Góðgerðarframkvæmd sem ætlar að kaupa jarðir til náttúruverndar

Bræður vilja vernda ósnortna náttúru fyrir komandi kynslóðir. Þeir safna fyrir nýstárlegri leið til þess á Karolina Fund.

IMG_6390.jpg
Auglýsing

Ice Trust er nýj­ung á sviði per­sónu­legrar nátt­úru­verndar sem miðar að því að vernda ósnortna nátt­úru fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Að verk­efn­inu standa tveir bræð­ur, Arin­björn og Bene­dikt Kol­beins­syn­ir, sem eru báðir í dokt­ors­námi í gervi­greind í Bret­landi. Bræð­urnir ætla að nýta tækni­þekk­ingu sína fyrir nýsköpun í nátt­úru­vernd á Íslandi.

Þeir segja að hug­myndin að verk­efn­inu hafi kviknað í fyrra þegar þeir voru á ferða­lagi um Ísland. „Eftir að hafa stundað nám erlendis í mörg ár höfum við gert okkur betur grein fyrir sér­stöðu íslenskrar nátt­úru. Það er nán­ast ómögu­legt að finna slíka víð­áttu ann­ars staðar í Evr­ópu. Það er nauð­syn­legt er að vernda ósnortna nátt­úru svo kom­andi kyn­slóðir geti notið hennar líka. Þegar jörð á Íslandi fer á sölu eru mögu­legir kaup­endur nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust aðilar sem ætla að hagn­ast á land­inu sjálfu. Því miður er nátt­úr­unni oft fórnað í því hagn­að­ar­skyni. Við erum að bregð­ast við þess­ari þróun og erum að byggja upp þessa stofnun til þess að kaupa og vernda jarðir áður en það verður of sein­t.“

Auglýsing
Inntak Ice Trust er „nátt­úru­vernd í þínu nafn­i“. Í því felst að aðstand­endur verk­efn­is­ins vilja að fólk fái per­sónu­lega teng­ingu við það land sem það er að vernda. Fyrir verð á mál­tíð á veit­inga­stað verður hægt að fá heið­urs­eign af eins fer­metra ​skika á landi Ice Trust. Ein­stak­lingur sem styrkir Ice Trust fær nákvæm hnit af sínum skika og getur heim­sótt hann og notið nátt­úru hvenær sem er

Um er að ræða góð­gerð­ar­verk­efni sem er ekki rekið í hagn­að­ar­skyni. Við erum núna að safna stofnfé fyrir sjálfs­eign­ar­stofnun sem mun eiga allar jarðir sem verða keypt­ar. Við munum sækja um frið­lýs­ingu fyrir hverja og eina um leið og gengið er frá kaup­um.“

Mark­mið Ice Trust er að kaupa litlar og með­al­stórar jarðir sem ein­kenn­ast af ein­stakri og ósnort­inni nátt­úru. „Við erum að spila með en ekki að keppa við þjóð­garð­ana. Það er ekki hægt að stofna þjóð­garð fyrir hverja litla jörð um allt land. Ice Trust er lítil og sveigj­an­leg stofnun sem getur brugð­ist hratt við breyt­ingum til að vernda litlar jarðir sem hafa nátt­úru­lega sér­stöð­u.“

Bræð­urnir segja að þegar fyrsta jörðin verður keypt geti styrkj­endur valið sér sinn skika á henni. „Þeir munu fá raf­rænt vott­orð með nákvæmum hnitum fyrir skikanum sínum til þess að heim­sækja. „Fram­tíð­ar­mark­mið okkar er að nýta tækni betur til að gera nátt­úru­vernd per­sónu­legri og við­halda sjálf­bærni í nátt­úr­unni sem sjálfs­eign­ar­stofn­unin vernd­ar. Við munum einnig beita tækni til þess að tengja styrkj­endur beint við sína skika og gera þeim kleift að fylgj­ast betur með þeim, t.d. með myndum sem teknar verða reglu­lega með drón­um. Eins og David Atten­borough og fleiri hafa sagt er rýrnun á líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika og eyði­legg­ing nátt­úr­unnar álíka alvar­legt mál og hnatt­ræn hlýn­un. Sam­spil þess­ara breyt­inga auka óstöð­ug­leika í umhverf­inu og valda óaft­ur­kræfu tjón­i.“

Hægt að nálg­ast söfn­un­ina á Karol­ina Fund hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk