Allar útisundlaugar landsins myndaðar með dróna

Bók með myndum af öllum útisundlaugum landsins er í bígerð. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.

20191113-3448.jpg
Auglýsing

Bragi Þór Jós­efs­son er ljós­mynd­ari og hefur starfað sem slíkur í um 30 ár. Á síð­asta ári hóf hann að mynda útisund­laugar úr lofti með dróna sér til gam­ans. Í byrjun mynd­aði hann laugar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en síð­an, þegar hann sá fram á minni umsvif vegna Covid, ákvað hann að mynda allar útisund­laugar á land­inu með sama hætti.  Bók er í bígerð með afrakstr­inum og sett hefur verið upp söfn­un­ar­síðu á Karol­ina Fund til að safna fyrir útgáfu­kostn­aði.

Mynd: Bragi Þór Jósefsson

Bragi segir að sumir segi að í íslenskum sund­laugum megi finna þjóð­ar­sál okkar íslend­inga. „Þar förum við til að rækta lík­ama og sál, hvort heldur með góðum sund­sprett eða heitum umræðum um póli­tík í heitu pott­un­um.  Þegar Covid veiran skall á snemma árs 2020 var öllum sund­laugum hins vegar lokað og þær sátu auðar með vatnið engum til gagns.  Þá sá ég tæki­færi til að mynda þær úr lofti með dróna sem ég hafði hugsað um í nokkurn tíma að gæti verið gaman að ger­a eftir að ég mynd­aði sund­laug­ina í Vest­manna­eyjum með þeim hætti fyrir hálf­gerða slysni. ­Með því að mynda beint ofan á þær úr tölu­verðri hæð var hægt að breyta þeim í eins­konar mynd­ræna stúdíu með liti og for­m.“ 

Auglýsing
Til að byrja með mynd­aði hann sund­laug­arnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með þessum hætti og sann­færð­ist fljótt um að þetta verk­efni gæti orðið skemmti­legt. Því ákvað ég að mynda allar útisund­laugar á land­inu með þessum hætti. Afrakst­ur­inn von­ast ég til­ að gefa út í bók í haust og ­sem ég von­ast eftir að fá stuðn­ing til að ger­a.“

Að mati Braga sjást breyt­ingar á högum þjóð­ar­innar glöggt þeg­ar sund­laug­arnar eru séðar úr lofti. „Elstu laug­arn­ar, byggðar fyrir miðja síð­ustu öld, eru lítið annað en stórt kar með vatni enda til­gang­ur­inn einkum að nota þær til sund­kennslu og sund­iðk­unar sem heilsu­rækt­. Nýrri laug­ar, reistar frá miðri síð­ustu öld fram til alda­móta, bættu flestar við heitum pottum til slök­unar og dægra­stytt­ingar og þar varð til félags­legur vett­vangur til dag­legra skoð­ana­skipta undir beru lofti sem jafn­að­ist á við kaffi­hú­sa­menn­ingu París­ar og breska krá­ar­menn­ing­u.  Í nýj­ustu laug­unum hafa svo lit­ríkar renni­brautir fyrir ung­viðið bæst við og laug­arnar orðnar eins og einn alls­herj­ar­skemmti­garður þar sem allir ald­urs­hópar geta fengið eitt­hvað við sitt hæfi.“

Mynd: Bragi Þór Jósefsson

Í bók­inni verður birt ein mynd af hverri sund­laug, allar teknar á sama hátt, með dróna í tölu­verði hæð og beint nið­ur.  

Bókin er hugsuð sem ljós­mynda­bók og áherslan því fyrst og fremst á hinum mynd­rænu formum hverrar laugar fyrir sig en hún getur líka gagn­ast sem eins­konar yfir­lits­rit yfir allar útisund­laugar á Íslandi en slíkt rit er ekki til, svo Bragi viti til.

Hægt er að styðja við verk­efnið á Karol­ina Fund hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent