Nartað í réttindi neytenda

Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til þess að veita bæði ferðaskrifstofum og flugfélögum tímabundið svigrúm til þess að ganga á réttindi neytenda. Formaður Neytendasamtakanna segir að aldrei hafi verið mikilvægara að standa vörð um neytendarétt.

Fáir eru á leið í ferðalag á næstunni, en margir hafa þó greitt ferðaskrifstofum og flugfélögum fúlgur fjár sem nú fást ekki til baka.
Fáir eru á leið í ferðalag á næstunni, en margir hafa þó greitt ferðaskrifstofum og flugfélögum fúlgur fjár sem nú fást ekki til baka.
Auglýsing

Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til þess að veita bæði ferðaskrifstofum og flugfélögum svigrúm til þess að ganga á rétt neytenda til skjótrar endurgreiðslu, vegna ferðalaga sem falla niður sökum heimsfaraldursins.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir við Kjarnann að þetta virðist vera „default“-stillingin hjá stjórnvöldum, neytendur geti átt sig, en fyrirtækjunum verði að hjálpa. Neytendasamtökin hafa fengið inn á sitt borð stóraukinn fjölda kvartana og ábendinga frá neytendum sem telja á sér brotið eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst.

Breki segir að fjöldi mála hafi aukist um nærri 70 prósent frá fyrra ári og tveir þriðju allra mála snúi að „helvítis pestinni“ og viðbragða fyrirtækja við henni. Þyngst vega mál sem tengjast endurgreiðslum vegna ferðalaga, bæði pakkaferða frá ferðaskrifstofum og flugferða sem hafa verið felldar niður og erfiðlega gengur að fá endurgreitt.

Auglýsing

Breki sagði í Kastljósi síðasta miðvikudagskvöld að Neytendasamtökin giski á að féð sem íslenskir neytendur eigi inni hjá íslenskum ferðaskrifstofum sé á bilinu 1,5-2,5 milljarðar króna. Hann segist hafa fulla samúð með fyrirtækjunum, en neytendur eigi ekki að þurfa veita fyrirtækjum vaxtalaus lán til þess að verja eigið fé þeirra í gegnum hremmingarnar. Þeir glími nefnilega líka við lausafjárvanda.

Umdeilt frumvarp ferðamálaráðherra

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála hefur lagt fram frumvarp sem heimilar ferðaskrifstofum að fresta endurgreiðslum pakkaferða sem falla niður um allt að tólf mánuði með því að gefa út inneignarnótur fyrir andvirði ferðarinnar. Frumvarpið er afturvirkt til 15. mars og er tilgangur þess að forða því að ferðaskrifstofur fari í þrot, en á sama tíma er einnig tryggt að inneignarnóta neytandans falli undir tryggingavernd.

Neytendasamtökin og fleiri gerðu miklar athugasemdir við frumvarpið, sem afgreitt var inn í atvinnuveganefnd þann 22. apríl og hefur ekki sést síðan. Í gagnrýninni vóg ef til vill þyngst að frumvarpið er sagt brjóta gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrár lýðveldisins.

Þórdís Kolbrún sagði í umræðum um málið um málið á Alþingi þann 22. apríl að frumvarpið hefði ekki verið lagt fram ef hætta væri talin á að það hefði skaðleg áhrif á neytendur, enda séu allar stærstu íslensku ferðaskrifstofurnar með tryggingar sem séu hærri en sem nemi endurgreiðslukröfum neytenda.

„Þannig að jafnvel þótt þessi fyrirtæki á endanum fari í þrot, sem við vonum að þau geri ekki, þá er það a.m.k. þannig að þeir neytendur sem taka við inneign í dag fá hana endurgreidda út úr tryggingunum sem eru bundnar inni á reikningum,“ sagði Þórdís Kolbrún. 

Umræðurnar um þetta frumvarp voru nokkuð líflegar í þingsal, þann klukkutíma sem þær stóðu yfir. Ýmsum sjónarmiðum var velt upp. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar gaf sér það, í einu dæmi sem hann tók, að fólk myndi segja: „Gott og vel, ég sætti mig við að fá inneignarnótu og ég fer að ári.“

„En hvaða ferð er það sem verður farin á ári? Er það sama ferðin og var boðið upp á? Nú er t.d. sú staðreynd að gengi krónunnar hefur breyst um 15%. Það er 15% dýrara fyrir ferðaskrifstofu núna að fara með Íslendinga til útlanda en var þegar ferðin var seld og greidd. Hvaða tryggingu hefur neytandinn fyrir því að hann fái jafn verðmæta ferð og hann keypti?” spurði Jón Steindór.

Hann minnti einnig á að stjórnvöld hefðu verið að hvetja þjóðina til þess að ferðast innanlands, en fæstir hefðu efni á að vera með ferðafé sitt fast í inneignarnótu hjá ferðaskrifstofu og ferðast líka um Ísland. Fleiri þingmenn voru með efasemdir um frumvarpið. 

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins sagði málið „galið“ í þeirri mynd sem það var lagt fram. „Við höfum öll skilning á því að ferðaskrifstofurnar eru í vanda, herra forseti, en við höfum lítinn skilning á því að það skuli vera viðskiptavinirnir, neytendurnir, sem eigi að bera áhættuna og borga brúsann. Réttast væri að ríkið stigi þarna inn í eins og það er að gera úti um allt samfélag í dag,“ sagði Gunnar Bragi.

„Komið með frumvarp þar sem ríkið tekur ábyrgð á þessu, verum ekki að setja venjulegt fólk, sem er kannski búið að safna í tvö, þrjú ár fyrir utanlandsferð, í þá aðstöðu að fá einhverja inneignarnótu í staðinn fyrir endurgreiðslu sem það á rétt á,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins. 

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar tók síðastur til máls áður en málið var afgreitt til nefndarinnar og sagðist ekki ætla að lengja umræðuna, þar sem hann reiknaði með því að frumvarpið yrði tekið til „rækilegrar endurskoðunar“.

„Ég ætla rétt að vona að nefndin taki þær athugasemdir alvarlega sem hér hafa komið fram og ríkið sýni manndóm í sér og mæti þessu sjálft og greiði fyrir þetta en velti því ekki yfir á fólk sem langaði í ferðalag en kemst ekki vegna þessara aðstæðna,“ sagði Logi.

Evrópskar ríkisstjórnir vilja heimila flugfélögum að gefa út inneignir 

Flugfélög, rétt eins og ferðaskrifstofur, glíma einnig við lausafjárvanda vegna faraldursins og reyna nú mörg hver að bjóða neytendum inneignir fremur en endurgreiðslur vegna ferða sem falla niður. Vilji íslenskra stjórnvalda stendur til þess að létta undir með flugfélögum að þessu leyti. 

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra lagði þannig áherslu á það, á fjarfundi með öðrum evrópskum samgönguráðherrum fyrir mánaðamót, að reglur um endurgreiðslu til neytenda vegna flugs sem falli niður verði aðlagaðar að núverandi aðstæðum, til dæmis með því að framlengja endurgreiðslutímabil tímabundið eða leyfa flugfélögum að gefa út inneignir.

Það er víðar deilt um þessi mál en bara á Íslandi, enda ferðaþjónustan í heiminum öllum að ganga í gegnum algjört tekjufall. Ríkissjóðir eru víða að pumpa fjármagni inn í flugfélög til þess að halda þeim gangandi, með beinum hætti eða óbeinum, rétt eins og íslenska ríkið hefur gert fyrir Icelandair með hlutabótaúrræðinu og greiðslu launa rúmlega yfir 2.000 starfsmanna fyrirtækisins á uppsagnarfresti. 

Áður en fundur evrópskra samgönguráðherra var haldinn höfðu tólf samgönguráðherrar ríkja innan ESB, með samgönguráðherra Frakka og Hollendinga í stafni, sent sameiginlega yfirlýsingu til framkvæmdastjórnar ESB um að gefa ætti flugfélögum slaka hvað samevrópskar neytendareglur varðar, í ljósi fordæmalausra aðstæðna. Fleiri ríki hafa tekið undir þetta, til dæmis Þýskaland og Ítalía.

Framkvæmdastjórn ESB hefur lýst sig ósammála þessum tillögum aðildarríkjanna um að sveigja evrópska neytendaregluverkið. Þess í stað hefur framkvæmdastjórnin beint því til flugfélaga og ferðaskrifstofa að endurgreiða þeim neytendum sem vilja fá endurgreiðslu eins og lög segja til um, eða gera inneignarnóturnar að svo aðlaðandi kosti að neytendur verði reiðubúnir að þiggja þær.

Evrópsku neytendasamtökin, BEUC, hafa barist fyrir því að ekki verði gengið á rétt neytenda í þessum efnum. Ekki síst þar sem neytendur séu þegar, sem skattgreiðendur, að veita mikilvægum fjárvana fyrirtækjum borð við flugfélög fyrirgreiðslu. Neytendasamtökin íslensku hafa tekið í sama streng.

„Það hefur sjaldan reynt eins mikið á að Neytendasamtökin séu sterk og standi á rétti og vörnum fyrir neytendur,“ segir Breki Karlsson, formaður þeirra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar