Góðgerðarframkvæmd sem ætlar að kaupa jarðir til náttúruverndar

Bræður vilja vernda ósnortna náttúru fyrir komandi kynslóðir. Þeir safna fyrir nýstárlegri leið til þess á Karolina Fund.

IMG_6390.jpg
Auglýsing

Ice Trust er nýj­ung á sviði per­sónu­legrar nátt­úru­verndar sem miðar að því að vernda ósnortna nátt­úru fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Að verk­efn­inu standa tveir bræð­ur, Arin­björn og Bene­dikt Kol­beins­syn­ir, sem eru báðir í dokt­ors­námi í gervi­greind í Bret­landi. Bræð­urnir ætla að nýta tækni­þekk­ingu sína fyrir nýsköpun í nátt­úru­vernd á Íslandi.

Þeir segja að hug­myndin að verk­efn­inu hafi kviknað í fyrra þegar þeir voru á ferða­lagi um Ísland. „Eftir að hafa stundað nám erlendis í mörg ár höfum við gert okkur betur grein fyrir sér­stöðu íslenskrar nátt­úru. Það er nán­ast ómögu­legt að finna slíka víð­áttu ann­ars staðar í Evr­ópu. Það er nauð­syn­legt er að vernda ósnortna nátt­úru svo kom­andi kyn­slóðir geti notið hennar líka. Þegar jörð á Íslandi fer á sölu eru mögu­legir kaup­endur nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust aðilar sem ætla að hagn­ast á land­inu sjálfu. Því miður er nátt­úr­unni oft fórnað í því hagn­að­ar­skyni. Við erum að bregð­ast við þess­ari þróun og erum að byggja upp þessa stofnun til þess að kaupa og vernda jarðir áður en það verður of sein­t.“

Auglýsing
Inntak Ice Trust er „nátt­úru­vernd í þínu nafn­i“. Í því felst að aðstand­endur verk­efn­is­ins vilja að fólk fái per­sónu­lega teng­ingu við það land sem það er að vernda. Fyrir verð á mál­tíð á veit­inga­stað verður hægt að fá heið­urs­eign af eins fer­metra ​skika á landi Ice Trust. Ein­stak­lingur sem styrkir Ice Trust fær nákvæm hnit af sínum skika og getur heim­sótt hann og notið nátt­úru hvenær sem er

Um er að ræða góð­gerð­ar­verk­efni sem er ekki rekið í hagn­að­ar­skyni. Við erum núna að safna stofnfé fyrir sjálfs­eign­ar­stofnun sem mun eiga allar jarðir sem verða keypt­ar. Við munum sækja um frið­lýs­ingu fyrir hverja og eina um leið og gengið er frá kaup­um.“

Mark­mið Ice Trust er að kaupa litlar og með­al­stórar jarðir sem ein­kenn­ast af ein­stakri og ósnort­inni nátt­úru. „Við erum að spila með en ekki að keppa við þjóð­garð­ana. Það er ekki hægt að stofna þjóð­garð fyrir hverja litla jörð um allt land. Ice Trust er lítil og sveigj­an­leg stofnun sem getur brugð­ist hratt við breyt­ingum til að vernda litlar jarðir sem hafa nátt­úru­lega sér­stöð­u.“

Bræð­urnir segja að þegar fyrsta jörðin verður keypt geti styrkj­endur valið sér sinn skika á henni. „Þeir munu fá raf­rænt vott­orð með nákvæmum hnitum fyrir skikanum sínum til þess að heim­sækja. „Fram­tíð­ar­mark­mið okkar er að nýta tækni betur til að gera nátt­úru­vernd per­sónu­legri og við­halda sjálf­bærni í nátt­úr­unni sem sjálfs­eign­ar­stofn­unin vernd­ar. Við munum einnig beita tækni til þess að tengja styrkj­endur beint við sína skika og gera þeim kleift að fylgj­ast betur með þeim, t.d. með myndum sem teknar verða reglu­lega með drón­um. Eins og David Atten­borough og fleiri hafa sagt er rýrnun á líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika og eyði­legg­ing nátt­úr­unnar álíka alvar­legt mál og hnatt­ræn hlýn­un. Sam­spil þess­ara breyt­inga auka óstöð­ug­leika í umhverf­inu og valda óaft­ur­kræfu tjón­i.“

Hægt að nálg­ast söfn­un­ina á Karol­ina Fund hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 47. þáttur: Síðasta Heian-skáldið
Kjarninn 20. janúar 2022
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFólk