Allar útisundlaugar landsins myndaðar með dróna

Bók með myndum af öllum útisundlaugum landsins er í bígerð. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.

20191113-3448.jpg
Auglýsing

Bragi Þór Jós­efs­son er ljós­mynd­ari og hefur starfað sem slíkur í um 30 ár. Á síð­asta ári hóf hann að mynda útisund­laugar úr lofti með dróna sér til gam­ans. Í byrjun mynd­aði hann laugar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en síð­an, þegar hann sá fram á minni umsvif vegna Covid, ákvað hann að mynda allar útisund­laugar á land­inu með sama hætti.  Bók er í bígerð með afrakstr­inum og sett hefur verið upp söfn­un­ar­síðu á Karol­ina Fund til að safna fyrir útgáfu­kostn­aði.

Mynd: Bragi Þór Jósefsson

Bragi segir að sumir segi að í íslenskum sund­laugum megi finna þjóð­ar­sál okkar íslend­inga. „Þar förum við til að rækta lík­ama og sál, hvort heldur með góðum sund­sprett eða heitum umræðum um póli­tík í heitu pott­un­um.  Þegar Covid veiran skall á snemma árs 2020 var öllum sund­laugum hins vegar lokað og þær sátu auðar með vatnið engum til gagns.  Þá sá ég tæki­færi til að mynda þær úr lofti með dróna sem ég hafði hugsað um í nokkurn tíma að gæti verið gaman að ger­a eftir að ég mynd­aði sund­laug­ina í Vest­manna­eyjum með þeim hætti fyrir hálf­gerða slysni. ­Með því að mynda beint ofan á þær úr tölu­verðri hæð var hægt að breyta þeim í eins­konar mynd­ræna stúdíu með liti og for­m.“ 

Auglýsing
Til að byrja með mynd­aði hann sund­laug­arnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með þessum hætti og sann­færð­ist fljótt um að þetta verk­efni gæti orðið skemmti­legt. Því ákvað ég að mynda allar útisund­laugar á land­inu með þessum hætti. Afrakst­ur­inn von­ast ég til­ að gefa út í bók í haust og ­sem ég von­ast eftir að fá stuðn­ing til að ger­a.“

Að mati Braga sjást breyt­ingar á högum þjóð­ar­innar glöggt þeg­ar sund­laug­arnar eru séðar úr lofti. „Elstu laug­arn­ar, byggðar fyrir miðja síð­ustu öld, eru lítið annað en stórt kar með vatni enda til­gang­ur­inn einkum að nota þær til sund­kennslu og sund­iðk­unar sem heilsu­rækt­. Nýrri laug­ar, reistar frá miðri síð­ustu öld fram til alda­móta, bættu flestar við heitum pottum til slök­unar og dægra­stytt­ingar og þar varð til félags­legur vett­vangur til dag­legra skoð­ana­skipta undir beru lofti sem jafn­að­ist á við kaffi­hú­sa­menn­ingu París­ar og breska krá­ar­menn­ing­u.  Í nýj­ustu laug­unum hafa svo lit­ríkar renni­brautir fyrir ung­viðið bæst við og laug­arnar orðnar eins og einn alls­herj­ar­skemmti­garður þar sem allir ald­urs­hópar geta fengið eitt­hvað við sitt hæfi.“

Mynd: Bragi Þór Jósefsson

Í bók­inni verður birt ein mynd af hverri sund­laug, allar teknar á sama hátt, með dróna í tölu­verði hæð og beint nið­ur.  

Bókin er hugsuð sem ljós­mynda­bók og áherslan því fyrst og fremst á hinum mynd­rænu formum hverrar laugar fyrir sig en hún getur líka gagn­ast sem eins­konar yfir­lits­rit yfir allar útisund­laugar á Íslandi en slíkt rit er ekki til, svo Bragi viti til.

Hægt er að styðja við verk­efnið á Karol­ina Fund hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent