Þankar um skriðurnar í Kaldakinn

Lítið sem ekkert rigndi í um 10-11 vikur í sumar á þeim slóðum sem aurskriðurnar miklu féllu í Kinn og segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skriðurnar sennilega með óbeinum hætti afleiðing hinnar góðu sumartíðar á Norðurlandi.

Aurskriða í Kinn Mynd: Veðurstofa Íslands
Auglýsing

Skrið­urnar sem féllu í miklu vatns­veðri um síð­ustu helgi eru senni­lega með óbeinum hætti líka afleið­ing góðrar sum­ar­tíðar norð­an­lands. Mjög þurrt var um mið­bik sum­ars­ins, hlýtt og sól­ríkt að auki. Þótt engum úrkomu­mæl­ingum sé til að dreifa í Kinn eða við Skjálf­anda­flóa lengur vitum við með ágætri vissu að lítið sem ekk­ert rigndi á þessum slóðum um 10 til 11 vikna skeið.

Síð­ustu rign­ing­una að ráði gerði 14. júní, en leys­ing úr fjöllum náði senni­lega víð­ast að við­halda jarð­vegs­raka eitt­hvað fram í júlí. Mörgum er enn í minni leys­inga­flóðin t.d. í Eyja­firði fyrstu dag­ana í júlí. Þau voru vegna snjó­bráðn­unar til fjalla sam­fara þurri og hlýrri sunn­an­átt. Ekk­ert rigndi þá.

Auglýsing

Þurr­asti ágúst í um sex­tíu ár

Þaðan í frá þorn­aði jarð­vegur í brak­andi blíðu sem stóð sam­fellt fram í sept­em­ber. Sjaldan rigndi og þá lítið í hvert sinn. Þorn­aði jafn­skjótt í rót. Á Akur­eyri var ágúst sá þurr­asti í um 60 ár og kom hann í kjöl­far júlí­mán­aðar sem aðeins mældi um þriðj­ung með­al­úr­komu. Sam­tímis var sól­ríkt og óvenju hlýtt. Þurrkur háði sprettu en ég veit ekki til þess að neinna mæl­inga á jarð­vegs­raka sé aflað norð­an­lands. Eitt af því sem hlýtur að verða bætt úr! Eins að end­ur­vekja mæl­ingar á Sandi með sjálf­virkri veð­ur­stöð en þar gegnt Björg­um, sem er ysti bær í Kinn, voru gerðar vand­aðar veð­ur­at­hug­anir um 70 ára skeið eða til 2005.

Ólafur Jóns­son rækt­un­ar­stjóri segir í tveggja binda verki sínu; Skriðu­föll og snjó­flóð sem út kom 1957:

„Stundum gerir stór­felld úrfelli, er hleypa fram skriðum á stærri eða minni svæð­um, einkum eru áköf úrfelli eftir langvar­andi þurrka hættu­leg. Þurrk­ur­inn hefur gert jarð­veg­inn gljúpan og sam­heng­is­laus­an. Hann gleypir í sig vatnið eins og svamp­ur, og úrkoman er mjög ör, gefst því eng­inn tími til að seytla gegnum jarð­veg­inn og leita eðli­legra far­vega. Jarð­veg­ur­inn verður yfir­mett­aður af vatni niður að föstu bergi og vatnið seytlar eftir því og gerir það vott og sleipt. Leir næst fasta berg­inu vöknar og getur orðið flug­háll og er þá eins og smurn­ing milli ruðn­ings­ins og bergs­ins.“ (Skriðu­föll og snjó­flóð I, bls. 62).

Skrið­urnar kom mönnum í opna skjöldu

Kort: Blika.is

Hin þurra tíð verður óhjá­kvæmi­lega að skoð­ast í sam­hengi við þann fjölda skriða sem féllu í Útk­inn og í Nátt­fara­víkum s.l. sunnu­dag (3. októ­ber). Þótt á Flat­eyj­ar­skaga séu víða laus jarð­lög og ákafar rign­ingar ekki svo óal­geng­ar, einkum síðla sum­ars og að hausti, eru skriður í slíkum mæli og nú óþekkt­ar, a.m.k. í seinni tíð. Þær komu heima­fólki alger­lega í opna skjöldu. Helst að menn staldri við sept­em­ber 1863 til að finna eitt­hvað sam­bæri­legt. Sjá sam­an­tekt Trausta Jóns­sonar hér.

Um og upp úr miðjum sept­em­ber fór aðeins að rigna norð­an­lands einn og einn dag. En magnið var fremur lítið og vafa­lítið langt frá því að bleyta jarð­veg að nokkru marki. Kjör­dagur Alþings var síðan 25. sept­em­ber. Dag­inn eftir og fram á mánu­dag sner­ist til norð­an­átt­ar, kóln­aði og snjó­aði tals­vert niður fyrir miðja hlíðar á Flat­eyj­ar­skaga. Um tíma einnig í byggð. Áætluð úrkoma þessa tvo daga nam tugum milli­metra. Víkna­fjöllin séð frá Húsa­vík voru alhvít. Og það óvenju snemma þetta haust­ið!

Þegar tók að rigna af miklum móð seint á föstu­dag (1. októ­ber), bætt­ist bráðn­andi snjór­inn við rign­ing­una sem ég hef metið allt að 200-230 mm sam­an­lagt í Víkna­fjöllin fram á sunnu­dag.

Uppsöfnuð úrkoma frá 1. október kl.18 (fös) til 3. október kl. 24 (sunnudagskvöld). Spákort DMI/IGB fengið frá Veðurstofunni.

Hún er því áleitin sú til­gáta að skrið­urnar séu sam­spil þurrkanna fyrr í sumar og ofsa­rign­ing­anna 1. til 3. októ­ber. Næstu vikur og mán­uði munu menn skoða þetta ofan í kjöl­inn og freista þess að fá gleggri mynd af orsök­un­um, eins og gögn og þekk­ing leyf­ir.

Nán­ast ógjörn­ingur að spá skriðum

Skriðu­föll eru þess eðlis að þau koma oft­ast aftan að okk­ur. Við­bún­aður er því erf­iður og við­brögð markast því af því sem kalla má „eftir á aðgerð­u­m“. Á Seyð­is­firði fer nú fram áhuga­verð raun­tíma­vöktun á fjöl­mörgum þáttum sem einir og sér eða saman geta komið af stað frek­ari hreyf­ingum lausra jarð­efna. Okkar öfl­uga ofan­flóða­fólk stendur vakt­ina og fróð­legt er að fylgj­ast með. Það yrðu mikil tíð­indi ef sú þekk­ing gæti orðið grunnur að getu til að spá aur­skriðum eða hættu á þeim, þá á til­teknum stöðum eða ákveðnum far­veg­um.

Þekk­ingin á snjó­flóðum er að þessu leyt­inu orðin meiri og öll við­brögð fum­laus­ari. Lík­inda­spár eru þannig gefnar út ef hætt er við að snjó­flóð geti fallið á til­tekna vegi svo dæmi sé tek­ið. Í þessu sam­bandi er þekk­ing heima­manna ómet­an­legt og mik­il­vægt er að heyra í stað­kunn­ug­um. Mat þeirra á aðstæðum skiptir miklu í öllum við­bún­aði þegar ástand ofan­flóða er yfir­vof­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit