Nartað í réttindi neytenda

Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til þess að veita bæði ferðaskrifstofum og flugfélögum tímabundið svigrúm til þess að ganga á réttindi neytenda. Formaður Neytendasamtakanna segir að aldrei hafi verið mikilvægara að standa vörð um neytendarétt.

Fáir eru á leið í ferðalag á næstunni, en margir hafa þó greitt ferðaskrifstofum og flugfélögum fúlgur fjár sem nú fást ekki til baka.
Fáir eru á leið í ferðalag á næstunni, en margir hafa þó greitt ferðaskrifstofum og flugfélögum fúlgur fjár sem nú fást ekki til baka.
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd hafa lýst yfir vilja til þess að veita bæði ferða­skrif­stofum og flug­fé­lögum svig­rúm til þess að ganga á rétt neyt­enda til skjótrar end­ur­greiðslu, vegna ferða­laga sem falla niður sökum heims­far­ald­urs­ins.

Breki Karls­son, for­maður Neyt­enda­sam­tak­anna, segir við Kjarn­ann að þetta virð­ist vera „default“-still­ingin hjá stjórn­völd­um, neyt­endur geti átt sig, en fyr­ir­tækj­unum verði að hjálpa. Neyt­enda­sam­tökin hafa fengið inn á sitt borð stór­auk­inn fjölda kvart­ana og ábend­inga frá neyt­endum sem telja á sér brotið eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hófst.

Breki segir að fjöldi mála hafi auk­ist um nærri 70 pró­sent frá fyrra ári og tveir þriðju allra mála snúi að „hel­vítis pest­inni“ og við­bragða fyr­ir­tækja við henni. Þyngst vega mál sem tengj­ast end­ur­greiðslum vegna ferða­laga, bæði pakka­ferða frá ferða­skrif­stofum og flug­ferða sem hafa verið felldar niður og erf­ið­lega gengur að fá end­ur­greitt.

Auglýsing

Breki sagði í Kast­ljósi síð­asta mið­viku­dags­kvöld að Neyt­enda­sam­tökin giski á að féð sem íslenskir neyt­endur eigi inni hjá íslenskum ferða­skrif­stofum sé á bil­inu 1,5-2,5 millj­arðar króna. Hann seg­ist hafa fulla samúð með fyr­ir­tækj­un­um, en neyt­endur eigi ekki að þurfa veita fyr­ir­tækjum vaxta­laus lán til þess að verja eigið fé þeirra í gegnum hremm­ing­arn­ar. Þeir glími nefni­lega líka við lausa­fjár­vanda.

Umdeilt frum­varp ferða­mála­ráð­herra

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir ráð­herra ferða­mála hefur lagt fram frum­varp sem heim­ilar ferða­skrif­stofum að fresta end­ur­greiðslum pakka­ferða sem falla niður um allt að tólf mán­uði með því að gefa út inn­eign­arnótur fyrir and­virði ferð­ar­inn­ar. Frum­varpið er aft­ur­virkt til 15. mars og er til­gangur þess að forða því að ferða­skrif­stofur fari í þrot, en á sama tíma er einnig tryggt að inn­eign­ar­nóta neyt­and­ans falli undir trygg­inga­vernd.

Neyt­enda­sam­tökin og fleiri gerðu miklar athuga­semdir við frum­varp­ið, sem afgreitt var inn í atvinnu­vega­nefnd þann 22. apríl og hefur ekki sést síð­an. Í gagn­rýn­inni vóg ef til vill þyngst að frum­varpið er sagt brjóta gegn eign­ar­rétt­ar­á­kvæði stjórn­ar­skrár lýð­veld­is­ins.

Þór­dís Kol­brún sagði í umræðum um málið um málið á Alþingi þann 22. apríl að frum­varpið hefði ekki verið lagt fram ef hætta væri talin á að það hefði skað­leg áhrif á neyt­end­ur, enda séu allar stærstu íslensku ferða­skrif­stof­urnar með trygg­ingar sem séu hærri en sem nemi end­ur­greiðslu­kröfum neyt­enda.

„Þannig að jafn­vel þótt þessi fyr­ir­tæki á end­anum fari í þrot, sem við vonum að þau geri ekki, þá er það a.m.k. þannig að þeir neyt­endur sem taka við inn­eign í dag fá hana end­ur­greidda út úr trygg­ing­unum sem eru bundnar inni á reikn­ing­um,“ sagði Þór­dís Kol­brún. 

Umræð­urnar um þetta frum­varp voru nokkuð líf­legar í þingsal, þann klukku­tíma sem þær stóðu yfir. Ýmsum sjón­ar­miðum var velt upp­. Jón Stein­dór Valdi­mars­son þing­maður Við­reisnar gaf sér það, í einu dæmi sem hann tók, að fólk myndi segja: „Gott og vel, ég sætti mig við að fá inn­eign­arnótu og ég fer að ári.“

„En hvaða ferð er það sem verður farin á ári? Er það sama ferðin og var boðið upp á? Nú er t.d. sú stað­reynd að gengi krón­unnar hefur breyst um 15%. Það er 15% dýr­ara fyrir ferða­skrif­stofu núna að fara með Íslend­inga til útlanda en var þegar ferðin var seld og greidd. Hvaða trygg­ingu hefur neyt­and­inn fyrir því að hann fái jafn verð­mæta ferð og hann keypt­i?” spurði Jón Stein­dór.

Hann minnti einnig á að stjórn­völd hefðu verið að hvetja þjóð­ina til þess að ferð­ast inn­an­lands, en fæstir hefðu efni á að vera með ferðafé sitt fast í inn­eign­arnótu hjá ferða­skrif­stofu og ferð­ast líka um Ísland. Fleiri þing­menn voru með efa­semdir um frum­varp­ið. 

Gunnar Bragi Sveins­son þing­maður Mið­flokks­ins sagði málið „ga­lið“ í þeirri mynd sem það var lagt fram. „Við höfum öll skiln­ing á því að ferða­skrif­stof­urnar eru í vanda, herra for­seti, en við höfum lít­inn skiln­ing á því að það skuli vera við­skipta­vin­irn­ir, neyt­end­urn­ir, sem eigi að bera áhætt­una og borga brús­ann. Rétt­ast væri að ríkið stigi þarna inn í eins og það er að gera úti um allt sam­fé­lag í dag,“ sagði Gunnar Bragi.

„Komið með frum­varp þar sem ríkið tekur ábyrgð á þessu, verum ekki að setja venju­legt fólk, sem er kannski búið að safna í tvö, þrjú ár fyrir utan­lands­ferð, í þá aðstöðu að fá ein­hverja inn­eign­arnótu í stað­inn fyrir end­ur­greiðslu sem það á rétt á,“ sagði Guð­mundur Ingi Krist­ins­son, þing­maður Flokks fólks­ins. 

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar tók síð­astur til máls áður en málið var afgreitt til nefnd­ar­innar og sagð­ist ekki ætla að lengja umræð­una, þar sem hann reikn­aði með því að frum­varpið yrði tekið til „ræki­legrar end­ur­skoð­un­ar“.

„Ég ætla rétt að vona að nefndin taki þær athuga­semdir alvar­lega sem hér hafa komið fram og ríkið sýni mann­dóm í sér og mæti þessu sjálft og greiði fyrir þetta en velti því ekki yfir á fólk sem lang­aði í ferða­lag en kemst ekki vegna þess­ara aðstæðn­a,“ sagði Logi.

Evr­ópskar rík­is­stjórnir vilja heim­ila flug­fé­lögum að gefa út inn­eign­ir 

Flug­fé­lög, rétt eins og ferða­skrif­stof­ur, glíma einnig við lausa­fjár­vanda vegna far­ald­urs­ins og reyna nú mörg hver að bjóða neyt­endum inn­eignir fremur en end­ur­greiðslur vegna ferða sem falla nið­ur. Vilji íslenskra stjórn­valda stendur til þess að létta undir með flug­fé­lögum að þessu leyt­i. 

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu­ráð­herra lagði þannig áherslu á það, á fjar­fundi með öðrum evr­ópskum sam­göngu­ráð­herrum fyrir mán­aða­mót, að reglur um end­ur­greiðslu til neyt­enda vegna flugs sem falli niður verði aðlag­aðar að núver­andi aðstæð­um, til dæmis með því að fram­lengja end­ur­greiðslu­tíma­bil tíma­bundið eða leyfa flug­fé­lögum að gefa út inn­eign­ir.

Það er víðar deilt um þessi mál en bara á Íslandi, enda ferða­þjón­ustan í heim­inum öllum að ganga í gegnum algjört tekju­fall. Rík­is­sjóðir eru víða að pumpa fjár­magni inn í flug­fé­lög til þess að halda þeim gang­andi, með beinum hætti eða óbein­um, rétt eins og íslenska ríkið hefur gert fyrir Icelandair með hluta­bóta­úr­ræð­inu og greiðslu launa rúm­lega yfir 2.000 starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins á upp­sagn­ar­frest­i. 

Áður en fundur evr­ópskra sam­göngu­ráð­herra var hald­inn höfðu tólf sam­göngu­ráð­herrar ríkja innan ESB, með sam­göngu­ráð­herra Frakka og Hol­lend­inga í stafni, sent sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu til fram­kvæmda­stjórnar ESB um að gefa ætti flug­fé­lögum slaka hvað sam­evr­ópskar neyt­enda­reglur varð­ar, í ljósi for­dæma­lausra aðstæðna. Fleiri ríki hafa tekið undir þetta, til dæmis Þýska­land og Ítal­ía.

Fram­kvæmda­stjórn ESB hefur lýst sig ósam­mála þessum til­lögum aðild­ar­ríkj­anna um að sveigja evr­ópska neyt­enda­reglu­verk­ið. Þess í stað hefur fram­kvæmda­stjórnin beint því til flug­fé­laga og ferða­skrif­stofa að end­ur­greiða þeim neyt­endum sem vilja fá end­ur­greiðslu eins og lög segja til um, eða gera inn­eign­arnót­urnar að svo aðlað­andi kosti að neyt­endur verði reiðu­búnir að þiggja þær.

Evr­ópsku neyt­enda­sam­tök­in, BEUC, hafa barist fyrir því að ekki verði gengið á rétt neyt­enda í þessum efn­um. Ekki síst þar sem neyt­endur séu þeg­ar, sem skatt­greið­end­ur, að veita mik­il­vægum fjár­vana fyr­ir­tækjum borð við flug­fé­lög fyr­ir­greiðslu. Neyt­enda­sam­tökin íslensku hafa tekið í sama streng.

„Það hefur sjaldan reynt eins mikið á að Neyt­enda­sam­tökin séu sterk og standi á rétti og vörnum fyrir neyt­end­ur,“ segir Breki Karls­son, for­maður þeirra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar