Er Tom Hagen úlfur í sauðargæru?

Í ágúst í fyrra fékk fyrrverandi félagi í dönsku mótorhjólagengi beiðni um að aðstoða norska auðmanninn Tom Hagen við leit að konu sinni. Daninn telur útilokað að „atvinnumenn“ hafi rænt eiginkonu Hagens sem sjálfur liggur undir grun.

Anne-Elisa­beth Hagen og eiginmaður hennar Tom Hagen.
Anne-Elisa­beth Hagen og eiginmaður hennar Tom Hagen.
Auglýsing

Hvarf Anne Elisa­beth Hagen (68 ára) í lok októ­ber árið 2018 er eitt umtal­að­asta manns­hvarf í sögu Nor­egs. Að minnsta kosti á síð­ari tím­um. Anne Elisa­bet og Tom Hagen kynnt­ust ung að árum og gengu í hjóna­band innan við tví­tugt. Þau eign­uð­ust þrjú börn og eiga nokkur barna­börn. Hún sinnti börn­unum og heim­il­inu en hann hefur lengi verið umsvifa­mik­ill í fast­eigna­við­skiptum og stofn­aði árið 1992 ásamt fleirum raf­orku­fyr­ir­tækið Elkraft AS. Nafn hans hefur birst á listum yfir 200 efn­uð­ustu menn Nor­egs (númer 172) en Hagen hjónin hafa aldrei verið áber­andi og ekki borist á. Þau hafa um ára­bil búið í Fjell­ham­ar, skammt frá Ósló.  

31. októ­ber 2018 

Um níu­leytið að morgni 31. októ­ber 2018 hélt Tom Hagen frá heim­ili sínu til vinnu­stað­ar­ins í Lørenskog, tæp­lega fjög­urra kíló­metra leið.  Stund­ar­fjórð­ungi síðar hringdi einn úr fjöl­skyld­unni í Anne Elisa­beth, sím­talið var stutt og ekk­ert gaf til kynna að eitt­hvað óvenju­legt væri á seyð­i. 

Rétt uppúr klukkan hálf­tvö kom Tom Hagen heim. Þá var eig­in­konan horf­in, hvolpur hjón­anna inni­lok­aður og á bað­her­berg­inu var bréf, skrifað á bjag­aðri norsku. Þar var farið fram á níu millj­ónir evra (1.426 millj­ónir íslenskar) sem greiddar skyldu í raf­mynt­inni Monero. Engin leið var að hafa sam­band við mann­ræn­ingj­ana nema með því að milli­færa upp­hæð­ina sem kraf­ist var.

Auglýsing

Um tvöleytið hafði Tom Hagen sam­band við lög­regl­una og til­kynnti um hvarf eig­in­konu sinn­ar. Lög­reglan hóf þegar í stað rann­sókn og yfir­heyrði meðal ann­ars nokkra iðn­að­ar­menn sem höfðu skömmu fyrir hvarf Anne Elisa­beth unnið að við­gerðum á íbúð­ar­húsi Hagen hjón­anna. Lög­reglan hefur margoft lýst eftir manni sem sást á eft­ir­lits­mynda­vél við vinnu­stað Tom Hagen klukkan 7:36 að morgni 31. októ­ber, dag­inn sem Anne Elisa­beth hvarf, sá maður hefur ekki gefið sig fram. Nokkrum mín­útum síðar sást annar maður á sömu eft­ir­lits­mynda­vél, sá hefur ekki heldur látið heyra frá sér. 

Anne-Elisa­beth HagenFyrst greint frá mál­inu 9. jan­úar 2019

Þótt fólk í nágrenn­inu hefði  orðið vart við að eitt­hvað væri á seyði við íbúð­ar­hús Hagen hjón­anna var það ekki fyrr en 9. jan­úar 2019 að ljóst var um ástæð­una. Þann dag hélt lög­reglan frétta­manna­fund og greindi frá því að Anne Elisa­beth Hagen væri horf­in. Ástæða þess að fjöl­miðlar höfðu ekki greint frá mál­inu var að lög­reglan hafði hótað þeim öllu illa ef svo mikið sem staf­krókur birt­ist á prenti um hvarfið eða frá því yrði greint í ljós­vaka­miðl­um. Á þessum fundi greindi lög­reglan frá því að hún teldi að Anne Elisa­beth hefði verið rænt og ræn­ingj­arnir hótað að líf­láta hana ef lausn­ar­gjald yrði ekki greitt. Þegar frétta­menn spurðu hvers vegna lög­reglan hefði nú valið að greina opin­ber­lega frá hvarf­inu var því til svarað að lög­reglan von­að­ist eftir ábend­ingum frá almenn­ingi. Sama dag og áður­nefndur frétta­manna­fundur var hald­inn óskaði fjöl­skylda Anne Elisa­beth eftir að mann­ræningj­arnir láti frá sér heyra og sýni fram á að hún sé á lífi og að allt sé í lagi með hana, eins og það var orð­að.  Ýmis­legt und­ar­legt

Í norskum fjöl­miðlum hef­ur, af skilj­an­legum ástæð­um, verið fjallað mikið um hvarf Anne Elisa­beth Hagen og þar hefur ýmis­legt komið fram sem vekur spurn­ing­ar. Það þykir til að mynda und­ar­legt að mann­ræn­ingj­unum virt­ist ekki liggja mikið á að fá pen­ing­ana. Oft­ast vilja mann­ræn­ingjar fá lausn­ar­gjaldið strax, áður en lög­reglan kemst hugs­an­lega á spor­ið. Margir mán­uðir liðu frá því að krafan um lausn­ar­gjald var end­ur­nýjuð og þá var upp­hæðin allt önnur og lægri en í upp­hafi, eða 1,3 millj­ónir evra (206 millj­ónir íslenskar) í raf­mynt. Lög­reglan ráð­lagði Tom Hagen að greiða ekki þetta lausn­ar­gjald.  Hann ákvað eigi að síður að borga án þess að fá sann­anir fyrir að kona hans væri á lífi. Þetta gerð­ist í ágúst 2019.

Ástæða þess að Tom Hagen var ráð­lagt að greiða ekki lausn­ar­gjaldið var sú að lög­reglan taldi þegar þarna var komið sögu að Anne Elisa­beth væri ekki lengur á líf­i. Var hún myrt 31. októ­ber 2018?

Í byrjun sept­em­ber 2019 kom fram að lög­reglan teldi að Anne Elisa­beth hefði verið myrt á heim­ili sínu 31. októ­ber 2018. Þar hefði einn, eða fleiri verið að verki og líkið strax verið flutt á brott. 22. jan­úar á þessu ári til­kynnti lög­reglan að mál Anne Elisa­beth væri nú flokkað sem óupp­lýst morð. Þrátt fyrir þessa yfir­lýs­ingu hafði lög­reglan ekki lagt árar í bát. Sjónir hennar beindust nú að eig­in­manni hinnar horfnu, Tom Hagen.Tom Hagen hand­tek­inn

Fyrir tæpum hálfum mán­uði, að morgni 28. apr­íl, var Tom Hagen hand­tek­inn þegar hann var á leið i vinn­una. Við hand­tök­una var honum til­kynnt að hann væri grun­aður um að bera ábyrgð á dauða konu sinn­ar. Komið hefur fram að í húsi Hagen hjón­anna hafði fund­ist blóð, merki um átök og spor eftir skó, sem ekki passa við skó sem voru á heim­il­inu. Það telur lög­reglan benda til að fleiri en einn hafi verið að verki. Áður hafði komið fram að Anne Elisa­beth hefði rætt um það við einn eða fleiri vini sína að hún íhug­aði skiln­að. Upp­lýst hefur verið að lög­reglan hóf sum­arið 2019 að fylgj­ast sér­stak­lega með Tom Hagen, hler­aði síma hans og kom hlust­un­ar­tækjum fyrir á heim­ili hans og vinnu­stað. 

Heimili þeirra Tom Hagen og Anne-Elisa­beth Hagen yfirfarið af lögreglu. Mynd: EPAGrun­aði að lög­reglan hefði hann í sigt­inu 

Upp­lýst hefur verið að lög­reglan hóf sum­arið 2019 að fylgj­ast sér­stak­lega með Tom Hagen, hler­aði síma hans og kom hlust­un­ar­tækjum fyrir á heim­ili hans og vinnu­stað. Tom Hagen fékk veður af því að hann væri undir smá­sjá lög­reglu, grun­aður um morð á eig­in­konu sinni. Hann fór margoft til lög­reglu og vildi fá að vita hvort hann lægi undir grun. Svarið var ætíð hið sama, hann væri ekki grun­að­ur. Þrátt fyrir þessi svör lög­regl­unnar beindust böndin í æ rík­ari mæli að Tom Hagen. Mich­ael Green

Meðal þess sem komið hefur fram síðan Tom Hagen var hand­tek­inn er að í ágúst í fyrra fékk Mich­ael Green for­maður danskra sam­taka fyrr­ver­andi félaga í mót­or­hjóla­sam­tök­um, TBM, tölvu­póst frá ókunnum send­anda. Spurt var hvort sam­tök­in, sem hefðu mikil sam­bönd, gætu aðstoðað við leit­ina að Anne Elisa­beth Hagen. Mich­ael Green hafði sam­band við Svein Hold­en, lög­mann Tom Hagen og þeir tveir hitt­ust í Ósló 29. ágúst. Tæpum mán­uði síðar var Mich­ael Green aftur á ferð í Ósló og hitti þá Tom Hagen sjálf­an. Norska lög­reglan hafði eftir fund­inn sam­band við Mich­ael Green og bað hann að lýsa hvernig Tom Hagen hefði komið honum fyrir sjón­ir. Ekki hefur verið upp­lýst hvað nákvæm­lega var rætt á þessum fund­i.  

Norska blaðið VG (Ver­dens Gang) birti, eftir óþekktum heim­ilda­manni, að Mich­ael Green hefði verið mjög undr­andi á mörgu því sem hann komst að á fund­inum með Tom Hagen. Mich­ael Green er sjálfur fyrr­ver­andi félagi í glæpa­sam­tök­unum Hells Ang­els og Bandidos og þekkir mjög vel til vinnu­bragða „at­vinnu­manna“. Hann sagði norsku lög­regl­unni að hann teldi úti­lokað að ein­hverjir slíkir hefðu verið að verki „al­vöru menn vinna ekki eins og þarna var lýst“ sagði Mich­ael Green. Það sem vakti mesta undrun Mich­ael Green var fram­koma Tom Hagen. „Hann líkt­ist ekki manni í sárum vegna horfinnar eig­in­konu. Tal­aði um þetta eins og utan­að­kom­andi myndi kannski gera, án til­finn­inga“ sagði Mich­ael Green. Hann sagði jafn­framt til­finn­ingu sína að fund­ur­inn hafi verið „mála­mynda­fund­ur“ sem engin alvara hefði fylgt. Þessi yfir­lýs­ing og ýmis­legt fleira sem Mich­ael Green sagði styrkti til muna grun lög­regl­unnar um að Tom Hagen hefði óhreint mjöl í poka­horn­inu.

Tom Hagen hefur verið látinn laus. Mynd: EPA

Tom Hagen lát­inn laus, annar maður hand­tek­inn 

Eins og áður var nefnt var Tom Hagen hand­tek­inn 29. apr­íl  og úrskurð­aður í fjög­urra vikna gæslu­varð­hald. Áfrýj­un­ar­réttur felldi þann úrskurð úr gildi 7. maí en lög­reglan áfrýj­aði sam­stundis þeim úrskurð­i.  Rúmum sól­ar­hring síð­ar, 8. maí  stað­festi Hæsti­réttur Nor­egs úrskurð Áfrýj­un­ar­rétt­ar­ins um að Tom Hagen skyldi lát­inn laus. Lög­regla íhug­aði að hand­taka hann þegar eftir að honum hafði verið sleppt en rík­is­lög­maður lagð­ist gegn því. Slík hand­taka gæti ekki farið fram nema ný gögn væru komin fram.

Full­trúi lög­reglu sagði úrskurð Hæsta­rétt­ar, um að Tom Hagen skyldi sleppt, von­brigði. En sagði jafn­framt að hann væri áfram grun­aður og rann­sóknin héldi áfram.

Síð­degis sl. fimmtu­dag 7. maí hand­tók norska lög­reglan mann á fer­tugs­aldri. Honum er gefið að sök að tengj­ast hvarf­inu á Anne Elisa­beth Hagen. Mað­ur­inn er sagður þekkja Tom Hagen og kunn­ugur aðferðum við með­ferð raf­mynt­ar. Til stóð að leiða mann­inn fyrir dóm­ara á morg­un, 11. maí, en honum var sleppt úr varð­haldi í gær­kvöldi, laug­ar­dag. Hann er þó áfram grun­aður um aðild að hvarfi Anne Elisa­beth Hagen.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar