Safnar fyrir uppbyggingu á Braggaparkinu eftir að sjór flæddi inn og eyðilagði það

Eiki Helgason telur að fólk eigi og megi eyða peningum í hobbíin sín. Hann ákvað að eyða sínum peningum í að byggja upp innanhúsastöðu fyrir meðal annars hjólabretti. Svo flæddi sjór inn og olli skemmdum. Og nú þarf að laga skemmdirnar.

Eiki Helgason með ungum notendum Braggaparksins.
Eiki Helgason með ungum notendum Braggaparksins.
Auglýsing

Eiki Helga­son ákvað að taka málin í eigin hendur og koma upp inn­an­húss aðstöðu fyrir hjóla­bretti, hlaupa­hjól, línu­skauta og BMX á Akur­eyri en það hefur verið draumur hans að hafa slíka aðstöðu síðan hann var tíu ára gutti. Eftir að hafa fengið litla und­ir­tekt við hug­mynd­ina hjá bænum ákvað hann að gera þetta á sinn kostn­að. Fyrr á þessu ári flæddi hins vegar sjór inn í aðstöð­una, sem heitir Braggap­ark­ið, og olli skemmdum sem rekst­ur­inn getur ekki staðið undir að laga. Því er safnað fyrir við­gerð á aðstöð­unni á Karol­ina Fund.

„Mig hefur alltaf langað að hafa inn­an­húss aðstöðu hérna í bænum fyrir þessar íþróttir því að veðrið á Íslandi er ekki alltaf með manni í liði hérna þar sem að rign­ing, vindur og snjór koma í alveg veg fyrir að það sé hægt að stunda þær.

Ég var búinn að hafa ein­hverja hug­mynd lengi um það hvernig ég vildi gera þetta en það var alltaf erfitt að finna laust hús­næði sem hent­aði á Akur­eyri. Við vorum smá hópur sem fórum á fund með bænum en það var sama vanda­mál, ekki til hús­næði og pen­ingar í svona, þannig að ég ákvað að prófa að demba mér meira í mína hug­mynd.“

Auglýsing
Eiki fór að fylgj­ast með hús­næði og hringja og kanna hvað væri í boði. „Á end­anum þegar ég var alveg að gef­ast upp þá sá eg að þessir braggar voru að losna þannig að ég hafði sam­band við eig­and­ann sem leist vel á að leigja mér en svo seld­ist hús­ið!“

Hann gafst þó ekki upp, hafi upp á nýja eig­and­anum og spurði hverjar hans áætl­anir væru og hvort hann hefði áhuga á að leigja sér hús­ið. „Hann tók mjög vel í það, við græj­uðum samn­ing­inn og við félag­arnir byrj­uðum að smíða annan sal­inn. Svo þegar hann var klár þá var ég í raun­inni alveg búinn með allan pen­ing­inn minn. Þá fékk ég sím­tal um að Reykja­vík lang­aði að fá úti­-ska­tepark á Mið­bakka og spurðu hvort ég gæti smíðað það. Ég tók því auð­vitað um leið og allt sem ég skráði á mig sem laun þar fór beint í að geta haldið áfram með seinni sal­inn.“

Það flæddi sjór inn í aðstöðuna fyrr á þessu ári sem olli miklum skemmdum. Mynd: Aðsend

Eiki seg­ist hafa vitað frá upp­hafi að þetta yrði ekki auð­veldur rekst­ur. Hann var raunar búinn að sjá fram á tap­rekstur en seg­ist alltaf hafa horft á verk­efnið sem sitt hobbí og að honum finn­ist að fólk megi eyða pen­ingum í hobbíin sín. „Frá því ég opn­aði þá hef ég hins vegar alveg séð hvað það var mikið þörf á þessu hér því það er alveg slatti af krökkum og full­orðnum sem nýta sér aðstöð­una. Við bjóðum líka upp á sér full­orð­ins kort fyrir 16 ára og eldri sem veita aðgang allan sól­ar­hring­inn. Það er mynda­véla­kerfi sem fylgist með og auð­velt að finna út ef ein­hver kemur inn í ein­hverjum leið­in­legum til­gang­i.“

Magnið af sjó sem flæddi inn var gríðarlegt. Mynd: Aðsend

Að sögn Eika þá gerir það fyr­ir­komu­lag það að verkum að aðstaðan hans er af­þrey­ing ­sem ungt fólk getur valið sér val­kost við skemmt­ana­lífið á kvöld­in. „Það er mjög gaman að sjá hvað margir kjósa þetta fram yfir djam­mið og þar með hefur þetta mikið for­varn­ar­gild­i. ­Gall­inn við rekstur sem er svona +/- núll er að þegar eitt­hvað kemur upp eins og eitt stykki flóð, sem ég var ekki tryggður gegn, þá er eng­inn vara­sjóður til að hend­ast bara í fram­kvæmdir á núll einni nema það komi enn og aftur bara úr eig­inn vasa.“

Þess vegna réðst Eiki í söfnun í gegnum Karol­ina Fund. Til að athuga hvort fólk væri til í að aðstoða upp­bygg­ing­una því margt smátt geri eitt stórt. „Þótt þetta sé kannski ekki ein­hver gígantísk upp­hæð sem þarf til að koma þessu í stand aftur að þá er hún samt mjög stór fyrir einn mann að taka á sig. Þannig að ég vill bara nota tæki­færið og segja takk kær­lega við alla sem nú þegar hafa styrkt þetta og þau fyr­ir­tæki sem hafa lagt þessu lið. Þær mót­tökur urðu að minnsta kosti til þess að ég fór strax að huga að við­gerðum sem standa nú yfir.“

Hér er hægt að styrkja Braggap­ark­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk