs­ing­um, svo dæmi séu nefnd. Í raun virð­ast mögu­leik­arnir óþrjót­andi og enda þótt Jóna Hlíf eigi langan feril að baki er ljóst að hún á enn eftir að kanna margt í þessum efn­um.“

Hvers vegna völduð þið að gefa þessa bók út núna?

„Eins og áður kom fram mun Jóna Hlíf halda áfram að þró­ast sem lista­maður og skapa þótt hún hafi ákveðið að nú væri komið að þeim punkti á ferl­inum að gott væri að staldra aðeins við og líta til baka á allt það sem hún hefur þegar lagt af mörk­um. Í víð­ara sam­hengi held ég að þessi bók hafi einmitt mikið erindi bæði sem heim­ild og sem fram­lag í list­um­ræð­una sem fram fer núna. Það er nefni­lega afar mik­il­vægt að halda sam­tíma­list og sam­tíma­lista­mönnum á lofti, að efla umfjöllun og umræðu um þá og beina

þannig reglu­lega kast­ljós­inu að því sem lista­menn eru að gera hér og nú.“

Hér er hægt að taka þátt í söfn­un­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFólk