Aðsend

Samkomubannið afhjúpaði aðstöðumun nemenda

Þrátt fyrir að hafa grunað í hvað stefndi var það „pínu skellur“ þegar samkomubannið var sett á segir Haukur Eiríksson, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hann komst að því að félagslegar aðstæður og aðstaða nemenda til náms eru mjög misjafnar heima fyrir. Einnig að nám sem fram fari í kennslustofu snúist um margt annað en námsefnið sjálft. „Krakkar í dag eru frábærir, þeir eru miklu opnari en við vorum. Þó að þeir viti kannski ekki hvað skafrenningur er þá vita þeir svo margt annað. Ég er frekar bjartsýnn fyrir þeirra hönd.“

Ég er inni á heim­il­inu mínu, á skrif­stofu sem ég er með þar,“ segir Haukur Eiríks­son, kenn­ari við raf­deild Verk­mennta­skól­ans á Akur­eyri. Hauk­ur, líkt og allir fram­halds­skóla­kenn­arar lands­ins, hefur frá því að sam­komu­bann hófst um miðjan mars þurft að kenna nem­endum sínum í fjar­námi. Þeir höfðu ákveðið for­skot því að Haukur brennur fyrir því að nýta upp­lýs­inga­tækni meira í skóla­kerf­inu og hafði til­einkað sér ýmsar raf­rænar kennslu­að­ferð­ir.

Að auki hafði hann flýtt verk­legum þáttum náms­ins þegar hann grun­aði í hvað stefndi. En fjar­námið byrj­aði þó fyrr en hann hafði getað ímyndað sér og því var það „pínu skell­ur“ þegar sam­komu­bannið var sett á og allir fram­halds­skóla­nem­endur og kenn­arar þurftu að færa sig úr skóla­bygg­ing­unum og koma sér upp aðstöðu heima. 

„Haus­inn fór strax á full­t,“ rifjar Haukur upp. Hann eins og svo margir aðrir kenn­arar hafi fyrstu vik­urnar unnið fram á nótt við skipu­lag fjar­náms­ins. Nem­endur tóku lang­flestir hinu breytta fyr­ir­komu­lagi vel en í ljós kom að aðstaða þeirra til fjar­náms er mis­jöfn sem og félags­legur stuðn­ing­ur. Sumir hafi átt erfitt. „Það verður að athuga að þessir nem­endur skráðu sig í stað­nám en ekki fjar­nám,“ bendir hann á.

Til að halda sem best utan um hóp­inn marg­ít­rek­aði Haukur við nem­endur sína að hann væri alltaf til taks og segir þá hafa verið dug­lega að bera sig eftir hjálp­inni við úrlausn verk­efna. „Það var einmitt það sem ég vild­i.“

Auglýsing

Þó að hlut­unum hafi verið snúið á hvolf á einu auga­bragði og kenn­arar þurft að bregð­ast hratt við hafi flest gengið ágæt­lega. „Það eru allir að hugsa, velta hlutum fyrir sér og pæla,“ segir Haukur um kenn­ara­stétt­ina. „Það hefur í raun margt gott gerst í skóla­starf­inu og því er þetta jákvætt að ýmsu leyti þó að þetta hafi vissu­lega nei­kvæðar afleið­ingar lík­a.“

Haukur er frá Akur­eyri en fór suður til náms og bjó þar í sautján ár. Hann flutti aftur norður fyrir um fimmtán árum og hefur nú kennt við VMA í fimm ár. Hann er lærður raf­einda­virki og tækni­fræð­ingur og bætti svo við sig meistara­gráðu í kennslu­fræði fyrir nokkrum árum. Áður en hann snéri sér að kennslu var hann í upp­lýs­inga­tækni­geir­an­um. „Fyrir fimm árum fannst mér ég þurfa að þró­ast bet­ur, sem mann­eskja hrein­lega. Þá ákvað ég að breyta til og fór að kenna.“

Kennslan gefur Hauki mikið og hann hefur ánægju af því að umgang­ast nem­endur sem eru allt frá því að hafa nýlokið grunn­skóla í það að vera ráð­sett fjöl­skyldu­fólk á fer­tugs­aldri.

Kennslan færð heim. Hér gefur að líta þá aðstöðu sem Haukur hefur komið upp heima hjá sér til að sinna kennslunni nú á vorönn.
Aðsend

„Skóla­árið byrj­aði nokkuð vel,“ segir hann. „Ég var frekar bjart­sýnn og hafði engar sér­stakar áhyggj­ur.“ Í upp­hafi vor­annar voru heldur engar vís­bend­ingar um annað en að kennslan myndi hafa sinn vana­gang. En fljót­lega fóru að ber­ast fregnir utan úr heimi af veiru­far­aldr­inum og í byrjun mars voru kenn­arar í VMA farnir að velta fyrir sér mögu­legu raski á skóla­starf­in­u. „Ég var búinn að ímynda mér að eftir páska myndi þetta breyt­ast. Og ég veit að það voru fleiri kenn­arar farnir að und­ir­búa sig fyrir það.“

En tím­inn sem var til stefnu í kennslu­stof­unum varð skemmri.

Föstu­dag­inn 13. mars var til­kynnt að sam­komu­bann yrði sett á eftir helg­ina og að fram­halds­skólum og háskólum yrði lok­að. Kenn­arar við VMA höfðu skipu­lags­dag á mánu­deg­inum „en á þriðju­deg­inum byrj­aði allt í fjar­kennslu,“ segir Hauk­ur.

Sjálfur hefur hann notað upp­lýs­inga­tækni mikið í sinni kennslu. Nem­endur í raf­deild­inni fá allt frá fyrstu önn þjálfun í að skila verk­efnum raf­rænt. Þeir læra til dæmis að setja myndir inn í skjöl, búa til mynd­bönd og vef­síð­ur. „Þetta er eitt af því sem ég tek eftir núna að kemur sér afskap­lega vel.“

Ekki hægt að sitja tímunum saman við tölv­una

Haukur ákvað að nem­endur myndu ekki mæta eftir stunda­töflu. „Ég sá fyrir mér að það gæti orðið of mik­ið. Sumir nem­endur eru með fjöru­tíu tíma stunda­töflu á viku. Þú situr ekk­ert fyrir framan tölvu í fjöru­tíu tíma á viku og fylgist með ein­hverjum kenna. Það er bara úti­lok­að. Ég setti þetta því þannig upp að nem­endur gætu unnið verk­efnin þegar þeim hent­að­i.“

Hann bendir einnig á að sumir nem­endur séu í vinnu og með fjöl­skyldu. „Þannig að mörgum hentar að kíkja á þetta á kvöldin þegar það er komið logn á heim­il­in­u.“

Auglýsing

Í nokkur ár hefur hann notað gagn­virkt kennslu­kerfi sem kall­ast Near­pod. Í því getur hann blandað saman ýmsum kennslu­að­ferð­um. Nem­endur skrá sig inn í kerf­ið, hlusta á fyr­ir­lestra og vinna verk­efni á tölv­urnar sínar þeim sam­hliða. Hægt er að keyra kennslu­stund­ina í beinni og þannig getur Haukur séð hvernig nem­endum miðar í sínum verk­efn­um. „Ég get séð hverjir eru óvirkir og þá hnippt í menn.“

En í sam­komu­bann­inu hefur Haukur haft þann hátt­inn á að und­ir­búa kennslu­stund­ina fyr­ir­fram og senda nem­endum slóð á hana þar sem þeir geta, þegar þeir hafa tíma, hlustað á fyr­ir­lest­ur, séð glærur með dæmum og útskýr­ingum og svo fram­veg­is. Hann getur fylgst með hvort nem­endur komi inn og hvað þeir hafa gert í þeim verk­efnum sem sett eru fyr­ir. „Þetta hefur virkað mjög vel.“

 Und­ir­bún­ing­ur­inn fyrir hverja kennslu­stund er þó meiri en áður. Sumt efni á hann til en annað þurfti hann að vinna frá grunni. Hann tekur upp mörg mynd­bönd fyrir kennsl­una og síð­ustu vikur hefur hann útbúið um fjöru­tíu mynd­bönd fyrir nem­endur sína. Stundum hefur hann þurft að byrja upp á nýtt svo hann giskar á að hann hafi tekið upp yfir sex­tíu mynd­bönd.

Spurn­ing um úthald

Í kennslu Hauks í skól­anum er skóla­taflan mik­il­vægt verk­færi. Hann keypti sér því lítið teikni­borð sem hann tengir við tölv­una og getur þannig „hermt“ eftir skóla­töfl­unni, teiknað á borðið og tekið það upp.

Og þar sem Haukur fór þá leið að kenna ekki eftir stunda­töflu stofn­aði hann „kennslu­stof­ur“ í for­rit­inu Google Meet þar sem hver nem­enda­hópur getur átt í sam­skiptum sín á milli og spurt hann ef á þarf að halda. „Kennslu­stof­urn­ar“ eru opnar allan sól­ar­hring­inn og stundum hefur Haukur farið þangað inn seint á kvöldin til að aðstoða nem­endur við úrlausn verk­efna.

Flestir nem­endur eru að sögn Hauks almennt iðnir og áhuga­sam­ir, bæði í skóla­stof­unni og fjar­nám­inu. En við námið nú þarf ákveð­inn sjálf­saga „og svo er þetta allt spurn­ing um úthald“.

Meiri­hluti þeirra tók fjar­nám­inu vel en aðrir við­ur­kenna að þeim hafi aldrei gengið vel að læra heima hjá sér. Haukur seg­ist fyr­ir­fram hafa ótt­ast að þeir nem­endur sem stóðu höllum fæti við upp­haf sam­komu­banns myndu helt­ast úr lest­inni. „En þetta virð­ist ekki henta þeim neitt sér­stak­lega illa. Ég held að þessi sveigj­an­leiki sem fjar­kennslu­formið býður upp á geti haft þar sitt að segja.“

Svona birtist Haukur nemendum sínum við kennsluna á netinu.
Aðsend

Hvað Hauk sjálfan varðar segir hann að skilin milli heim­ilis og vinnu hafi vissu­lega dofnað við fjar­kennsl­una. Þannig geti teygst úr vinnu­deg­inum fram á kvöld. „En það er svo sem ekk­ert mikið öðru­vísi en var áður,“ segir hann. „Ég hef alltaf unnið tölu­vert á kvöld­in. Ég hef þurft að gera það til að hafa allt á hreinu. En jú, þetta er meira. Svo er ég sjálfur með ung­linga á heim­il­inu. Einn af þeim er í fram­halds­skóla og það fylgir því ákveðin vinna fyrir alla eins og gengur og ger­ist. Á tíma­bili vorum við öll fjöl­skyldan heima að vinna.“

Þegar hann stóð í þeim sporum og átti svo sam­skipti við sína nem­endur sem voru að reyna að læra við sömu aðstæður rann upp fyrir honum hversu gríð­ar­legu miklu máli aðstaða til náms og félags­leg staða nem­enda skipt­ir. Og að hún er langt frá því að vera sú sama hjá öll­um. „Fé­lags­leg staða nem­enda hefur alveg hrika­lega mikið að segja um það hvernig þeim gengur í nám­inu. Erf­ið­ast eiga þeir sem hafa ekki aðstöð­una heima við.“

Af vist­inni og heim

Margir nem­endur við VMA eru alla jafna á heima­vist. Þar gera þeir sitt heima­nám eða heima hjá vinum sín­um. En svo var heima­vist­inni lokað og þá þurftu allir að fara heim til sín að læra. „Eru til tvær, þrjár eða fjórar vinnu­stöðvar á hverju heim­ili? Það er nú ekki voða­lega algengt. Þarna kemur í ljós aðstöðu­munur nem­enda. Það eru dæmi um það að nem­endur hafi ein­fald­lega ekki haft neina aðstöðu eða þurft að flytja út af heim­il­inu vegna sótt­kvíar eða öðru.“

 Hann bendir á að fram­halds­skóla­kerfið jafni nokkuð aðstöðu allra. Í skóla­bygg­ingum eða á heima­vistum sé að finna aðstöðu sem allir geta nýtt sér jafnt. Heima fyrir sé ekki endi­lega það sama uppi á ten­ingn­um. „Þú getur ekk­ert verið lengi í ein­hverjum sófa að læra. Þú þarft að hafa skrif­borð, stól og næð­i.“

Allir nemendur og kennarar framhaldsskóla landisns þurftu að færa sig heim þegar samkomubannið var sett á um miðjan mars.
EPA

Þeim sem best hefur vegnað við þessar óvenju­legu aðstæður eru þeir sem hafa bestu aðstöð­una heima fyr­ir, hafa stuðn­ing frá fjöl­skyldu sinni og líka frá sam­nem­endum sín­um. „Það hefur komið alveg klár­lega í ljós að það að standa sterkt félags­lega skiptir líka máli í fjar­námi.“

Haukur hefur síð­ustu vikur átt mörg sím­töl við nem­endur sína sem og að ræða við þá á net­inu. Hann segir að flestir þeirra beri sig vel. En á því eru þó und­an­tekn­ing­ar. Stundum hefur Hauki gengið illa að ná í nem­endur og halda þeim við efn­ið. „Þá fæ ég stundum þær skýr­ingar að fjar­námið henti þeim illa.“

Hann sér þess þó ekki bein­línis merki að náms­ár­angur sé almennt að breyt­ast. Nem­endur sem standa sig vel í kennslu­stof­unni standa sig yfir­leitt líka vel í fjar­nám­inu. Hann veit ekki til þess að ein­hver úr nem­enda­hópnum hafi hætt námi. „En eftir páska hefur mér ekki tek­ist að ná í nokkra nem­endur svo ég veit ekki alveg hvernig þetta fer.“

Gerði ein­stak­ling­smiðuð próf

Alltaf þarf þó að halda ákveðnum fjölda nem­enda meira við efnið en öðr­um. Það hefur ekki endi­lega breyst síð­ustu vik­urn­ar. Hann hefur meiri áhyggjur af því að með því að færa námið út úr kennslu­stof­unni vanti upp á ýmsa mik­il­væga þætti. Í hans huga skipti það miklu máli að styðja nem­endur í því að eiga góð sam­skipti sín á milli og ýta undir að þeir nálgist verk­efni með jákvæðni. „Við kenn­arar þurfum að vera fyr­ir­myndir og það kemur ekki eins vel í gegn við þessar aðstæð­ur. Við náum heldur ekki umræðu um mál­efni dags­ins. Náms­efnið er ekki allt. Nándin skiptir máli.“

Haukur hefur þegar haldið raf­ræn próf í flestum nem­enda­hóp­unum sín­um. Það er ekki nýtt fyrir honum en núna vildi hann vera með margar útgáfur af hverju prófi og það kost­aði því tölu­vert meiri vinnu en venju­lega. „Þetta vildi ég gera til að tryggja að ég fengi ein­stak­lings­vinn­una fram,“ útskýrir hann. „Ég verð ekki var við annað en að nem­endur séu að vinna þetta allt saman af heil­ind­um.“

Auglýsing

Oft heyr­ist að „ungt fólk í dag“ sé svona eða hinseg­in. „Krakkar í dag eru frá­bær­ir, þeir eru miklu betri en þegar ég var krakki,“ segir hann með áherslu. „Þau eru miklu opn­ari en við vor­um. Þó að þau viti kannski ekki hvað skaf­renn­ingur er þá vita þau svo margt ann­að. Ég er frekar bjart­sýnn fyrir þeirra hönd.“

Hann seg­ist vona að ástandið núna eigi ekki eftir að hafa lang­tíma­á­hrif á þeirra líðan eða mennt­un. „Það er þó ekki hægt að full­yrða neitt um það. Það fer svo­lítið eftir því hvernig okkur öllum tekst að greiða úr þessu. Eins og staðan er núna þá ætti skóla­starf að geta byrjað með eðli­legum hætti í haust og þá ætti þetta ekki að hafa stór áhrif. En ef það teyg­ist meira úr þessu þá færi maður að hafa áhyggj­ur.“

Þó að Haukur ætli að til­einka sér áfram ýmsar kennslu­að­ferðir sem hann beitti í sam­komu­banni þá seg­ist hann sakna þess að hitta nem­endur sína ekki í kennslu­stof­unni. „Það er eitt af því sem gefur manni mjög mikið þegar maður er að kenna, sam­skiptin við nem­end­urna.“

Þar til í haust ...

Sumir nem­enda Hauks hafa þegar lokið prófum og skilað öllum verk­efnum ann­ar­inn­ar. Aðrir eiga stutt í land. Búið er að opna skóla­bygg­ing­arnar á ný en með ákveðnum tak­mörk­un­um. Sum fög í VMA eru þess eðlis að ekki er hægt að klára verk­lega hluta þeirra í fjar­námi og eru þeir nem­endur því að mæta í skól­ann þessa dag­ana.

Skóla­ár­inu hjá Hauki mun þó ljúka án þess að hann hitti sína nem­end­ur. „Ég vona og trúi á að við munum hitt­ast aftur á næstu önn. Það skiptir mjög miklu máli.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal