Er Tom Hagen úlfur í sauðargæru?

Í ágúst í fyrra fékk fyrrverandi félagi í dönsku mótorhjólagengi beiðni um að aðstoða norska auðmanninn Tom Hagen við leit að konu sinni. Daninn telur útilokað að „atvinnumenn“ hafi rænt eiginkonu Hagens sem sjálfur liggur undir grun.

Anne-Elisa­beth Hagen og eiginmaður hennar Tom Hagen.
Anne-Elisa­beth Hagen og eiginmaður hennar Tom Hagen.
Auglýsing

Hvarf Anne Elisa­beth Hagen (68 ára) í lok októ­ber árið 2018 er eitt umtal­að­asta manns­hvarf í sögu Nor­egs. Að minnsta kosti á síð­ari tím­um. Anne Elisa­bet og Tom Hagen kynnt­ust ung að árum og gengu í hjóna­band innan við tví­tugt. Þau eign­uð­ust þrjú börn og eiga nokkur barna­börn. Hún sinnti börn­unum og heim­il­inu en hann hefur lengi verið umsvifa­mik­ill í fast­eigna­við­skiptum og stofn­aði árið 1992 ásamt fleirum raf­orku­fyr­ir­tækið Elkraft AS. Nafn hans hefur birst á listum yfir 200 efn­uð­ustu menn Nor­egs (númer 172) en Hagen hjónin hafa aldrei verið áber­andi og ekki borist á. Þau hafa um ára­bil búið í Fjell­ham­ar, skammt frá Ósló.  

31. októ­ber 2018 

Um níu­leytið að morgni 31. októ­ber 2018 hélt Tom Hagen frá heim­ili sínu til vinnu­stað­ar­ins í Lørenskog, tæp­lega fjög­urra kíló­metra leið.  Stund­ar­fjórð­ungi síðar hringdi einn úr fjöl­skyld­unni í Anne Elisa­beth, sím­talið var stutt og ekk­ert gaf til kynna að eitt­hvað óvenju­legt væri á seyð­i. 

Rétt uppúr klukkan hálf­tvö kom Tom Hagen heim. Þá var eig­in­konan horf­in, hvolpur hjón­anna inni­lok­aður og á bað­her­berg­inu var bréf, skrifað á bjag­aðri norsku. Þar var farið fram á níu millj­ónir evra (1.426 millj­ónir íslenskar) sem greiddar skyldu í raf­mynt­inni Monero. Engin leið var að hafa sam­band við mann­ræn­ingj­ana nema með því að milli­færa upp­hæð­ina sem kraf­ist var.

Auglýsing

Um tvöleytið hafði Tom Hagen sam­band við lög­regl­una og til­kynnti um hvarf eig­in­konu sinn­ar. Lög­reglan hóf þegar í stað rann­sókn og yfir­heyrði meðal ann­ars nokkra iðn­að­ar­menn sem höfðu skömmu fyrir hvarf Anne Elisa­beth unnið að við­gerðum á íbúð­ar­húsi Hagen hjón­anna. Lög­reglan hefur margoft lýst eftir manni sem sást á eft­ir­lits­mynda­vél við vinnu­stað Tom Hagen klukkan 7:36 að morgni 31. októ­ber, dag­inn sem Anne Elisa­beth hvarf, sá maður hefur ekki gefið sig fram. Nokkrum mín­útum síðar sást annar maður á sömu eft­ir­lits­mynda­vél, sá hefur ekki heldur látið heyra frá sér. 

Anne-Elisa­beth HagenFyrst greint frá mál­inu 9. jan­úar 2019

Þótt fólk í nágrenn­inu hefði  orðið vart við að eitt­hvað væri á seyði við íbúð­ar­hús Hagen hjón­anna var það ekki fyrr en 9. jan­úar 2019 að ljóst var um ástæð­una. Þann dag hélt lög­reglan frétta­manna­fund og greindi frá því að Anne Elisa­beth Hagen væri horf­in. Ástæða þess að fjöl­miðlar höfðu ekki greint frá mál­inu var að lög­reglan hafði hótað þeim öllu illa ef svo mikið sem staf­krókur birt­ist á prenti um hvarfið eða frá því yrði greint í ljós­vaka­miðl­um. Á þessum fundi greindi lög­reglan frá því að hún teldi að Anne Elisa­beth hefði verið rænt og ræn­ingj­arnir hótað að líf­láta hana ef lausn­ar­gjald yrði ekki greitt. Þegar frétta­menn spurðu hvers vegna lög­reglan hefði nú valið að greina opin­ber­lega frá hvarf­inu var því til svarað að lög­reglan von­að­ist eftir ábend­ingum frá almenn­ingi. Sama dag og áður­nefndur frétta­manna­fundur var hald­inn óskaði fjöl­skylda Anne Elisa­beth eftir að mann­ræningj­arnir láti frá sér heyra og sýni fram á að hún sé á lífi og að allt sé í lagi með hana, eins og það var orð­að.  Ýmis­legt und­ar­legt

