Tekjur borgarinnar vegna fasteignaskatta hafa næstum tvöfaldast frá 2013

Árið 2013 námu tekjur Reykjavíkurborgar vegna fasteignaskatta 11,6 milljörðum króna. Síðan hefur fasteignaverð hækkað skarpt í höfuðborginni og það hefur skilað því að skattarnir skiluðu 21,1 milljarði króna í kassann í fyrra.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg inn­heimti alls 21,1 millj­arð króna í fast­eigna­skatta á árinu 2019. Það var 2,9 millj­örðum krónum meira en borgin inn­heimti í slíka skatta árið áður og 5,9 millj­örðum krónum meira en árið 2017, þegar tekjur hennar vegna þeirra námu námu 15,1 millj­arði króna. 

Þetta má lesa út úr árs­reikn­ingi Reykja­vík­ur­borgar sem var birtur í lok síð­asta mán­að­ar.

Þessi þróun átti sér stað þrátt fyrir að fast­eigna­skattar hafi verið lækk­aðir árið 2018. Ástæðan er ein­fald­lega sú að fast­eigna­verð í höf­uð­borg­inni hefur hækkað mikið og þar sem álagn­ingin er hlut­fall af fast­eigna­mati þá fjölgar krón­unum sem fast­eigna­eig­endur í Reykja­vík borga þrátt fyrir að skatt­pró­sentan hafi lækk­að. 

Tekjur Reykja­vík­ur­borgar af fast­eigna­sköttum voru þannig 11,6 millj­arðar króna árið 2013 og hafa því hækkað um 82 pró­sent frá því ári. Frá árs­byrjun 2013 og út síð­asta ár hækk­aði hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 81 pró­sent.

Ætla að lækka skatt­inn um kom­andi ára­mót

Sveit­­­ar­­­fé­lög lands­ins eru með tvo meg­in­­­tekju­­­stofna. Ann­­­ars vegar rukka þau útsvar, sem er beinn skattur á tekjur sem rennur til þess sveit­­­ar­­­fé­lags sem við­kom­andi býr í. Hins vegar rukka þau fast­­­eigna­skatt.

Slík gjöld eru aðal­­­­­lega tvenns kon­­­ar. Ann­­­ars vegar er fast­­­eigna­skattur (0,18 pró­­­sent af fast­­­eigna­mati á íbúð­­­ar­hús­næði og 1,65 pró­­­sent af fast­­­eigna­mati á atvinn­u­hús­næði) og hins vegar lóð­­­ar­­­leiga (0,2 pró­­sent af lóða­mati á íbúð­­­ar­hús­næði og eitt pró­­­sent af lóða­mati á atvinn­u­hús­næð­i). Auk þess þurfa íbúar að greiða sorp­­­hirð­u­­­gjald og gjald vegna end­­­ur­vinnslu­­­stöðva sem hluta af fast­­­eigna­­­gjöldum sín­­­um.

Auglýsing
Fast­eigna­skattur á íbúð­­ar­hús­næði var lækk­­aður um tíu pró­­sent á árinu 2017 úr 0,20 í 0,18 pró­­sent. Auk þess voru afslættir aldr­aðra og öryrkja af slíkum gjöldum aukn­­ir.

Í fjár­hags­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að tekjur borg­ar­innar vegna fast­eign­ar­skatta yrðu 22,5 millj­arðar króna í ár. 

Við­búið er að þær tekjur verði minni en áætlað var. Á meðal þeirra aðgerða til að bregð­ast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna efna­hags­legra áhrifa útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um, og borg­ar­ráð sam­þykkti í lok mars, var frestur á greiðslu allt að þriggja gjald­daga fast­­­eigna­skatta á þessu ári. 

Þótt borg­ar­ráð hafi ákveðið að flýta áformum sínum um að lækka fast­eign­ar­skatta á atvinnu­hús­næði úr 1,65 í 1,60 pró­sent þá mun sú breyt­ing ekki taka gildi fyrr en um næstu ára­mót. 

Afkoma undir áætlun

Sá hluti rekstrar Reykja­vík­­­ur­­borgar sem fjár­­­magn­aður er með skatt­­tekj­um, svo­­kall­aður A-hluti, skil­aði 1.358 milljón króna hagn­aði í fyrra. Áætlun hafði gert ráð fyrir því að afkoma af rekstri hans yrði jákvæð um 3.572 millj­­ónir króna. Því var afkoma A-hlut­ans 2.214 millj­­ónum króna undir áætl­­un. Rekstr­­ar­n­ið­­ur­­staða fyrir fjár­­­magnsliði var svo umtals­vert lak­­ari, var jákvæð um 930 millj­­ónir króna en áætl­­­anir hafi reiknað með að hún yrði rúm­­lega fjórir millj­­arðar króna.

Hinn hlut­inn í rekstri borg­­ar­inn­­ar, B-hlut­inn, nær yfir afkomu þeirra fyr­ir­tækja sem borgin á að öllu leyti eða að hluta. Fyr­ir­tækin sem telj­­­ast til B-hlut­ans eru Orku­veita Reykja­vík­­­­­ur, Faxa­fló­a­hafnir sf., Félags­­­­­bú­­­staðir hf., Íþrótta- og sýn­inga­höllin hf., Mal­bik­un­­­ar­­­stöðin Höfði hf., Slökkvi­lið höf­uð­­­borg­­­ar­­­­svæð­is­ins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Afl­vaka hf og Þjóð­­ar­­leik­vangs ehf.

Meiri bók­­færður hagn­aður var af rekstri B-hlut­ans en áætl­­­anir gerðu ráð fyr­­ir. Þar skiptir mestu að mats­breyt­ingar fjár­­­fest­inga­­eigna Félags­­­bú­­staða skil­uðu 3.454 millj­­óna króna hærri tekju­­færslu en fjár­­hags­á­ætlun hafði reiknað með. Það þýðir að bók­­fært virði félags­­­legra íbúða í eigu dótt­­ur­­fyr­ir­tækis borg­­ar­innar hafi hækkað um þá upp­­hæð umfram það sem vænst var á árinu 2019. 

Þetta skil­aði því að sam­an­lögð rekstr­­ar­n­ið­­ur­­staða borg­­ar­innar var 792 millj­­ónum krónum lak­­ari en í fjár­­hags­á­ætl­­un, eða 11,2 millj­­arðar króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Starfslokasamningur fílanna
Danska ríkið greiddi nýlega jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð.
Kjarninn 7. júní 2020
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar