Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins

„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.

Pétur Arnar Kristinsson
Auglýsing

Pétur Arnar Krist­ins­son er fæddur á því herr­ans ári 1974. Hefur hann lengi feng­ist við laga­smíðar en það var ekki fyrr en lagið hans Aldrei segja aldrei komst inn í Söngvakeppni Sjón­varps­ins 2012 að lag eftir hann var gefið út. Enn liðu svo nokkur ár þar til næstu tvö lög voru tekin upp árið 2018. Svo komu lögin í hollum og nú er hann að leggja loka­hönd á síð­ustu fimm lögin á sína fyrstu breið­skífu. Flytj­endur eru, auk höf­und­ar, ekki af verri end­anum en það eru þau Geir Ólafs­son, Íris Lind Veru­dóttir og Sig­urður Ingi­mars­son.

Fylgj­ast má með ferl­inu og tón­list hans á Face­book.

Hefur Pétur nú blásið til söfn­unar fyrir útgáf­unni hjá Karol­ina Fund.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Ég hef lengi átt mér þennan draum en löng­unin til að gera úr lög­unum eitt­hvað áþreif­an­legt eins og geisla­disk hefur ágerst eftir með hverju lagi sem ratar í stúd­íó, þannig að nú um ára­mótin ákvað ég að láta slag standa og setja í upp­töku­ferli þessi lög sem vant­aði fyrir plöt­u,“ svarar Pét­ur. Söngvakeppnin 2012 hafi markað upp­haf­ið. „Þar fékk ég bakt­er­í­una svo að segja, þó ég hafi ann­ars verið búinn að vera að taka upp lagaskissur heima hjá mér um ára­bil.

Svo mörgum árum seinna kom að því lagi sem mér fannst ég bara verða að koma frá mér, Von­ar­stjarna og þá var svo hepp­inn að finna Snorra Snorra­son, upp­töku­stjóra, Ingólf Magn­ús­son bassa­leik­ara og Þor­vald Kára Ing­veld­ar­son í verkið og komu tvö lög út árið 2018. Hefur þetta sam­starf hald­ist far­sæl­lega síð­an, er ráð­ist var í tölu­vert stærri skammt árið 2020 og loks þessi lög sem eru nú að verða klár. Bak­raddir hef ég fundið í félögum mínum í Rokkkór Íslands.“

Um annan hljóð­færa­leik en bassa og trommur og um útsetn­ingar hef Pétur séð sjálf­ur, þótt þeir Ingólfur og Þor­valdur hafi að mestu „leikið lausum hala á bass­ann og tromm­ur, ein­ungis með laus­legri hlið­sjón af mínum skissum: Er ég afskap­lega ánægður með útkom­una!“

Er eitt­hvað þema eða rauður þráður í verk­efn­inu?

„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tíma­bili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stíg­andi ball­öðum til eins konar rokk­óp­eru,“ segir Pét­ur. Tvö lag­anna séu „instru­mental”.

„Ætli þráð­inn sé ekki að finna í text­un­um? Þeir eiga það til að inni­halda hvatn­ing­ar­orð og hug­hreyst­ingar sem end­ur­spegl­ast í titl­un­um; Aldrei segja aldrei, Gengur betur næst, Fyrir þér, Syngdu með,“ segir hann og tekur exta­dæmi: „Komdu út í straum­inn, taktu taum­inn, vertu vinur með; hvort sem ertu´ í leiknum lífs­ins bisk­up, kóngur eða peð.. „

Þá segir hann text­ana vera hug­leið­ingar um lífið og „þetta að vera til og hvernig við notum tím­ann okkar hér á jörð. Lagið Tím­inn er dæmi það.“

Fyrsta lagið hafi ef til vill verið und­an­tekn­ing­in, hvað stíl varð­ar, en trommu­leik­ar­inn lýsti því sem „tri­bal” rokki. „Ég hef það fyrst, svo að fólk gangi ekki að ein­hverjum stíl sem gefnum hjá mér: Þetta er jú bland í poka.“

Pétur hefur í nokkrum til­fellum tekið upp enskar útgáfu sam­hliða hinum íslensku en á plöt­unni er ein­ungis sungið á íslensku.

Stiklur af lög­unum 12 má hlusta á hér.

Eitt­hvað að lokum sem þú vilt að komi fram?

„Tja, Þar sem sum­arið er að hlaupa frá okkur ákvað ég að taka smá for­skot á sæl­una og gefa instru­mental­inn Föss­ari, sem verður á plöt­unni, út í enskri útgáfu, Fri­day, ásamt mynd­bandi og örlitlum bak­radda­söng.“

Kom lagið út í öllum helstu net­versl­unum (Spoti­fy, Amazon o.fl.) síð­asta föstu­dag. „Og platan mun svo -ef söfn­un­ar­mark­mið næst- fylgja snemma í sept­em­ber,“ segir Pét­ur.

Hér má kynna sér og styrkja verk­efnið á Karol­ina Fund.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk