Þankar um skriðurnar í Kaldakinn

Lítið sem ekkert rigndi í um 10-11 vikur í sumar á þeim slóðum sem aurskriðurnar miklu féllu í Kinn og segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skriðurnar sennilega með óbeinum hætti afleiðing hinnar góðu sumartíðar á Norðurlandi.

Aurskriða í Kinn Mynd: Veðurstofa Íslands
Auglýsing

Skrið­urnar sem féllu í miklu vatns­veðri um síð­ustu helgi eru senni­lega með óbeinum hætti líka afleið­ing góðrar sum­ar­tíðar norð­an­lands. Mjög þurrt var um mið­bik sum­ars­ins, hlýtt og sól­ríkt að auki. Þótt engum úrkomu­mæl­ingum sé til að dreifa í Kinn eða við Skjálf­anda­flóa lengur vitum við með ágætri vissu að lítið sem ekk­ert rigndi á þessum slóðum um 10 til 11 vikna skeið.

Síð­ustu rign­ing­una að ráði gerði 14. júní, en leys­ing úr fjöllum náði senni­lega víð­ast að við­halda jarð­vegs­raka eitt­hvað fram í júlí. Mörgum er enn í minni leys­inga­flóðin t.d. í Eyja­firði fyrstu dag­ana í júlí. Þau voru vegna snjó­bráðn­unar til fjalla sam­fara þurri og hlýrri sunn­an­átt. Ekk­ert rigndi þá.

Auglýsing

Þurr­asti ágúst í um sex­tíu ár

Þaðan í frá þorn­aði jarð­vegur í brak­andi blíðu sem stóð sam­fellt fram í sept­em­ber. Sjaldan rigndi og þá lítið í hvert sinn. Þorn­aði jafn­skjótt í rót. Á Akur­eyri var ágúst sá þurr­asti í um 60 ár og kom hann í kjöl­far júlí­mán­aðar sem aðeins mældi um þriðj­ung með­al­úr­komu. Sam­tímis var sól­ríkt og óvenju hlýtt. Þurrkur háði sprettu en ég veit ekki til þess að neinna mæl­inga á jarð­vegs­raka sé aflað norð­an­lands. Eitt af því sem hlýtur að verða bætt úr! Eins að end­ur­vekja mæl­ingar á Sandi með sjálf­virkri veð­ur­stöð en þar gegnt Björg­um, sem er ysti bær í Kinn, voru gerðar vand­aðar veð­ur­at­hug­anir um 70 ára skeið eða til 2005.

Ólafur Jóns­son rækt­un­ar­stjóri segir í tveggja binda verki sínu; Skriðu­föll og snjó­flóð sem út kom 1957:

„Stundum gerir stór­felld úrfelli, er hleypa fram skriðum á stærri eða minni svæð­um, einkum eru áköf úrfelli eftir langvar­andi þurrka hættu­leg. Þurrk­ur­inn hefur gert jarð­veg­inn gljúpan og sam­heng­is­laus­an. Hann gleypir í sig vatnið eins og svamp­ur, og úrkoman er mjög ör, gefst því eng­inn tími til að seytla gegnum jarð­veg­inn og leita eðli­legra far­vega. Jarð­veg­ur­inn verður yfir­mett­aður af vatni niður að föstu bergi og vatnið seytlar eftir því og gerir það vott og sleipt. Leir næst fasta berg­inu vöknar og getur orðið flug­háll og er þá eins og smurn­ing milli ruðn­ings­ins og bergs­ins.“ (Skriðu­föll og snjó­flóð I, bls. 62).

Skrið­urnar kom mönnum í opna skjöldu

Kort: Blika.is

Hin þurra tíð verður óhjá­kvæmi­lega að skoð­ast í sam­hengi við þann fjölda skriða sem féllu í Útk­inn og í Nátt­fara­víkum s.l. sunnu­dag (3. októ­ber). Þótt á Flat­eyj­ar­skaga séu víða laus jarð­lög og ákafar rign­ingar ekki svo óal­geng­ar, einkum síðla sum­ars og að hausti, eru skriður í slíkum mæli og nú óþekkt­ar, a.m.k. í seinni tíð. Þær komu heima­fólki alger­lega í opna skjöldu. Helst að menn staldri við sept­em­ber 1863 til að finna eitt­hvað sam­bæri­legt. Sjá sam­an­tekt Trausta Jóns­sonar hér.

Um og upp úr miðjum sept­em­ber fór aðeins að rigna norð­an­lands einn og einn dag. En magnið var fremur lítið og vafa­lítið langt frá því að bleyta jarð­veg að nokkru marki. Kjör­dagur Alþings var síðan 25. sept­em­ber. Dag­inn eftir og fram á mánu­dag sner­ist til norð­an­átt­ar, kóln­aði og snjó­aði tals­vert niður fyrir miðja hlíðar á Flat­eyj­ar­skaga. Um tíma einnig í byggð. Áætluð úrkoma þessa tvo daga nam tugum milli­metra. Víkna­fjöllin séð frá Húsa­vík voru alhvít. Og það óvenju snemma þetta haust­ið!

Þegar tók að rigna af miklum móð seint á föstu­dag (1. októ­ber), bætt­ist bráðn­andi snjór­inn við rign­ing­una sem ég hef metið allt að 200-230 mm sam­an­lagt í Víkna­fjöllin fram á sunnu­dag.

Uppsöfnuð úrkoma frá 1. október kl.18 (fös) til 3. október kl. 24 (sunnudagskvöld). Spákort DMI/IGB fengið frá Veðurstofunni.

Hún er því áleitin sú til­gáta að skrið­urnar séu sam­spil þurrkanna fyrr í sumar og ofsa­rign­ing­anna 1. til 3. októ­ber. Næstu vikur og mán­uði munu menn skoða þetta ofan í kjöl­inn og freista þess að fá gleggri mynd af orsök­un­um, eins og gögn og þekk­ing leyf­ir.

Nán­ast ógjörn­ingur að spá skriðum

Skriðu­föll eru þess eðlis að þau koma oft­ast aftan að okk­ur. Við­bún­aður er því erf­iður og við­brögð markast því af því sem kalla má „eftir á aðgerð­u­m“. Á Seyð­is­firði fer nú fram áhuga­verð raun­tíma­vöktun á fjöl­mörgum þáttum sem einir og sér eða saman geta komið af stað frek­ari hreyf­ingum lausra jarð­efna. Okkar öfl­uga ofan­flóða­fólk stendur vakt­ina og fróð­legt er að fylgj­ast með. Það yrðu mikil tíð­indi ef sú þekk­ing gæti orðið grunnur að getu til að spá aur­skriðum eða hættu á þeim, þá á til­teknum stöðum eða ákveðnum far­veg­um.

Þekk­ingin á snjó­flóðum er að þessu leyt­inu orðin meiri og öll við­brögð fum­laus­ari. Lík­inda­spár eru þannig gefnar út ef hætt er við að snjó­flóð geti fallið á til­tekna vegi svo dæmi sé tek­ið. Í þessu sam­bandi er þekk­ing heima­manna ómet­an­legt og mik­il­vægt er að heyra í stað­kunn­ug­um. Mat þeirra á aðstæðum skiptir miklu í öllum við­bún­aði þegar ástand ofan­flóða er yfir­vof­andi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiÁlit