Tekjur borgarinnar vegna fasteignaskatta hafa næstum tvöfaldast frá 2013

Árið 2013 námu tekjur Reykjavíkurborgar vegna fasteignaskatta 11,6 milljörðum króna. Síðan hefur fasteignaverð hækkað skarpt í höfuðborginni og það hefur skilað því að skattarnir skiluðu 21,1 milljarði króna í kassann í fyrra.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg inn­heimti alls 21,1 millj­arð króna í fast­eigna­skatta á árinu 2019. Það var 2,9 millj­örðum krónum meira en borgin inn­heimti í slíka skatta árið áður og 5,9 millj­örðum krónum meira en árið 2017, þegar tekjur hennar vegna þeirra námu námu 15,1 millj­arði króna. 

Þetta má lesa út úr árs­reikn­ingi Reykja­vík­ur­borgar sem var birtur í lok síð­asta mán­að­ar.

Þessi þróun átti sér stað þrátt fyrir að fast­eigna­skattar hafi verið lækk­aðir árið 2018. Ástæðan er ein­fald­lega sú að fast­eigna­verð í höf­uð­borg­inni hefur hækkað mikið og þar sem álagn­ingin er hlut­fall af fast­eigna­mati þá fjölgar krón­unum sem fast­eigna­eig­endur í Reykja­vík borga þrátt fyrir að skatt­pró­sentan hafi lækk­að. 

Tekjur Reykja­vík­ur­borgar af fast­eigna­sköttum voru þannig 11,6 millj­arðar króna árið 2013 og hafa því hækkað um 82 pró­sent frá því ári. Frá árs­byrjun 2013 og út síð­asta ár hækk­aði hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 81 pró­sent.

Ætla að lækka skatt­inn um kom­andi ára­mót

Sveit­­­ar­­­fé­lög lands­ins eru með tvo meg­in­­­tekju­­­stofna. Ann­­­ars vegar rukka þau útsvar, sem er beinn skattur á tekjur sem rennur til þess sveit­­­ar­­­fé­lags sem við­kom­andi býr í. Hins vegar rukka þau fast­­­eigna­skatt.

Slík gjöld eru aðal­­­­­lega tvenns kon­­­ar. Ann­­­ars vegar er fast­­­eigna­skattur (0,18 pró­­­sent af fast­­­eigna­mati á íbúð­­­ar­hús­næði og 1,65 pró­­­sent af fast­­­eigna­mati á atvinn­u­hús­næði) og hins vegar lóð­­­ar­­­leiga (0,2 pró­­sent af lóða­mati á íbúð­­­ar­hús­næði og eitt pró­­­sent af lóða­mati á atvinn­u­hús­næð­i). Auk þess þurfa íbúar að greiða sorp­­­hirð­u­­­gjald og gjald vegna end­­­ur­vinnslu­­­stöðva sem hluta af fast­­­eigna­­­gjöldum sín­­­um.

Auglýsing
Fast­eigna­skattur á íbúð­­ar­hús­næði var lækk­­aður um tíu pró­­sent á árinu 2017 úr 0,20 í 0,18 pró­­sent. Auk þess voru afslættir aldr­aðra og öryrkja af slíkum gjöldum aukn­­ir.

Í fjár­hags­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að tekjur borg­ar­innar vegna fast­eign­ar­skatta yrðu 22,5 millj­arðar króna í ár. 

Við­búið er að þær tekjur verði minni en áætlað var. Á meðal þeirra aðgerða til að bregð­ast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna efna­hags­legra áhrifa útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um, og borg­ar­ráð sam­þykkti í lok mars, var frestur á greiðslu allt að þriggja gjald­daga fast­­­eigna­skatta á þessu ári. 

Þótt borg­ar­ráð hafi ákveðið að flýta áformum sínum um að lækka fast­eign­ar­skatta á atvinnu­hús­næði úr 1,65 í 1,60 pró­sent þá mun sú breyt­ing ekki taka gildi fyrr en um næstu ára­mót. 

Afkoma undir áætlun

Sá hluti rekstrar Reykja­vík­­­ur­­borgar sem fjár­­­magn­aður er með skatt­­tekj­um, svo­­kall­aður A-hluti, skil­aði 1.358 milljón króna hagn­aði í fyrra. Áætlun hafði gert ráð fyrir því að afkoma af rekstri hans yrði jákvæð um 3.572 millj­­ónir króna. Því var afkoma A-hlut­ans 2.214 millj­­ónum króna undir áætl­­un. Rekstr­­ar­n­ið­­ur­­staða fyrir fjár­­­magnsliði var svo umtals­vert lak­­ari, var jákvæð um 930 millj­­ónir króna en áætl­­­anir hafi reiknað með að hún yrði rúm­­lega fjórir millj­­arðar króna.

Hinn hlut­inn í rekstri borg­­ar­inn­­ar, B-hlut­inn, nær yfir afkomu þeirra fyr­ir­tækja sem borgin á að öllu leyti eða að hluta. Fyr­ir­tækin sem telj­­­ast til B-hlut­ans eru Orku­veita Reykja­vík­­­­­ur, Faxa­fló­a­hafnir sf., Félags­­­­­bú­­­staðir hf., Íþrótta- og sýn­inga­höllin hf., Mal­bik­un­­­ar­­­stöðin Höfði hf., Slökkvi­lið höf­uð­­­borg­­­ar­­­­svæð­is­ins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Afl­vaka hf og Þjóð­­ar­­leik­vangs ehf.

Meiri bók­­færður hagn­aður var af rekstri B-hlut­ans en áætl­­­anir gerðu ráð fyr­­ir. Þar skiptir mestu að mats­breyt­ingar fjár­­­fest­inga­­eigna Félags­­­bú­­staða skil­uðu 3.454 millj­­óna króna hærri tekju­­færslu en fjár­­hags­á­ætlun hafði reiknað með. Það þýðir að bók­­fært virði félags­­­legra íbúða í eigu dótt­­ur­­fyr­ir­tækis borg­­ar­innar hafi hækkað um þá upp­­hæð umfram það sem vænst var á árinu 2019. 

Þetta skil­aði því að sam­an­lögð rekstr­­ar­n­ið­­ur­­staða borg­­ar­innar var 792 millj­­ónum krónum lak­­ari en í fjár­­hags­á­ætl­­un, eða 11,2 millj­­arðar króna.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úr 11 í 20 – smitum fjölgar á ný
Tuttugu manns greindust með COVID-19 innanlands í gær og er það mikil fjölgun frá því í fyrradag þegar smitin voru ellefu. 176 eru nú í einangrun með sjúkdóminn.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Borgarstjóri: Getum ekki beðið – breyta verður lögum og tryggja öryggi leigjenda
„Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg hafði mjög mikil áhrif á mig persónulega og ég fann fyrir mikilli frústrasjón og sorg,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og stjórnarformaður slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Hvernig getur svona gerst?“
Kjarninn 27. nóvember 2020
Halldór Gunnarsson í Holti.
Segir eiginkonur Miðflokksmanna ekki kjósa flokkinn vegna Gunnars Braga Sveinssonar
Flokksráðsfulltrúi í Miðflokknum segir bæði konur og bændur ólíklegri til að kjósa Miðflokkinn ef Gunnar Bragi Sveinsson býður sig áfram fram fyrir flokkinn. Hann gagnrýnir tilgang aukalandsþings sem haldið var um liðna helgi.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG.
Ari Trausti ætlar ekki að bjóða sig fram aftur
Eini þingmaður VG í Suðurkjördæmi mun ekki bjóða sig fram aftur í næstu Alþingiskosningum.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð til að taka allt að 360 milljarða króna lán í erlendri mynt
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar