Safnar fyrir uppbyggingu á Braggaparkinu eftir að sjór flæddi inn og eyðilagði það

Eiki Helgason telur að fólk eigi og megi eyða peningum í hobbíin sín. Hann ákvað að eyða sínum peningum í að byggja upp innanhúsastöðu fyrir meðal annars hjólabretti. Svo flæddi sjór inn og olli skemmdum. Og nú þarf að laga skemmdirnar.

Eiki Helgason með ungum notendum Braggaparksins.
Eiki Helgason með ungum notendum Braggaparksins.
Auglýsing

Eiki Helga­son ákvað að taka málin í eigin hendur og koma upp inn­an­húss aðstöðu fyrir hjóla­bretti, hlaupa­hjól, línu­skauta og BMX á Akur­eyri en það hefur verið draumur hans að hafa slíka aðstöðu síðan hann var tíu ára gutti. Eftir að hafa fengið litla und­ir­tekt við hug­mynd­ina hjá bænum ákvað hann að gera þetta á sinn kostn­að. Fyrr á þessu ári flæddi hins vegar sjór inn í aðstöð­una, sem heitir Braggap­ark­ið, og olli skemmdum sem rekst­ur­inn getur ekki staðið undir að laga. Því er safnað fyrir við­gerð á aðstöð­unni á Karol­ina Fund.

„Mig hefur alltaf langað að hafa inn­an­húss aðstöðu hérna í bænum fyrir þessar íþróttir því að veðrið á Íslandi er ekki alltaf með manni í liði hérna þar sem að rign­ing, vindur og snjór koma í alveg veg fyrir að það sé hægt að stunda þær.

Ég var búinn að hafa ein­hverja hug­mynd lengi um það hvernig ég vildi gera þetta en það var alltaf erfitt að finna laust hús­næði sem hent­aði á Akur­eyri. Við vorum smá hópur sem fórum á fund með bænum en það var sama vanda­mál, ekki til hús­næði og pen­ingar í svona, þannig að ég ákvað að prófa að demba mér meira í mína hug­mynd.“

Auglýsing
Eiki fór að fylgj­ast með hús­næði og hringja og kanna hvað væri í boði. „Á end­anum þegar ég var alveg að gef­ast upp þá sá eg að þessir braggar voru að losna þannig að ég hafði sam­band við eig­and­ann sem leist vel á að leigja mér en svo seld­ist hús­ið!“

Hann gafst þó ekki upp, hafi upp á nýja eig­and­anum og spurði hverjar hans áætl­anir væru og hvort hann hefði áhuga á að leigja sér hús­ið. „Hann tók mjög vel í það, við græj­uðum samn­ing­inn og við félag­arnir byrj­uðum að smíða annan sal­inn. Svo þegar hann var klár þá var ég í raun­inni alveg búinn með allan pen­ing­inn minn. Þá fékk ég sím­tal um að Reykja­vík lang­aði að fá úti­-ska­tepark á Mið­bakka og spurðu hvort ég gæti smíðað það. Ég tók því auð­vitað um leið og allt sem ég skráði á mig sem laun þar fór beint í að geta haldið áfram með seinni sal­inn.“

Það flæddi sjór inn í aðstöðuna fyrr á þessu ári sem olli miklum skemmdum. Mynd: Aðsend

Eiki seg­ist hafa vitað frá upp­hafi að þetta yrði ekki auð­veldur rekst­ur. Hann var raunar búinn að sjá fram á tap­rekstur en seg­ist alltaf hafa horft á verk­efnið sem sitt hobbí og að honum finn­ist að fólk megi eyða pen­ingum í hobbíin sín. „Frá því ég opn­aði þá hef ég hins vegar alveg séð hvað það var mikið þörf á þessu hér því það er alveg slatti af krökkum og full­orðnum sem nýta sér aðstöð­una. Við bjóðum líka upp á sér full­orð­ins kort fyrir 16 ára og eldri sem veita aðgang allan sól­ar­hring­inn. Það er mynda­véla­kerfi sem fylgist með og auð­velt að finna út ef ein­hver kemur inn í ein­hverjum leið­in­legum til­gang­i.“

Magnið af sjó sem flæddi inn var gríðarlegt. Mynd: Aðsend

Að sögn Eika þá gerir það fyr­ir­komu­lag það að verkum að aðstaðan hans er af­þrey­ing ­sem ungt fólk getur valið sér val­kost við skemmt­ana­lífið á kvöld­in. „Það er mjög gaman að sjá hvað margir kjósa þetta fram yfir djam­mið og þar með hefur þetta mikið for­varn­ar­gild­i. ­Gall­inn við rekstur sem er svona +/- núll er að þegar eitt­hvað kemur upp eins og eitt stykki flóð, sem ég var ekki tryggður gegn, þá er eng­inn vara­sjóður til að hend­ast bara í fram­kvæmdir á núll einni nema það komi enn og aftur bara úr eig­inn vasa.“

Þess vegna réðst Eiki í söfnun í gegnum Karol­ina Fund. Til að athuga hvort fólk væri til í að aðstoða upp­bygg­ing­una því margt smátt geri eitt stórt. „Þótt þetta sé kannski ekki ein­hver gígantísk upp­hæð sem þarf til að koma þessu í stand aftur að þá er hún samt mjög stór fyrir einn mann að taka á sig. Þannig að ég vill bara nota tæki­færið og segja takk kær­lega við alla sem nú þegar hafa styrkt þetta og þau fyr­ir­tæki sem hafa lagt þessu lið. Þær mót­tökur urðu að minnsta kosti til þess að ég fór strax að huga að við­gerðum sem standa nú yfir.“

Hér er hægt að styrkja Braggap­ark­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiFólk