11 færslur fundust merktar „akureyri“

Eiki Helgason með ungum notendum Braggaparksins.
Safnar fyrir uppbyggingu á Braggaparkinu eftir að sjór flæddi inn og eyðilagði það
Eiki Helgason telur að fólk eigi og megi eyða peningum í hobbíin sín. Hann ákvað að eyða sínum peningum í að byggja upp innanhúsastöðu fyrir meðal annars hjólabretti. Svo flæddi sjór inn og olli skemmdum. Og nú þarf að laga skemmdirnar.
20. nóvember 2022
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Bæjarlistans og Miðflokksins hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta á Akureyri. Samkomulagið náðist í sumarbústað.Mynd: Aðsend
Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Bæjarlistinn mynda meirihluta á Akureyri
Bæjarlistinn, Sjálfstæðiflokkur og Miðflokkur mynda minnsta mögulega meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með sex fulltrúa af ellefu. Stefnt er að því að Ásthildur Sturludóttir verði áfram bæjarstjóri
26. maí 2022
Trausti segir ekki ólíklegt að sólskinsstundamet verði slegið á Akureyri og að sama megi segja um Mývatn.
Hitametin í júlí: Ekki er vitað um „slíkt og þvíumlíkt“ hér á landi
Um mestallt norðan- og austanvert landið var júlí sá hlýjasti frá upphafi mælinga. Meðalhiti var meiri en 14 stig á fáeinum veðurstöðvum, „en ekki er vitað um slíkt og þvílíkt hér á landi áður í nokkrum mánuði,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur
2. ágúst 2021
Sýnileiki vindmylla í Vindheimavirkjun frá Hörgárdalsvegi, milli bæjanna Lönguhlíðar og Hallfríðarstaða
Sveitarstjórnin hafnar „öllum slíkum áformum um vindorkuver“
Einn þeirra vindorkukosta sem fékk grænt ljós í meðferð verkefnisstjórnar 4. áfanga rammaáætlunar og rataði í nýtingarflokk í tillögudrögum hennar var Vindheimavirkjun í Hörgárdal. Sveitarstjórnin vill hins vegar ekki sjá hana.
15. maí 2021
Akureyri.
Íbúar Akureyrar greiða mest allra fyrir veitta félagsþjónustu
Þeir íbúar á landinu sem greiða hæstu upphæðina hver fyrir veitta félagsþjónustu eru íbúar höfuðstaðar Norðurlands. Nágrannasveitarfélög Akureyrar, sem greiða mun minna fyrir félagsþjónustu, eru öll andvíg þvingaðri sameiningu sveitarfélaga.
12. desember 2020
Frá Akureyri.
Allir flokkar mynda saman meirihluta á Akureyri
Allir sex flokkarnir í bæjarstjórn Akureyrar hafa komist að samkomulagi um að mynda meirihluta út kjörtímabilið. Þetta er gert vegna erfiðleika í rekstri bæjarins vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins.
22. september 2020
Páley Borgþórsdóttir
Páley skipuð lögreglustjóri á Norðurlandi eystra
Dómsmálaráðherra hefur skipað Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Páley hefur frá 2015 verið lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
3. júlí 2020
Hélt lengi í vonina um að hitta þau síðar á önninni
„Mér finnst mjög merkilegt hvað skólafólki á Íslandi hefur tekist vel upp, bæði starfsfólki skólanna og nemendum,“ segir Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir, íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri, um fjarnámið sem þó hentar ekki öllum.
21. maí 2020
Samkomubannið afhjúpaði aðstöðumun nemenda
„Krakkar í dag eru frábærir, þeir eru miklu opnari en við vorum,“ segir Haukur Eiríksson, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri. „Þó að þeir viti kannski ekki hvað skafrenningur er þá vita þeir svo margt annað. Ég er frekar bjartsýnn fyrir þeirra hönd.
12. maí 2020
Ásthildur Sturludóttir verður bæjarstjóri á Akureyri
Ásthildur Sturludóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Vesturbyggð verður nýr bæjarstjóri á Akureyri. Meirihluti L-listans, Framsóknar og Samfylkingar hafa ákveðið að ganga til samninga við Ásthildi um starfið.
31. júlí 2018
Farþegaflugi til landsins er beint til Akureyrar eða Egilsstaða ef ekki er hægt að lenda í Keflavík. Aukna uppbyggingu þarf til á Akureyri til þess að mæta aukinni umferð til landsins.
Vaðlaheiðargöng lána ríkinu fyrir efni í flughlað
Tafir á uppbyggingu flughlaðs á Akureyrarflugvelli eru farnar að skapa öryggisógn. Ríkið á ekki fyrir flutningi efnis frá muna Vaðlaheiðarganga og nú grípur framkvæmdaraðili til þess ráðs að lána ríkinu fyrir flutningnum.
10. júní 2016