Í norskum fjöl­miðlum hef­ur, af skilj­an­legum ástæð­um, verið fjallað mikið um hvarf Anne Elisa­beth Hagen og þar hefur ýmis­legt komið fram sem vekur spurn­ing­ar. Það þykir til að mynda und­ar­legt að mann­ræn­ingj­unum virt­ist ekki liggja mikið á að fá pen­ing­ana. Oft­ast vilja mann­ræn­ingjar fá lausn­ar­gjaldið strax, áður en lög­reglan kemst hugs­an­lega á spor­ið. Margir mán­uðir liðu frá því að krafan um lausn­ar­gjald var end­ur­nýjuð og þá var upp­hæðin allt önnur og lægri en í upp­hafi, eða 1,3 millj­ónir evra (206 millj­ónir íslenskar) í raf­mynt. Lög­reglan ráð­lagði Tom Hagen að greiða ekki þetta lausn­ar­gjald.  Hann ákvað eigi að síður að borga án þess að fá sann­anir fyrir að kona hans væri á lífi. Þetta gerð­ist í ágúst 2019.

Ástæða þess að Tom Hagen var ráð­lagt að greiða ekki lausn­ar­gjaldið var sú að lög­reglan taldi þegar þarna var komið sögu að Anne Elisa­beth væri ekki lengur á líf­i. Var hún myrt 31. októ­ber 2018?

Í byrjun sept­em­ber 2019 kom fram að lög­reglan teldi að Anne Elisa­beth hefði verið myrt á heim­ili sínu 31. októ­ber 2018. Þar hefði einn, eða fleiri verið að verki og líkið strax verið flutt á brott. 22. jan­úar á þessu ári til­kynnti lög­reglan að mál Anne Elisa­beth væri nú flokkað sem óupp­lýst morð. Þrátt fyrir þessa yfir­lýs­ingu hafði lög­reglan ekki lagt árar í bát. Sjónir hennar beindust nú að eig­in­manni hinnar horfnu, Tom Hagen.Tom Hagen hand­tek­inn

Fyrir tæpum hálfum mán­uði, að morgni 28. apr­íl, var Tom Hagen hand­tek­inn þegar hann var á leið i vinn­una. Við hand­tök­una var honum til­kynnt að hann væri grun­aður um að bera ábyrgð á dauða konu sinn­ar. Komið hefur fram að í húsi Hagen hjón­anna hafði fund­ist blóð, merki um átök og spor eftir skó, sem ekki passa við skó sem voru á heim­il­inu. Það telur lög­reglan benda til að fleiri en einn hafi verið að verki. Áður hafði komið fram að Anne Elisa­beth hefði rætt um það við einn eða fleiri vini sína að hún íhug­aði skiln­að. Upp­lýst hefur verið að lög­reglan hóf sum­arið 2019 að fylgj­ast sér­stak­lega með Tom Hagen, hler­aði síma hans og kom hlust­un­ar­tækjum fyrir á heim­ili hans og vinnu­stað. 

Heimili þeirra Tom Hagen og Anne-Elisa­beth Hagen yfirfarið af lögreglu. Mynd: EPAGrun­aði að lög­reglan hefði hann í sigt­inu 

Upp­lýst hefur verið að lög­reglan hóf sum­arið 2019 að fylgj­ast sér­stak­lega með Tom Hagen, hler­aði síma hans og kom hlust­un­ar­tækjum fyrir á heim­ili hans og vinnu­stað. Tom Hagen fékk veður af því að hann væri undir smá­sjá lög­reglu, grun­aður um morð á eig­in­konu sinni. Hann fór margoft til lög­reglu og vildi fá að vita hvort hann lægi undir grun. Svarið var ætíð hið sama, hann væri ekki grun­að­ur. Þrátt fyrir þessi svör lög­regl­unnar beindust böndin í æ rík­ari mæli að Tom Hagen. Mich­ael Green

Meðal þess sem komið hefur fram síðan Tom Hagen var hand­tek­inn er að í ágúst í fyrra fékk Mich­ael Green for­maður danskra sam­taka fyrr­ver­andi félaga í mót­or­hjóla­sam­tök­um, TBM, tölvu­póst frá ókunnum send­anda. Spurt var hvort sam­tök­in, sem hefðu mikil sam­bönd, gætu aðstoðað við leit­ina að Anne Elisa­beth Hagen. Mich­ael Green hafði sam­band við Svein Hold­en, lög­mann Tom Hagen og þeir tveir hitt­ust í Ósló 29. ágúst. Tæpum mán­uði síðar var Mich­ael Green aftur á ferð í Ósló og hitti þá Tom Hagen sjálf­an. Norska lög­reglan hafði eftir fund­inn sam­band við Mich­ael Green og bað hann að lýsa hvernig Tom Hagen hefði komið honum fyrir sjón­ir. Ekki hefur verið upp­lýst hvað nákvæm­lega var rætt á þessum fund­i.  

Norska blaðið VG (Ver­dens Gang) birti, eftir óþekktum heim­ilda­manni, að Mich­ael Green hefði verið mjög undr­andi á mörgu því sem hann komst að á fund­inum með Tom Hagen. Mich­ael Green er sjálfur fyrr­ver­andi félagi í glæpa­sam­tök­unum Hells Ang­els og Bandidos og þekkir mjög vel til vinnu­bragða „at­vinnu­manna“. Hann sagði norsku lög­regl­unni að hann teldi úti­lokað að ein­hverjir slíkir hefðu verið að verki „al­vöru menn vinna ekki eins og þarna var lýst“ sagði Mich­ael Green. Það sem vakti mesta undrun Mich­ael Green var fram­koma Tom Hagen. „Hann líkt­ist ekki manni í sárum vegna horfinnar eig­in­konu. Tal­aði um þetta eins og utan­að­kom­andi myndi kannski gera, án til­finn­inga“ sagði Mich­ael Green. Hann sagði jafn­framt til­finn­ingu sína að fund­ur­inn hafi verið „mála­mynda­fund­ur“ sem engin alvara hefði fylgt. Þessi yfir­lýs­ing og ýmis­legt fleira sem Mich­ael Green sagði styrkti til muna grun lög­regl­unnar um að Tom Hagen hefði óhreint mjöl í poka­horn­inu.

Tom Hagen hefur verið látinn laus. Mynd: EPA

Tom Hagen lát­inn laus, annar maður hand­tek­inn 

Eins og áður var nefnt var Tom Hagen hand­tek­inn 29. apr­íl  og úrskurð­aður í fjög­urra vikna gæslu­varð­hald. Áfrýj­un­ar­réttur felldi þann úrskurð úr gildi 7. maí en lög­reglan áfrýj­aði sam­stundis þeim úrskurð­i.  Rúmum sól­ar­hring síð­ar, 8. maí  stað­festi Hæsti­réttur Nor­egs úrskurð Áfrýj­un­ar­rétt­ar­ins um að Tom Hagen skyldi lát­inn laus. Lög­regla íhug­aði að hand­taka hann þegar eftir að honum hafði verið sleppt en rík­is­lög­maður lagð­ist gegn því. Slík hand­taka gæti ekki farið fram nema ný gögn væru komin fram.

Full­trúi lög­reglu sagði úrskurð Hæsta­rétt­ar, um að Tom Hagen skyldi sleppt, von­brigði. En sagði jafn­framt að hann væri áfram grun­aður og rann­sóknin héldi áfram.

Síð­degis sl. fimmtu­dag 7. maí hand­tók norska lög­reglan mann á fer­tugs­aldri. Honum er gefið að sök að tengj­ast hvarf­inu á Anne Elisa­beth Hagen. Mað­ur­inn er sagður þekkja Tom Hagen og kunn­ugur aðferðum við með­ferð raf­mynt­ar. Til stóð að leiða mann­inn fyrir dóm­ara á morg­un, 11. maí, en honum var sleppt úr varð­haldi í gær­kvöldi, laug­ar­dag. Hann er þó áfram grun­aður um aðild að hvarfi Anne Elisa­beth Hagen.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar