Hitametin í júlí: Ekki er vitað um „slíkt og þvíumlíkt“ hér á landi

Um mestallt norðan- og austanvert landið var júlí sá hlýjasti frá upphafi mælinga. Meðalhiti var meiri en 14 stig á fáeinum veðurstöðvum, „en ekki er vitað um slíkt og þvílíkt hér á landi áður í nokkrum mánuði,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur

Trausti segir ekki ólíklegt að sólskinsstundamet verði slegið á Akureyri og að sama megi segja um Mývatn.
Trausti segir ekki ólíklegt að sólskinsstundamet verði slegið á Akureyri og að sama megi segja um Mývatn.
Auglýsing

Júlí­mán­uður var um mest­allt norð­an- og aust­an­vert landið sá hlýjasti sem vitað er um frá upp­hafi mæl­inga. Um þetta fjalla tveir veð­ur­fræð­ing­ar, Einar Svein­björs­son og Trausti Jóns­son í færslum á ýmist Face­book- eða blogg­síðum sín­um.

Einar skrifar að í júlí hafi með­al­hit­inn á Akur­eyri verið 14,3°C og að hærri mán­að­ar­hiti hafi aldrei mælst. Trausti segir ekki ólík­legt að sól­skins­stunda­met verði einnig slegið á Akur­eyri og að sama megi segja um Mývatn.

„Með­al­hiti eins mán­aðar hefur aldrei farið yfir 14 stig í mæl­inga­sög­unn­i,“ skrifar Einar og að „klár­lega“ sé um Íslands­met að ræða, Trausti skrifar að með­al­hit­inn hafi verið meiri en 14 stig á fáeinum veð­ur­stöðv­um, „en ekki er vitað um slíkt og því­líkt hér á landi áður í nokkrum mán­uð­i“.

Trausti skrifar á blogg­síðu sína í gær­kvöldi að nýlið­inn júlí­mán­uður hafi verið sér­lega hlýr. Þótt um met sé að ræða á norð­an- og aust­an­verðu land­inu sé þó vitað um hlýrri júlí­mán­uði á stöku stöðvum – en nokkuð á mis­víxl líkt og Trausti orðar það. Á Egils­stöðum var júlí 1955 t.d. lít­il­lega hlýrri heldur en nú.

Traustir skrifar að með­al­hiti í byggðum lands­ins í heild reikn­ist 11,7 stig. „Það er það næst­mesta sem við vitum um í júlí, í þeim mán­uði 1933 reikn­ast með­al­hit­inn 12,0 stig.“ Hann bendir hins vegar á að í raun er varla mark­tækur munur á þessum tveimur tölum vegna mik­illa breyt­inga á stöðvakerf­inu. „Við vitum af einum mark­tækt hlýrri ágúst­mán­uði, árið 2003, en þá var með­al­hiti á land­inu 12,2 stig og í ágúst 2004 var jafn­hlýtt og nú (11,7 stig).“

Með­al­há­marks­hiti í nýliðnum júlí var einnig hærri en áður, 20,5 stig á Hall­orms­stað. Hæsta eldri tala „sem við hik­laust við­ur­kenn­um“, skrifar Trausti, er 18,7 stig í Hjarð­ar­land í júlí 2008.

„Það er líka óvenju­legt að hiti komst upp fyrir 20 stig ein­hvers staðar á land­inu alla daga mán­að­ar­ins nema einn (30 dag­ar). Er það mjög óvenju­legt, mest er vitað um 24 slíka daga í einum mán­uði (júlí 1997) síð­ustu 70 árin rúm.“

Upp­gjör Veð­ur­stof­unnar með end­an­legum hita-, úrkomu- og sól­skins­stunda­tölum mun að sögn Trausta birt­ast síðar í vik­unni.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent