Þankar um skriðurnar í Kaldakinn

Lítið sem ekkert rigndi í um 10-11 vikur í sumar á þeim slóðum sem aurskriðurnar miklu féllu í Kinn og segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skriðurnar sennilega með óbeinum hætti afleiðing hinnar góðu sumartíðar á Norðurlandi.

Aurskriða í Kinn Mynd: Veðurstofa Íslands
Auglýsing

Skrið­urnar sem féllu í miklu vatns­veðri um síð­ustu helgi eru senni­lega með óbeinum hætti líka afleið­ing góðrar sum­ar­tíðar norð­an­lands. Mjög þurrt var um mið­bik sum­ars­ins, hlýtt og sól­ríkt að auki. Þótt engum úrkomu­mæl­ingum sé til að dreifa í Kinn eða við Skjálf­anda­flóa lengur vitum við með ágætri vissu að lítið sem ekk­ert rigndi á þessum slóðum um 10 til 11 vikna skeið.

Síð­ustu rign­ing­una að ráði gerði 14. júní, en leys­ing úr fjöllum náði senni­lega víð­ast að við­halda jarð­vegs­raka eitt­hvað fram í júlí. Mörgum er enn í minni leys­inga­flóðin t.d. í Eyja­firði fyrstu dag­ana í júlí. Þau voru vegna snjó­bráðn­unar til fjalla sam­fara þurri og hlýrri sunn­an­átt. Ekk­ert rigndi þá.

Auglýsing

Þurr­asti ágúst í um sex­tíu ár

Þaðan í frá þorn­aði jarð­vegur í brak­andi blíðu sem stóð sam­fellt fram í sept­em­ber. Sjaldan rigndi og þá lítið í hvert sinn. Þorn­aði jafn­skjótt í rót. Á Akur­eyri var ágúst sá þurr­asti í um 60 ár og kom hann í kjöl­far júlí­mán­aðar sem aðeins mældi um þriðj­ung með­al­úr­komu. Sam­tímis var sól­ríkt og óvenju hlýtt. Þurrkur háði sprettu en ég veit ekki til þess að neinna mæl­inga á jarð­vegs­raka sé aflað norð­an­lands. Eitt af því sem hlýtur að verða bætt úr! Eins að end­ur­vekja mæl­ingar á Sandi með sjálf­virkri veð­ur­stöð en þar gegnt Björg­um, sem er ysti bær í Kinn, voru gerðar vand­aðar veð­ur­at­hug­anir um 70 ára skeið eða til 2005.

Ólafur Jóns­son rækt­un­ar­stjóri segir í tveggja binda verki sínu; Skriðu­föll og snjó­flóð sem út kom 1957:

„Stundum gerir stór­felld úrfelli, er hleypa fram skriðum á stærri eða minni svæð­um, einkum eru áköf úrfelli eftir langvar­andi þurrka hættu­leg. Þurrk­ur­inn hefur gert jarð­veg­inn gljúpan og sam­heng­is­laus­an. Hann gleypir í sig vatnið eins og svamp­ur, og úrkoman er mjög ör, gefst því eng­inn tími til að seytla gegnum jarð­veg­inn og leita eðli­legra far­vega. Jarð­veg­ur­inn verður yfir­mett­aður af vatni niður að föstu bergi og vatnið seytlar eftir því og gerir það vott og sleipt. Leir næst fasta berg­inu vöknar og getur orðið flug­háll og er þá eins og smurn­ing milli ruðn­ings­ins og bergs­ins.“ (Skriðu­föll og snjó­flóð I, bls. 62).

Skrið­urnar kom mönnum í opna skjöldu

Kort: Blika.is

Hin þurra tíð verður óhjá­kvæmi­lega að skoð­ast í sam­hengi við þann fjölda skriða sem féllu í Útk­inn og í Nátt­fara­víkum s.l. sunnu­dag (3. októ­ber). Þótt á Flat­eyj­ar­skaga séu víða laus jarð­lög og ákafar rign­ingar ekki svo óal­geng­ar, einkum síðla sum­ars og að hausti, eru skriður í slíkum mæli og nú óþekkt­ar, a.m.k. í seinni tíð. Þær komu heima­fólki alger­lega í opna skjöldu. Helst að menn staldri við sept­em­ber 1863 til að finna eitt­hvað sam­bæri­legt. Sjá sam­an­tekt Trausta Jóns­sonar hér.

Um og upp úr miðjum sept­em­ber fór aðeins að rigna norð­an­lands einn og einn dag. En magnið var fremur lítið og vafa­lítið langt frá því að bleyta jarð­veg að nokkru marki. Kjör­dagur Alþings var síðan 25. sept­em­ber. Dag­inn eftir og fram á mánu­dag sner­ist til norð­an­átt­ar, kóln­aði og snjó­aði tals­vert niður fyrir miðja hlíðar á Flat­eyj­ar­skaga. Um tíma einnig í byggð. Áætluð úrkoma þessa tvo daga nam tugum milli­metra. Víkna­fjöllin séð frá Húsa­vík voru alhvít. Og það óvenju snemma þetta haust­ið!

Þegar tók að rigna af miklum móð seint á föstu­dag (1. októ­ber), bætt­ist bráðn­andi snjór­inn við rign­ing­una sem ég hef metið allt að 200-230 mm sam­an­lagt í Víkna­fjöllin fram á sunnu­dag.

Uppsöfnuð úrkoma frá 1. október kl.18 (fös) til 3. október kl. 24 (sunnudagskvöld). Spákort DMI/IGB fengið frá Veðurstofunni.

Hún er því áleitin sú til­gáta að skrið­urnar séu sam­spil þurrkanna fyrr í sumar og ofsa­rign­ing­anna 1. til 3. októ­ber. Næstu vikur og mán­uði munu menn skoða þetta ofan í kjöl­inn og freista þess að fá gleggri mynd af orsök­un­um, eins og gögn og þekk­ing leyf­ir.

Nán­ast ógjörn­ingur að spá skriðum

Skriðu­föll eru þess eðlis að þau koma oft­ast aftan að okk­ur. Við­bún­aður er því erf­iður og við­brögð markast því af því sem kalla má „eftir á aðgerð­u­m“. Á Seyð­is­firði fer nú fram áhuga­verð raun­tíma­vöktun á fjöl­mörgum þáttum sem einir og sér eða saman geta komið af stað frek­ari hreyf­ingum lausra jarð­efna. Okkar öfl­uga ofan­flóða­fólk stendur vakt­ina og fróð­legt er að fylgj­ast með. Það yrðu mikil tíð­indi ef sú þekk­ing gæti orðið grunnur að getu til að spá aur­skriðum eða hættu á þeim, þá á til­teknum stöðum eða ákveðnum far­veg­um.

Þekk­ingin á snjó­flóðum er að þessu leyt­inu orðin meiri og öll við­brögð fum­laus­ari. Lík­inda­spár eru þannig gefnar út ef hætt er við að snjó­flóð geti fallið á til­tekna vegi svo dæmi sé tek­ið. Í þessu sam­bandi er þekk­ing heima­manna ómet­an­legt og mik­il­vægt er að heyra í stað­kunn­ug­um. Mat þeirra á aðstæðum skiptir miklu í öllum við­bún­aði þegar ástand ofan­flóða er yfir­vof­andi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiÁlit