Það er ekki hægt að mynda aftur ríkisstjórn um ekki neitt nema völd og stöðugleika

Auglýsing

Fyrir fjórum árum var mynduð rík­is­stjórn sem hafði það yfir­lýsta meg­in­mark­mið að koma á póli­tískum stöð­ug­leika á Íslandi. Rík­is­stjórn hafði ekki setið sem meiri­hluta­stjórn út kjör­tíma­bil síðan árið 2007, eða í ára­tug, og fjölgun flokka, minni flokks­holl­u­sta, van­traust milli for­ystu­manna og dreifð­ara fylgi gerði það að verkum að flókið hafði verið að mynda rík­is­stjórn með hug­mynda­fræði­lega sam­bæri­legan grunn eftir kosn­ing­arnar 2016 og 2017. 

Þess vegna ákváðu flokkar frá ysta vinstri, yfir miðju og til hægri að taka höndum saman og fara áður ófarna leið.

Stjórn­­­ar­sátt­­mál­inn sem gerður var bar þess merki að vera mála­miðlun þriggja flokka með ólíkar áhersl­­ur. Í honum var skýrt kveðið á um hvert meg­in­­mark­mið rík­­is­­stjórn­­­ar­innar væri. Þar stóð að „um­fram allt er á kjör­­tíma­bil­inu lögð áhersla á að við­halda efna­hags­­legum stöð­ug­­leika og að aðgerðir tengdar vinn­u­­mark­aði skili sér í raun­veru­­legum kjara­­bót­u­m.“

Þar af leið­andi var lítið um útfærðar aðgerðir eða skýrar stefnur í hon­­um. Þess í stað var mik­ill texti í sátt­­mál­­anum sem hver stjórn­ar­flokkur fyrir sig gat nýtt til að sýna að hann hafi náð helstu áherslum sínum fram. 

Þeim áherslum var svo fyrst og fremst náð fram í gegnum þá ráð­herra­stóla sem hver flokkur fékk í sinn hlut. Kór­ónu­veiru­far­ald­ur, þar sem lyk­ilá­kvarð­anir voru að ein­hverju leyti fram­seldar til emb­ætt­is­manna og svig­rúmið til að elta hug­mynda­fræði­legar útfærslur til stefnu­mót­unar var lít­ið, gerði svo að verkum að síð­asta eina og hálfa ár kjör­tíma­bils­ins fór í björg­un­ar­að­gerð­ir. Færa má rök fyrir því að stjórn með breiða skírskotun sem byggði á lít­illi eða engri póli­tískri hug­mynda­fræði hafi hentað í það verk­efn­i. 

Risa­stór verk­efni framundan

Nú er staðan hins vegar önn­ur. Framundan eru risa­stór verk­efni á hinu póli­tíska sviði. Hér þarf að móta efna­hags­á­ætlun sem hefur það mark­mið að rétta við stöðu rík­is­fjár­mála, eftir að rík­is­sjóður hefur verið rek­inn í mörg hund­ruð millj­arða króna halla vegna far­ald­urs­ins. Svo þarf að finna jafn­vægi milli þess mark­miðs og nauð­syn­legrar eyðslu opin­berra fjár­muna til að takast á við áskor­anir fram­tíðar í gegnum opin­bera fjár­fest­ingu, til dæmis í marg­hátt­uðum innviðum og á hús­næð­is­mark­að­i. 

Hér þarf að end­ur­skoða skatta- og milli­færslu­kerf­a­stefnu til að mæta nýjum þörfum og afla tekna til standa undir þjón­ustu­hlut­verki ríkis og sveit­ar­fé­laga til fram­tíð­ar. 

Auglýsing
Hér þarf að byggja upp atvinnu­líf með grænar áherslur og nýja teg­und starfa með meiri fram­leiðni. Þau þurfa að passa við mennta­­kerfið sem hefur verið byggt upp til að fram­­leiða allskyns sér­­fræð­inga, á marg­hátt­uðum svið­­um. Þegar þeir svo ljúka námi, eftir að hið opin­bera hefur fjár­­­fest tugum millj­­ónum í sér­­hæf­ingu þeirra, hefur beðið margra þeirra atvinn­u­líf sem gerir ekk­ert sér­­stak­­lega ráð fyrir þeim. 

Hér þarf að end­ur­skoða kerfin utan um grunn­fram­færslu, sér­stak­lega þeirra öryrkja, líf­eyr­is­þega og lág­laun­aða ein­stæð­inga sem eru fastir í fátækra­gildr­um. 

Hér þarf að ráð­ast í orku­skipti og stór­á­tak í lofts­lags­mál­um. Það er risa­stórt efna­hags­mál ekki síður en sið­ferð­is­legt rétt­læt­is­mál. 

Hér þarf að styrkja stoðir heil­brigð­is­kerf­is­ins enn frekar, vinna á biðlistum eftir aðgerðum og þjón­ustu og und­ir­búa það fyrir mikið við­bót­ar­á­lag sem framundan er með sífellt eldri þjóð. 

Og allir stjórn­mála­menn með ein­hvern dug hljóta að sjá að hér þarf að vinna að nýrri sátt um fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­ið. Ef stjórn­mála­maður hunsar það svöðu­sár á sam­fé­lag­inu okk­ar, hunsar það að átta af hverjum tíu Íslend­ingum vilja grund­vall­ar­breyt­ingu á kerf­inu, að sjö af hverjum tíu eru óánægðir með núver­andi útfærslu á kvóta­kerf­inu og sex af hverjum tíu telja það vega raun­veru­lega að lýð­ræð­inu í land­inu, þá á hann vart erind­i. 

Ástæðan fyrir hæga­gang­inum

Ef hægt er að vera sam­mála um að þetta séu úrlausn­ar­efn­in, og að það sé ekki hægt að mynda aftur ein­hvers­konar þverpóli­tíska starfs­stjórn án sér­stakrar fram­tíð­ar­sýn­ar, þá ætti að teikn­ast upp fyrir flestum af hverju það þok­ast hægt hjá for­mönnum Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks að greiða úr ágrein­ings­málum sín­um, skipta á milli sín ráð­herra­stólum og setja saman nýjan stjórn­ar­sátt­mála. Flokk­arnir voru ósam­mála um margt á síð­asta kjör­tíma­bili, lögðu áherslu á gjör­ó­líka hluti í kosn­inga­bar­átt­unni og eru ósam­mála um stefnu til fram­tíð­ar. Per­sónu­legt traust og vin­skapur milli for­manna flokk­anna getur ekki komið í stað þess að þeir eru í grund­vall­ar­at­riðum með ósam­rým­an­legar skoð­anir um hvert þeir vilja teyma þjóð­fé­lag­ið. 

Í bak­sýn­is­spegl­inum eru óleyst ágrein­ings­mál um hálend­is­þjóð­garð, frið­lýs­ing­ar, aðgerðir til að bæta rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla, deilur um rekstr­ar­form innan heil­brigð­is­geirans, breyt­ingar á fjölda sveit­ar­fé­laga og breyt­ingar á stjórn­ar­skrá. 

Í kosn­inga­bar­átt­unni lögðu Vinstri græn og Fram­sókn­ar­flokkur fram ger­ó­líkar áherslur hvað varðar rík­is­út­gjöld, milli­færslu­kerfi, skatta, lofts­lags­mál og hús­næð­is­mál en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Sömu­leiðis eru áherslur Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks varð­andi frek­ari virkj­anir og orku­vinnslu og aðkomu einka­að­ila að heil­brigð­is­kerf­inu allt aðrar en þær sem Vinstri græn standa fyr­ir.

Við blasa þrír mögu­leik­ar. Í fyrsta lagi að flokk­arnir reyni aftur að mynda rík­is­stjórn um ekk­ert annað en að stjórna, sem fáum hugn­ast og getur valdið miklum skaða á þessum miklu tíma­mótum sem við stöndum frammi fyr­ir. Í annan stað að rík­is­stjórn verði mynduð að uppi­stöðu um stærstu stefnu­mál flokk­anna til vinstri eða hægri, sem myndi skilja kjós­endur ann­ars hvors þeirra eftir með að hafa greitt ein­hverju atkvæði sem er and­stætt vilja þeirra. 

Í þriðja lagi gætu flokk­arnir ákveðið að skoða aðra mögu­leika í stöð­unni, sem eru sann­ar­lega til staðar ólíkt því sem raun­hæft var 2016 og 2017.  

Það er hægt að mynda hægri stjórn

Brynjar Níels­­son, fyrr­ver­andi þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, sagði í nýlegu hlað­varps­við­tali að hann teldi of erfitt fyrir flokk sinn að ná saman við Vinstri græn. Tveir mög­u­­leikar væru í stöð­unni „annað hvort að Sjálf­­stæð­is­­flokkur og Fram­­sókn fari með Við­reisn, eða að Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn fari bara með vinstri­­flokk­un­­um. Þannig horfi ég á þetta í fjar­lægð nún­­a.“

Ef vilji Fram­sókn­ar­flokks­ins hneig­ist til hægri er fyrri val­kost­ur­inn sem Brynjar viðrar sann­ar­lega mögu­leiki. Sam­an­lagt fengu Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn og Við­reisn 34 þing­menn út úr síð­ustu kosn­ing­um. Eftir maka­laus vista­skipti Birgis Þór­ar­ins­sonar úr Mið­flokki yfir í Sjálf­stæð­is­flokk innan við tveimur vikum eftir kosn­ingar þá er sá meiri­hluti kom­inn í 35.

Erfið per­sónu­leg sam­skipti gætu hins vegar sett strik í reikn­ing­inn, en það fór vart fram­hjá neinum að ekki var allt með felldu milli for­manna Fram­sókn­ar­flokks og Við­reisnar í síð­ustu kapp­ræðum kosn­inga­bar­átt­unn­ar. 

Og það er hægt að mynda vinstri stjórn

Stein­grímur J. Sig­fús­son, stofn­andi Vinstri grænna og for­maður þess flokks um margra ára skeið, sagði í við­tali við Kjarn­ann í febr­úar að rík­is­stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn væri ekki endi­lega eitt­hvað sem flokkur hans ætti að horfa á til langrar fram­tíð­ar.  „Það getur vel verið að það sé nauð­­syn­­legt að leyfa stjórn­­­mál­unum svo­­lítið að þroskast og takast á með hefð­bundn­­ari hætti, að minnsta kosti inn á milli, þannig að sam­­stæð­­ari flokk­­ar, hug­­mynda­fræð­i­­lega séð, myndu vinna saman í annað hvort minn­i­hluta eða meiri­hluta [...]​​ Síðan hefði ég ekk­ert per­­són­u­­lega á móti því ef hér mynd­að­ist það sem kalla mætti sterka minn­i­hluta­­stjórn. Það er að segja vel mann­aða og öfl­­uga stjórn þó að ekki væru allir flokk­­arnir með í rík­­is­­stjórn­­inni sem væru í hennar bak­landi. Ég hef lengi verið þeirrar skoð­unar að það gæti verið hollt, sér­­stak­­lega fyrir þing­ræð­ið. Það er almenn kenn­ing að tíma­bil með minn­i­hluta­­stjórnum styrki þjóð­­þingið því þá þurfa menn meira að semja um sín mál.“

Auglýsing
Tilboð um myndun slíkrar minni­hluta­stjórnar er þegar fram kom­ið. Píratar hafa sagt að þeir myndu styðja minni­hluta­stjórn Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sam­fylk­ingar sem hefði þá 33 þing­menn á bak­við sig. Vitað er til þess að einnig hefur verið rætt við Flokk fólks­ins um að styðja slíka stjórn gegn því að fá ákveðið mál­efni í fram­kvæmd og tæk­ist það myndi minni­hluta­stjórn hafa 39 þing­menn á bak­við sig. Til við­bótar myndi hún skilja þá þrjá flokka sem eru lengst til hægri í íslenskum stjórn­mál­um: Sjálf­stæð­is­flokk, Við­reisn og Mið­flokk, eftir í and­stöðu.

Þannig myndu skap­ast hreinni línur um að mynda rík­is­stjórn á annan hvorn væng­inn.

Tæki­færi til vinstri með hægri­st­jórn

Líkt og svo oft áður þá hvílir ákvörð­un­ar­valdið um næstu skref, gangi það sem nú er reynt ekki upp, hjá Fram­sókn­ar­flokkn­um. 

Ef hann vill að mynduð yrði hægri stjórn gætu falist í því umtals­verð tæki­færi fyrir flokka til vinstri til að horfa inn á við og end­ur­skipu­leggja sig. Eng­inn flokkur frá miðju til vinstri getur sagt með hreinni sam­visku að hann hafi komið vel út úr síð­ustu kosn­ing­um. Sós­í­alista­flokkur Íslands náði ekki inn á þing. Sam­fylk­ingin beið afhroð og fékk sína næst verstu útkomu í sög­unni, þegar vænt­ingar voru til þess að kosn­ing­arnar myndu skila flokknum í sterkri stöðu í rík­is­stjórn. Ábyrgðin þar liggur öll hjá flokknum sjálf­um. Vinstri græn töp­uðu 4,3 pró­sentu­stigum af fylgi og Píratar fengu minna en fyrir fjórum árum. 

Það er rétt sem Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur sagt eftir kosn­ing­arn­ar: þessir flokkar þurfa að fara í nýtt leik­skipu­lag. Ef þeir end­uðu saman í stjórn­ar­and­stöðu væri hægt að móta slíkt skipu­lag fyrir næstu kosn­ing­ar, og mynda ein­hvers­konar félags­hyggju­breið­fylk­ingu undir stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur, lang­vin­sælasta stjórn­mála­manns lands­ins. 

Tæki­færi til hægri með vinstri­st­jórn

Að sama skapi væri hægt að mynda þá breið­fylk­ingu strax í dag ef Fram­sókn skil­greinir sig meira til vinstri en hægri þessi dægrin, líkt og margt bendir til. Hún fengi þá að þró­ast og mót­ast við stjórn frekar en í stjórn­ar­and­stöðu, svipað og R-list­inn gerði þegar hann tók við stjórn­ar­taumunum í Reykja­vík á tíunda ára­tugn­um. 

Í því gætu líka falist tæki­færi fyrir hægrið á Íslandi, og sér­stak­lega Sjálf­stæð­is­flokk­inn, til að ganga í gegnum hug­mynda­fræði­lega end­ur­nýjun og átta sig á fyrir hvað hann stendur annað en að stjórna. Fyrir vikið ættu kjós­endur að fá skýr­ari val­kosti, í átt að meiri félags­hyggju eða minni opin­berum afskipt­um, eftir fjögur ár. 

Hver sem nið­ur­staða Fram­sókn­ar­flokks­ins verður þá er ljóst að hún þarf að inni­halda skýra stefnu. Kyrr­staða fyrir stöð­ug­leika er ekki í boði leng­ur, sama hversu vel Katrín, Sig­urður Ingi og Bjarni kunna per­sónu­lega hvert við ann­að.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari