Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins

„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.

Pétur Arnar Kristinsson
Auglýsing

Pétur Arnar Krist­ins­son er fæddur á því herr­ans ári 1974. Hefur hann lengi feng­ist við laga­smíðar en það var ekki fyrr en lagið hans Aldrei segja aldrei komst inn í Söngvakeppni Sjón­varps­ins 2012 að lag eftir hann var gefið út. Enn liðu svo nokkur ár þar til næstu tvö lög voru tekin upp árið 2018. Svo komu lögin í hollum og nú er hann að leggja loka­hönd á síð­ustu fimm lögin á sína fyrstu breið­skífu. Flytj­endur eru, auk höf­und­ar, ekki af verri end­anum en það eru þau Geir Ólafs­son, Íris Lind Veru­dóttir og Sig­urður Ingi­mars­son.

Fylgj­ast má með ferl­inu og tón­list hans á Face­book.

Hefur Pétur nú blásið til söfn­unar fyrir útgáf­unni hjá Karol­ina Fund.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Ég hef lengi átt mér þennan draum en löng­unin til að gera úr lög­unum eitt­hvað áþreif­an­legt eins og geisla­disk hefur ágerst eftir með hverju lagi sem ratar í stúd­íó, þannig að nú um ára­mótin ákvað ég að láta slag standa og setja í upp­töku­ferli þessi lög sem vant­aði fyrir plöt­u,“ svarar Pét­ur. Söngvakeppnin 2012 hafi markað upp­haf­ið. „Þar fékk ég bakt­er­í­una svo að segja, þó ég hafi ann­ars verið búinn að vera að taka upp lagaskissur heima hjá mér um ára­bil.

Svo mörgum árum seinna kom að því lagi sem mér fannst ég bara verða að koma frá mér, Von­ar­stjarna og þá var svo hepp­inn að finna Snorra Snorra­son, upp­töku­stjóra, Ingólf Magn­ús­son bassa­leik­ara og Þor­vald Kára Ing­veld­ar­son í verkið og komu tvö lög út árið 2018. Hefur þetta sam­starf hald­ist far­sæl­lega síð­an, er ráð­ist var í tölu­vert stærri skammt árið 2020 og loks þessi lög sem eru nú að verða klár. Bak­raddir hef ég fundið í félögum mínum í Rokkkór Íslands.“

Um annan hljóð­færa­leik en bassa og trommur og um útsetn­ingar hef Pétur séð sjálf­ur, þótt þeir Ingólfur og Þor­valdur hafi að mestu „leikið lausum hala á bass­ann og tromm­ur, ein­ungis með laus­legri hlið­sjón af mínum skissum: Er ég afskap­lega ánægður með útkom­una!“

Er eitt­hvað þema eða rauður þráður í verk­efn­inu?

„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tíma­bili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stíg­andi ball­öðum til eins konar rokk­óp­eru,“ segir Pét­ur. Tvö lag­anna séu „instru­mental”.

„Ætli þráð­inn sé ekki að finna í text­un­um? Þeir eiga það til að inni­halda hvatn­ing­ar­orð og hug­hreyst­ingar sem end­ur­spegl­ast í titl­un­um; Aldrei segja aldrei, Gengur betur næst, Fyrir þér, Syngdu með,“ segir hann og tekur exta­dæmi: „Komdu út í straum­inn, taktu taum­inn, vertu vinur með; hvort sem ertu´ í leiknum lífs­ins bisk­up, kóngur eða peð.. „

Þá segir hann text­ana vera hug­leið­ingar um lífið og „þetta að vera til og hvernig við notum tím­ann okkar hér á jörð. Lagið Tím­inn er dæmi það.“

Fyrsta lagið hafi ef til vill verið und­an­tekn­ing­in, hvað stíl varð­ar, en trommu­leik­ar­inn lýsti því sem „tri­bal” rokki. „Ég hef það fyrst, svo að fólk gangi ekki að ein­hverjum stíl sem gefnum hjá mér: Þetta er jú bland í poka.“

Pétur hefur í nokkrum til­fellum tekið upp enskar útgáfu sam­hliða hinum íslensku en á plöt­unni er ein­ungis sungið á íslensku.

Stiklur af lög­unum 12 má hlusta á hér.

Eitt­hvað að lokum sem þú vilt að komi fram?

„Tja, Þar sem sum­arið er að hlaupa frá okkur ákvað ég að taka smá for­skot á sæl­una og gefa instru­mental­inn Föss­ari, sem verður á plöt­unni, út í enskri útgáfu, Fri­day, ásamt mynd­bandi og örlitlum bak­radda­söng.“

Kom lagið út í öllum helstu net­versl­unum (Spoti­fy, Amazon o.fl.) síð­asta föstu­dag. „Og platan mun svo -ef söfn­un­ar­mark­mið næst- fylgja snemma í sept­em­ber,“ segir Pét­ur.

Hér má kynna sér og styrkja verk­efnið á Karol­ina Fund.

Auglýsing

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk