ÓGN: Ráðgátan um Dísar-Svan

Hrund Hlöðversdóttir hefur skrifað bók sem er óður til náttúrunnar, tónlistar og íslenskrar þjóðmenningar. Hún safnar nú fyrir útgáfukostnaði á Karolina Fund.

disarsvanur_cover_v2 (1) (2)xx.jpg
Auglýsing

Hrund Hlöðversdóttir hefur átt þann draum frá því að hún var lítil að skrifa bók. Nú þegar
ævin er líklegast nokkurn vegin hálfnuð fannst henni kominn tími til að láta drauminn rætast.
Safnað er fyrir útgáfukostnaði á Karolina Fund. 

Hrund segir að hugmyndin að verkefninu hafi fyrst vaknað fyrir sjö árum síðan eða árið 2014, þegar hún fór ásamt nemendum og starfsfólki Hrafnagilsskóla í
göngu upp að Hraunsvatni í Öxnadal. „Þar er mikil náttúrufegurð þar sem Hraundrangarnir
tróna yfir manni. Á þessum tíma hafði ég verið að kynna mér þjóðsögur og lesið um álfa,
huldufólk, skrímsli og aðrar kynjaskepnur.
Eftir ferðina að Hraunsvatni fékk ég þá hugmynd að skrifa ungmennabók sem gerðist í
þessu ævintýralega umhverfi. Mig langaði til að nýta þjóðsagnaarfinn, ævintýraheiminn
sem hefur gengið mann fram af manni og tengja hann venjulegu fólki í raunheimum.
Bókin var skrifuð með hléum á tveggja ára tímabili en síðan þá hefur hún verið endurrituð
og betrumbætt nokkrum sinnum.“

Auglýsing
Meginþema bókarinnar eru að sögn höfundarins hulduheimar, sá heimur sem tilheyri álfum og huldufólki og
sem margir trúa enn dag að séu til. „Barátta huldufólksins og skugga er barátta góðs og ills
sem er að finna víðsvegar um heiminn og einnig í sérhverri manneskju.

Hrund Hlöðversdóttir.


Bókin fjallar um Svandísi sem er fjórtán ára stelpa sem flytur úr borginni norður í
land. Þar eignast hún vinina Brján og Sylvíu en saknar vinkonu sinnar Láru og getur ekki
beðið eftir að hún komi í heimsókn í jólafríinu. Í kringum Svandísi er margt einkennilegt
á kreiki. Köttur með rauð augu, dularfullir hestar og fólk sem ef til vill er annað en það
sýnist vera. Hún flækist inn í baráttu góðs og ills, kynnist ástinni og þarf ásamt vinum
sínum að glíma við ógurlegar kynjaskepnur.“

Hrund segir að sagan sé líka óður til náttúrunnar, tónlistar og íslenskrar
þjóðmenningar. „Hún tengir saman nýja og gamla tíma, yngri kynslóðir við þær eldri. Hún
spennandi ævintýrasaga sem ungir jafnt sem gamlir ættu að hafa gaman að.“

Hér er hægt að taka þátt í verkefninu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk