Allar útisundlaugar landsins myndaðar með dróna

Bók með myndum af öllum útisundlaugum landsins er í bígerð. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.

20191113-3448.jpg
Auglýsing

Bragi Þór Jós­efs­son er ljós­mynd­ari og hefur starfað sem slíkur í um 30 ár. Á síð­asta ári hóf hann að mynda útisund­laugar úr lofti með dróna sér til gam­ans. Í byrjun mynd­aði hann laugar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en síð­an, þegar hann sá fram á minni umsvif vegna Covid, ákvað hann að mynda allar útisund­laugar á land­inu með sama hætti.  Bók er í bígerð með afrakstr­inum og sett hefur verið upp söfn­un­ar­síðu á Karol­ina Fund til að safna fyrir útgáfu­kostn­aði.

Mynd: Bragi Þór Jósefsson

Bragi segir að sumir segi að í íslenskum sund­laugum megi finna þjóð­ar­sál okkar íslend­inga. „Þar förum við til að rækta lík­ama og sál, hvort heldur með góðum sund­sprett eða heitum umræðum um póli­tík í heitu pott­un­um.  Þegar Covid veiran skall á snemma árs 2020 var öllum sund­laugum hins vegar lokað og þær sátu auðar með vatnið engum til gagns.  Þá sá ég tæki­færi til að mynda þær úr lofti með dróna sem ég hafði hugsað um í nokkurn tíma að gæti verið gaman að ger­a eftir að ég mynd­aði sund­laug­ina í Vest­manna­eyjum með þeim hætti fyrir hálf­gerða slysni. ­Með því að mynda beint ofan á þær úr tölu­verðri hæð var hægt að breyta þeim í eins­konar mynd­ræna stúdíu með liti og for­m.“ 

Auglýsing
Til að byrja með mynd­aði hann sund­laug­arnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með þessum hætti og sann­færð­ist fljótt um að þetta verk­efni gæti orðið skemmti­legt. Því ákvað ég að mynda allar útisund­laugar á land­inu með þessum hætti. Afrakst­ur­inn von­ast ég til­ að gefa út í bók í haust og ­sem ég von­ast eftir að fá stuðn­ing til að ger­a.“

Að mati Braga sjást breyt­ingar á högum þjóð­ar­innar glöggt þeg­ar sund­laug­arnar eru séðar úr lofti. „Elstu laug­arn­ar, byggðar fyrir miðja síð­ustu öld, eru lítið annað en stórt kar með vatni enda til­gang­ur­inn einkum að nota þær til sund­kennslu og sund­iðk­unar sem heilsu­rækt­. Nýrri laug­ar, reistar frá miðri síð­ustu öld fram til alda­móta, bættu flestar við heitum pottum til slök­unar og dægra­stytt­ingar og þar varð til félags­legur vett­vangur til dag­legra skoð­ana­skipta undir beru lofti sem jafn­að­ist á við kaffi­hú­sa­menn­ingu París­ar og breska krá­ar­menn­ing­u.  Í nýj­ustu laug­unum hafa svo lit­ríkar renni­brautir fyrir ung­viðið bæst við og laug­arnar orðnar eins og einn alls­herj­ar­skemmti­garður þar sem allir ald­urs­hópar geta fengið eitt­hvað við sitt hæfi.“

Mynd: Bragi Þór Jósefsson

Í bók­inni verður birt ein mynd af hverri sund­laug, allar teknar á sama hátt, með dróna í tölu­verði hæð og beint nið­ur.  

Bókin er hugsuð sem ljós­mynda­bók og áherslan því fyrst og fremst á hinum mynd­rænu formum hverrar laugar fyrir sig en hún getur líka gagn­ast sem eins­konar yfir­lits­rit yfir allar útisund­laugar á Íslandi en slíkt rit er ekki til, svo Bragi viti til.

Hægt er að styðja við verk­efnið á Karol­ina Fund hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent